Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 31 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Steingeitin (22. des- ember—20 janúar) Ég fjalla hér um hina dæmi- gerðu Steingeit. Allir eru samsettir úr nokkrum stjörnumerkjum og því setja aðrir þættir mark sitt á per- sónuleika okkar. Jarðbundin Steingeitin er jarðarmerki og því leggja Steingeitur áherslu á hið jarðneska í tilverunni. Þær eru raunsæjar og vilja vinna að áþreifanlegum mál- efnum og sjá árangur gerða sinna. Steingeitin er líkam- legt merki og eru margar geiturnar móttækilegar fyrir gæðum jarðarinnar þrátt fyrir agað yfirbragð. Ábyrg Steingeitur hafa sterka ábyrgðarkend og hafa iðulega vandamál heimsins á herðum sér. Það birtist m.a. í sterkri ábyrgð í vinnu og í barnaupp- eldi. Steingeitur eru fæddar mömmur og pabbar og leggja sig af lífi og sál í uppeldis- störfin. Þær þurfa hins vegar að varast að ofvernda börnin sín og vilja stjórna þeim um of. Steingeitinni hættir til að hafa of miklar áhyggjur og eiga erfitt með að slappa af, sleppa sér og njóta lífsins. Alvörugefin í skapi er Steingeitin alvöru- gefin. Hún horfir frekar á alvarlegri hliðar lífsins og er frekar þunglamaleg. Stein- geitarfólk er varkárt, sumt er feimið og í heild er þetta hlédrægt fólk sem lítið er að trana sér fram. Hins vegar eru Steingeitum oft fengin ábyrgðarstörf. Ástæðan er sú að fólk almennt treystir Steingeitum. Sagt er um Steingeitina að hún sé metn- aðargjörn, en því neitar hún iðulega. Skipulögð Steingeitur hafa skipulags- hæfileika. Þær eru vandvirk- ar, formfastar og vilja hafa reglu á málum sínum. Stein- geitin er kerfismerki og því hefur hún hæfileika í fram- kvæmdastjórnun margs kon- ar. Öguð Steingeitin leggur mikla áherslu á sjálfsaga og getur pínt sig áfram hvað sem á dynur. Einn helsti styrkur hennar er mikil seigla. Hún getur þráast við út í hið óend- anlega og nær því oft settu marki, þó mikil mótspyrna sé fyrir. Stíf Ein helsta neikvæða hlið Steingeitarinnar er tilhneig- ing til stífni og þvermóðsku- háttar. Hún getur átt það til að bíta ákveðin mál föst í sig. Hún þarf að læra að hliðra til og gefa eftir. Bceld önnur neikvæð hlið er til- hneiging til að bæla eigin þarfir og tilfinningar niður, stundum vegna annarra eða vegna vinnu. Steingeitin get- ur einnig átt það til að vera of meðvituð um sjálfa sig og „frjósa" af þeim sökum. Hún getur því virst kuldaleg. Trygglynd f ást og vináttu er Steingeitin trygglynd og trúföst. Hún leitar varanleika og öryggis, er hlý og líkamlega næm. DÝRAGLENS X-9 £x\24 --£**/M//Á /rABAH.W ] V/tf 6£ym//t //*#& ye/r&OM AP--U >/w - pAMSAfi m . , eKFs/D,s,r. buuls © Ift4 Kinq FNlurn Synd<c«te. Ir*c Worldr-QMsre^rved I |ÁCI/ A ÉÍl LJwölx A 3- e/ad fara emi? vinnJ \ TOMMI OG JENNI FERDINAND * * SMAFOLK WOULC? VOU UKE TO BUV A CURISTMA5 UJKEATH ? PO VOU KNOU) , UJWAT S'OU'RE P0IN6? PONT VOU REALIZE VOU'RE ÁDPING TO TME OVERCOMMEKCIALIZIN6 OF CHRI5TMA5 ? Viltu kaupa jólakrans? Veistu hvað þú ert að gera? Gerir þú þér ekki grein fyrir Ekki fyrr en ég er búinn að því, að þú ert að gera jólin seljaeinn! að verslunarhátíð? Umsjón: Guöm. Páll Arnarson * Björn varaformaður Hall- dórsson, alias Bangsimon fúl- bak, gagnmerkur sagn-fræð- ingur og upphafsmaður hins alræmda fimm spila láglita- kerfis, fól sendiboða sínum að flytja umsjónarmanni eftir- farandi erindi: Hvort er fýsi- legra að spila vörn eða sókn i þessum daunillu sex gröndum? Lesandanum er boðið að taka þátt i leiknum: Norður ♦ ÁKG ♦ K8542 ♦ ÁG ♦ Á72 Vestur Austur ♦ 987 ♦ 653 ♦ Á976 ♦ G3 ♦ 543 ♦ 10876 ♦ K105 ♦ G864 Suður ♦ D1042 ♦ DIO ♦ KD92 ♦ D93 Gegn sex gröndum suðurs spilar vestur út tígli, sem sagnhafi drepur á ás i blindum og spilar hjarta á tfuna og hún á slaginn. Þetta er gefið i upp- hafi og nú er að komast að þváw hvort vinna má spilið með bestu vörn. Þessi vel heppnaða svíning fyrir hjartagosann gerir það að verkum að sagnhafi eygir 11 slagi. Ef menn eru að spila þennan samning við borðið er sennilega best að halda bara áfram með hjartað og vonast til að það falli 3—3. En við sem sáum öll spilin gerum okkur grein fyrir því að sú leið er dæmd til að mistak- ast. Hins vegar virðist nokkuð^ auðvelt að ná fram kastþröng á vestur í hjarta og laufi. Mað- ur spilar bara hjartadrottn- ingunni vestur og drepur og spilar einhverju til baka, síðan eru slagirnir i spaða og tígli teknir og vestur getur enga björg sér veitt. Einfalt. Langt frá þvi. Hver segir að vestur drepi bjartadrottning- una? Ef hann gefur er enginn samgangur til að ná fram þvinguninni. Svo það er betra að spila vörnina? Nei. Spilið vinnst með þvi að taka fyrst frislagina i tígli og spaða áður en hjartadrottn- ingunni er spilað. Lesandinn getur spreytt sig á að athug^„ hvers vegna. Umsjón Margeir Pétursson Á árlegu opnu móti á Ermar- sundseyjunni Guernsey, senwa fram fór í haust, kom þessi staða upp í viðureign ensku alþjóðlegu meistaranna Heb- dens og Hodgsons, sem hafði svart og átti leik. 20. — Dxe4!, 21. Hxg8 (21. fxe4 — Bxe4+, 22. Hg2 — Hxg2 var vonlaust meðöllu). 21. — Hxg8 og Hebden gafst upp. Hodgson varð efstur á^- mótinu ásamt Stuart Con- quest, enskum unglingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.