Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Brids
Arnór Ragnarsson
51
12 mílna ganghraða, en þau voru
fá, fengu að fara einskipa og þurftu
þá stöðugt að breyta um stefnu til
þess að kafbátar gætu ekki legið
fyrir þeim. Kafbátar áttu þó að
geta haldið þeim hraða neðansjáv-
ar, en það var þeim hættulegt því
skipin sem fóru einförum voru vel
vopnuð. Öll erlendu kaupskipin
höfðu reyndar fallbyssur að fram-
an og aftan en það var örsjaldan
sem hægt var að koma þeim við í
skipalest.
Eina ferðina á leið til Halifax
kom leki á skipið. Leiðin var farin
að styttast en sjórinn hækkaði
stöðugt í lestinni og við fengum
ekkert að gert, dælurnar voru
löngu hættar að ná nokkru frá, það
gerði leirinn í seglfestunni. Það
var á mörkum að vera neyðar-
ástand hjá okkur þegar lekinn
hætti af sjálfum sér og við kom-
umst aðstoðarlaust í höfn.
I Bedford Basin sem skerst inn
í landið inn af Halifax og er ágæt
náttúruhöfn, vorum við vanir að
losa þennan hluta af íslandi í sjó-
inn. Þegar lestarhlerar voru opn-
aðir blasti við ljót sjón, í lestinni
var allt ein drullusúpa sem hafði
slest upp um allar hliðar svo það
var þykkt leirlag hvar sem litið
var. Það var mikið verk að hreinsa
lestina sem verktakar úr landi
önnuðust. Fyrst þurfti aðð dæla
allri leðju burtu, moka svo grautn-
um og þvo síðan lestina hátt og
lágt og dæla frá. Það þurfti að
fjarlægja allt timbur og leita svo
að lekanum. Það komu i ljós mörg
ryðgöt ofan á botngeymunum þar
sem sjórinn bunaði inn þegar
þrýstingur var settur á. Botngeym-
ar eru að jafnaði hafðir fullir
þegar skipið er tómt, er það oftast
látið nægja sem seglfesta. Þegar
löng sigling yfir úthaf er fyrir
höndum er oftast tekin aukasegl-
festa í lestar, magnið fer eftir árs-
tíma og öðrum aðstæðum. 1 þessu
tilviki hjá okkur hljóta leiðslur að
botngeymum að hafa staðið opnar
af vangá lengur en góðu hófi
gegndi, annars hefði ekki getað
runnið svona mikið inn.
Skipið var fært í skipasmíðastöð
og þar voru rafsoðnar bætur yfir
þessi göt og timburgólfinu skellt á.
Það var stríð, það lá mikið á og
fullt af varningi að flytja. Viðgerð-
in tók ekki langan tíma svo okkur
tókst að ná í næstu skipalest sem
fór hálfum mánuði seinna. Eftir
viðgerð var skipið bundið utarlega
í höfninni við gamla trébryggju
og farið að hamast við að lesta
hveiti. Þarna var lítið skjól og stóð
uppá þegar veðrið fór að versna
svo erfitt var að hemja skipið við
bryggjuna og bindingarnar fóru
að slitna. Það leit ekki vel út um
tíma þegar bryggjustaur sem hafði
losnað fór að rekast illþyrmislega
í skipshliðina einmitt þar sem 1.
vélstjóraherbergið var. Þar kom
djúp og stór dæld, munaði litlu að
staurinn færi inn úr. Oddur vél-
stjóri var flúinn með sitt hafur-
task í þann mund er dró úr veðrinu
og skipið fór að spekjast. Það var
seigt í Selló gamla, það bognaði
en brast ekki, ekkert nema glugga-
tetrið sem mátti blinda til bráða-
birgða og Oddur gat flutt inn á ný.
Það fór að líða að jólum, þess
vegna þurfti að koma eplafarmi
heim og var ekkert annað ráð en
að lesta þau ofan á hveitið þótt
það færi ekki vel saman. Unnið
var dag og nótt til þess að komast
með skipalestinni.
