Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
41
an het ég rika samúð með bréf-
berum, enn eru störf þeirra lítils
metin. Fólk trassar að setja upp
póstlúgur og nafnskilti, og síðan
er bréfberunum kennt um það sem
aflaga fer.
Mitt hverfi var erfitt og víðlent.
Það byrjaði við Þjóðminjasafnið
og náði út í Skerjafjörð. Háskóla-
hverfið, Hagarnir og svæðið
beggja megin við flugvöllinn, stíf
fimm klukkustunda ganga daglega
með þunga tösku.
Ég get ekki á mér setið að segja
frá því hvernig yfirmenn á póstin-
um fóru að því að mæla út leiðina,
sem við bréfberarnir þurftum að
ganga. Okkur fannst þeir ætla
okkur ótrúlega stuttan tíma til að
koma póstinum af okkur. Það kom
líka á daginn, að þeir gleymdu
ölium tröppum og stigum, mældu
aldrei lengra en aðgarðshliðunum.
Ég er hrædd um að svona sé víðar
farið að, þegar verið er að reikna
út vinnu verkafólks.
Þrammið upp og niður tröppur
fer illa með fætur bréfberanna.
Starfið átti samt vel við mig að
mörgu leyti. Þegar ég var komin út
með töskuna stjórnaði mér enginn.
Kvennafrídagurinn 1975 vakti athygli langt út fyrír landsteinana og varð Aðalheiður eins konar táknmynd Ég hef alltaf kunnað best við að
baráttukvenna þann dag. Þettaer opna úr danska blaðinu BT25. október 1975. ráða mér sjálf. Og ég er mann-
Islands kvinder: Nu kan mændene
vel endelig se, at det er alvor
W «t
Kvindefridagens sterstef'
mode i Islands historie
Mordc
B
; Itn«i
reyni að rifja þetta upp. Læknarn-
ir hafa annars harðbannað mér
að reykja, og ég hlýði því yfirleitt.
Framkoman við þá, sem neydd-
ust til að leita aðstoðar hjá sveitar-
sjóði, var ekkert betri í öðrum
byggðarlögum, sumstaðar jafnvel
verri. Ég man aldrei til þess, að
börn væru boðin upp í Meðal-
landinu, en ég hef talað við fólk úr
Rangárvalla- og Árnessýslum, sem
í æsku sinni upplifði sjálft að vera
boðið upp, eða öllu heldur niður,
og vera ráðstafað til lægstbjóð-
anda.
Sumum fullorðnum þótti ég
kjaftfor krakki. Ég lét engan eiga
hjá mér, tók því ekki þegjandi
þegar verið var að hnýta í foreldra
mína og systkini. Fólk átti ekki í
vandræðum með að finna efni í
niðurlægjandi athugasemdir.
Allir hafa kannski gott af að
kynnast fátækt einhvern tíma á
ævi sinni. En hún má aldrei verða
langvarandi. Sá sem lengi þarf að
búa við kröpp kjör biður alltaf tjón
á sálu sinni. Það er mín skoðun,
mér er sama hvað aðrir segja.
í rauninni skil ég ekki hvernig
móðir mín komst í gegnum þetta
óhemju erfiða líf. Ég held það
hafi verið hennar sterka ogóbifan-
lega trú sem bjargaði henni, ásamt
því hvað hún var ótrúlega glað-
lynd. Hún hló ekki minna en við
krakkarnir, lærði alla nýjustu
danslagatextana eins og við og
steig oft dansspor við sjálfa sig
eftir að við fengum útvarp.
En hún átti margar sárar stund-
ir. Henni þótti til dæmis afar erfitt
að þurfa að láta eitthvert okkar
frá sér, einkum ef barnið var farið
að stálpast. Oft var lagt hart að
henni. Yngri systkini mín þóttu
falleg og efnileg og þó nokkuð oft
bauðst fólk til að taka eitthvert
þeirra í fóstur. Hópurinn var svo
stór.
Þegar hún færðist undan slíkum
tilboðum stóðum við eldri systkin-
in með henni, því yngri systkinin
urðu líka börnin okkar.
Ég man, að einu sinni var hún
mikið beðin um litlu systur mína,
þjóðsagnapersónuna hana Eyju.
Mamma gat ekki hugsað sér að
missa hana, og við systkinin biðum
í kvíða og ofvæni eftir því hvort
sú yrði raunin á. Vinkona mömmu
gerði sér sérstaka ferð til okkar í
því skyni að tala um fyrir henni.
Ég var vitanlega á vappi í kring.
