Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 53 á Hreimsstöðum, en Þorsteinn og Sigurrós eru bæði látin. Olafur, kona hans Hjörtfríður Kristjánsdóttir. Bjuggu á Hvassa- felli í félagi við Klemens föður Ólafs. En lengst af í Borgarnesi. Var hann þar verkamaður og bóndi. Þau eignuðust 4 börn. ólaf- ur og Hjörtfríður eru bæði látin. Kjartan, kona 1: Sesselja Gunn- laugsdóttir. Þau eignuðust 3 börn, sem fyrr segir. Kona 2: Ólafía Sigurðardóttir, lifir Kjartan. Þau eignuðust eina dóttur. 4 systur: Arndís, maður hennar Brynjólfur Bjarnason frá Skarðs- hömrum. Bjuggu í Króki. Eignuð- ust 5 börn. Arndís var mikil ágæt- iskona. Arndís og Brynjólfur eru bæði látin. Sæunn, maður hennar Jón Jó- hannesson. Bjuggu lengst af í Klettstíu og kennd við þann bæ. Eiga 4 syni. Síðustu árin voru þau í Borgarnesi. Sæunn var mikilhæf og dugleg kona og vel látin af öll- um. Þau eru bæði látin. Kristín, ljósmóðir, dó ung. Guð- ríður, dó ung. Seinni kona Klemensar Bald- vinssonar var Kristfn Jónsdóttir frá Bugðustöðum í Hörðudal. Voru þær systur Sigurrós kona Þor- steins á Hreimsstöðum og Kristín. Þau fluttu að Hvassafelli frá Hundadal. Þau eignuðust þrjár dætur: Guðlaugu. Maður hennar er Hermann Guðmundsson. Þau bjuggu lengi í Litla-Skarði i Staf- holtstungum, en urðu að hætta vegna heilsubrests, eru nú búsett í Reykjavík. Eignuðust 5 börn. Er þau fluttu til Reykjavíkur veitti Kjartan þeim ómælda hjálp f þeirra erfiðleikum. Þau eru stór- myndarleg hjón. Sveinbjörgu. Maður hennar var Guðmundur Magnússon. Var hann ættaður úr Borgarfirði, bróðir Torfa í Hvammi, sem þekktur var hér í héraði. Sveinbjörg og Guð- mundur ráku prjónastofuna Hlín f Reykjavík af miklum dugnaði. Sveinbjörg ber mikla tryggð til sinnar gömlu sveitar, Norðurár- dalsins. Hefur beitt sér fyrir gjöf- um til sóknarkirkjunnar í Hvammi. Sveinbjörg og Guðmund- ur voru atgervishjón, en Guð- mundur er látinn fyrir allmörgum árum. Þau urðu fyrir þeirri þung- bæru raun að eignast son, Hilmar, sem ekki hefur getað gengið heill til skógar um dagana. Auk þess áttu þau fósturson. Sveinbjörg er nú á Dvalarheimilinu Grund f Reykjavík. Dómhildi. Maður Bernódus Halldórsson. Er yngst systranna þriggja. Búsett f Bolungarvík. Eiga þau 5 börn. Hún var ung og hress á árum Umf. Baulu 1927—1929 í Norðurárdalnum. Minnist ég hennar sfðan. Kristín og Klemens hættu bú- skap á Hvassafelli 1929 og seldu Þorsteini Snorrasyni frá Laxfossi og Sigurlaugu Gfsladóttir frá Hvammi jörðina. Kristín og Klemens fluttu til Reykjavíkur og fór hann þar í verkamannavinnu. Hljóta það að hafa verið erfið umskipti fyrir hann. Klemens fæddist 23. ágúst 1863. Hann fórst í bilslysi í Reykja- vík 11. júní 1930. Kjartan var meðalmaður á hæð, fremur grannholda. Nokkuð rauð- birkinn og rauðhærður. Varð ung- ur sköllóttur. Kvikur í hreyfingum og honum fylgdi mikil atorka. Þrátt fyrir það að hann næði svo háum aldri hélt hann sér vel til hinstu stundar. Víkjum aftur til Sveinatungu. Um hlaðið f Sveinatungu og f gegnum túnið þar lá þjóðleiðin milli Suður- og Norðurlands um aldir. Það lá tröð í gegnum túnið girt með grjótgörðum beggja vegna. Það var nauðsynlegt vegna þess að oftlega fóru stórir hópar ferðafólks með marga hesta um veginn. Einnig var ekið þar um hlað og gegnum túnið á fyrstu árum bilaaldar, þar til að vegurinn var lagður fyrir neðan túnið. Gestakoma mun því oft hafa verið mikil í Sveinatungu. Fóru Kjartan og Sesselja ekki varhluta af því á fyrstu árum þeirra. Kjart- an var mikill greiðamaður og frá- bær nágranni, hjálpsamur og duglegur með afbrigðum. Þá var hann sérlega ráðagóður ef vanda bar að höndum. Ferðamenn misstu eitt sinn bíl niður um