Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í bókinni Lífssaga baráttukonu:
„Mín kynslóð gæti
verið þúsund ára“
Lífssaga baráttukonu heitir bókin um Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur, verkakonu og jafnréttiskonu,
sem bókaútgáfan Vaka-Helgafell gefur út. Inga
Huld Hákonardóttir hefur skrifað bókina. Þetta
er mannleg reynslusaga og fjallar að verulegum
hluta um fátæktarbasl kreppuáranna, Irf
láglaunafólks nú um stundir og baktjaldamál í
Samkvæmt almanakinu telj-
umst við sem fæddumst inn í
kreppuárin vera kringum sextugt.
En eins og einn jafnaldri minn
hefur bent mér á, þá mætti eins
segja að við værum þúsund ára.
Því kringum 1930 hafði líf í ís-
lenskum sveitum lítið breyst frá
landnámsöld...
Með þessum orðum hefst bókin
Lífssaga baráttukonu, saga Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur, verka-
konu og baráttukonu fyrir jafn-
rétti og réttlæti. Það er Inga Huld
Hákonardóttir, sem skráð hefur
bókina eftir frásögnum Aðalheiðar
og ýmsum öðrum heimildum.
Bókinni er skipt i þrjá þætti.
Sá fyrsti heitir Barn og ung kona,
annar „Bara“ húsmóðir og sá þriðji
í verkalýðsbaráttu. Efni þáttanna
er síðan skipt niður í samtals 32
efniskafla, en bókin er alls 229
blaðsíður prýdd mörgum tugum
mynda af Aðalheiði, fjölskyldu
hennar og samferðafólki á lífsleið-
inni.
Við tökum hér að nýju upp þráð-
inn þar sem frá var horfið í upp-
hafskaflanum, sem vitnað var í hér
á undan, en sá kafli ber yfirskrift-
ina:
Er eitthvað ad borða?
I Meðallandinu, þar sem ég er
fædd og uppalin, var lífsbaráttan
afskaplega hörð. Landkostir voru
slæmir því jökulfljót, hraunflóð
og foksandur höfðu valdið þungum
búsifjum. í vestri beljar Kúðafljót,
til norðurs takmarkast sveitin af
Skaftáreldahrauni, en til suðurs
af Meðallandssandi sem í hvass-
viðrum rýkur um svðstu bæina og
færir þá í kaf. Óvíða á Islandi
hafa strandað fleiri skip.
Þegar ég var ung höfðu atvinnu-
hættir í Meðallandi ekki breyst um
aldaraðir. Fólk lifði á afurðum
búsins, peningar sáust varla. Það
var undantekning, að nóg væri til
af mat í sveitinni. Samgöngur voru
mjög slæmar. Skaftfellingur kom
á vorin með vörur sem skipað var
upp í sandinn.
Báðir foreldrar mínir voru
Skaftfellingar aftur fyrir eld. Þau
hétu Bjarnfreður Ingimundarson
og Ingibjörg Sigurbergsdóttir og
bjuggu allan sinn búskap á Efri-
Steinsmýri.
Þau byrjuðu með tvær hendur
tómar, en voru rétt að koma undir
sig fótunum þegar Katla gaus
haustið 1918. Þá áttu þau orðið
fimmtíu ær, hest og kú, og von á
fimmta barninu. Pabbi hafði verið
í sýslunefnd frá því hann var rúm-
lega tvítugur og þótti það heiður,
því þar sátu mest rosknir bændur.
Gosið gerði marga bjargálna
bændur að öreigum. Þeir voru
heylitlir og höfðu treyst á útibeit
um haustið, en öskufall spillti því
og fóðurbætir þekktist ekki á þeim
tímum.
Eftir gosið þurfti að slátra flest-
um kindunum. Hesturinn misfórst
þannig, að maður sem fékk hann
léðan til að sækja ljósmóður,
hleypti honum ofan í hraungjótu
svo það varð að lóga honum. Hann
fékkst aldrei bættur. Kúastofninn
var óhægt að auka, því þau álög
hvíldu á bæjarstæði okkar að þar
gat ekki þrifist nema ein mjólk-
andi kýr í fjósi. Foreldrar mínir
trúðu þessu hvorugt, en aldrei
V»í»fAi Kpim fvrr tolriat Vt»ur»o
verkalýðshreyfingunni. Aðalheiður varð þjóðkunn
á kvennafrídaginn fyrír réttum áratug er hún flutti
kröftuga ræðu á útifundi á Lækjartorgi og varð
eins konar samnefndarí þúsunda íslenskra
kvenna sem vildu berjast fyrír jafnrefti og réttlæti.
Morgubladid hefur fengið leyfi útgefanda til þess
aö birta nokkur kaflabrot úr bókinni.
