Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Minning:
Óli B. Antons-
son tannlœknir
Fæddur 8. mars 1906
Dáinn 14. desember 1995
Hann Óli er dáinn, hann dó í
gærkvöldi. Hann er búinn að líða
svo mikið. Það var hún Gulla
bernskuvinkona mín sem mæjti
þessi orð í síma á sunnudaginn. Ég
hrökk við. Ég vissi vel að lítil von
var um bata og að hinu langa og
stranga veikindastríði lyki eflaust
aðeins á einn veg, þó átti ég ekki
von á dánarfregn hans svo fljótt,
og mér brá. Hvað þá um hans
nánustu?
Ole Anton Bieltvedt eins og
hann hét fullu nafni fæddist á
bændasetrinu Bieltvedt rétt hjá
Krákstad í Noregi 8. mars 1906.
Foreldrar hans voru Anton Bielt-
vedt bóndi þar og kona hans Karen
fædd Ruud. Óli var elstur 5 systk-
ina og átti því — eftir hefð — að
taka við jörðinni Bieltvedt, en
þegar hann kaus að verða tann-
læknir (það varð hann 1929) tók
næsti bróðirinn Jóhannes við
henni og hefur verið þar bóndi, þar
til sonur hans er nú tekinn við.
Þriðji bróðirinn Arne á heima í
Brummendal, var verkfræðingur í
verksmiðju þar, en er nú hættur
sökum aldurs. Systirin Jóhanna
Ingrid á heima í Krokstad og hjá
henni var móðir þeirra eftir að hún
flutti frá Bieltvedt. Yngst var Ás-
laug sem dó ung.
Veturinn 1931 —1932 var ung
stúlka Guðný Jónsdóttir (ávallt
kölluð Gulla) frá Bíldudal, á hús-
mæðraskóla í Noregi. Óli og hún
hittust þá og felldu hugi saman.
Hún fór þó aftur heim um vorið
og varð símastúlka hjá KEA á
Akureyri, því önnur var þá á stöð-
inni á Bíldudal hjá mömmu henn-
ar. Sumarið 1934 kom Óli til
Akureyrar að vitja Gullu og haust-
ið 1935 fer hún svo alfarin út til
Noregs, til að giftast óla 18. janúar
1936. Það eru því nærri 50 ár síðan
þau stigu það heillaspor. Sumarið
eftir (17. júlí 1936) missti Gulla
svo móður sína. Foreldrar Gullu
voru Jón Jónsson skipstjóri
Bíldudal, Arnfirðingur að ætt
(Gísli faðir Guðmundar Hagalín
og Jón voru systkinasynir) og kona
hans Guðrún Söebech, sem lengi
var símstjóri á Bíldudal. (Gulla
vann á stöðinni frá barnsaldri).
Foreldrar Guðrúnar voru Friðrik
Söebech bóndi í Reykjarfirði,
Strandasýslu og kona hans Karó-
lína Fabína Thorarensen frá Kú-
víkum, Reykjarfirði, dóttir Jakobs
Thorarensen kaupmanns þar.
Gulla var 4 ára og Garðar bróðir
hennar 1 árs þegar þau misstu
föður sinn í ágúst 1913, en þá kom
föðursystir þeirra, Guðný, ekkj-
unni til hjálpar og ói upp börnin
með henni. Guðný var farkennari
í Ketildölum, og var þá með Gullu
með sér, á heimili foreldra minna,
þegar Gulla var 6 og 7 ára. Alla
tíð síðan höfum við verið vinkonur.
Þegar Gulla og Óli fluttu til
íslands (14. nóv. 1948), hann ráð-
inn til Halls Hallssonar tannlækn-
is, kynntist ég því strax Óla og hef
metið hann sem góðan vin ávallt
síðan og því meir sem ég kynntist
honum betur. Sem tannlækni og
manni lýsir lítil saga honum vel,
sem ég heyrði af hendingu. Kona
var að tala um lækna og sagði þá:
„Ég hef Hall Hallsson fyrir tann-
lækni, og hef verið í hálfgerðum
vandræðum með hana litlu dóttur
mína að fá hana til hans, en nú
síðast var einhver nýr læknir hjá
Halli, þegar ég kom með hana
þangað. Síðan vill hún helst fara
þangað sem allra fyrst aftur, ekk-
ert sárt bara gaman segir hún. Það
hlýtur að vera mikið lipurmenni
þessi nýkomni læknir," endaði
konan. Ég bara brosti, en sagði
Gullu af vitnisburðu litlu stúlk-
unnar um Óla, næst þegar ég hitti
hana.
