Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Trúboðarnir í Kenýa og fjölskyldur þeirra. Talid frá vinstri: Kjartan Jóns-
son, María Marta Sigurðardóttir (systir Hrannar) Ólöf Inger Kjartansdóttir,
Valdís Magnúsdóttir, kona Kjartans með Hermann Inga son þeirra í fang-
inu, Hrönn Sigurðardóttir, Sigurður Ragnarsson og Ragnar Gunnarsson.
Jólin nálgast, hátíö kristinna manna, dagurinn
þegar við minnumst þess að oss var frelsari
fæddur, sem breytti lífi oglífsviðhorfi milljóna
manna á jörðinni í aldir. Uti í heimi í fjarlægri
álfu eru íslenskir trúboðar að boða
fagnaðarboðskapinn og veita hjálp samkvæmt
kristinni siðfræði fólki sem margt hrjáir en þekkir
ekki þá úrlausn sem felst í kristinni trú. Þetta
fólk heldur nú heiiög jól með fjölskyldum sínum
við aðrar aðstæður en eru á íslandi. Öllum líður
vel og eru ánægðir og þau þeirra sem við náðum
sambandi við báðu fyrir jólakveðjur heim.
Fimm fjölskyldur
eru í Afríkulönd-
um; tvær í Eþíóp-
íu, fjölskyldur
Jónasar Þórisson-
ar og Guðlaugs
Gunnarssonar,
tvær í Kenýa, fjöl-
skyldur Kjartans Jónssonar og
Ragnars Gunnarssonar, og ein í
Zimbabve, fjölskylda Steinþórs
Þórðarsonar, yfir 20 íslendingar.
Við birtum í tilefni jólanna myndir
af þessu fólki.
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga stendur að baki starfinu í
Eþíópíu og Kenýu, en það er sem
kunnugt er hreyfing innan ís-
lensku þjóðkirkjunnar. Er kristni-
boðsstarfið því í nánu sambandi
við íslensku kirkjuna og hefur
Hjálparstofnun kirkjunnar t.d.
veitt fé til skólahúsa í Kenýu. I
Zimbabve eru íslensku hjónin í
starfi á vegum Sjöunda dags að-
ventista.
Trúboð í Eþíópíu frá 1954
í Eþíópíu á trúboðsstarf íslend-
inga sér langa sögu. Hófst 1954 í
Konsó. Konsó er hluti af suður-
sýnódunni, sem nær yfir tvö gríð-
arstór fylki, Gamma Gofa og Sid-
amo. Kristniboð hefur gengið
þarna ákaflega vel. í Konsó eru
12 þúsund manns í kristna söfnuð-
inum. í kristniboðsstöðinni er
rekið stórt sjúkraskýli, barnaskóli
með 300-400 börnum, auk biblíu-
Frá
trúboðsstöðinni
í Kenýa.
skóla og annars sem tilheyrir
kristniboðinu beint. Vegna stjórn-
málaástands í landinu hefur kirkj-
an í Eþiópíu rekið þetta starf með
stuðningi kristniboðsins frá 1972.
Hefur kirkjan yfirtekið allar eigur
þess, en kristniboðið leggur til
fjárhagsstuðning og allan þann
mannafla sem það hefur bolmagn
til.
Jónas Þórisson trúboði og fjöl-
skylda hans hafa starfað í 10 ár á
trúboðsstöðinni, fóru til Eþíópíu
1972. En hann vinnur nú á skrif-
stofu suður-sýnódu lútersku kirkj-
unnar í Eþíópíu. Þau hjónin Jónas
og Ingibjörg Ingvarsdóttir eiga
fimm dætur sem að sjálfsögðu eru
með þeim í Eþíopíu.
Fjórar aðrar íslenskar fjölskyld-
ur hafa verið á trúboðsstöðinni á
undan þeim, svo og hjúkrunarkon-
ur sem annast hafa sjúkraskýlið.
