Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
43
Heldurðu að við myndum ekki
þiggja það. Vitaskuld!"
— Þannig að þú lítur á sam-
talsbókina sem bókmenntir?
„Samtalið er náttúrlega ekki
skáldskapur en i húsi bókmennt-
anna eru margar vistarverur.
Ég lít svo á að einstaka blaða-
maður hér skrifi bókmenntir.
Það fer allt eftir textanum og
hvernig hann er unninn. Sam-
talið getur, þegar best lætur,
stytt okkur leið til annarra
manna og eins og ég hef víst
drepið á áður er mikil þörf á
því núna að menn skilji hver
annan. Kannski meiri þörf en
einatt áður.“
— Hvað ert þú annars að fást
við um þessar mundir? Þú skrif-
ar ekki bókmenntagagnrýni í
blöð eins og undanfarin ár.
„Nei, það hefur hreinlega ekki
verið neinn tími til slíks. Núna
er ég hins vegar að ganga frá
útgáfu á ljóðum Kristjáns
Fjallaskálds en sú bók kemur út
hjá Ljóðabókaklúbbi Almenna
bókafélagsins eftir áramót.
Sömuleiðis er ég að fullvinna
verk sem ég hef tekið saman um
íslenska sagnagerð frá 1850 til
1920. í þessu verki velti ég ekki
síst fyrir mér ástartemanu í
skáldsögum og ætli bókin komi
ekki til með að heita Ástir og
samfélag. Þetta er eiginlega
könnun á þeim hugmyndaheimi
sem bækurnar eru Sprottnar úr,
með hliðsjón af tema ástarinnar
ogsamfélagsins."
Við könnum það sem
gefur lífinu gildi
— Könnun á hugmyndaheimi,
segirðu. Áður sagðistu hafa vilj-
að kynnast því samfélagi sem
skáldin þín sex voru upp alin í.
Lest þú bókmenntir máske einna
helst sem lýsingu á samfélaginu,
umhverfinu, fremur en sem
sjálfstæðan veruleika?
„Ja, þegar maður mætir bók
sem fræðimaður reynir maður
að lesa út úr henni ákveðin við-
horf til samfélagsins. Það hefur
einhver sagt að skáldsagan búi
samfélaginu sjálfsmynd og ég
er ekki frá því að það sé rétt.
Það er svo hlutverk fræðimanna
að rýna í þessa sjálfsmynd og
hjálpa okkur að skilja hana.
Raunvísindamenn kanna skepn-
una eins og hún kemur fyrir; við
hugvísindamenn það sem innan
í henni er. Þeir kanna það ráðna
en við það óráðna; þeir lífið en
við það sem gefur lífinu gildi.
Hljómaði þetta ekki bara nokkuð
vel?“
— Alveg ljómandi! En hvað
ætlarðu svo að fást við á næst-
unni? Verður framhald á svona
viðtalsbókum?
„Ég reyni náttúrlega að gera
sem allra minnst! En í alvöru
talað á ég varla von á öðru en ég
dútli við svipaða hluti héðan í
frá sem hingað til.“
— Þú ætlar ekki að taka upp
á því að fara að skrifa skáldverk
á „gamals aldri" eins og Álfrún,
kennarinn þinn í háskólanum?
„Það held ég varla,“ segir
Matthías og hlær. „Við verðum
að athuga það að það eru ekki
nema örfá skáld á íslandi. Ég
efast í sannleika sagt um að við
eigum fleiri en svona tíu raun-
veruleg skáld. Hitt eru mestan
part ritsóðar á mismunandi stig-
um og það er engin þörf á fleiri
slíkum! Skáldskapurinn er guðs-
gjöf sem hlotnast ekki hverjum
sem er. Það sem ég er að gera
núna fullnægir mér alveg og ég
geng ekki með skáld í maganum
ef þú ert að fiska eftir því. Hins
vegar get ég ekki útilokað að ég
skrifi kannski eins og eina smá-
sögu á sjötugsaldrinum ...“
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
kr. 1.460—1.770. *
dlH
nwi
Bláskógar
Ármúla 8, s. 686080.
Barna-
stóHiim
Gamli, góöi barnastóllinn
kominn aftur. Efni: Beyki.
Verö kr. 2,950,-
Nýborgr#
Skútuvogi 4, sími 82470.
V/hliðina ó Barðanum.
Bauhaus-stólar
Fjaðurmagnaður, stílhreinn.
Hannaöur í „Bauhaus" 1927.
Einnig leöurstólar og borö-
stofuborö.
Vönduð sófasett frá kr.
31.000,-
Leðursófasett frá kr. 60.000,-
Hillusamstæður og fataskáp-
ar í úrvali.
Nýborg"#
Skútuvogi 4, sími 82470.
V/hliðina ó Barðanum.
TS 50 XK
TORFÆRU-VÉLHJÓLIN
fyrir 15 ára og eldri
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Vegna sérstakra samninga við Suzuki verksmiðjurnar
t Japan getum við nú boðið SUZUKI TS 50 XK
torfæru vélhjólin á mjög hagstæðu verði,
vinsamlegast staðfestið eldri pantanir.
Skútahraun 15, S: 65-17-25
P.o. Box 59,
220 Hafnarfjörður.
ATH. AFGREIÐSLUTÍMI 5-8 E.H.
UMBOÐIÐ HF.
Frotti sloppar frá
Schiesser®
Stuttir — síöir — hvítir — gulir — bleikir
» — bláir.
lympíi
Glæsibæ, sími 31300. Laugavegi 26, sími 13300.