íshrafl á Litluá um há- vetur 1934. Brúin hafði farið af ánni í stórflóði um haustið áður. Bíllinn sat blýfastur og ekki til bílar á bæjum eða dráttarvélar til aðstoðar við að ná bílnum uppúr ánni, eins og nú er orðið. Kjartan hafði alltaf tiltæka ágæta notkun- arhesta bæði til dráttar og reiðar. Hann hafði á húsi járnaða dráttar- hesta, sem hann lagði nú aktygin á og fór með þá ásamt dráttartaug- um og dró bílinn uppúr Litluá um nóttina. Þannig var hann ávallt, ef vanda bar að höndum var leitað til Kjartans, af okkur í Hvammi að minnsta kosti. Kjartan átti sæti í sveitarstjórn um árabil. I Hvammi á heimili foreldra minna, Sigurlaugar Guðmunds- dóttur og Sverris Gislasonar, var þingstaður og fundarstaður Norð- dælinga til ársins 1931 að fundar- húsið í Dalsmynni var byggt. Þetta leiddi til þess þegar ég var á barnsaldri að ég kynntist öllum bændum í hreppnum. Einn af þessum mönnum var Kjartan í Sveinatungu. Þessir bæpdur sem hófu búskap í Norðurárdal fyrir og um 1920, eru nú að hverfa af sjónarsviðinu, er Kjartan síðastur þeirra. Oft verður mér hugsað til þess hvað þessir ágætu menn, bænd- urnir í Noröurárdal, sem komu til funda í Hvammi voru hressir í anda og reisn yfir þeim. Nú voru þetta samt blásnauðir og fátækir menn, margir hverjir að minnsta kosti, miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar. Kynni mín af þessum mönnum hafa nú við fráfall Kjartans leitað á huga minn að minnast hans með nokkrum hætti. Minningin um Kjartan verður mér ávallt kær. Helgugötu 11 í Borgarnesi, Guðmundur Sverrisson. Ellefta bók Mary Stewart FÓRNARELDUR nefnist ellefU bókin sem út kemur á íslensku eftir Mary Stewart. Iðunn gefur bókina út í þýð- ingu EIIsu Bjargar Þorsteinsdóttur. Kápa er hönnuð á auglýsingastofunni Ocavo. Oddi prenUöi. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Gianetta, fyrrverandi ljósmynda- fyrirsæta, kýs að eyða sumarleyfi sínu á friðsælum stað, Þokueyjunni. En á fjallahótelinu, Gamasunay, hittir hún fyrrverandi eiginmann sinn, rithöfundinn Nicholas Drury. Er það tilviljun eða hefur hann fylgst með henni og ætlar að ná ástum hennar á nýjan leik? Magnað and- rúmsloft eyjarinnar hefur djúp áhrif á þau bæði en Gianetta er ekki viss um tilfinningar sinar. En það loga eldar í hlíðum Bláa fjallsins, teygja sig upp í náttmyrkrið og kalla ógn yfir Þokueyjuna er lík ungrar stúlku finnst við bálköstinn og skartgripum raðað í kring. Likt og eldur læsir skelfing sig um friðsæla fjallabyggð- Kápusíða bókarinnar. ina.“ ðlStl Tk. .. Nýir eigendur Skóbúðar Selfoss; f. Jónsson. ,v. Þórdís Kristjánsdóttir, Elín Tómasdóttir, Þóroddur Kristjánsson og Ingvar Nýir eigendur að Selfossi 21. nóvember. ÞANN 1. nóvember sl. urðu eigendaskipti á Skóbúð Selfoss. Þann dag tóku nýir eigendur við rekstrinum af Ástriði Sigurðardóttur og Margréti Lúðvfksdóttur. Skóbúðin hefur starfað í rúm 20 ár. Hún var stofn- sett af Lúðvík Guðnasyni verslunarmanni, að Austur- Skóbúð Selfoss vegi 34, þar sem hún er til húsa. Hinir nýju eigendur skóbúðarinnar eru Þórdís Kristjánsdóttir, Ingvar Jónsson, Elín Tómasdóttir, Þóroddur Kristjánsson og Tómas Þóroddsson. Sig. Jóns. JOLAPEY5UR á frábæru verði! Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið þessar gullfallegu frönsHu peysur í þremur stærðum á einstaHlega hagstæðu werði. Þær eru níðsterHar og þola þvott í wenjulegum þwottawélum. V/erð aðeins kr. 1.985.- Stærðir: Small — Medium — Large. 5ERWOMU5TA VIÐ LAMD5BYGGÐIMA: Vlð höfum símaþjónustu opna tll W. 21.00 á hvöldin þessa vlk u fýrlr þá sem vilja panta í póstkröfu. Síminn er 91-11506. ...ogsíóan falleg föt frá cllc SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.