Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
29
Sjónvarpsmenn hafa verið að
færa afganskar flóttamannabúð-
ir og neyð þeirra sem þar reyna
að draga fram lífið með reisn inn
í stofuna til okkar hér á íslandi.
Það var þarft verk. Svo skrýtið
sem það er þá verður þetta fólk
okkur miklu nákomnara við að
íslendingar sýna okkur það og
aðbúnað þess heldur en þótt
einhverjir ótilgreindir frétta-
miðlar úti í heimi birtist á skján-
um. Maður fer að sjá einstakling-
ana sem hraktir hafa verið yfir
í annað land, þar sem önnur fá-
tæk þjóð, Pakistanar í þessu til-
felli, veitir þeim skjól. Sá löstur
þykir slæmur og þröngsýnn að
sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Skyldi ekki vera álíka slæmt að
sjá ekki trén fyrir skóginum.
Þarna koma vegalausir einstakl-
ingar á berangri til okkar í máli
og myndum okkar eigin manna.
Og einhvern veginn finnst okkur
að kannski sé hægt að hjálpa og
verða að gagni með því að líta
fremur á einstaklingana en allan
vandann, sem verður svo yfir-
þyrmandi og umfangsmeiri en
skilningurinn getur gripið. Með
öðrum orðum með því að reyna
að kveikja á einu kerti í stað
þess að láta nægja að bölva
myrkrinu. Hvað munar okkur
svosem um fáein kertaljós til
viðbótar í allri ljósadýrðinni um
jólin, þegar við spörum ekkert
til að fá skellibirtu í okkar eigin
tilveru og veisluhöld í mesta
skammdeginu, er dags nýtur
mest fjóra tíma.
Hjálparstofnun kirkjunnar
gefur okkur einmitt nú tækifæri
til að hjálpa í neyð þeirra þessum
einstaklingum á berangri við
landamæri Afganistans og Pak-
istans, og einnig á hungursvæð-
um Eþiopíu. Um þessi jól er
drjúgur hópur íslendinga á
þeirra vegum og Rauða krossins
einmitt að kveikja ljós í myrkr-
inu er umlykur einstaklinga í
hungursneyðinni í Eþíopíu.
Heyrðist einmitt í einhverjum
þeirra símleiðis í morgunútvarpi
inn í stofuna til okkar á föstudag-
inn. Þetta færir þetta allt miklu
nær okkur. Mannkindin er nú
einu sinni svo gerð að hún finnur
meira fyrir því sem hún hefur
sjálf séð eða reynt eða þá einhver
sem hún þekkir — og þekkjum
við ekki öll sjónvarpsmennina
sem kíkja á hverju kvöldi inn í
stofuna til okkar?
Sjálf finn ég að ég les nákvæm-
ar og finn meira fyrir fréttum
frá þeim flóttamannabúðum sem
ég var sjálf í og lifði með
kambódíska flóttafólkinu á
landamærum Thailands. Það
fólk er að mestu horfið úr frétt-
unum núna. Rétt það sem hann
Gunnlaugur Stefánsson, sem fór
fyrir kirkjuna til Pakistans,
sagði í þessu blaði sl. föstudag:
“Meginvandinn er samt sá að
erlendar hjálparstofnanir neyð-
ast til að draga saman seglin
vegna minnkandi framlaga til
starfsins. Það er einmitt þetta
sem oft vill gerast í hjálparstarfi
þegar hörmungar dragast á iang-
inn. Harmleikurinn fer að verða
hluti af lögmáli hins daglega lífs
á meðal okkar sem erum aflögu-
fær, okkar sem getum rétt fram
hjálparhönd. Nú hefur þetta
stríð geisað í sex ár og fer harðn-
andi. Dánartölurnar hafa ekki
sömu áhrif á okkur og áður. En
þörfin á hjálp er jafn brýn og
brýnni en áður.“
Hörmungar hrakta fólksins á
landamærum Kambódíu ogThai-
lands eru orðnar enn lengri. Þótt
þetta fólk sé ekki lengur í heims-
fréttunum þá er það þarna enn.
Ég fæ alltaf reglulega fréttir frá
fólki lítillar kristinnar hjálpar-
stofnunar. Um þetta leyti í fyrra
skrifaði Margaret Grebby:
„Snemma á jóladagsmorgun
gerðu víetnamskar hersveitir í
Kambódíu árás á landamæra-
búðirnar Nong Samet. Allir voru
fluttir úr búðunum, sem voru
síðan brenndar til grunna. Þótt
Nong Samet sé 40 km frá húsinu
okkar í Aranyaprathet þá heyrð-
um við greinilega stríðshljóðin.
Jóladagsmorgunn rann upp
bjartur og heiður, nema hvað
fallbyssuskothríðin hófst kl. 6 og
stóð látlaust í um klukkutíma.