Ferðin gekk áfallalítið framan
af, svo kom eitt af þessum venju-
legu vetrarveðrum þegar við vor-
um komnir fyrir Hvarf. Ágjöfin
var svo mikil að það var ekki hægt
að mæla hæð í geymum og rennu-
steinum í marga daga, sem var
regla að gera daglega. Þegar veðr-
inu hafði slotað og ágjöfinni um
leið, kom í ljós að mikill sjór var
kominn í lestina. Og þá bar við á
ný að mönnum varð ekki um sel.
Neyðarskeyti var sent hið bráðasta
og beðið um skjóta hjálp. Yfirmað-
ur skipalestarinnar brá hart við
og sendi á vettvang tvö björgunar-
skip, annað var stór amerískur
dráttarbátur sem var síðan nálægt
okkur það sem eftir var leiðarinn-
ar.
Ég man sérstaklega eftir hvað
kvikan var tröllvaxin eftir þetta
veður, þegar við vorum í öldudaln-
um sáum við ekki nema mastur-
toppa næstu skipa og dráttar-
báturinn hvarf alveg. Nú brá svo
við að sjórinn hætti að aukast í
lestinni, þá var ekki talin þörf á
tveim björgunarskipum.
Við fundum ekki hvaðan lekinn
stafaði fyrr en komið var upp
undir land í sléttan sjó. 1 brunnin-
um við forlestina hafði verið sífellt
sull á hlöðnu skipinu meðan slæmt
var í sjóinn, þess vegna sást ekki
að loftrör frá stjórnborðsgeymi nr.
1 var brotið við þilfarið, og það sem
verra var, að það var einnig í
sundur rétt undir þilfarinu svo
sjórinn rann hindrunarlaust í lest-
ina. Eftir langa mæðu tókst að
mestu að dæla frá lestinni, en
nokkur hundruð hveitisekkir við
botninn munu hafa blotnað. Það
er ekki víst að allt hafi blotnað í
gegn, ef til vill hafa nokkur fransk-
brauð fengist úr því, jafnvel vínar-
brauð og snúðar.
Það var venjan að hlaða skipin
vel á þessum tímum, hafnaryfir-
völd voru lítið að hnýsast í hleðslu-
merkin. Minni skipin tóku tiltölu-
lega meira rými fyrir kolin en þau
stærri, en aftur á móti léttust þau
fyrr þegar leið á ferðina og fengu
meira fríborð. Þegar lagt var af
stað í langferð var kolapokum
staflað ofan á kolalúgu og þilfarið,
var svo sturtað í boxin jafnóðum
og rýmkaðist þar.
Af fyrrgreindum ástæðum vor-
um við nokkuð þungir á bárunni
eitt sinn er við löguðum „í’ann"
frá Halifax að vetrarlagi. f þetta
sinn var timburfarmur í skipinu
og staflað hátt á þilfarið. Það var
síðla dags og nokkur kaldi þegar
kom út úr höfninni. Skömmu eftir
að skipin röðuðu sér upp skall á
dimm hríð með gaddi og veðurhæð
jókst. Þá átti Selurinn svolítið
bágt, það kom á daginn að kolin
sem tekin voru samdægurs voru
salli og óþverri sem varla logaði.
Ferðin minnkaði en skipin sem við
áttum að fylgja hurfa hvert af
öðru í sortann, auk þess tók nú
ísing að hlaðast á skipið. Þótt
ferðin væri lítil tók skipið mikið
framan yfir, sjóirnir veltu sér yfir
bakkann. Við ætluðum að létta
skipið að framan með því að dæla
úr stafngeymi, en dælan náði ekki
deigum dropa. í stafngeymi er
vatnið geymt sem átti að nota á
katlana ásamt vatni úr skutgeymi,
sem átti að endast alla leiðina.
