Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 62

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 ntmmn „Bg hélt þú Vóerir búinn' " hjartaásinn. TM Rag. U.S. Pat. Ofl,— aH ríghts reservtd ®1985 Los Anoetes Times Svndícate Komist þú ekki bráðlega á fætur verðurðu að kaupa uppþvottavél! Pípa, er það ekki jólagjof pípu- lagningameistarans? Ógleymanlegt sumarleyfi Kæri Velvakandi. Við undirritaðir vorum á Lign- ano sumarið 1985. Að okkar mati á Fríklúbburinn þakkir skildar fyrir starfsemi sína, þar sem Ingibjörg Fríklúbbsstýra átti örugglega stærstan hluta að máli. Dvölin var meiriháttar í alla staði. Það var margt að sjá og gera þannig að við tímdum varla að eyða tímanum í sólböð. Það er víst alveg öruggt að þar- geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Verst hvað tíminn er fljótur að líða, þegar manni líður vel, enda var dekrað við okkur á allan hátt. Það er ótrúlegt en satt að farar- stjórarnir voru íslenskir, ræst- ingastúlkurnar íslenskar og að sjálfsögðu Frí-klúbburinn. Það var séð fyrir öllu. Allir gerðu sitt besta til að gera farþegunum dvölina sem ánægjulegasta. Tíminn flaug áfram í búðun- um, á markaðinum, börunum, diskótekunum, í „Aqua-Splash“ (vatnsrennibrautunum), Tívolíi, að ógleymdum öllum skoðana- ferðunum. Gullna ströndin stendur alltaf fyrir sínu. Ferðin var okkur ógleymanlegt ævintýri og leið okkar á vonandi eftir að liggja þangað aftur. Meðlimir Frí-klúbbsins. mmsmr Víkverji skrifar Islendingur, sem víða hefur ferðast erlendis, hafði orð á því við Víkverja á dögunum, að endur- greiðsla á söluskatti, sem nú tiðk- ast í V-Evrópu væri þáttur í ferða- málum okkar, sem gefa þyrfti gaum að. í flestum ríkjum V-Evr- ópu hefur sá háttur verið tekinn upp, að erlendur ríkisborgari, sem kaupir vörur í verzlunum á kost á því með lítilsháttar fyrirhöfn að fá söluskatt eða sambærilegt gjald endurgreitt. I flestum tilvikum kostar þetta einhverja skrif- finnsku, en fyrir þjóð, sem enn er haldin kaupæði, þegar hún kemur til útlanda, þótt margvíslegur varningur og þá fyrst og fremst föt séu mun ódýrari hér en þar, þýðir þetta töluverða lækkun vöru- verðs. Þessi viðmælandi Víkverja var nýlega á ferð í nokkrum Evr- ópulöndum og sagði að gjarnan væri miðað við eitthvert lágmark í innkaupum, í Bretlandi t.d. 70—120 pundum eftir atvikum. Ef formsatriðin eru rétt frá gengin getur ferðamaðurinn búizt við að fá væna peningafúlgu senda frá útlöndum og það í gjaldeyri. Framkvæmd þessarar endur- greiðslu er svolítið mismunandi eftir löndum, t.d. hefur Víkverji kynnzt því að í Svíþjóð er hægt að fá peningana á flugvellinum þegar farið er úr landi en í Frakk- landi og fleiri löndum er sá háttur hafður á að senda ávísun í pósti til viðkomandi. Tilgangur þess, sem ræddi þetta við Víkverja, var bæði að vekja athygli íslenzkra ferðamanna er- lendis á þessu en ekki síður að vekja máls á því, að við ættum að taka sama fyrirkomulag upp við erlenda ferðamenn, sem hingað koma. Nú er söluskattur orðinn afar hár hér á íslandi en engu að síður koma Bandaríkjamenn í stórum hópum hingað þessar vik- urnar í innkaupaferð. Það mundi áreiðanlega stuðla að auknum ferðum hingað til innkaupa, ef erlendir ferðamenn fengju sölu- skattinn endurgreiddan, eins og tíðkast í Evrópu. Sá tekjuauki, sem af því yrði, mundi áreiðanlega bæta ríkissjóði upp