En nú eru norskar hjúkrunarkon-
urísjúkraskýlinu.
Eftir áramótin munu hjónin
Guðlaugur Gunnarsson og Val-
gerður Gísladóttir taka við trúboð-
inu og flytja til Konsó, en þau
hafa verið á annarri stöð sem
Solamo heitir og er í Sidamofylki.
Þau fóru utan í ársbyrjun 1983.
En Valgerður, sem er dóttir Gísla
Arnkelssonar trúboða, er þarna
hagvön, því hún var þar í 10 ár sem
barn með foreldrum sínum. Þau
Guðlaugur og Valgerður eiga tvö
lítil börn.
Davíð Ólafsson, nemi í
Fjölbrautaskólanum á
Suðurnesjum.
Guðjón Guömundsson,
trésmiður og knattspyrnu-
maður.
Byggja kirkju á Puerto Rico í jólaleyfínu
Tveir íslendingar, Ilavíð Ólafs-
son úr Keflavík og Guðjón Guð-
mundsson úr Garðinum, nýta jóla-
fríið á nokkuð sérstæðan hátt.
Þeir ætla að hjálpa til við að
byggja kirkju á Puerto Rico.
Leggja til vinnu sína, ferðakostn-
að og áhöld til smíðanna. Áður en
þeir lögðu upp, um miðjan des-
embermánuð, náðum við tali af
Davíð Ólafssyni, sem er nemandi
í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. En
félagi hans, Guðjón Guðmunds-
son, er trésmiður og þekktur
knattspyrnumaður úr Garðinum.
Á Puerto Rico er fátækt mikil
og aðventistasöfnuður þar hefur
ekki tök á koma sér upp kirkju
á eigin spýtur. Því ætlar hópur
ungmenna í Andrews-háskólan-
um í Michican að koma til hjálp-
ar við kirkjubygginguna í jólafrí-
inu sínu, frá 12. desember til 31.
janúar, en háskólinn er rekinn
af aðventistum. Ester, systir
Davíðs, er við tónlistarnám í
þessum skóla og hún ætlar með
til Puerto Rico. Þannig kom það
til að Davíð ákvað að slást í hóp-
inn. „Að vísu halda íslensku jólin
heima í mig. En úr því að pabbi
og mamma buðust til að borga
fyrir mig farið þá ákvað ég að
fara með og leggja mitt til,“ segir
Davíð. Guðjón slóst svo í förina.
En ættmenni beggja eru aðvent-
istar.
Davíð sagðist lítið vita um
aðstæður annað en að búið er að
steypa kjallarann undir kirkjuna
og timbrið er tilsniðið á staðnum.
Þeim var uppálagt að hafa allt
með sér; hamar, trésmíðasvunt-
ur, klósettpappír, diska og hníf-
apör, en verður lagt til húsnæði
og matur. Það gefur kannski
vísbendingu um aðbúnað að allir
karlmennirnir tvær sturtur til
afnota en hitinn á staðnum er
um 35 stig. Þó er bót í máli að
skammt frá er strönd og sjórinn
hlýr.
Davíð var þó ekkert banginn,
kvaðst hlakka til að sjá sig um.
Einum degi verður eytt í að skoða
höfuðborgina á eyjunum. Frá
fslandi flugu þeir Davíð og
Guðjón til Michigan. Þaðan fór
50 manna hópur, fyrst til Haiti
og síðan til Puerto Rico. Með
hópferð verður ferðakosnaður
ekki svo mikill, um 15 þúsund
krónur til og frá Michigan, og
allur ferðakosnaðurinn frá ís-
landi þá um 28 þúsund, að því
er Davíð sagði. Hann kvaðst
spenntur að fara, en hafði góð
orð um að segja okkur eitthvað
meira um það hvernig væri að
byggja kirkju á Puerto Rico
þegar hann kæmi heim.
, Yfír 20
íslendingar
halda jól á
trúboðsstöðvum
í Afríku