Hefði það ekki dugað mátti nota
sjó til þess að drýgja það en það
var slæmt, þá safnaðist mikið salt
í katlana.
Við reyndum að halda í horfi
hinnar horfnu skipalestar, þótt
hægt gengi. Vegna ísingarinnar
var þunginn orðinn svo mikill
ofanþilja að skipið var farið að
hallast mikið, stormurinn og snjó-
koman hélst alla nóttina með tals-
verðri ágjöf. Um morguninn fór
að hægja og draga úr snjókom-
unni, en þegar leið að hádegi var
komið sæmilegt veður en skipið
var þá orðið eins og rekald, með
mikinn halla, allt þakið þykkum
ís og nærri ferðalaust. Allir skip-
verjar fengu sér barefli og fóru
að berja klaka. Flugvél kom á
vettvang og spurði á ljósmorsi
hvort við þyrftum aðstoð. Við
sögðum ekki þörf á því að svo
stöddu, skipið léti enn að stjórn.
Þótt við gætum losað okkur við
mestan klakann, þá voru kolin svo
slæm að útséð var að við kæmumst
til Evrópu á þeim auk þess að
ekkert vatn náðist úr stafngeymi.
Sá kostur var tekinn að snúa til
hafnar aftur, og ekki langt að fara.
Þegar komið var í höfn þurfti að
losa öll kolin og fá skárri í staðinn.
Timbrið á þilfarinu var orðið svo
gegnblautt og þungt að það var
ekki hægt að ná skipinu á réttan
kjöl. Þess vegna þurfti að losa
nærri helminginn af því, og var
þá þunginn í skipinu sá sami og
upphaflega þótt staflinn hefði
lækkað. Botnleiðslan frá stafn-
geymi hafði frosið meðan á lestun
stóð en það tókst að þíða hana.
Alls varð þetta hálfsmánaðar töf
en við náðum næstu skipalest.
Það gekk allt vel þegar lagt var
af stað í þetta sinn en þegar komið
var austur fyrir Nýfundnalands-
banka fór að hvessa og auka sjó.
„Kóngur vill sigla en byr hlýtur
að ráða.“ f þetta sinn var nægur
byr en við þoldum ekki nema
beggja skauta byr, þ.e.a.s. beint á
eftir. Þegar „commodorinn" kaus
að breyta um stefnu þá gátum við
ekki haldið henni, það ætlaði allt
um koll að keyra þegar hann kom
á hornið, þegar sjór og vindur stóð
sniðhallt á okkur. Við urðum að
halda sömu stefnu undan veðrinu
og fjarlægðumst því lestina meir
og meir uns hún hvarf okkur um
kvöldið. Daginn eftir saúm við
ekki urmul af henni og á þriðja
degi þegar veðrið hafði skánað
gátum við farið að stýra i þá átt
er við álitum að skipalestina væri
að finna. Þegar á daginn leið birt-
ist korvetta sem stýrði í áttina til
okkar. Við ætluðum að fara að
spyrja hvar við gætum fundið
skipalestina okkar þegar hún varð
fyrri til og sagði að það væri hópur
af kafbátum í árás á skipalest fyrir
framan okkur og skipaði að við
hypjuðum okkur burt af þessum
slóðum sem fyrst. Lítið hefði stoð-
að að malda í móinn svo stefnan
var því sett á Reykjanes. Sú sigling
tók rúma viku og sáum við ekkert
skip á þeirri leið. Það var ekkert
þægilegt að hugsa til þess ef kaf-
bátur fyndi okkur; komast kannski
í björgunarbát og velkjast í honum
um hávetur í langan tíma. Trúlega
hefðum við aldrei komist í neinn
bát, eitt tundurskeyti hefði eflaust
afgreitt allt í einni svipan.
Þegar búið var að losa og lesta
í Reykjavík og skipið var lagt af
stað í næstu ferð, mættum við
Brúarfossi sem var að koma heim.
