Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR22. DESEMBER1985 íþróttir unglinga Umjón/Vilmar Pétursson Flokkakeppni íslands í borðtennis: Garðbæingar fjölmennir Stjarnan úr Garöabæ hefur náð mjög góöum árangri í borðtennis á síöustu árum og í Flokkakeppni íslands í borötennis áttu þeir mjög marga þátttakendur. Tveir Stjörnupiltar, þeir Sveinn Óli Pálmason og Bjarni Grétarsson, voru teknir tali á mótinu. „Það er mjög mikill borötennis- áhugi í Garöabæ og er skýringin sennilega sú aö aöstaöan er mjög góö. f Garöaskóla eru borótennis- borö og þar eru reglulega haldin mót í borötennis auk þess sem hægt er aö munda spaöann í frí- mínútum. Viö þetta bætist aö viö höföum mjög góöa þjálfara hjá Stjörnunni og æfum tvisvar til þrisvar í viku þannig aó einhver árangur ætti aó nást,“ sögöu þeir Bjarni og Sveinn um ástæöur vel- gengni Stjörnunnar í borötennis. Sveinn er í unglingalandsliöinu og hefur danskur þjálfari séö um þjálfun þeirra en núna undanfariö hefur hann haft welskan þjálfara sér til fulltingis. I fyrra fór hópur úr Stjörnunni til Austurríkis i æfingabúöir og aó sögn Sveins var sú ferö mjög vel heppnuö eöa frábær svo aö notuö séu hans orö. Á sama tíma voru i þessum æfingabúöum landsliös- menn frá Austurríki sem leiöbeindu Stjörnufólkinu og tóku viö þaö leik og leik. Þaö er því Ijóst aö mjög öflugt borótennisstarf er unnið í Garða- bænum. Bjartsýnir á árangur AÐ LOKNUM sínum fyrsta leik í flokkakeppninni í borötennis voru þeir Steinn Kári Steinsson og Guöjón Ingvi Guójónsson teknir tali þar sem þeir sátu og þerruöu svitann eftir erfióan leik. Þeim félögunum haföi ekki tekist aö knýja fram sigur en voru bjart- sýnir á aö þeim tækist aö vinna eitthvaó af þeim leikjum sem ólok- iö væri. Guöjón er meö borötennisborö heima hjá sér og var hann spuröur hvort hann væri þá ekki alltaf í borötennis. „Nei, ég hef lítinn tíma fyrir borötennis því ég er aö bralla hitt og þetta. Ég geri mikiö af til- raunum með rafeindadrasl og er búinn aö smíöa eitt útvarp sem heyrist ágætlega í,“ var svar Guö- jóns. „Guöjón og Steinn eiga aö keppa á boröi 6,“ glumdi nú í hátöl- urum Laugardalshallar og því urö- um viö aö þakka þeim félögum fyrir spjalliö og óska þeim góös gengis. Reykjavíkurmeistarar Fylkis Þessi mynd er af 6. flokki Fylkis sem varó Reykjavíkurmeístari í handbolta á dögunum. Þeir eru í efri röö frá vinstri: Ketill Magnússon þjálfari, Ólafur Stígsson, Skúli Þorvaldsson, Ingimar Bogason, Sigurður Björnsson, Siguröur Óskarsson, Kjartan Sturluson og Styrmir Sigurösson þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Ólafur Ingason, Guólaugur Guðlaugsson, Eggert Gíslason, Vilhjálmur Sveinsson fyrir- Höi, Gísli Halldórsson og Olafur Thorarensen. Of fáar stelpur æfa — segja Víkingsstúlkur í borðtennis HRAFNHILDUR Sigurðardóttir, María Sígmundsdóttir og Hrefna Halldórsdóttir skipuöu B-lió Vík- ings í flokkakeppnínni í borö- tennis og spiluöu þær í B-riðli kvennaflokks. Þær voru spurðar um möguleika sína aö vinna sig uppí A-riöil. „Við eigum ágæta möguleika. Aö visu erum viö búnar aö tapa fyrir KR en allt getur gerst ennþá," svöruöu þær. Allar hafa stelpurnar spilaö og æft borötennis í 4 ár eöa frá 12 ára aldri og sögöu þær aö þaó eina sem skyggöi á væri aö tiltölu- lega fáar stelpur æföu. Æfingar hjá KR eru tvisvar í viku og æfa stelpurnar meö strákunum og er þetta eina íþróttin sem þær leggja stund á. Stöllurnar Hrafnhildur, María og Hrefna kampakátar. MorgunblaMö/JúMu* • Þessl skal rakleitt til fööurhúsanna. Ungur borötenniskappi fuHur einbeitingar í ftokkakeppninni í borötennis. Höllin undiriögð —19 unglingalið í flokkakeppninni í borðtennis Nýliöaöflun er eitt af þeim verk- efnum sem íþróttafólög þurfa aö leggja góöa rækt viö til aö tryggja aö ávallt séu fyrir hendi efnilegir íþróttamenn til að taka viö af þeím sem hætta. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur hefur valiö athyglis- veröa leiö í sinni nýliöaöflun því á hverju hausti býöur félagiö níu ára árgangi Langholtsskóla fría tíma og kennslu í badminton einu sinni í viku fram aö jólum. Auk þess fá krakkarnir badmintonspaöa aö gjöf frá félaginu þannig aö tryggt sé aó allir geti nýtt sér þessa skemmtilegu badmintonkynningu. Lokapunkturinn á þessari kynn- ingu er síöan Langholtsskólamótiö í badminton og var þaö haldið núna um miöjan desember. Krakk- arnir sem tóku þátt í mótinu voru 31 og var keppt í riðlum stelpna og stráka þannig aö allir krakkarnir spiluöu a.m.k. 2—3 leiki. Þaó var þvi búiö aó hlaupa mikiö og sveifla oft spaöa áöur en úrslit fengust ímótinu. í lokin stóöu uppi sem sigurveg- arar þau Njöröur Lúðvíksson í piltaflokki og Elísabet Júlíusdóttir í stúlknaflokkl en í ööru sætl uröu Ólafur Guðmundsson og Rósa Guömundsdóttir. Auk þessa athyglisveröa ungl- ingastarfs eru um 300 börn og unglingar sem æfa badminton hjá TBR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.