Mér fannst ég verða svo óskap-
lega vanmegnug. Hvernig áttum
við að geta haldið jól með
Kambódíufólkið dáið eða deyj-
andi í kring um okkur?“ Margar-
et fór undir hádegi á jóladag til
Khao I Dang og jólunum og
næstu vikum á eftir eyddi hún
þar við að gera að sárum slasaðra
í sjúkrahúsinu í Khao I Dang.
Þessi breska stofnun, Christ-
ian Outreach, ætlaði svo að reyna
að auka sína hjálp á þessum slóð-
um, þar sem hún hefur lengi
verið, þegar stærri hjálparstofn-
anirnar voru að snúa sér að
öðrum stöðum. Var búin að
undirbúa sérstakt átak þarna á
landamærunum. En í febrúar
kom allt í einu tilkynning frá
Thaistjórn um að leyfið væri
afturkallað. Þau skrifuðu: nÁ
þeirri stundu gátum við ekki
skilið hvers vegna guð hefði leyft
okkur að „eyða“ svo miklum tíma
í að undirbúa þetta verkefni ef
hann ætlaði ekki að leyfa okkur
að framfylgja því. En á sama
tíma heldur þessi óskaplega þörf
fyrir hjálp í Eþiopíu áfram að
birtast á sjónvarpsskermunum
okkar. Þá var það að við fréttum
um nýtt flóð flóttafólks sem
streymdi inn í Súdan frá Eritreu
og Tigre, norðurhéruðum Eþíóp-
íu. Þetta fólk kemur frá héruðum
þar sem eru andstöðuhreyfingar
við stjórn Eþíopíu og því berst
ekkert af hjálpargögnum vegna
hungursneyðarinnar til þorp-
anna þeirra. Þeir reyna því að
ganga 30—40 kílómetra leið inn
í Súdan. 44 þúsund hungraðir
komu í desembermánuði einum."
Og þessu kristna hjálparfólki
fannst þetta vera eins og bending
frá guði um að stofnun með svo
mikla og langa reynslu af hjálp-
arstarfi í austurlöndum ætti að
bregðast fljótt við. Það sendi
mann í könnunarleiðangur og nú
er hjálparstarfið á landamærum
Eþíopíu og Súdan í fullum gangi.
En hjálparstofnanirnar sem þar
eru nú ráða illa við að hjálpa
þeim mikla straumi hungraðra
og aðframkominna sem ná til
þeirra.
„í heiminum er svo margt
hungrað fólk, að guð getur ekki
birst því nema i formi brauðs,"
sagði sá spaki maður Gandhi.
Nokkir brauðmolar hljóta að
geta hrotið af allsnægtaborðum
okkar um jólin til að seðja fáeina
munna. Þessi hópur setur mark
sitt ekki hærra en að fá að lifa
enn einn dag og enn einn dag,
að geta losnað við hungrið og
sefað grát barns.
Hins vegar er svo flóttafólkið,
sem hrakist hefur undan stríðum
og illri meðferð í flóttamanna-
búðir og kemst ekki lengra.
Hefur verið þar mánuðum ef
ekki árum saman. Hefur gleymst
þar þegar athyglin snerist til
nýrra verkefna annars staðar.
Slíkar búðir, þar sem fólk hefur
lokast inni, eru nú víða í austur-
löndum. Þar er að alast upp
önnur og þriðja kynslóð flótta-
fólks. Burt séð frá allri mannúð,
þá er óskynsamlegt að láta þarna
alast upp fólk sem heimurinn
hafnar. Fyrsta kynslóðin hefur
vonina um að losna og þekkir
annað líf, en önnur og þriðja
kynslóð elst upp í biturleik við
þann heim sem hefur hafnað
henni, vill ekki leyfa henni að
lifa nema lokaðri inni í þröngum
búðum við illa aðbúð. Þar er verið
að ala upp nýja palestínuflótta-
menn, sem hvergi eiga sér von
og eiga hvergi höfði sínu að halla.
Við gætum nú kannski sýnt lit
þarna, tekið nokkrar manneskjur
sem þannig er ástatt fyrir. Hér
er nóg að vinna og nóg rými í
okkar stóra landi. Obbolítil
sjálfsafneitun kostar ekki mikið.
Getur meira að segja orðið til
góðs fyrir mann sjálfan, eða eins
og orðhákurinn Bernard Shaw
lýsti því í sínum venjulega hálf-
kæringi: „Sjálfsafneitun gerir
okkur fært að fórna öðru fólki án
þess að roðna."
V
•v
Norræna húsið:
„Tónlist á Tslandi“
opnar 28. desember
— viðamesta sýningin sem ráðist hefur verið í
Opnuð verður ein viðamesta sýning, sem Norræna húsið hefur
ráðist í til þessa, 28. desember nk. og ber hún heitið „Tónlist á
íslandi“. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra opnar sýning-
una.