Ári eftir komuna til íslands, gaf
Vilmundur Jónsson landlæknir
Óla kost á að velja um tvo eða
þrjá staði til að setja upp tann-
lækningastofu. Hann valdi Sauð-
árkrók og voru þau þar á 16. ár
(24. nóv. 1949—1. ágúst 1965) auk
þess var hann skólatannlæknir á
Blönduósi og Ólafsfirði. Frá 1.
ágúst var Óla veitt staða yfirskóla-
tannlæknis Reykjavíkur (sem
hann svo endurskipuleggur) og
flytur fjölskyldan þá suður í byrj-
un ágúst. Sem yfirskólatannlæknir
starfar hann hér til 1976 að hann
hættir vegna aldurs. Samt starfar
hann í hálfsdagsstarfi til aðstoðar
eftirmanni sínum næstu þrjú ár.
Óli hefur alla tíð lagt fram
krafta sína og menntun til að auka
tannmenningu þjóðarinnar og náð
hylli barna jafnt sem fullorðinna,
með prúðmennsku sinni og fram-
úrskarandi lipurð. Hann fylgdist
líka ávallt með öllu nýju viðkom-
andi tannverndun og viðgerðum.
Þrátt fyrir löng kynni hefur Óli
tvisvar komið mér skemmtilega á
óvart. Annað skiptið var á Vest-
firðingamóti. Konan hans var þá
í stjórn Vestfirðingafélagsins og
hann bauðst til að koma með eitt-
hvað smávegis. Hann var slíkur
gleðigjafi að allt nötraði af hlátra-
sköllum á Hótel Borg. Þetta end-
urtók sig og reyndar á öðru Vest-
firðingamóti á Borginni, en þá
vissum við fyrirfram hversu fynd-
inn hann gat verið verið svo það
kom ekki eins á óvart.
Hitt skiptið var þegar hann hélt
ræður í brúðkaupi yngstu dóttur
sinnar og talaði á þremur tungu-
málum, íslensku, norsku og
frönsku. Bræður hans höfðu komið
frá Noregi og skildu ekki íslensku
og tengdasonur hans einn sem var
franskur skildi heldur ekki ís-
lensku. Þetta var auðvelt fyrir Óla
og fyndnin brást honum heldur
ekki þá.
Börn Óla og Gullu, sem þau
komu með frá Noregi voru fjögur
2ja til 11 ára, þau höfðu misst eitt
svo eignuðust þau tvíbura á Sauð-
árkróki sem létust rétt eftir fæð-
ingu. Þau hafa því sitthvað reynt.
Börnin eru eftir aldursröð:
Guðrún, lærði lyfjafræði, vinnur
við Statens Medicinkontrol Blind-
ern Oslo, gift Kjell Briseid prófess-
or. Hildigunnur, lærði innanhúss-
arkitektúr, vinnur nú hjá Unesco,
gift Alain Gourjon lækni París
(slitu samvistir). Börn, Thierry og
Carine. Óli Anton, forstjóri hjá
Nesco, kvæntur Elínu Guðmunds-
dóttur Arnórssonar. Börn Óli
Anton, Arnór Guðmundur, og
Birgir Þór. Brit Julie, lærði frumu-
og blóðrannsóknir f. Krabba-
meinsfél. en er nú í námi í félags-
fræði þó hún búi í Borgarnesi, gift
Birgi Guðmundssyni verkfræðingi.
Börn: Birgir Örn, Jón Óttar og Óli
Þór.
Minningar mínar af heimili
Gullu og Óla eru margar og mér
kærar. Hvort sem það var norður
á Sauðárkróki eða hér syðra, var
jafn gaman að koma til þeirra. Á
Sauðárkróki naut Guðný, gamli
kennarinn minn, ellinnar hjá þeim
í mörg ár. Hún sagði eitt sinn við
mig: „Ef hægt er að vera betri við
mig en Gulla mín er, þá er hann
Óli það.“ Gulla kallaði hana ávallt
nöfnu og það gerðu börnin og Óli
líka.
Elsku Gulla mín, þú stóðst við
hlið manns þins i bliðu og stríðu,
eins og þú hafðir heitið á brúð-
kaupsdaginn og þið hvort öðru.
Nú síðustu árin í sjúkdómsstríði
hans sást best hvílík hetja þú
reyndist enda mátti hann ekki af
þér sjá. Guð styrki þig og alla ást-
vini þína í sorginni. Munið að allar
góðu minningarnar um ástríkan
eiginmann, föður, tengdaföður og
afa verða aldrei frá ykkur teknar.
Þið hafið öll mikið misst.
Á morgun, Þorláksdag 23. des.,
verður hann kvaddur frá Dóm-
kirkjunni kl. 10.30 og íslensk mold
fær svo að geyma jarðnesku leif-
arnar.
Blessuð sé minning hans.
Sigríður Valdemarsdóttir
Óli Bieltvedt Antonsson fyrrver-
andi yfirskólatannlæknir lést á
öldrunardeild Landspítalans þ. 13.
des sl. á 80. aldursári.
Óli fæddist í Kraakstad í Noregi
þ. 8. mars 1906, sonur Antons
Olsen Bieltvedt bónda þar og konu
hans Karenar Bieltvedt. Móðir Óla
var ættuð frá Ruud í Ski í Noregi,
en þaðan komu frægir skíðamenn.
Sjálfur var Óli liðtækur skíðamað-
ur á yngri árum, stökk m.a. á
Holmenkollen, þótt ekki ynni hann
til verðlauna. Énda hafa verðlaun
á Holmenkollen þótt ganga næst
heimsmeistaratign í skíðaíþrótt.
Óli varð stúdent frá Kristelig
Gymnasium í Osló árið 1926, lærði
síðan tannlækningar við tann-
læknaskólann í Osló og lauk þaðan
burtfararprófi árið 1929. Hann
vann síðan við skólatannlækning-
ar í Noregi til ársins 1948, að hann
flutti ásamt konu sinni, Guðnýju,
til íslands.
Þann 18. janúar 1936 kvæntist
óli íslenskri konu, Guðnýju Jóns-
óttur frá Bíldudal, dóttur hjón-
anna Jóns Jónssonar skipstjóra og
Guðrúnar Friðriksdóttur Söebeck.
Guðrún varð síðar póst- og sím-
stöðvarstjóri í Bíldudal. Guðný
hafði farið til Olsó í húsmæðra-
skóla, 22 ára glæsileg stúlka, og
kynntist þá 25 ára gömlum tann-
lækni. Var ekki að sökum að
spyrja. Með þeim tókst samband
sem ekki rofnaði síðan.
Óli og Guðný eignuðust fjögur
börn: Guðrúnu Karen, lyfjafræð-
ing, f. 7. des. 1936, Hildegunn,
innanhússarkitekt, f. 3. okt. 1938,
Óla Anton, forstjóra, f. 6. okt. 1942
og Brit Julie, háskólanema, f. 14.
des. 1945.
Árið 1949 settust þau hjón að á
Sauðárkróki og þar stundaði Óli
almennar tannlækningar til ársins
1965 að hann var ráðinn yfirskóla-
tannlæknir í Reykjavík. Af því
embætti lét hann fyrir aldurs sakir
þ. 31. okt. 1976.
Óli var einstaklega vandaður og
samviskusamur maður. Hann var
hæglátur en hafði ákveðnar skoð-
anir og kaus að vinna að þeim með
hógværð. Hann hafði alla tíð
mikinn áhuga á forvarnaraðgerð-
um gegn tannskemmdum enda
alinn upp í því landi sem var í
fararbroddi á því sviði. Áður en
Óli var ráðinn yfirskólatannlækn-
ir, hafði lítið skipulag verið á
skólatannlækningum hér á landi.
Starfsemin var lítið annað en
neyðarhjálp og forvarnarstarf
nánast óþekkt.
Óli reisti við skólatannlækning-
ar Reykjavíkur og gerði úr þeim
nútíma heilsugæslustofnun. Hann
skipulagði flúorburstun í skólum
og flúortöflugjöf á dagheimilum
og leikskólum. En hvorttveggja
var þetta nýlunda hér.
Oft var róðurinn þungur eins og
vill verða hjá þeim sem fara fyrir.
En Óli hélt sínu striki í hógværð
en með festu.
Óli sótti námskeið og ráðstefnur
sem kostur var á, til að fylgjast
með þróuninni í tannverndarmál-
um. Hann flutti ótal fyrirlestra
um þessi mál í skólum og hjá fé-
lagasamtökum og skrifaði greinar
í blöð og tímarit. Hann var óþreyt-
andi í baráttunni að vinna þeirri
skoðun sinni fylgi að betur er heilt
en vel gróið, betra er að fyrir-
byggja sjúkdóminn en lækna hann.
En Óli hafði áhuga á fleiru en
tannlækningum. Hann átti mikið,
bókasafn og las mikið, bæði fagur-
bókmenntir og fræðibækur. óli var
einnig mikill og góður félagsmað-
ur. Hann gekk snemma í Rotaryfé-
lagsskapinn, gegndi þar mörgum
trúnaðarstörfum bæði á Sauðár-
króki og Seltjarnarnesi. Hann
sótti Rotaryfundi meðan hann
hafði heilsu til.
Síðustu árin var Óli orðinn
þreyttur og mjög af honum dregið.
Hann naut þá góðs stuðnings konu
sinnar. Þeim brá stundum fyrir á
Nesveginum, þar sem þau leiddust
hönd í hönd seinnihluta dags, eins
og þau hafa leiðst hönd í hönd
gegnum lífið.