Hann hafði verið okkur samskipa
út og farið til New York. Hann var
líka í þessari lest sem við þurftum
að yfirgefa, sem lenti svo í árás.
Þrátt fyrir töfina í Halifax höfðum
við unnið á, sloppið við að fara til
Skotlands með því að sigla ein-
skipa, byssulausir og skíthræddir.
Bridshátíð 1986
Bridshátíð 1986, á vegum
Bridssambands íslands, Brids-
félags Reykjavíkur og Flugleiða,
verður helgina 17.—20. janúar
nk.
Haldin verða tvö mót, þ.e. tví-
menningskeppni 42—44 para
(barómeter m/2 spilum milli
para) og Opin sveitakeppni
(Flugleiðamótið) sem 7 umferða
Monrad-keppni m/14 spilum
milli sveita.
Skráning i bæði mótin hefst
mánudaginn 6. janúar á skrif-
stofu Bridssambandsins (Ólafur
Lár.)s: 91-18350.
í tvímenninginn gilda þær
reglur (aðallega) að stig efstu
pörin sitja^fyrir um sæti, þó
þannig að hvert svæði fær eitt
par til þátttöku lágmark. Erlend-
ir gestir á Bridshátíð 1986 verða
væntanlega eftirtaldir: Frá USA
koma: Mittelmann og Gordon
(heimsmeistarar í blönduðum
flokki frá Biarritz 1982, frá
Kanada) og Rodwell og Berger
(landsliðspar frá USA). Rodwell
þessi hefur aðallega spilað við
Meckstroth, sem margir kannast
við. Frá Bretlandi koma: Zia
Mahmood (einn frægasti bridge-
spilari heims, kom hingað á síð-
ustu bridshátíð), Rosenberg og
Granovetter (breskt landsliðs-
par, þeir bestu þar í dag að
flestra mati) og frú Pamela
Granovetter (bresk landsliðs-
kona, ein sú besta í Evrópu). Að
auki var Rixi Marcus boðið að
koma, hvað sem verður. Frá
Danmörku standa vonir til að
Huulgaard og Schou og
Blakseth-bræður komi.
Bridsfélag Kefla-
víkur og nágrennis
Sl. þriðjudag lauk tveggja
kvölda barometertvímenningi
með sigri Einars Jónssonar og
Ragnars Hermannssonar. Hlutu
þeir 124 stigyfir meðalskor.
Lokastaðan:
Einar Jónsson —
Ragnar Hermannson 124
Arnór Ragnarsson —
Högni Oddsson 90
Sigurður Steindórsson —
Jón Jóhannsson 73
Gísli ísleifsson —
María Guðmundsdóttir 72
Guðmundur Ingólfsson — t
Karl Hermannsson 59
Jóhann Benediktsson —
Sigurður Albertsson/
Logi Þormóðsson 52
Meðalskor 0.
Spilað var um peningaverð-
laun að upphæð krónur 20 þús-
und en þar af gaf 1. sætið 8.000
kr. og 2. sætið 5.000 kr. Keppni
hefst að nýju eftir áramót.
Gleðilega hátíð.
Bridsfélag Fljóts-
dalshéraðs
Lokið er 11 sveita hraðsveita-
keppni hjá félaginu. Sveit Pálma
Kristmannssonar sigraði, en með
honum eru: Guðmundur Pálsson,
Stefán Kristmannsson, Páll Sig-
urðsson og Sigfús Gunnlaugsson.
Röð efstu sveita (meðal 1620):
Sveit stig
Pálma Kristmannssonar 1808
Þórarins Hallgrímssonar 1715
Sigurþórs Sigurðssonar 1685
Ottós Jónssonar 1660
Björns Pálssonar 1625
13. janúar hefst svo aðalsveita-
keppni félagsins. Skráning í hana
er hjá: Guðmundi P. s: 1492 og
Þórarni H. 1336.
TJöfóar til
X JL fólks í öllum
starfsgreinum!