í sýningarsölum í kjallara er
stiklað á ýmsum helstu viðburð-
um tónlistarsögu Islands í ljós-
myndaröð. Þar má sjá elstu ljós-
mynd, sem til er á Norðurlöndum,
en hún er frá 1848. Á myndinni
sést fyrsti barnaskóli í Reykjavík,
sem var til húsa í gamla móskurð-
arhúsinu, þar sem Pétur Guðjo-
hnsen kenndi söng.
í sýningarsölunum eru einnig
sýndir ýmsir sögufrægir munir,
sem komið hafa við sögu tónlist-
arinnar, svo sem það, sem eftir
er af elsta orgeli Dómkirkjunnar,
píanó úr eigu Péturs Guðjohnsen
frá 1855, flauta Sveinbjarnar
Sveinbjörnssonar, kornett Helga
Helgasonar, ferðaorgel Jóns Leifs
og margt fleira. Einnig má sjá
þar gömul hljómflutningstæki t.d.
spiladós úr fórum Péturs biskups
Péturssonar, sem hann eignaðist
rétt eftir miðja síðustu öld og
handtrékktan grammófón með
geysistórum lúðri frá Árbæjar-
safni. Sá mun hafa verið notaður
tH að leika danslög á böllum og
er því eins konar fyrirrennari
nútímadiskóteka.
f innri salnum niðri verður
stiklað á stóru í útgáfu tónlistar-
efnis, þar verða m.a. handrit,
prent og hljóðritanir.
Uppi í anddyri og bókasafni
verður sýning á kennsluefni í tón-
list. Þar má sjá myndir úr starfi
tónlistarskóla. Þá geta gestir sýn-
ingarinnar hlustað á margvísleg
tóndæmi í hljómflutningstækjum
t.d. elstu stef, sem dæmi eru um,
grallarasöng, einsöngs- og kórlög,
hljómsveitarverk, popptónlist,
djass og rafmagnstónlist.
Ýmsir hafa lagt hönd á plóg til
þess að koma sýningu þessari á
laggirnar. Nefnd hefur starfað á
vegum Norræna hússins frá því í
sumar, Reykjavíkurborg og
menntamálaráðuneytið hafa veitt
styrki að upphæð 100.000 krónur
hvort. Sýningin mun þó kosta eina
milljón. Söfn, einkaaðilar og
stofnanir hafa lánað muni á sýn-
inguna.
I nefndinni, sem annast hefur
undirbúning sýningarhinar og
dagskrár í tengslum "Við. hana,
hafa setið: Helga Jóhannsdóttir
þjóðlagasafnari, Njáll Sigurðsson
námsstjóri, dr. Jakob Benedikts-
son, Þórdís Þorvaldsdóttir borg-
arbókavörður, Þorgerður Ingólfs-
dóttir kórstjóri, sem jafnframt
er formaður nefndarinnar, Þor-
kell Sigurbjörnsson tónskáld og
af hálfu Norræna hússins: Knut
Ödegárd forstjóri hússins og
Guðrún Magnúsdóttir yfirbóka-
vörður. Gylfi Gíslason var ráðinn
til að setja sýninguna upp.
Á blaðamannafundi er haldinn
var í tilefni sýningarinnar kom
fram að enn sé ekkert rit til um
tónlistarsögu íslands. Norræna
húsið hefur ráðið Þorkel Sigur-
björnsson til að semja 50 síðna
kver um tónlistarsögu hér á landi,
sem á engan hátt getur orðið
tæmandi vegna fjármagnsskorts,
að sögn Knuts.
f tengslum við sýninguna byrj-
ar fyrirlestraröð frá og með 11.
janúar þar sem tónlistarsögu ís-
lands verða gerð skil með erindum
og tóndæmum. Fengnir verða sér-
fræðingar á ýmsum sviðum til
þess að ræða um m.a. íslensk þjóð-
lög, rímnakveðskap, tónlistariðk-
un í Þingeyjarsýslum, tónlist í
fornum ritum, hljómsvertárleik,
kórsöng, sönglagagerð og fleira.
Sýningin verður opnuð kl. 16.-00
28. desember.
MorgunblaðiS/Bjarni
Frá vinstri á myndinni eru: Knut Ödegárd, Guðrún Magnúsdóttir, Þórdís
Þorvaldsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Njáll Sigurðsson og Helga Jóhanns-
dóttir. Þau eru fyrir framan fyrsta kirkjuorgel Dómkirkjunnar sfðan árið 1840.
Bók um
Óla prik
Út er komin bókin „óli prik og
dagdraumar hans“ eftir Ölmu
Dögg Jóhannsdóttur. Bókin kostar
50 krónur og fæst í flestum bóka-
verzlunum. Óli prik mun vera á
ferðinni næstu daga til að kynna
bókiná í verzlunum, sjúkrahúsum
og víðar. Á myndinni er Óli prik
með bókina.