En nú er Óli dáinn. Hann var
búinn að skila sínu dagsverki vel
unnu. Ég þakka fyrir að hafa verið
honum samtíða um skeið og fengið
að halda áfram því verki sem hann
byrjaði á.
Stefán Finnbogason
Kveðja frá Tannlækna-
félagi íslands
Þrátt fyrir að óli Anton tæki
ekki mikinn þátt í starfi Tann-
læknafélags fslands, gat ekki hjá
því farið að honum væri veitt eftir-
tekt af kollegum hans, vegna
starfa hans í þágu tannverndar og
þá einkum meðal skólabarna.
óli var skólatannlæknir alla
sína starfsævi, að undanskildum
árunum 1949—1965, en þá var
hann starfandi tannlæknir á Sauð-
árkróki.
Óla kynntist ég er hann kom til
Ólafsfjarðar á þessum árum og
sinnti þar skólabörnum í nokkrar
vikur í senn.
Kynni tókust með föður mínum,
er þá var héraðslæknir á staðnum,
og var það samdóma álit þeirra
er honum kynntust, að þarna færi
góður drengur. Hæverskur, lipur
og ljúfur var hann við alla er
honum kynntust, og meðhöndlaði
hann sína sjúklinga eftir því.
Það fór ekki hjá því að óla yrðu
fengin stærri verkefni, því árið
1965 var hann ráðinn skólayfir-
tannlæknir í Reykjavík og gegndi
þvi starfi til ársins 1976.
Það má segja að Óli hafi skipu-
lagt skólatannlækningar barna
hér í Reykjavík og komið í það
form eins og þær eru í dag.
Tannlæknar þeir, sem unnu
undir hans handleiðslu, minnast
hans sem góðs húsbónda, sem tók
á vandamálum af skynsemi og
tillitssemi.
Tannlæknafélag íslands vottar
eiginkonu óla Antons svo og börn-
um hans og fjölskyldum innilega
samúð.
F.h. stjórnar Tannlækna-
félags íslands,
Birgir J. Jóhannsson
Jólastemmning í Stykkishólmi
Slykkishólmi, 17. desember.
JÓLIN eru í nánd. Það fer ekki
milli mála. Þegar fréttaritari Morg-
unblaðsins fór um götur Ktykkis-
hólms í morgun var allt uppljómað.
Stóra jólatréð sem vinabær okkar
Drammen í Noregi sendi okkur er
komið upp, Ijósum prýtt og nú var
því valinn staður í Hólmgarði, lysti-
garði okkar Hólmara, þar sem
Kvenfélagshúsið setur svo skemmti-
legan svip á umhverfið og trén eru
enn nokkuð græn.
Það hefir verið árvist að borgar-
stjórn Drammen hefir sent um
jólin stórt og vandað jólatré. Eru
slík vináttutengsl okkur mikils
virði. Þau aukast fremur en dvína.
Fyrir utan bankann standa tvö
vegleg tré og eins fyrir utan
hreppsskrifstofurnar og hjá Pósti
og síma. Allt er þetta til að varpa
sem mestri birtu til bæjarbúa í
svartasta skammdeginu og ekki
láta bæjarbúar sitt eftir liggja.
Svo að segja í hverjum glugga eru
allavega lit ljós. Á húsi Skipavíkur
og barnaskólans eru fallegar ljós-
keðjur og fleiri hús, svo sem vöru-
húsið Hólmkjör, eru einnig með
slíkar keðjur og er of langt upp
að telja allt að skraut sem við
auganu blasir og ef til vill hafa
aldrei verið jafn mörg ljós í Hólm-
inum og lýsa nú í skammdeginu.
ósköp er nú mikils virði að hafa
þessa ljósadýrð þegar birtan er
sem minnst og oft hugsa ég um
hversu jólin varpa mikilli birtu í
sálir samferðamannanna og ef
engin jól væru, hvernig væri
umhverfið þá?
Það fer ekki hjá því að mikið líf
er í verslununum nú. Þar hefir
verið bætt við afgreiðslufólki.
Kemur það sér vel fyrir skólanem-
endur sem komnir eru í jólafrí.
Pósthúsið var opið í gærkvöldi til
klukkan 8 og voru þar miklar annir
því allir eru að reyna senda sinn
jólapóst svo hann komist til aðila
fyrir aðfangadag. Sem sagt, allir
í önnum fyrir hátíðina. Og ekki
má gleyma því að kirkjukórinn
æfir af kappi og þegar ég leit inn
í kapelluna í sjúkrahúsinu á
sunnudag var starfsfólkið að æfa
af kappí, en það syngur við mess-
una sem þar verður á jólanótt. Það
eru margar hendur á lofti til að
vinnaaðjólagleðinni. Árni