Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985__________________________________________________ ----- ■ ..... f Alþingi fjallar um fíkniefni: ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Hverjir fjármagna eyðileggingu ungmenna“? „Við þurfum ekki frekar vitnanna við,“ sagði Kristín S. Kvaran (Bj-Rvk) í umræðu um vímuefni á Alþingi í nóvembermánuði síðastliðnum, „þegar það magn sem fundizt hefur fram að 1. nóvember sl. er 8000 grömm af hassi, 660 grömm af amfetamíni, 27 grömm af kókaíni og 2216 stykki af LSD. Ef staðreyndin er hinsvegar sú að þetta magn er aðeins 5% af því sem er í umferð getum við rétt ímyndað okkur, hvernig ástandið er í raun og veru.“ Hér vitnar þingmaðurinn til þess að yfirvöld í Noregi telja að þar í landi sé lagt hald á 5%af vímuefnum í umferð. Samstarf lögreglu og tollgæzlu Kristín S. Kvaran (Bj-Rvk) beindi nýlega tveimur spurningum um rannsókn vímuefnamála til Jóns Helgasonar, dómsmálaráð- herra. Hin fyrri var, hvort ríkis- stjórnin hafi í hyggju að rýmka heimildir til rannsóknar vímu- efnamála. Sú síðari, hvort svoköll- uðum sáttamálum (það er málum af þessu tagi sem lýkur með sekt- um) hafi fækkað. Jón Helgason dómsmálaráðherra sagði ekki fyrirhugað að „breyta ákvæðum laga um meðferð opin- berra mála í þá veru að setja sér- stakar og víðtækari heimildir í réttarfarslög til rannsókna fíkni- efnamála en annarra sakamála“. Ráðherra kvað þetta sérstaka íhugunarefni hafa verið til at- hugunar í ráðuneytinu. Það hafi og verið rætt við réttarfarsnefnd. Niðurstaðan hafi verið sú að það væri „almennt óheppilegt að setja sérstakar heimildir í lög til að rannsaka einstaka brotaflokka. Því má síðan bæta við,“ sagði ráð- herra, „að það hefur ekki komið fram að lagaheimildir hafi skort til þess að hægt væri að sinna rannsóknum á þessu sviði eins og æskilegt væri“. Þá kom það fram í máli ráðherra að skipulegra samstarf milli lög- gæzluumdæma og löggæzlu og tollgæzlu hafi leitt til mun meiri árangurs í starfi þessara aðila við að upplýsa fíkniefnamisferli. Fyrirspurn þingmannsins um sáttamál svaraði ráðherra svo: “Undanfarin fimm eða sex ár hefur fjöldi mála hjá sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum, sem lokið hefur með dómsátt verið svipaður; það er frá 220—260 mál- um hefur lokið með dómsátt á ári. Raunar má segja að fjöldi dóms- mála hafi verið svipaður frá 1977 að árinu 1979 undanskyldu þegar dómsáttir vóru aðeins 185. I dag (síðla nóvember) hafa á þessu ári verið gerðar 250 dómsáttir vegna fíkniefnamála þannig að reikna má með að fjöldi þeirra á þessu ári verði svipaður og hann var árið 1977.“ Rýr svör Tveir þingmenn, Guðrún Helga- dóttir (Abl-Rvk) og fyrirspyrjandi, Kristín S. Kvaran (Bj-Rvk), létu sér svör ráðherra ekki nægja. Guðrún Helgadóttir vék að frétt- um þess efnis að okurlán, sem þá vóru í umræðu, tengdust að hluta til fíkniefnakaupum til landsins. Hún spurði ráðherra, hvort hann stefndi ekki að því, m.a. í ljósi þessara meintu tengsla, að upplýsa okurmálin sem allra fyrst, „svo það liggi ljóst fyrir, hverjir það eru sem fjármagna eyðileggingu á íslenzkum ungmennum"? Kristín S. Kvaran sagði m.a.: „Mér finnst svör ráðherra rýr.