Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Þóröur Harðar-
- son — Minning
Fæddur 13. aprfl 1964
Dáinn 15. desember 1985
Á morgun, 23. desember verður
vinur okkar Þórður Harðarson
jarðsettur. Okkur langar til að
minnast hans með örfáum orðum
sem þó eru svo vanmáttug þegar
svona stendur á. Við nutum vin-
áttu Þórðar í 9 ár og oft var talað
um hvað þessi tími hefði verið
fljótur að líða en einnig hvað
j margt væri skemmtilegt eftir. Nú
er Þórður farinn frá okkur og hóp-
urinn verður aldrei sá sami en
fallegar minningar um góðan vin
munu alltaf lifa í hugum okkar.
Þórður átti yndislega fjölskyldu
og unnustu sem nú sakna sárt.
Elsku María, foreldrar og systkini,
við sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur.
Úr spámanninum.:
„Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að,
og árin sem þú varst með okkur verða
að minningu. Þú hefur gengið um meðal
okkar og skuggi anda, þíns veriö ljós
okkar. Því að hvað er það að deyja annað
en að standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið. Heitt höfum við unnað
* þér.“
Helga Hrönn,
Júlli, Kiddi,
Pálmi, Stebbi
Páska ber stundum upp á jól,
og hátíð Ijóssins fær á sig annar-
legan blæ. Þá reynir á þolgæði og
trú þeirra sem misst hafa ástvin.
Þórður lét engan þess ósnortinn
að þar fór maður ljóssins. Vinátt-
an, sem hann vakti hjá öllum,
vottar ljóst um það, og mun óþarfi
að telja upp alla þá kosti sem
manninn prýddu. Lífshlaup hans
allt lýsir þeim best. Lífsþróttur og
gleði voru þó þau einkenni sem
hæst báru, og óhætt að segja að
hann kunni að njóta lífsins.
Ekki fór mikið fyrir kröfum til
gæða efnisheimsins; hann tók öllu
sem að höndum bar með stöku
jafnaðargeði. Þegar hvilíkir menn
yfirgefa samfélag manna eru jólin
þeirra tími. Á tímum sem þessum
er tilefni til að staldra við og
ígrunda nánar hvað hátíð sem
þessi er fyrir fólki.
Ég ætla aðeins að segja frá
hvernig ég kynntist Þórði. Við
vorum lengi málkunnugir, þar til
mægðir urðu með okkur, er ég
stofnaði til búskapar með systur
hans Hrönn. Þá flutti hann með
okkur, þangað sem við núna búum
og bjó með okkur í nærfellt eitt
ár. Hverskonar félagar hann og
sonur minn á fyrsta aldursári
voru, minnir mann frekar á bræð-
ur en eitthvað annað.
Svo bar við að á þeim tíma voru
miklar sviptingar í mínu lífi;
ábyrgð sem fylgir barneign og
fyrirvinnu var nýstárleg reynsla.
Á þeim tíma færði hann æsku og
fjör inn á heimili okkar með góðum
vinum og hugsunum. Hugsun sem
ég gat alltaf leitað til I spurningum
sem á mig leituðu. Það var alveg
sama hvar mann bar niður, skiln-
ing sinn tjáði hann ávallt i ein-
földum sannleika.
Fyrir hann og okkur var það
einmuna lán er hann síðar kynnt-
ist Maríu Jónsdóttur og Kristínu
Mariu dóttur hennar, sem voru
honum kona og barn síðustu spor-
in. Þeim vil ég sérstaklega votta
samúð og þakklæti fyrir ómuna
kjark sem María sýnir á hverju
sem ber.
Lífsviska er eitthvað sem í slend-
ingar munu ætíð hafa til að bera
og vil ég að lokum minna á þau
sígildu orð:
„Deyr fé,
deyjafrændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír,
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.“
Úr Hávamálum.
