Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 13 kallaðir í herinn þarna í lokin. Pabba þótti mjög vænt um Austur- ríkismanninn. Hann var afbragðs skytta og hafði trúað pabba fyrir því að hann lifði á veiðiþjófnaði heima í fjöllunum. Hann gaf sig mikið að mér, eina barninu sem þarna var.“ „Eitt sinn fór ég með honum að sækja matinn. Það hefur verið um 3ja km leið. Á leiðinni voru margir sprengigígar í jörðinni, því auðvit- að höfðu verið gerðar árásir á flugvöllinn. Allt í einu snarstans- aði hann, gaf mér bendingu um að hreyfa mig ekki, stökk hljóð- laust ofan i einn gíginn og kom jafn snarlega upp aftur með héra, sem hann hafði gripið. Alkunnugt er hve snöggir hérarnir eru og hann hafði séð dýrið hlaupa ofan í gíginn og fór eins og elding á eftir því. Þennan tíma sem við vorum þarna var óskaplega fallegt jólaveður, snjór og heiðskírt en kalt. Við stálum líka saman jóla- Eva Júlíusdóttir hefur búið og starfað á íslandi í 25 ír. tré,“ bætir Eva við hlæjandi og við viljum fá að heyra. „Allir voru að reyna að gera allt sem jólalegast hjá okkur. Taschek vissi hvar tré var að finna. Meðfram járnbraut- arteinunum hafði verið plantað trjám. Við fórum þangað. Ég var sett á vakt ef einhver skyldi koma og hann sagaði tréð sem við höfð- um valið okkur. Allt í einu kom maður gangandi. Vinur minn greip tréð undir handlegginn og mig við hönd sér. Við hlupum af stað og maðurinn á eftir, en við sluppum. Þetta var afskaplega fallegt tré þegar það var komið í braggann okkar." „Ég man eins og það hefði gerst í gær hvernig umhorfs var hjá okkur þetta aðfangadagskvöld. f bragganum voru bara sex kojur meðfram veggjum, lítið kringlótt borð og nokkrir stólar og ofn. Ekkert annað. Kalkúninn fengum við að steikja hjá konunni sem við leigðum hjá og héldum honum heitum á litla ofninum. Jólatréð stóö á miðju borðinu. Við höfðum ekkert jólaskraut meðferðis, því maturinn var það sem máli skipti þá. En við hengdum epli og smá- kökur á tréð. Til þess að karlarnir fengju eitthvað tók mamma rauð- an silkiþráð, batt hann um síga- retturnar miðjar og hengdi þær á jólatréð ásamt súkkulaðihringj- um. Sígarettur voru illfáanlegar en henni hafði tekist að ná í nokkra pakka handa þeim. Taschek skar stjörnu úr viði og setti á toppinn. Það lék allt í höndunum á honum og hann gat alltaf bjargað öllu við. Kringum jólatréð hafði mamma raðað hjálmunum þeirra, sem hún skreytti og notaði fyrir skálar. Hafði rauðar servéttur og raðaði í þá eplum, kökum og síga- rettum í gjafir. Þetta var svo fal- legt þarna á borðinu að karlarnir viknuðu. Hjónin fóru víst eitthvað saman, en við hin deildum jólun- um. Karlmennirnir voru svo hrærðir að hafa konu og barn með sér á jólunum og fá jólagjafir. Jólaglaðningurinn frá Luftwaffe var hálfflaska á mann af kartöflu- snafs og eitt herðatré af lélegustu tegund, og það kom þegar matur- inn var sóttur. Við bjuggum til eggjalíkjör úr snafsi pabba og eitthvað létu þeir hinir líka í eggja- snafsinn. í eftirmat höfðum við steikt epli og kastaníuhnetur. Svo sungum við jólasálmana. Ég söng vel þegar ég var barn og var látin syngja fyrir þau. Þetta voru hátíð- legjól." „Ég hefi aldrei upplifað jól með svona mikilli jólastemmningu," segir Eva og hrifningarinnar gætir