Hjónin Gunnsteinn Þorsteinsson og Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir á götu í
Kaumannahöfn sumarið 1985.
nýja kú en eitthvert óhapp henti
þá sem fyrir var. Það einkennilega
var að þegar við, löngu seinna,
fluttum í annan bæ í sömu torfu
voru kýrnar orðnar fimm áður en
við vissum af og lifðu allar.
Það þarf meiri speking en mig
til að skilja þetta.
Á bænum fjölgaði engu nema
okkur krökkunum. Við urðum tutt-
ugu talsins á tuttugu og níu árum.
Ég er sjöunda að ofan, þrettánda
að neðan, fædd 8. ágúst 1921.
Aðalheiðarnafnið fann pabbi í
einhverri bók, ég held að mamma'
hafi viljað láta mig heita Sigríði.
Helsta ráð fátækra bænda, sem
misst höfðu bústofn sinn í Kötlu-
gosinu, var að taka ær á leigu hjá
manni, sem kallaður var Ríki-
Steini. Ég held þeir hafi borgað
eitthvert afgjald árlega og jafn-
gamla á eftir nokkur ár. Það voru
áreiðanlega raunvextir.
En þeir sem höfðu mikla ómegð
eins og faðir minn áttu erfitt með
að fjölga fénu, því þeir neyddust
alltaf til að éta lömbin. Og þeir
höfðu svo lítið innlegg í kaupfélag-
ið að þeir gátu ekki birgt sig upp
fyrir veturinn af matvöru. Á þess-
um árum var kaupfélagsstjóri í
Vík í Mýrdal sem Bjarni hét Kjart-
ansson. Ég hef hvergi séð hans
getið á bókum, en foreldrar mínir
töluðu alltaf um hann sem bjarg-
vætt og einstakan mann. Faðir
minn hélt því fram, að án hans
hefðu ýmsar fjölskyldur dáið sult-
ardauða. Hann var látinn hætta
störfum og fór þá norður á Siglu-
fjörð. Kannski hafði hann sett
kaupfélagið í Vík á hausinn með
því að lána þessum fátæku bænd-
um, því þeir gátu aldrei borgað.
Það bjargaði okkur að pabbi var
góður veiðimaður, veðurglöggur og
ágæt skytta. Hann veiddi sjóbirt-
ing í net og skaut fugla og sel.
Selkjötið var soðið með einhverju
af spikinu og okkur þótti það
herramannsmatur. Hitt var brætt
í lýsi og haft sem viðbit.
En á útmánuðum áttum við oft
ekkert ætilegt nema smávegis af
garðmat — svo nefna Skaftfelling-
ar kartöflur og rófur — og kannski
ögn af rúgmjöli. Þá var okkur
krökkunum harðbannað að fara á
nágrannabæina nema við ættum
brýnt erindi og helst alls ekki á
matartímum. Það var talin hætta
á því að við gláptum sultarlega á
þá sem voru að borða.
Við vorum fátækust af öllum.
Það fór ekki milli mála. Einn vetur
komst ég ekki á fætur, því ég átti
engin föt að fara í. En þá var ekki
siður að veina, þótt maður hefði
lítið milli handa, og sá var hrein-
lega hlægilegur, sem vældi þótt
hann hefði nóg.
Svo fór þó að lokum, að við
urðum að leita á náðir sveitarinn-
ar. Við það missti faðir minn sæti
sitt í sýslunefnd, og eitt sinn lá
við borð að hann fengi ekki að
kjósa til alþingis, því hann hafði
þegið fátækrastyrk.
Á mínu æskuheimili var ekki
spurt: Hvað er í matinn? heldur:
Er eitthvað að borða?
Hreppagrislingur
Frá upphafskafla bókarinnar
Lifssaga baráttukonu flettum við
örlítið aftar í bókina og birtum
brot úr sjötta kafla. Hann heitir
Sársauki fátæktarinnar — Guð og
Karl Marx, en það sem hér er tekið
fjallar um viðkvæmt mál í æsku
Áðaiheiðar Bjarnfreðsdóttur:
Sárasta endurminning bernsku
minnar er hreppagrislingsnafnið.
Því var dengt framan í mann í tíma
og ótíma, hvenær sem einhver
þurfti að ná sér niðri á manni.
Það var undarlegt, hvað fólk gat
verið miklir skíthælar gagnvart
þeim, sem urðu að þiggja af sveit.
Eins og mér finnst Skaftfellingar
miklar ágætismanneskjur. Hjálp-
semin var nokkuð sterk í byggðar-
laginu. Ef okkur heima áskotnað-
ist óvæntur fengur, til dæmis ef
pabbi hafði veitt mikið af sjóbirt-
ingi, þá var jafn sjálfsagt að senda
öðrum í soðið eins og að setja fisk-
inn í eigin pott. Þetta var nokkuð
algengt, og oft þegar fólk miðlaði
öðrum bita tók það hann frá
munninum á sjálfu sér.
En skammaryrðið hreppagrisl-
ingur nísti inn í kviku. Ég verð að
kveikja mér í sígarettu þegar ég