Hermann Bjarnason
Allt er í heiminum hverfult,
sagði skáldið og víst er, að hver
dagur ber það í skauti sér, þó
sjaldnast verði menn varir við það
í hversdagsleikanum. Á hverjum
degi fletta menn framhjá minn-
ingagreinum dagblaðanna og dán-
arfregnir útvarpsins berast að
mestu framhjá eyrum þeirra.
Einkum eru það þeir sem styttra
eru á veg komnir á lífsleiðinni, sem
bregðast svo við, enda telja þeir
manninn með ljáinn langt undan,
og ekki að ósekju.
óhætt er að fullyrða, að við, sem
undir þessa grein skrifum, telj-
umst til þessa hóps æskufólks. Það
gerði félagi okkar og jafnaldri
einnig, Þórður Harðarson, sem nú
er genginn til hinstu hvíldar, án
nokkurrar viðvörunar.
Þegar slík sorgarfregn berst
mönnum til eyrna, vaknar aðeins
ein spurning upp í huga þeirra: „Af
hverju?"
L júktu nú öllum jólainnkaupunum
Viö höfum allt sem þig vantar.
Hatiðamatinn — jolaölið — jolasælgætið
og allar jólagjafirnar á jólamarkaðinum.
Opið í dag sunnudag
ki. 13.00-18.00.
J
Vörumarkaöurinn hf.
Eiöistorgi 11, símar 622200 og 629625.
Þórður var í þann veginn að
hefja búskap. Hann var einnig að
endingu búinn að fá inngöngu I
þroskaþjálfaskólann, sem hann
hafði lengi dreymt um, enda barn-
góður með eindæmum. Hann var,
ef svo má segja, búinn að festa tak
á framtíð sinni. Þá kemur skyndi-
lega önnur hönd, sem enginn sér,
losar um þetta tak og leiðir hann
burt frá skarkala heimsins. Við
hin stöndum eftir með þessa einu
spurningu á vörunum, en víst er
að við henni fáum við ekki svar,
fyrr en við verðum sjálf í burtu
leidd.
Við söknum Dodda og viljum
þakka fyrir þær samverustundir,
sem við fengum að njóta með
honum. Skarðið eftir hann verður
ekki fyllt, því engir tveir menn eru
eins, og síst eins og Doddi, því það
veit hver sá sem til hans þekkti,
að ef allir menn hefðu jafn góðan
huga og hann hafði, þá væri hrein
unun að lifa í þessum heimi.
Við kveðjum vin vorn, félaga og
skólabróður, Þórð Harðarson, en
ekki endanlega, heldur um stund-
arsakir. Dánarfregnir útvarpsins
fara vart framhjá í náinni framtíð,
því enn og aftur hefur alþjóð verið
óþyrmilega minnt á, að dauðinn
spyr ekki um nafnskírteini.
Við vottum fjölskyldu Þórðar og
unnustu okkar dýpstu samúð. Guð
blessi ykkur öll um ókomna fram-
tíð og einkum nú, er hátíð ljóssins
fer í hönd.
Hanna Lára Steinsson,
Katrín Guðjónsdóttir,
Bertha María Ársælsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir.
„Ó hve létt er þitt skóhljóð
óhvelengiégbeiðþín
það er vorhret á glugga
napur vindur sem hvín
enégveiteinastjörnu
eina stjörnu sem skín
ognú loksertukomin
þúertkomin til mín.
Þaðeruerfiðir tímar
þaðeratvinnuþref
ég hef ekkert að bjóða
ekkiögnseméggef
nema von mína og líf mitt
hvortégvakieðasef
þetta eitt sem þú gafst mér
þaðerallt seméghef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
en á morgun skín maisól
það er maísólin hans
það er maísólin okkar
okkareiníngarbands
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.“
Halldór Laxness
Með þessu uppáhaldskvæði
Þórðar, þökkum við honum fyrir
það sem hann gaf okkur. Minning
hans mun ávallt lifa á meðal okk-
ar.
Systkini
■l