þann tekju- missi, sem hann yrði fyrir vegna endurgreiðslu á söluskatti til er- lendra ferðamanna. XXX Okkur þykir nóg ujn verðlag hér, en engu að síður er það staðreynd, að verð á fjölmörgum vörutegundum o’g þá sérstaklega fatnaði er mun lægra hér en í löndum beggja vegna Atlants- hafsins. Þetta á bæði við um kven- fatnað og karlmannaföt. Að vísu er úrvaiið ekki eins mikið og er- lendis en þó er vöruframboð orðið ótrúlega fjölbreytt hér. Ástæðan fyrir því, að verðlag er lægra hér en í þessum löndum er sú, að þar þykir sjálfsagt að álagning verzl- ana sé margföld á við það, sem hér tíðkast. Niðurstaðan er sú, að fatn- aður í sama gæðaflokki getur verið helmingi ódýrari hér en erlendis a.m.k. í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er því litið vit í því fyrir Is- lendinga að kaupa föt í smásölu- verzlunum erlendis. Sjálfsagt er þetta ekki ástæðan fyrir því, að bandarískar húsmæður koma hingað þúsundum saman í inn- kaupaferðir. Ekki er við því að búast að þær hafi uppgötvað þenn- an verðmun úr því að íslendingar sjálfir hafa tæplega gert það. En hitt er víst, að innflytjendur á íslenzkum ullarvörum í Bandaríkj- unum hafa gert sér grein fyrir því, að smásöluverð í verzlunum hér er svipað og útflutningsverð til þeirra. Víkverji hlustaði fyrir nokkrum mánuðum á fulltrúa ís- lenzkra útflutningssamtaka gera tilraun til þess að skýra þetta fyrirbæri fyrir bandarískum kaup- anda, en að vonum tókst það misjafnlega. XXX En úr því að við erum að ræða um ýmislegt, sem varðar ferðalög fólks, er ekki úr vegi að minna ferðamenn vestan hafs enn einu sinni á þá möguleika, sem þar gefast á ódýrum flugferðum milli landshluta. íslenzk stúlka þurfti nýlega að komast frá New York til Los Angeles. Hún fór inn á litla ferðaskrifstofu og bað afgreiðslu- stúlku að kanna fyrir sig, hvernig hún kæmist ódýrast þangað. Nið- urstaðan varð sú, að með því að fljúga með People Express í næt- urflugi frá Newark-flugvelli komst hún þessa leið fyrir 145 dali og 3 dali fyrir hverja tösku, sem hún hafði meðferðis. Veitingar um borð varð hún að sjálfsögðu að kaupa. Þegar þessi sama stúlka flaug til baka kannaði hún enn hvert væri ódýrasta flugið frá Los Angeles og kom þá í ljós, að það var með Pan American og kostaði í næturflugi 139 dali og enginn aukakostnaður vegna ferðatösku og innifaldar voru einhverjar veit- ingar. XXX Kjarvalssýningarnar, sem staðið hafa yfir að undan- förnu, eru slíkar, að fólk ætti ekki að láta þær fram hjá sér fara. Senniiega verður langt þangað til slíkar sýningar á verkum Kjarvals verða settar upp á nýjan leik a.m.k. á sama tíma. Hins vegar hefur Víkverji furðað sig á þvi, hvað sýningarskrár hafa verið dýrar á Kjarvalsstöðum og í Lista- safni íslands. í fyrra tilvikinu kostar sýningarskrá 300 krónur en í því síðara 500 krónur. Að vísu er m ikið í báðar lagt og þá alveg sérstaklega í þá bók, sem Lista- safnið hefur gefið út. Forráða- menn þessara safna hafa líklega ekki áttað sig á því, að margt fólk er ekki tilbúið til að kaupa svo dýrar sýningarskrár og hefði verið eðlilegt að vera með ódýrari út- gáfur á báðum stöðum. Það segir kannski svolitla sögu, að á þeirri sýningu, sem Þorvaldur Guð- mundsson setti upp í sýningarsal sínum á verkum í eigu hans sjálfs, kostaði sýningarskráin ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.