Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 12
12 MQRGIJNBIfAÐID, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER JJ985 Morgunblaðið/RAX Viðtal við Evu Júlíusdóttur Fegurstu jólin mín átti ég hjá litlum herflokki í stríðslok „Jólin 1944, síðasta stríðsárið, eru mér ógleyman- leg. Aldrei hefi ég upplifað jól með jafn mikilli jólastemmningu. Þau gengu alveg inn í merg og bein og hafa í minningunni Ijóma sem skyggir á öll önnur jól. Þó voru jól alltaf mikill viðburður á mínu œskuheimili. Eg er einkabarn og jólabarn, á afmœli 24. desember og að auki átti faðir minn afmœli 28. desember. “ að er Eva Júlíus- dóttir, sálfræð- ingur, sem hefur fallist á að segja frá þessum stríðsárajólum, sem þrátt fyrir aðstæðurnar urðu fallegustu jólin hennar. Eva er þýsk að uppruna, fædd Jutta Eva Schaupp, en hefur búið og starfað á íslandi í 25 ár. Jólin 1944 varð hún 9 ára gömul. Þær mæðg- urnar höfðu farið frá Stuttgart vegna loftárásanna og dvöldu í litlu vínekruþorpi þar sem afi hennar bjó og fleiri ættingjar. Sprengja hafði fallið á húsið þeirra í Stuttgart. Þetta var íkveikju- sprengja sem betur fór en ekki ein af þessum sem tættu húsin í sund- ur, eins og Eva orðar það. Tvær efstu hæðirnar á þessu sex hæða sambýlishúsi eyðilögðust í eidi, en heimili Evu á annarri hæð sakaði ekki. Móðir hennar vildi þá forða barninu og komast með það úr borginni. Júlíus faðir hennar hafði verið kallaður seint í herinn af því að hann var orðinn fullorðinn, varð 46 ára þessi jól, hafði verið sendur stuttan tíma til Frakklands, Pól- lands og Belgíu en var nú heima í Þýskalandi. Hann var liðþjálfi í flughernum og vann við loftvarnir. Nú var hann staðsettur með 5 undirmönnum sínum í bragga við herflugvöll skammt austan við Munchen, þar sem þeir bjuggu saman og voru á stöðugri vakt. Flokkurinn var á leitarljósi sem var grafið niður og stýrði ljós- geislanum í leit að óvinaflugvélum sem komu hlaðnar sprengjum inn yfir borgina. Hann fékk ekkert orlof um jólin, en úr því hann var svona nálægt þá langaði hann tii að hitta mæðgurnar. Þær ákvaðu því að fara og halda jól með hon- um. Allt haustið voru þær að draga að jólaföngin, því ekki var auðvelt að ná í hátíðarmat. Lögðu svo af stað í lest í tæka tíð fyrir jólin, klifjaðar góðgæti svo þær gátu varla borið töskurnar. Alma móðir Evu hafði meira að segja náð í kalkúna og epli og hún hafði bakað „stollen", jólakökur, alls konar smákökur o.fl. Leiðin sem þær þurftu að fara í lest er innan við 300 km. Nú tekur slík lestarferð ekki nema 2 tíma, en í þetta sinn voru þær fjóra daga á leiðinni. „Loftárásir voru gerðar á lest- irnar", segir Eva. „Þá voru allir reknir út og leituðu skjóls, lágu á maganum meðan árásin Ieið hjá. Tvær beinar árásir voru gerðar á lest sem við vorum í. í þessum árásum eyðilögðust oft vagnar eða teinarnir og lestin fór ekki lengra. Þá urðum við að ganga á næstu járnbrautarstöð í von um að þar kæmi lest, til að halda áfram. Það var hræðilega kalt, enda held ég að þetta hafi verið kallaður kaldi veturinn. Rúður voru yfirleitt brotnar í lestunum og ekki hægt að gera við þær þegar hér var komið sögu, rétt í stríðslok. Verst var þó að bera allan farangurinn okkar. Mamma var með tvær þungar töskur sína í hvorri hendi og ég varð því að halda á fjórum innkaupatöskum, og allt var þetta fullt af matvælum. Maður gat varla staðið undir þessu og var alveg aðfram kominn. Skilja það eftir? Nei.nei, aðaltilefni ferðar- innar var komast til pabba og manna hans með jólamatinn. Við gistum heima í Stuttgart. Og svo aftur hjá móðurbróður mínum í Ulm. Þegar hann var að koma okkur aftur á lestina, lenti hann í árekstri og ég fékk hnykk á hálsinn en slasaðist ekki mikið sem betur fer. En mér er mjög minnisstætt þegar við skiptum sem oftar um lest í Augsburg og urðum að fara um göng milli brautarpalla. Fólks- mergðin var svo mikil. Straumur- inn kom úr tveimur áttum í ein göng og þrengslin urðu svo mikil að ég náði varla andanum. Ég var ekki nema 9 ára og svo lág í loft- inu. Mamma sá allt í einu að ég var orðin krítarhvít og var að líða út af. Hún hrópaði upp yfir sig og Eva með foreldrum sínum, Ölmu og Júlíusi Schaupp í stríðslok. einhver maður lyfti mér upp. En áfram héldum við með töskurnar. Að kvöldi þriðja dags komum við klukkan 10—11 á Sud Bahnhof við Munchen." Gegn um brenn- andi borgina „Einmitt þessa nótt hafði verið gerð stórárás á Múnchen. Við þurftum að komast gegn um borg- ina gangandi því engin farartæki gengu lengur. Víða voru eldar uppi og allir voru að reyna að bjarga einhverju. Við vorum svo heppnar að maður í lestinni var á sömu leið og við. Hann þóttist þekkja leiðina og bauðst til að bera aðra töskuna fyrir mömmu. Það var auðvitað kolniða myrkur nema þar sem upplýst var af eldunum. Nei, ég var ekki hrædd. Ég var svo þreytt, alveg uppgefin af að reyna að halda áfram með þessar byrgð- ar. Sums staðar sá maður að verið var að bera dauða og slasaða út úr rústunum. Ég man eftir strætis- vögnum á hvolfi og sá þar sem verið var að grafa frá loftvarnar- byrgjum til að hleypa út fólki sem lokast hafði inni. En við stönsuð- um ekki. Stöku maður var með vasaljós, annars var allt dimmt. í mínum huga var þetta mest draugalegt en þó fyrst og fremst erfitt. Ég var sljó af þreytu. í býtið um morguninn komumst við svo austur fyrir borgina þar sem pabbi var og mér var stungið beint í rúmið. Pabbi hafði leigt handa okkur herbergi hjá konu þarna rétt hjá og hún hafði lagt hitaðan múrstein í rúmið til að hlýja það. Þetta var 3—4 dögum fyrir jól.“ Afskaplega fallegt jólatré „Þeir voru þarna sex saman í bragganum og einn sótti alltaf matinn handa þeim í mötuneyti hersins. Kona eins mannsins kom um jólin, en hinir fjórir voru þarna einir og við héldum auðvitað jól saman. Ég man sérstaklega eftir Taschek frá Steiermark í fjalla- héruðum Austurríkis. Hann var þeirra yngstur, ólæs og óskrifandi, en kátur og óskaplega skemmtileg- ur. Heima átti hann stóra fjöl- skyldu, 10—12 börn, þótt hann væri varla yfir þrítugt. Hinir voru mun eldri, enda höfðu allir verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.