enn í röddinni. „Upplifunin var svo sterk. Þarna var fólk sem vissi ekki hvað næsti dagur mundi bera í skauti sér eða hvað yrði um aðstandendur þeirra. Við slíkar aöstæður nýtur maður betur stundarinnar. Ég, krakkinn, sem ekki gerði mér eins grein fyrir þessu, fann það. Allir voru svo sælir. Og það besta var að engin loftárás var gerð meðan við vorum þarna. Mennirnir gátu sofið. Við urðum þó vitni að því að flugvél hrapaði. Þetta var þýsk vél sem var að taka sig upp af vellinum en kom niður brennandi skammt frá. Við fréttum að flugmaðurinn hefði farist. í minninu eru þetta því falleg jól. Ég fékk einhverjar gjafir, en ég man ekkert eftir þeim“. Földu sig í hellum og hlöðu Eftir áramótin héldu mæðg- urnar heim, nú tók ferðin ekki nema tvo daga. Svo vel vildi til að engar loftárásir að teljandi væru voru gerðar frá loftárásunum miklu þegar þær komu til Múnc- hen og þar til 1—2 dögum eftir að þær fóru. Þá byrjuðu þær aftur af fullum krafti. En Múnchen var eins og flestar aðrar stórborgir lögð í eyði. Um viðhorf sitt til flugvélanna á þeim tíma svarar Eva um hæl: „I mínum huga var þetta óvinurinn. Maður hataði þá og óskaði að okkar menn næðu sem flestum. Ég var ekki svo hrædd. Þó var ég hrædd í annað skiptið sem gerð var árás úr flugvélum á lestina okkar og við lágum þarna án þess að geta nokkuð aðhafst og Hér er hann í einkennisbúningi á stríðsáninum. biðum. Miklu hræddari var ég þó um vorið, síðustu daga stríðsins, þegar Frakkarnir voru að taka þorpið okkar. Þeirra lið samanstóð að mestu af Afríkumönnum frá Túnis og Marokkó, aðeins liðsfor- ingjarnir franskir. Þetta voru hálfgerðir villimenn sem tóku þorpið okkar og voru þar fyrstu dagana áður en þeir héldu áfram. Þær sögur gengu að þeir nauðguðu konum og misþyrmdu fólki. Þess- vegna ætluðum við að fela okkur í nokkrum hellum sem voru í klett- um á vínekrunum. Við héldum af stað með mat í ,bakpokum, afi minn, við og 7—8 aðrir ættingjar. Og við vorum einmitt stödd á bersvæði þegar könnunarflugvél kom yfir okkur, steypti sér niður og skaut á okkur. Hún fór hring eftir hring og við reyndum að hlaupa á milli, en hentum okkur niður þegar hún kom og skaut. Flugmaðurinn hitti engan og kannski hefur hann bara ætlað að hræða okkur. Ég var svo hrædd að ég var rennblaut frá hvirfli til ilja. Við komumst í hellana og vorum þar meðan verið var að hertaka þorpið. Þegar við komum þangað aftur bjuggu liðsforin- gjarnir frönsku í húsinu og við urðum að vera 11 saman í einu herbergi. Ég man hvað mér þótti skrýtið að mamma og frænkur mínar smurðu ösku í andlitið á sér og svo vorum við allar faldar bak við heyið í hlöðunni. Á skiltum í þorpinu var íbúunum sagt að vera ekki á ferli og allar konur voru hræddar. Sagt var að hermennirn- ir fyrstu fengju 48 tíma athafna- frelsi. En við vorum þarna í hlöð- unni í tvo daga.