Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
39
Hjá hænsnadeildinni í fjárhúsinu.
vísu traktorinn og jeppann og
þurrktæki, en mín tæki eru að
úreldast. Maður rekur sig öft á að
það er ekki nóg að eiga eina drátt-
arvél.
Eina gáfan sem mér var gefin er
fundvísi, eða skyldi það kannski
vera af því að ég geng svo álút að
ég er alltaf með nefið niðri í öllu.
Ég bognaði ung, því ég óx svo
hratt. En það er ótrúlegt hvað ég
hef oft rekist á týndar skepnur í
vandræðum. Ég taldi mig láns-
manneskju að finna lambið í dag,
það hefur verið búið að liggja
þarna í nokkra daga.
Skepnur eru óskaplega misjafnt
skapi farnar, en þessi hundur er
algjör perla,“ segir hún og bendir
á mynd af fallegum hundi. „Hann
fann skepnur og settist hjá þeim
ef eitthvað var að. Jú, mér finnst
mörg dýr skilja mig eins og menn,
þau eru misjafnt skapi farin, en
þau læra að umgangast mann og
sýna allt önnur viðbrögð ef ókunn-
ugir koma í fjárhúsið. Loki, til
dæmis, tekur ekkert tillit til mín,
virðir mig ekkert, en til eru þeir
karlmenn sem hann mænir á,
meiri heimskinginn Loki. Þessi
hundur,“ segir hún og bendir á
mynd af öðrum hundi, „gegndi öllu,
en um tíma átti hann til að bíta
kindur í afbrýðisemi. Aldrei myndi
ég vera ein nema að hafa hund og
skepnur, það hefur svo mikið að
segja að hafa félagsskap og dýrin
eru ótrulega ólíkir einstaklingar."
Talið berst að húsinu sjálfu og
jarðarberjaplöntum sem uxu í
stofuglugganum. „Já, ég hef rækt-
að þetta upp sjálf, stríddi mikið
við að fá jarðarberjafræ frá Dan-
mörku, ég hef gaman að þessu. En
húsið er orðið hjallur, það er byggt
1920. Ég kyndi stundum með kubb-
um og blautu sauðataði. Taðið
treinir þurran viðinn, er bremsa á
viðinn í eldinum.
Ég fer í fjárhúsin tvisvar á dag,
líka út af hænunum, en í vondum
veðrum læt ég eina ferð duga.
Nei, það eru engir hnökrar á
sambýli kinda og hænsna, hæn-
urnar hafa ylinn frá rollunum. Já,
þetta er svona basl, alltof mikið
basl. Ég hef lítið kynnst öðrum
störfum, aðeins unnið í verksmiðj-
um, mest sælgætisgerðum, i
Reykjavík og á Akureyri. En ég
er á ákveðinn hátt minn eigin hús-
bóndi þótt maður sé alltaf bundinn
skepnunum. Eiginlega forðast ég
allt félagsstarf, gekk úr ung-
mennafélaginu þegar ég varð
fimmtug. Það má segja að hér
skiptist nokkuð um sveit og þorpið
í kringum Laugar, þetta skarast
og er ekki á sömu bylgjulengd.
Komdu hérna kisi minn, ertu
feginn að ég er komin. Kisa leiðist
alltaf þegar ég er ekki inni. Allir
þurfa félagsskap, lítil lömb þurfa
meira en mél, líka aðhlynningu.
Lambið áðan, til dæmis, ég veit
að það hefur verið lifandi Guðs
fegið aðsjámig."
Grein og myndir: Árni Johnsen
veitingahús við Oðinstorg
Pantanasímar: 27697* 28470 • 20490
VERSLUNARFÓLK!
„MINI - KALT BORГ
Veislumatur á vægu veröi — boröiö ekki heita matinn kaldan.
Á morgun, Þorláksmessu, bjóðum við okkar vinsæla kabarett-bakka
á aðeins kr. 470.-
Bakkinn inniheldur forrétt, þrjá gómsæta kjötrétti og eftirrétt.
Okkar vegna og ykkar pantiö tímanlega.
Fagrir gripir
fyrir fólk með fágaðan smekk
Itölsku gler-messing smáborðin og frönsku lamparnir
frá Le Dauphin eru stofuprýði á hverju heimili.
hefur sigraó heiminn
JILSANDER
undirstrikar
persónuleika þinn
SARA Bankastr. Rvk.
CLARA Laugaveg Rvk.
MIRRA Hafnarstr. Rvk.
NANA Fellagörðum Rvk.
SNYRTIHÖLLIN Garðabæ
VÖRUSALAN Akureyri
ANETTA Keflavik
BYLGJAN Kópavogi
SNYRTIVORUBUÐIN
Laugaveg 76, Rvk.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN Glæsibæ Rvk
GJAFA & SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Suðurven, Rvk.
NINJA Vestmannaeyjum
NAFNLAUSABÚDIN
Hafnarfirði
PRISMA