Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
17
Jónas Þórisson trúboói í Konso og kona hans Ingibjörg Ingvarsdóttir með börn
Jónas Þórisson hefur verió
sín fimm.
lengst trúboóanna í starfí í
Afríku, kom þangaó 1972.
Ragnar Gunnarason og Hrönn Siguróardóttir
meó syni sfna tvo Hermann Inga og Sigurð.
Fimm íslenskar systur í trúboósstöóinni í Konsó, í þjóóbúningum
þarlendra: Hulda Björg 14 ára, Hanna Rut 12 ára, Hrönn 10 ára
Halla 9 ára og Þóra Björk 6 ára. Þær eru dætur Jónasar Þórisson-
ar og Ingibjargar Ingvaradóttur.
Trúboóarnir Guólaugur
Gunnarsson og Valgeróur
Gfsladóttir meó dætur
sínar Katrínu og Vilborgu.
þau eru í Eþíópíu.
Steinþór Þóróarson og Lilja Guósteinsdóttir,
er þau útskrifuðust frá Andrews University
í Michigan sl. sumar. Meó þeim er Hrönn
dóttir þeirra, sem er með þeim í Afríku.
Tvær fjölskyldur í Kenýa
Kristniboðsstarf íslendinga í
Kenýu hófst 1978. Þá var byrjað
að reisa kristniboðsstöð í Chapar-
ere í Pokotfylki. Á stöðinni er stór
barnaskóli, sem var svo sem fyrr
er sagt reistur fyrir fé frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Einnig er þar
biblíuskóli. Þarna eru nú hjónin
Ragnar Gunnarsson kristniboði og
Hrönn Sigurðardóttir með tvo
unga syni sína. Þess má geta að
Ragnar er bróðir Guðlaugs, sem
starfar í Eþiopíu. Söfnuðurinn í
Chaparere er orðinn allstór, en
trúboð gengur þar eins og víðar í
múhameðstrúarlöndum hægar en
annars staðar. í Kenýu er kirkjan
þó ánægð með eðlilegan framgang
starfsins.
í Kenýu er líka önnur trúboðs-
fjölskylda, hjónin Kjartan Jónsson
trúboði og Valdís Magnúsdóttir
með börn sín tvö. Þau eru á stað
sem Diano heitir og er skammt
frá Mombasa. En langt er á milli
þessara tveggja íslensku fjöl-
skyldna í Kenýu. Þarna starfa þau
Kjartan og Valdís nú um eins árs
skeið, en munu að árinu liðnu
flytja aftur til Chaparere, þar sem
þau hafa áður verið um þriggja
og hálfs árs skeið.
Aöventistasöfnuðu r
í Zimbabve
í Zimbabve eru svo íslensku
hjónin Steinþór Þórðarson og Lilja
Guðsteinsdóttir með dóttur sína
Hörpu. Þau starfa við söfnuð að-
vendista í Harare. Þetta er stór
borg og þar eru 20 aðventistakirkj-
ur. Steinþór er prestur í þeirri
kirkjunni sem hvítir sækja, en
Lilja er skólastjóri barnaskólans,
sem allir sækja, hvít og svört börn.
í Harare er aðalskrifstofa aðvent-
istasafnaða í Austur-Afríku og
söfnuðir eru stórir á þeim slóðum.
Steinþór og Lilja komu ekki til
Harare fyrr en í júní í sumar, en
áður voru þau 4 ár í Nígeríu.
í Nígeríu var Steinþór að byggja
upp nýjan söfnuð í borginni Port
Harcourt, sem er í votlendinu niðri
við sjóinn og aðstæður og loftslag
mjög erfitt. Var allt á frumstigi
og söfnuðurinn lítill. En Harare
er hátt uppi í fjöllum og ioftslag
gott, rakalaust og hiti 20-35 stig.
Sonur þeirra hjónanna, Haukur
Smári, sem er við læknanám í
Steinþór Þórdarson og Lilja Guð-
steinsdóttir, sem þjóna aðventista-
söfnuði í Harare í Zimbabve.
Bandaríkjunum, er kominn til
þeirra í jólafrí og höfðu þau af því
tilefni skroppið í ferðalag til Vict-
oríufossanna, en verða komin heim
til Harare 21. og halda þar jólin
með söfnuði sínum. Tveir aðrir
uppkomnir synir eru farnir að
heiman, Þröstur búsettur í Kefla-
vík og Guðsteinn í hjúkrunarfræði
í Michigan í Bandaríkjunum.
Tuttugu og þrír íslendingar
munu þvi halda jól á trúboðsstöðv-
um í Afríku að þessu sinni. Og
óskum við þeim gleðilegra jóla.
Texti: E.Pá.
SKYRTUR
BINDI
SOKKAR
HANZKAR
PEYSUR
NÁTTFÖT
SLOPPAR
SKÓR
SNYRTIVÖRUR
INNISKÓR
FÖT
FRAKKAR
HATTAR
HÚFUR
TREFLAR
£
VANDAÐAR
GOÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ:
HERRADEILD
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22
sími 23509 Næg bílastæði
KÁPUSALAN AKUREYRI
HAFNARSTRÆTI 88
SlMl 96-25250
I