Allt frá því að ég, sex ára gömul,
varð elsta stelpan á heimilinu
hafði ég sterka verndartilfinningu
gagnvart móður minni. Svo mátti
ég heldur ekki til þess hugsa að
Eyjafæri burt.
Vinkonan talaði lengi og mikið.
Þegar hún varð að horfast í augu
við að henni hafði mistekist að
telja mömmu hughvarf sneri hún
snúðugt til dyra og hreytti út úr
sér um leið: „Þeim er ekki við-
bjargandi, sem býðst hjálpin, en
þiggjahana ekki.“
Eftir næstum sextíu ár man ég
greinilega hyldjúpan sársaukann í
rödd mömmu, þegar hún svaraði:
Foreldrar Aðalheiðar og 19 systkina hennar: Bjarnfreður Ingimundarson og
Ingibjörg Sigurbergsdóttir.
Aðalheiður rúmlega tvítug, 1942.
Verkalýðsmálin hafa tekið drjúgan tíma hjá Aðalheiði. Hér er hún í miklum karlafans að kynna sér nýgerða
kjarasamninga áður en þeir eru undirritaðir sumarið 1977.
„Það er sama hvað fátækur maður
er, tilfinningar verða aldrei teknar
frá manni."
Aftur á móti man ég ekki, hvort
það var í þetta skipti eða eitthvert
annað álíka, sem ég hljóp út úr
bænum í ógurlegri hugaræsingu.
Oti var hvassviðri og kalt, en ég
hljóp og hljóp þangað til fæturnir
gátu ekki borið mig lengur. Ör-
magna datt ég niður og öskraði
upp í vindinn. „Ég skal alltaf, allt-
af berjast móti fátæktinni."
Bréfberi á ferð
Loks grípum við niður í 13. kafla
bókarinnar sem er í öðrum þætti
hennar: „Bara“ húsmóðir.
Þá er svo komið að söguhetjan
er orðin fertug, er fráskilin og
stendur uppi með þrjú börn og lítið
fé milli handanna. Hún gefst ekki
upp frekar en fyrri daginn. Hér
segir skemmtilega frá starfi bréf-
berans frá sjónarhóli, sem fæstir
þeir, er fá bréf í pósti, leiða hugann
að.
Við birtum upphaf kaflans, sem
heitir Bréfburður og skúringar.
Þegar við Anton skildum stóð ég
ein eftir með tvö hundruð krónur
í peningum og börnin þrjú, það
elsta fimmtán ára, það yngsta
fjögurra. Ingigerður mín fór að
vinna um haustið jafnframt því
sem hún stundaði nám í kvöldskóla
KFUM. Mér finnst ennþá leiðin-
legt að hún skyldi ekki halda
áfram námi, hún hafði svo góða
hæfileika til þess.
Eg fór líka að leita mér að ein-
hverri fastri vinnu og komst að
sem bréfberi á pósthúsinu fyrir
jólin 1961 og mun vera fyrsta
konan, sem bar út póst í Reykjavík
að vetrinum.
Ég stóð á neðsta þrepinu I virð-
ingarstiga póstþjónustunnar. Síð-
blendin og í þessari vinnu kynnist
maður mörgu fólki. Það birtist í
dyrum sínum með alls konar við-
mót, sumir fúlir, aðrir alúðlegir.
Ég lærði fljótt að þekkja hvaða
konur áttu börn búsett erlendis.
Þær urðu daufar og vonsviknar,
þegar ég færði þeim tilkynningar
og prentað mál, en ljómuðu allar,
þegar þær tóku við langþráðu bréfi
með útlendu frímerki. Mjög marg-
ir buðu upp á kaffisopa, en ég varð
að gæta þess að þiggja ekki of
marga bolla, því þá varð vinnudag-
urinn of langur.
Prófessorarnir I þessu hverfi
fengu mikinn póst. Bækur til
þeirra þurfti ég þó ekki að taka,
þær mátti keyra út. En tveir af
þeim, Guðmundur Thoroddsen og
Einar Ólafur Sveinsson, handléku
bókapakka af slíkri ást og virðingu
að ég naut þess að afhenda þá, og
gerði það oftar en mér bar skylda
til. Hins vegar hugsaði ég ekki
hlýlega til Gylfa Þ. Hann fékk
þunga bunka af norska kratablað-
inu með Gullfossi og skelfingar
býsn af hvers kyns prentmáli. Ég
reyndi að ergja hann með því að
mæta snemma með sendingarnar
og hringja dyrabjöllunni lengi og
frekjulega. Én það þýddi ekkert,
alltaf tók hann mér með sömu ljúf-
mennskunni. Mikið sárnaði mér
stundum að geta ekki hleypt hon-
um upp!