“ Hún minnti á að árið 1983 hafi verið „tekin í vörzlu yfirvalda hér- lendis 0,3 grömm af heróíni. Eitt gramm af slíku eitri kosti 40 þús- und krónur. Tilkoma heróíns á íslenzkum eiturlyfjamarkaði, hugsanlega tengt fjármögnun okurlána, sem þingmennirnir létu að liggja, er mjög al varlegt mál. Skipulagsbreyting rannsóknarlögreglu Jón Helgason dómsmálaráðherra sagði m.a. í síðari ræðu sinni um þessi mál: „Á síðastliðnum vetri var gerð nokkur skipulagsbreyting á rann- sóknarlögreglu rfkisins. Það var skipulögð sérstök deild til þess að fjalla um efnahagsbrot og bætt við starfsmönnum í hana. Hún tók þegar til starfa og hefur unnið ötullega að slíkum málum síðan og kann orðið vel til verka að því er mérertjáð... „Ég óskaði eftir að fá rannsókn- arlögreglustjóra á minn fund fljót- lega eftir að starfið byrjaði til þess að fá upplýsingar um, hvernig horfur væru á að þetta mál ynnist (okurlánamálið). Hann hafði góðar vonir um að því yrði lokið fyrir áramót...“ Fræðslu gegn vímuefnum Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra gat þess i svari til Kristínar S. Kvaran vegna fyrir- spurnar hennar um fræðslu til varnar gegn vímuefnum, að þar væri einkum um tvennt að ræða. í fyrsta lagi kennsluleiðbeiningar fyrir grunnskóla, sem ráðuneytið hefur gefið út, um bindindis- fræðslu. Námsgagnastofnun hafi og gefið út fræðslurit, Fíkniefni, eftir Helen Nowils, sem einkum er ætlað kennurum, foreldrum og raunar öðrum, sem taka þurfi afstöðu til þessara mála. Þar er m.a. lögð áherzla á að sem flestir aðilar vinni saman að fræðslu og fyrirbyggjandi starfi til að sporna gegn fíkniefnaneyzlu. Nú er unnið að stefnuþróun í þessu máli hjá skólaþróunardeild ráðuneytisins. Heilbrigðisþjónusta við vímuefnasjúklinga Ragnhildur Helgadóttir heilbrigð- isráðherra sagði m.a. í svari við fyrirspurn um meðferð vímuefna- sjúklinga: „Þeir sem leita aðstoðar vegna vímuefnanotkunar, hvort sem um er að ræða áfengi eða önnur vímu- efni, fá læknismeðferð og aðra þjónustu annars vegar á geðdeild- um ríkisspítala og hinsvegar á Vogi, áfengismeðferðardeild SÁÁ... Á siðustu 4—5 árum hefur sjúkrarými fyrir þessa tegund sjúklinga aukizt mjög verulega og hefur bæði komið til hin nýja geðdeild Landspítala með göngu- deild og legudeild og hið nýja hús- rými í sjúkrastöðinni í Vogi þar sem nú er legurými fyrir 60 sjúkl- inga... Enginn einstakur þáttur innan heilbrigðisþjónustunnar hefur vaxið jafnört hið síðustu 5—6 ár og meðferðarmöguleikar vímu- efnaneytenda og segja má að það sé ekki lengur forgangsverkefni að auka rými fyrir áfengissjúkl- inga, svo að dæmi sé nefnt um • þá ... Hinsvegar hefur það verið for- gangsverkefni nú um nokkur ár að fá sérstaka unglingageödeild. Á fjárlögum ársins er einmitt heim- ild til makaskipta á jörðinni Úlf- arsá í Mosfellssveit og húsnæði barnageðdeildar við Dalbraut... Takist þessi kaup er það hug- mynd ráðuneytisins að setja í lÁTUM FRIÐARIJÖSíf) ríSA UPP JOLAHATÍÐIíVa MEÐ WI HMLrnRSTARF KIRKjV$ Á aðfangadag kl. 12.30—17.30 verða friðarljósin seld við eftirfarandi staði: Fossvogskirkjugarð (3 hlið), Kirkjugarðinn við Suðurgötu, Kirkjugarðinn í Hafnarfirði, Gufuneskirkjugarð. Kirkjuhúsið Klapparstíg 27 sími 21090 KeJ Hjálparstofnun kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.