Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Svipmynd a sunnudegi/Johannes Rau
JOHANNES Rau, hinn nýi leiðtogi
Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í Vestur-Þýzkalandi,
hefur gefið til kynna, að hann muni vinna að því að gera
Vestur-Þjóðverja óháðari Bandaríkjamönnum fari svo, að
hann komist til valda í landinu 1987.
Þetta kom fram í raeðu, sem „langa og erfiða kosningabar-
Rau flutti i bænum Ahlen nú í áttu“ fyrir þingkosningarnar,
vikunni. Þar sagði hann enn-
fremur, að hann myndi reyna að
koma því til leiðar „með samn-
ingum" að bandarískar eldflaug-
ar yrðu fluttar burt frá Vestur-
Þýzkalandi, en einnig yrði að
fækka meðaldrægum eldflaugum
i Austur-Evrópu. Jafnframt tók
hann fram, að flokkur sinn
myndi halda áfram andstöðu við
geimvarnaáætiunina svonefndu
(SDI), en taka upp sveigjanlegri
afstöðu og skiptast á tækniupp-
lýsingum við Sovétríkin.
Þá hélt Rau því fram, að Helm-
ut Kohl, kanslari og leiðtogi
kristilegra demókrata (CDU),
hefði ekki alltaf haldið vel á
hagsmunum Vestur-Þjóðverja í
Washington, en hann styður
geimnvarnaáætiunina og er því
fylgjandi, að bandariskar eld-
flaugar verði áfram í Vestur-
Evrópu.
Rau lagði hins vegar áherzlu á,
að ágreiningur við Bandaríkja-
menn á sumum sviðum þýddi
ekki, að vestur-þýzkir jafnaðar-
menn væru andsnúnir Banda-
ríkjamönnum eða vildu fara úr
sem fram eiga að fara í janúar
1987. Markmið hans er að ná til
sín völdunum frá samsteypu-
stjórn kristilegra demókrata og
frjálsra demókrata (FDP).
Fótaskortur?
Upphaflega skyldi flokksþing-
ið um síðustu helgi ekki haldið
fyrr en eftir rúman mánuð, en
því var flýtt og það ekki að
ástæðulausu. Ýmislegt bendir
nefnilega til þess, að Rau hafi
orðið á fótaskortur strax í upp-
hafi baráttu sinnar fyrir því að
verða kanslari Vestur-Þýzka-
lands. Það er einkum tvennt, sem
þar er nefnt:
Rau hefur lýst því afdráttar-
laust yfir, að nái hann því að
verða kanslari muni hann sjá til
þess, að allur sá sparnaður, sem
núverandi stjórn hefur náð í út-
gjöldum á sviði félagsmála, verði
gerður að engu. Þetta hafa marg-
ir túlkað sem merki um óábyrga
efnahagsmálastefnu, sem vel
geti orðið til þess að spilla fyrir
honum í kosningabaráttunni.
Johannes Rau
Hinn nýi leiðtogi jafnaðarmanna
í Vestur-Þýzkalandi
stefnir á kanslaraembættið 1987
Atlantshafsbandalaginu. „Þegar
við gagnrýnum stefnu stjórnar-
innar í Washington, þá gerum
við það sem vinir," sagði Rau í
ræðu sinni.
Hann kvaðst ennfremur vera
því fylgjandi, að „efla efnahags-
leg samskipti milli Vestur-
Evrópu og Austur-Evrópu og að
skiptast á tækniþekkingu". Hann
útskýrði þetta ekki nánar, en
talið er víst, að með þessu hafi
Rau verið að lýsa andstöðu sinni
við stefnu vestrænna ríkja, sem
Bandaríkjamenn hafa fylgt hvað
fastast, að halda uppi miklum
hömlum við því að láta löndum
Austur-Evrópu í té tækniþekk-
ingu.
Loks sagðist Rau vera því
fylgjandi að „efla meiri menn-
ingarsamskipti milli austurs og
vesturs".
Rau, sem er forsætisráðherra
fylkisstjórnarinnar í
Nordrhein-Westfalen, tók það
fram, að hann ætti fyrir höndum
Sem forsætisráðherra í Nord-
rhein-Westfalen hefur Rau ákaft
stutt smíði á nýju raforkuveri í
Ibbenburen, en það er knúið með
kolum. Þetta orkuver er talið
eiga eftir að verða einhver mesti
mengunarvaldurinn í öllu Sam-
bandslýðveldinu. Rau hefur hins
vegar rökstutt afstöðu sína með
nauðsyn á því að auka atvinnu í
kolanámunum og að þetta verði
því til þess að tryggja öruggan
stuðning óbreyttra flokksmanna.
Það er aftur á móti ljóst, að
þessi afstaða verður til þess að
spilla áliti Raus í augum kjós-
enda, sem stutt hafa græningj-
ana, en Rau verður að fá talsvert
af atkvæðum þeirra ef hann
ætlar sér að verða kanslari.
Afleiðingin er sú, að stuðning-
urinn við Rau innan Jafnaðar-
mannaflokksins hefur verið síður
en svo afdráttarlaus og alls ekki
sá, sem Rau og nánustu sam-
herjar hans höfðu vonazt til.
Niðurstöður skoðanakannana
undanfarnar vikur benda einmitt
til þessa, enda þótt Rau sem
kanslaraefni njóti meira fylgis
en núverandi kanslari, Helmut
Kohl.
Mjög oft hefur sá maður, sem
gegnt hefur kanslaraembættinu,
notið fylgis tveggja þriðju hluta
kjósenda, en andstæðingur hans
eins þriðja hluta. í haust hefur
Rau notið ívið meira fylgis en
Kohl, svo að enginn skyldi segja,
að hann gæti ekki orðið þeim
síðarnefnda skeinuhættur, þegar
til orrustunnar kemur.