Annað ljúfmenni, sem ég ekki
gleymi, var Kristmann Guð-
mundsson skáld. Hann hefur
skammað póstþjónustuna á prenti,
en mér sýndi hann aldrei nema
kurteisi. En þegar hann var að
taka ofan og heilsa mér í miðju
Austurstræti, þá stóð ég mig að
því að líta skömmustulega í kring-
um mig. Fólk var afar hneykslað
á kvennamálum hans.
Ég má ekki gleyma að nefna
Garðprófastshjónin, Árna og
Ágústu. Þau urðu góðir vinir
mínir, og það urðu örlagarík kynni.
Umdæmi mitt var afar hvass-
viðrasamt. Rokið á háskólasvæð-
inu getur orðið svo mikið, að full-
orðnum var varla stætt. Ein-
hverntíma kom ég í grenjandi hríð
með bréf til Völu og Gunnars
Thoroddsens. Pósttaskan var með
þyngsta móti þann daginn, hún gat
orðið um sautján kíló.
Vala dró mig inn úr bylnum og
krafðist þess að ég drykki kaffi.
Þegar ég fór lyfti hún á mig tösk-
unni. Mér fannst hún svo hrygg á
svip, að ég hafði áhyggjur af henni
og hugsaði með mér: „Hvað getur
hafa komið fyrir hana?“
Það var ekki fyrr en ég var
komin langt upp í götu með storm-
inn i fangið að það rann upp fyrir
mér, að það var hún sem hafði
áhyggjur af mér í óveðrinu.
Annað skipti um hávetur var ég
að bera út póstinn. Snjókoman var
svo mikil, að ég sá ekki út úr
augunum og skreið áfram á fjórum
fótum.
Þá var allt í einu kippt í öxlina
á mér og áður en ég vissi af sat ég
inni í olíubíl, sem keyrði fyrir
Shell, við hliðina á bílstjóra, sem
sagi: „Nú keyri ég þig heim og þú
ferð ekkert aftur út í dag.“
Ég hlýddi, og það var ekki líkt
mér. Raunar átti ég olíubílstjórun-
um gott að gjalda. Þeir kipptu mér
oft upp í þegar ég var að rogast
með pósttöskuna fyrir flugvöllinn
í Skerjafirði.
Eftir tvö ár sem bréfberi gafst
ég upp vegna bakverkja. Þessi ár
urðu mér þó dýrmæt. Fólk, sem
stríðir við langvinn veikindi, miss-
ir oft trúna á að það geti unnið
erfiðisvinnu. Það gaf mér ómetan-
legan kjark að finna að ég gat
staðið mig eins og aðrir.
Nokkurn tíma var ég í veikinda-
fríi, en fékk svo, fyrir tilstilli
Garðprófastshjónanna, starf við
ræstingar á Nýja-Garði hálfan
daginn. Þar bjuggu stúdentar og ég
þreif herbergi þeirra og gangana.
Ég átti að byrja klukkan átta
að morgni. Stundum gekk það illa,
því sum ungmennin voru morgun-
svæf og áttu erfitt með að vakna,
einkum ef þau höfðu verið að
skemmta sér kvöldið áður.
Yfirleitt samdi mér prýðilega
við þetta unga folk. Þó varð ég
fyrir reynslu sem ég gleymi aldrei,
hversu gömul sem ég verð.
Háskólakrakkarnir voru stund-
um að ræða landsins gagn og
nauðsynjar, þegar ég var að vinna
í kringum þau. Stundum fannst
mér ég hafa heilmikið vit á því,
sem þau voru að tala um. Éitt sinn
voru nokkrir upprennandi gáfu-
menn, þar á meðal einhverjir, sem
áttu eftir að láta ljós sitt skína sem
bókmenntafræðingar, að spjalla
um skáldverk. Mig minnir að þau
hafi nefnt höfunda, sem ég taldi
mig þekkja mjög vel, gott ef ekki
Þórberg og Laxness. Áður en ég
vissi af var ég farin að leggja orð
íbelg.
Ég varaðist ekki, að ég var innan
um fólk, sem leit á sig sem aðra —
og æðri — manntegund en mig.
Kalt og nístandi augnaráð unga
fólksins tjáði mér hugsun þeirra
skýrar en nokkur orð: Hvernig
dettur þessari skúringakellingu (
hug að hún hafi vit á bókmennt-
I um?