Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1985 Guðfríður Bjarna- dóttir — Fædd 17. desember 1905 Dáin 5. desember 1985 Hún var til moldar borin 13. þ.m. í kyrrþey að eigin ósk. Þessi hinsta ósk lýsir henni vel. Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér, ekki láta á sér bera og ekki vera fyrir neinum. Föðursystir mín, Guðfríður Bjarnadóttir, var fædd á Sleggju- læk, Stafholtstungum, Mýr., 17. desember 1905. Hún var elsta barn hjónanna Bjarna Guðlaugssonar, bónda þar, og konu hans, Gróu Guðnadóttur. Guðfríður var aðeins 10 ára að aldri, þegar faðir hennar lést. Við fráfall hans leystist heimilið fljót- lega upp, móðirin ekkja með 5 börn. í hlut Guðfríður kom að flytjast til föðursystur sinnar, Guðríðar Guðlaugsdóttur, og manns hennar, Gests Halldórssonar, að Hóli í Norðurárdal. Þar ólst hún upp fram yfir fermingu, en þá fór hún Minning að vinna fyrir sér á eigin spýtur. Á þessum tíma var lítið um at- vinnutækifæri nema helst á möl- inni og þangað lá leiðin. Til Reykjavíkur flutti Guðfríður 1924 og árið eftir flutti systir hennar, Jóhanna, sem látin er fyrir rúmu ári, einnig á mölina. Þær systur voru mjög samrýndar alla tíð og sneru hugir þeirra fljótlega til líknarmála. Þótt Guðfríður væri ekki lærð hjúkrunarkona vann hún alla tíð við slík störf. Hún vann samfleytt í 17 ár á Elliheimilinu Grund, all- mörg ár við Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit og síðustu 10 ár starfsævinnar hafði hún umsjón með síðustu holdsveikisjúklingum landsins á Kópavogshæli. Fyrir rúmum 10 árum að lokinni langri starfsævi settist Guðríður í helgan stein með Jóhönnu systur sinni, sem þá hafði misst mann sinn, á Laugarnesvegi 100. Silfur jólakúla 1985 Tilvalin jólagjöf Tryggvi Ólafsson úrsmiður, StrandgÖtU 17, ® 53530 llafnarfírði. Demantar eilífðarskart Gull og Demantar Kjartan Asmundssun gullsmiður Adalstrœti 7. Sími 11290. Guðfriði varð ekki barna auðið, en barnelsk var hún með afbrigð- um. Undirritaður, elstur systkina- barna Guðfríðar, fór ekki varhluta af þessari elsku í barnæsku. Hún átti þá í mér hvert bein, úðaði í mig sælgæti, söng og trallaði og einar fyrstu bernskuminningar mínar eru árvissu jólaböllin á Elliheimilinu Grund. Ég veit að þessi barnelska eltist ekki af Guðfríði, því að barnabörn Jóhönnu systur hennar, nú fimm að tölu, voru augasteinar Fríðu frænku síðustu árin. Þótt Guðfríður færi ein í gegn- um lífið, var hún aldrei einstæð- ingur. Hún átti fjögur samhent systkini, tvö látin á undan henni og tvö eftirlifandi. Hún átti mörg systkinabörn og þeirra börn, hún átti að vinum sjúklinga og bækur, já, bækur, hún las mikið, og hún átti einn sem aldrei brást, Guð. Þau verða fátæklegri þessi jólin hjá mér og minni fjölskyldu, því ailmörg síðustu árin áttum við jólaboð á heimili hennar annan í jólum. Reyndar átti hún boð hjá okkur um síðustu jól, því þá var systir hennar, Jóhanna, nýlátin. Synir Jóhönnu, Bjarni og Bragi Björnssynir, og fjölskyldur þeirra sýndu Guðfríði einstaka hlýju og elsku í veikindum hennar síðustu vikurnar fyrir andlátið. Þökk sé þeim. Guðfríður andaðist 5. þ.m. eftir stutta legu á sjúkradeild síns gamla vinnustaðar, Elliheimilisins Grundar. Hún var til moldar borin í nýja kirkjugarðinum á Keldna- holti 13. þ.m. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Guðlaugsson I DflG, SUNNUDAG KL. f3.00-18.00 Við höfum undirbúið jólaveisluna þína af kostgæfni, og bjóðum þér aðeins það allra besta fáanlega. Nautakjötið er UN 1, sem var státraö sérstaklega fyrir okkur þann 10. desember 1985. Síöan þá, hefur þaö hangiö í kæli og er mátulega meyrt. Jólalömbin eru líka komin fersk og mátulega hangin frá 17. des. ’85. Svínakjötið er af úrvals-svínum, sem var slátraö 17. og 18. des. ’85. Viö höfum unniö úr því gómsætar steikur og góögæti á jóla- boröiö þitt. Kanínur. Fyrir sælkerana og þá sem vilja reyna eitthvaö nýtt létum viö slátra fyrir okkur kanínum þann 18. des. ’85. Viö mælum sérstaklega meö þeim. Hangikjötið er auövitaö þetta landsfræga, taöreykta úr Þykkva- bænum. Þaö breytist aldrei. Við tökum ábyrgð á gæðunum. Verið vandlát — það erum við. /5j /k - f(uíi/?>/i imo Ari De Huynh, matreiðslumeistari 3. á Tómas Kristinsson, kjötiðnaöarmeistari /> o Lárus Einarsson, kjötiönaöarmeistari Ui f 1 LC^jj>/OAA^V.\ Guömundur Friögeirsson, kjötiönaðarmeistari Jakob Sigurðsson, kjötiönaöarmeistari Vörumarkaðurinn hl. J Eiðistorgi 11, simar 622200—629625

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.