“ Fótgangandi frá Danmörku En hvað varð um föður hennar? Hann hafði I marsmánuði verið sendur til Álaborgar í Danmörku og kom við hjá okkur i eins dags leyfi áður en hann fór. „Það sáu allir að stríðið var að verða búið og afi sagði honum að fara hvergi. En hann gat ekki gerst liðhlaupi. Á leiðinni norður eftir fékk hann lungnabólgu og lagðist beint inn á spítala í Danmörku. Hann var að ná sér 20. april. Þá átti Hitler afmæli og Þjóðverjarnir héldu upp á það á spítalanum. Tveimur dög- um seinna var tilkynnt að Bretar væru komnir og allir ættu að bíða þar sem þeir væru niður komnir. Pabbi sagði: Ekki ég! Og hann gekk af stað. Þremur mánuðum síðar kom hann fram í þorpinu hjá okkur, grindhoraður og svo aumur að hvergi mátti við hann koma, því holdið var svo aumt. En þetta var ekkert annað en kom fyrir aðra. Þar sem hann hafði ekki verið skráður úr hernum og var skilríkjalaus, þá átti hann ekki rétt á neinum matarmiðum. En það bjargaði honum að hann hafði í lestinni verið samferða manni sem hann þekkti þegar hann átti að fara til Danmerkur. Þessi maður var kommúnisti og var gerður bæjarstjóri í þorpinu okkar eftir hertökuna. Þessi borgarstjóri vissi að pabbi var ekki nasisti, mundi hvað hann hafði verið að segja við hann í lestinni, að þeir hefðu fyrir löngu átt að vera hættir þessu stríði. Svo hann fékk skilríki og matarmiða, sem k'om sér vel því annars hefðum við öll orðið að nota okkar miða sem dugðu skammt." Þegar gengið er á Evu um hversu erfitt var um mat minnist hún þess þegar hún fór leiðangra og barði að dyrum á hverjum sveitabæ til að biðja um að selja sér eitthvað matarkyns og hversu stolt hún var þegar hun kom eitt sinn heim með heil fimmtán pund af kartöflum. Ein bændakonan hafði selt henni 8 pund. Þá var öðrum boðið að borða með þeim af gnægð þeirra, kartöflur og salt. Og hún hlær að því hve móðir hennar var sár þegar þær þurftu að skipta brúðuvagninum hennar með fallegri brúðu fyrir salamí- pylsu. En Evu sjálfri var alveg sama þótt hún horfði á eftir bóndadótturinni aka burt með vagninn, fannst matur miklu meira virði. Hún hafði sem einka- barn átt mikið af fallegum leik- föngum, sem voru í bílvagni í geymslu í þorpinu og hermennirnir höfðu þegar þeir tóku það rifið þau út og traðkað á þeim í reiði sinni. Það hafði hún ekki tekið nærri sér. En hún man vel hvernig alit var nýtt; könglum af trjánum og dauð- um greinum safnað í eldivið og tíndir sveppir og villt ber í skógun- um. Hnetur af beykitrjám þóttu líka dýrmætar því úr þeim mátti fá olíu. „Ég þekkti orðið skógana og hvað þeir höfðu að geyma,“ segir Eva. „Maður reyndi að bjarga sér sem best maður gat. Við leigð- um okkur ávaxtatré sem stóðu með vegunum og var skipt á milli íbú- anna. Þegar ég var í Þýskalandi nýlega fannst mér alveg skelfilegt að sjá hvernig ávextirnir af þess- um trjám eru bara látnir liggja, enginn nennir að hirða þá.“ „Ég held að ég hafi verið nokkuð bráðþroska barn, kannski vegna stríðsins, og ég man þetta allt ákaflega vel. Minnisstæðust eru þó jólin 1944, fallegustu jólin sem ég hefi lifað. Þá sé ég fyrir mér jólaborðið með trénu og skreyttu hjálmunum í kring og mennina sem stóðu og horfðu á það með tárin í augunum". Viötal: Elín Pálmadóttir þeim sem bera Toppurinn ídag Það má treysta TISSOT •15 Jón Bjarnason, úrsmiöur. Sími 96-24175. Akureyri. Kork-o-Plast Gólf-GIjái Fyrir PVC-filmur, Lin- oleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáan- umer nóg að setjaí tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápu- efni á Kork-o-Plast. Einkaumboð á íslandi: Þ. Þorgrímsson & Co., Ármúla 16, Revkjavík, s. 38640.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.