Stuðningur frá
Willy Brandt
Eftir flokksþingið kom það
samt berlega fram hjá Willy
Brandt, formanni Jafnaðar-
mannaflokksins, að hann teldi
Rau vera í vörn. Á fundi með
fréttamönnum lagði Brandt
nefnilega mikla áherzlu á að
fullvissa alla að hann myndi sem
flokksformaður standa við hlið
Raus. Hver og einn, sem hygðist
ráðast á Rau, myndi eiga sér að
mæta.
Menn skyldu þó varast að spá
Rau litlu brautargengi í stjórn-
málum Vestur-Þýzkalands á
næstunni. Hann og flokkur hans
gerðu sér lítið fyrir og unnu
hreinan meirihluta í fylkisþing-
kosningunum í Nordrhein-West-
falen í maímánuði síðastliðnum
og það er einmitt að þakka
frammistöðu Raus í kosninga-
baráttunni þá að vestur-þýzkir
jafnaðarmenn vænta sér mikils
af honum sem flokksleiðtoga í
framtíðinni.
Markmið Raus er vafalaust að
afla sér sama fylgis annars stað-
ar í landinu. Til þess að svo verði
þarf hann að vinna kjósendur
bæði frá vinstri og hægri. Þetta
kom glöggt fram í ræðu hans í
Ahlen sl. mánudag. Hann hrós-
aði „friðarhreyfingu" vinstri
manna, varði réttindi verka-
manna og höfðaði til millistétt-
arinnar með því að taka upp
hanzkann fyrir smáfyrirtækin.
Hann varði miklu af tíma sín-
um til þess að ræða um atvinnu-
leysið, sem er örugglega eitt
mesta vandamálið í vestur-þýzku
samfélagi nú. Mestan hluta þessa
árs hafa nær 9% vinnufærra
manna í landinu verið án atvinnu
og menn með háskólamenntun
orðið þar jafn illa úti og kola-
námumenn og stáliðnaðarmenn.
„Það eru fleiri menn atvinnu-
lausir í Sambandslýðveldinu nú
en nokkru sinni áður,“ sagði Rau.
Nær miðju
Það er engin ástæða til þess
að efast um einlægni Raus þegar
hann höfðar til kjósenda til
vinstri. Samt er það ljóst, að með
vali hans sem flokksleiðtoga
hefur vestur-þýzki Jafnaðar-
mannaflokkurinn færzt frá
vinstri og nær miðju og það ekki
að ástæðulausu. Flokkurinn fékk
aðeins 38,2% atkvæða í þing-
kosningunum í marz 1983. Undir
forystu fráfarandi leiðtoga,
Hans-Jochen Vogels, hafði flokk-
urinn færzt til vinstri og tekið
upp harða baráttu gegn uppsetn-
ingu meðaldrægra kjarnorku-
flauga í landinu. Markmiðið var
að vinna atkvæði bæði frá friðar-
hreyfingunni og umhverfis-
verndarflokki græningja.
Nú hafa bæði græningjar og
friðarhreyfingin misst talsvert
af þeim þrótti, sem áður var til
staðar og fyrir bragðið telja
vestur-þýzkir jafnaðarmenn, að
þeim stafi ekki sama hætta af
þeim og áður. Því má gera ráð
fyrir, að undir forystu Raus
færist flokkurinn smám saman
og án þess að mikið beri á aftur
nær miðju. Sem flokksleiðtogi á
hann vafalítið eftir að leggja
meiri áherzlu á raunsæ úrræði á
vandamálum samfélagsins frem-
ur en hugmyndafræði, sem verið
hefur svo ríkur þáttur í stjórn-
málabaráttu flokksins að undan-
förnu.
Rau er nú 54 ára að aldri. Það
eru þó ekki nema þrjú ár, síðan
hann gekk í hjónaband og hann
og kona hans eiga nú tvö lítil
börn. Rau hefur ekki heldur
vanrækt það, að koma fram fyrir
almenning sem ábyrgur heimilis-
faðir. Að þessu leyti kann hann
að hafa nokkurt forskot fram
yfir Kohl kanslara, sem er eldri
og þunglamalegri. Þetta kann
einmitt að skipta máli nú, ef
stóru flokkarnir tveir í vestur-
þýzkum stjórnmálum færast nær
hvor öðrum. Þá er eins víst, að
athyglin beinist meira að leið-
togum þeirra persónulega. En
hvað sem því líður hljóta leið-
togaskiptin í Jafnaðarmanna-
flokknum og kosningabaráttan
fyrir þingkosningarnar í janúar
1987 að setja æ meira mark á
vestur-þýzk stjórnmál, þegar
kemur fram á næsta ár.
■
mWHWórW' /2 'oes- 2é>rsg
/S.D£S- tffíO /9. Dtf. ZZP/O0
/D.m. '/XS? /Ó.m 7/6Í3
/7 /769K' /Z.m. /S6970
(off - - y?2z3- <:oy6s -
<rf^2 - 39VC7- - Ý9/9S - /02 -
/£$-oos - /%-ozsS- - ibzr/v 9 -
/6571V - /bU69 - /?2Y5T - /gé>€2</ -
Mo/7-Z - /93692 - /99256 - 2/3/92 -
2/b/%/ - ZZ397/
Jæja, jæja. Þá er hægt aö fara aö æfa sig aö
skíðastafa. 22 pör af Atomic Supreme
komu á miða númer: