Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 57

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 57 Minning: Jóhann Helgason frá Þyrli 1 dag verður Jóhann Helgason frá Þyrli lagður til hinstu hvíldar í Gufuneskirkjugarði en hann lést á Borgarspítalanum þann 25. nóv- ember síðastliðinn eftir stranga sjúkdómslegu. Jóhann fæddist að Þyrli í Hvalfirði þann 13. ágúst 1911, sonur hjónanna Helga Jóns- sonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, ættaðri úr Kjós. Þau eignuðust fjögur börn, tvær stúlkur og tvo pilta, sem komust til fullorðinsára. Frá fyrra hjónabandi átti Helgi fimm syni, en móðir þeirra lést er þeir voru enn í ómegð. Jóhann ólst þvi upp í stórum og glaðværum systkina- hópi og snemma vandist hann margskonar vinnubrögðum til lands og sjós. Hann varð afbragðs skytta, stundaði á haustin rjúpna- veiði, en rjúpur voru þá útflutn- ingsvara. A útmánuðum var stunduö grásleppuveiði frá Þyrli og þótti rauðmaginn gott búsílag. Allmikið æðarvarp var í Þyrilsnesi og mikil vinna við eggja- og dún- tekju og hreinsun hans. Þá var ærin vinna við búfénað, öflun heyja og svo framvegis. Öllum þessum verkum vandist Jói, en svo var hann oftast nefndur af kunn- ingjum. A þriðja tugi aldarinnar, er bifreiðin var að sanna gildi sitt til fólks- og vöruflutninga, varð mörg óbilgjörn klöppin á leið þeirra og var Hvalfjörðurinn ein aðalhindr- unin á landsamgöngum milli höf- uðborgarinnar og Borgarfjarðar. Ýmsir töldu að aldrei yrði lagður bílfær vegur um fjörðinn en aðrir voru bjartsýnni, sem leiddi til þess að Landssjóður veitti nokkra fjár- upphæð til vegagerðar um Hval- fjörð. Bræðurnir frá Þyrli tóku að sér að ryðja alllangan kafla leiðar- innar ásamt fleiri ungum mönnum úr sveitinni. Eingöngu var þetta unnið með handverkfærum. Jói minntist þess að oft hefði hann og fleiri setið eða staðið með slag- hamra og steinbora og klappað holur í kletta og klapparnef, sem síðan voru sprengd með dínamíti. Eftir ótrúlega skamman tíma tókst þó að gera akfæran veg um fjörðinn og mikil var gleði vega- gerðarmannanna og annarra er fyrsti bíllinn ók framhjá Þyrli árið 1931 án teljandi farartálma. Jóhann flutti til Reykjavíkur snemma á fórða áratugnum og hóf fljótlega störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, fyrst sem ökumaður, en síðar við viðhald og viðgerðir á vögnunum um margra ára skeið, þar til heilsan bilaði fyrir þremur árum. Er Jóhann ók Kleppsvagninum átti hann til að hleypa farþegum út á milli biðstöðva ef veður voru válynd. Má þar nefna frú ólsen, sem bjó að Víðivöllum við Sund- laugaveg, en hún launaði honum liðlegheitin með því að senda unga og glæsilega stúlku með kaffisopa handa bílstjóranum. Þannig munu kynni þeirra Jóhanns og Laurentze Johanne frá Álasundi í Noregi hafa hafist. Þau gengu í hjonaband 16. maí 1942 og hófu búskap að Laugarnesvegi 52, í húsi Margrét- ar systur Jóhanns og manns henn- “ar, Ragnars Þorgrímssonar frá Laugarnesi. Síðan keyptu þau lítið hús í Laugarmýrarbletti er nokkr- um árum síðar varð að víkja fyrir nýrri byggð við Rauðalæk. Þá fluttu þau að hinu gamla höfuðbóli að Laugarnesi og bjuggu þar æ síðan. Oft komu ættingjar og vinir þeirra hjóna við hjá þeim í Laugar- nesi og nutu gestrisni þeirra. Þar má segja að friður og ró hafi svifið yfir vötnunum, húsfreyjan lagði dúk á borð, bar fram kaffi og kökur, lagði orð í belg er rætt var um daginn og veginn, en Jói, sem var í eðli sínu gleðimaður, sagði skemmtisögur af kynlegum kvist- um sem hann hafði kynnst á lífs- leiðinni eða heyrt getið um. Allt var það þó græskulaust og ekki minnist ég þess að hann hafi talað illa um nokkurn mann, enda mað- urinn stálheiðarlegur til orðs og æðis. Ekki held ég að Jóhann hafi eignast nokkurn hlut án þess að greiða út í hönd. Hann vildi aldrei skulda neinum neitt og lærði aldrei þá list að spila á verðbólguna, sem hann taldi af hinu illa. Hann spil- aði hinsvegar allvel á orgel og fiðlu, var söngelskur og hrifinn af þjóðlegri tónlist. Hann var nátt- úruunnandi, þekkti margar fugla- tegundir, hafði unun af lax- og silungsveiði, sem hann stundaði nokkuð í frístundum. Um leið og ég kveð Jóa mág minn þakka ég honum samfylgd- ina, sem ekki bar neinn skugga á og sjálfsagt verður honum vel tekið í nýjum heimkynnum. Þakka má trú og tryggð konu hans alla tíð, ekki síst í veikindum hans er hún heimsótti hann daglega á spítaiann nema tvo óveðursdaga frá 8. júlí til dauðadags. Megi forsjónin styðja hana og styrkja í raunum hennar. Greipur Kristjánsson Martin Berkofsky BtMartin ^erkotsky FranzDszt Allur ágóði rennur til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík Hann situr í kjólfötum viö flygla. Birtist á íslandi leðurklæddur á kraftmiklu vélhjóli. Hann æfir sig i afskekktum vita — heldur tónleika um allan heim. Hann hefur hljóðritað tónlist Franz Liszt fyrir pop tónlistar út gáfufyrirtæki Hann hefur verið kallaður sérvitringur, öfgamaður.. Hann er mjög umdeildur pianóleikari; ef til vill með snert af snilligáfunni. „Hann" heitir Martin Berkofsky Fæddur i Bandarikjunum en býr nú i Garðskagavita úti á Reykjanesi. Berkofsky ferðast viða um lönd og kemur fram með fremstu hljómsveitum heims i hinum ákjósanlegustu tónleikasölum. Á íslandi heldur hann tónleika í kvikmyndahúsum, leikhúsum og ýmsum öðrum óhentugum húsum Það kemur ekki til af góðu, þvi enn skortir íslendinga raunverulegt tónleikahús sem hýsir og hlúir að fjölbreyttu og þróttmiklu tónlistarlífi landsmanna. Planóleikur Berkofskys hefur vakið ákafa hrifningu og lof, ]afnt meðal gagnrýnenda sem almennings; hvarvetna rómaður fyrir einstaka dýpt, næmni og máttuga tækni. Berkofsky hafnar alfarið þeim staðli sem nútíma samkeppnisandi setur pianóleikurum. Hann er sannfærður um að pianóleikur lýtur, fyrst og síðast, aðeins eigin lögmálum. Reglur og venjúr sem takmarka i einhverju sköpunarfrelsi píanóleikarans skulu þvi vikja. Martin Berkofsky er hjartanlega sannfærður um gildi tónlistar Franz Liszt: Hún er jafn lífandi og ástriðufull í dag sem þá, hún skirskotar til reynslu sérhvers manns; speglar djúpar tiífinning ar sem allir þrá og allir búa yfir Og hún er tónlist allra tfma; endurskin þess sannleika sem aldrei fellur úr gildi; tónl'st sem mun ávallt njóta áheymar fleiri en þeirra sem samkenna sig við klassiska tónlist Á íslandi, landi mótsagna, hefur Martin Berkofsky, maður mót sagna, fundið jafnvægið milli sjálfs síns og umhverfis Það gerir honum kleift að virkja þá krafta sem eru hverjum einlægum tónlistarmanni nauðsynleg forsenda til áframhaldandi sóknar að háleitustu markmiðum listarinnar Það er aðeins andartak hins óvænta — sem eru svo mörg á íslandi — að það skuli vera M|ÖT; fyrirtæki sem annars hefúr einbeítt sér að pop tónlist, sem gefur út þessa hljómplötu Andartak hins óvænta. Fyrirtækið vildi gefa út hljómplötu með tónlist Franz Liszt í flutningi Berkofskys og skyldi allur ágóði renna í sjóð Samtaka um Byggingu Tónlistarhúss Martin Berkofsky féllst á það glaðlega. Þessi hljómplata er afleiðing og samruni þess óvenjulega og óvænta; fyllilega i samræmi við lifsskoðun Martin Berkofskys og tónlist Franz Liszt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.