Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 52
HUEKKURIHHMSKHMU muni() trulofunarhrinya litmvndalistann fTD) #ull $c é>tlfur Laugavegi 35 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Mikið verslað fyrir jólin — Islenskar bækur og hljómplötur seljast mjög vel Ljósaperur í skammdeginu MorKunblaðið/Ol.K.Mag. HINIR þekktu söngvarar Kristinn Hallsson og (.uðmundur Jónsson, voru í gærmorgun að selja Ijósaperur fyrír Lions-hreyfinguna í Austurstræti. Viðskiptin gen>fu vel og hér má sjá Gísla Ástþórsson, blaðmann, og Sigurð Gíslason, hótelstjóra, kaupa af þeim perur. SVO virðist sem fólk versli meira fyrir þessi jól en undanfarin ár. Morgunblaðið hafði samband við eina hljómplötuverslun, bókaversl- un og leikfangaverslun og leitaði álits verslunarstjóra á þessu. „Það er greinilegt að bóksala er mjög góð fyrir þessi jól“ sagði Einar Oskarsson verslunarstjóri í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar. „Að okkar áliti er hún tölu- vert meiri en undanfarin ár. Ein skýringin gæti verið sú að greiðslukort eru mikið notuð og salan tók verulegan kipp eftir 18. desember, þegar nýtt greiðslu- kortatímabil hófst. En salan hefur annars verið mjög jöfn í desember- mánuði. Sérstaklega er góð sala í íslenskum bókum" sagði Einar. „Ég held að hljómplötusala hafi aukist um a.m.k. 70% frá því í fyrra" sagði Sigurgeir Sigurðsson verslunarstjóri í Hljómplötuversl- un Karnabæjar í Glæsibæ. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessu, en salan á plötunni Hjálpum þeim hefur sitt að segja. Eg held að hún hafi almennt aukið áhuga manna á plötum. Mest hefur selst af íslenskum plötum. Á lista yfir 10 söluhæstu plöturnar eru t.d. 9 íslenskar. Salan jókst einnig mjög mikið eftir 18. desember og eftir það greiðir um helmingur við- skiptavina með greiðslukorti" sagði Sigurgeir. Jón Pétursson verslunarstjóri í Tómstundahúsinu sagði að framan Kfeilmálmverksmiðja á Reyðarfírði: Rio Tinto Zink vill eiga 60 % hlutafjár af desembermánuði hafi hann orðið var við aukna sölu. Eftir það hafi salan verið jafnari. „Líklega er salan fyrr á ferðinni en undan- farin ár. Þó er erfitt að segja til um hver ástæðan er. Undanfarin tvö ár hefur mikið verið greitt með greiðslukortum og nú er greinileg aukning í notkun þeirra. Ein skýr- ingin á aukinni sölu hjá okkur er eflaust sú að í fyrra vantaði okkur vörur vegna verkfallanna í fyrra- haust, en nú höfum við mun meira framboð af vörum". Verðbréfaþing íslands; Tilrauna- starfsemi er hafín Tilraunastarfsemi er hafin hjá Verðbréfaþingi íslands en engin við- skipti með verðbréf hafa þó enn farið fram fyrir milligöngu þess. Sigurgeir Jónsson, formaður stjórnar Verðbréfaþings Islands, sagði að tölvukerfið væri tilbúið og búið að skrá töluvert af sölutil- boðum, einkum á spariskírteinum ríkissjóðs, en enn vantaði meira af kauptilboðum. Sagði hann að fyrstu viðskiptin fyrir milligöngu Verðbréfaþingsins gætu tekist hvenær sem er úr þessu. Kaupendur eða seljendur verð- bréfa eiga að snúa sér til aðila Verðbréfaþingsins óski þeir að skrá kaup- eða sölutilboð hjá því. Landsbankinn, Iðnaðarbankinn, Kaupþing og Fjárfestingarfélag íslands eru aðilar að þinginu. FULLVfST má telja að Rio Tinto Zink Metals gerist meirihlutaeigandi að Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, samkvæmt öruggum heimildum Morg- unblaðsins. Er væntanleg sameiginleg yfirlýsing frá Rio Tinto Zink og samninganefnd um stóriðju á morgun, þar sem greint verður frá fvrir- huguðu samstarfi. Haarde aðstoðarmaður fjármála- ráðherra og Axel Gíslason aðstoð- arforstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það sem einkum er búist við að tekist verði á um í samningavið- ræðunum, a.m.k. til að byrja með er raforkuverð. DAGAR TILJÓLA Ken Sangster tæknilegur fram- kvæmdastjóri Rio Tinto var hér á fundi með samninganefnd um -stóriðju og ráðgjöfum þeirra í fyrradag þar sem kom fram að Rio Tinto Zink er reiðubúiö að ganga til samningaviðræðna á þeim grundvelli að Rio Tinto eigi 60% eignarhlut f verksmiðjunni, en íslenska ríkið 40%. Er búist við því að samningaviðræður hefjist fljótlega upp úr áramótum. Er talið að samningaviðræður taki nokkurn tfma, eða 6 til 12 mánuði. Það er því ekki hægt á þessu stigi að segja til um hvenær verksmiðjan rís, eða hver bygging- artími hennar verður. Ollum hugleiðingum um bygg- ingu kísilmálmverksmiðju að Grundartanga f samvinnu við Elkem er því lokið, a.m.k. um sinn. f samningaviðræðunum við Rio Tinto sem hefjast eins og áður greinir eftir áramót verður samn- inganefnd um stóriðju samnings- aðili rfkisins. Birgir lsleifur Gunn- arsson alþingsmaður er formaður þeirrar nefndar en aðrir nefndar- menn eru Guðmundur G. Þórar- insson verkfræðingur, Geir H. 'Annir hjá lög- reglu í fyrrinótt LÖGREGLAN í Reykjavík átti óvenju annasamt kvöld og nótt á 'v^ístudagskvöld og aðfaranótt laug- ardags. Að sftgn Guðmundar Hermanns- sonar lögregluvarðstjóra var mikið um ölvun og var lögreglan kvödd oft út vegna slagsmála og ölvunar. Þurfti að flytja allmarga á slysa- deild eftir slagsmál. Hrottaleg árás á lögreglumann Árásin gerð vegna starfa hans að fíkniefnamálum RÁÐIST var á lögregluþjón fyrir utan veitingahúsið Broadway í fyrrinótt og honum misþyrmt. Lögregluþjónninn starfar í ffkniefnadeild lögregl- unnar og var gestur á veitingahúsinu og óeinkennisklæddur. Hann var fyrir utan Broadway þegar fyrirvaralaust var sparkað í hann, svo hann féll í götuna og um leið sagði árásarmaðurinn „fíkniefnahundur“ og réðst á lögregluþjóninn áður en hann náði að jafna sig eftir sparkið. Þykir Ijóst að árásin sé vegna starfa lögreglumannsins við fikniefna- deild lögreglunnar i Reykjavík. Lögregluþjónar, sem kallaðir voru að Broadway vegna ölvunar og slagsmála í húsinu, komu að þegar árásarmaðurinn sat klof- vega á lögreglumanninum, sem gat enga björg sér veitt, og barði ítrekað i andlitið. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn og stóð árás- armaðurinn þá upp og sparkaði i andlit lögreglumannsins og skrokk áður en tókst að stöðva hann. Lögregluþjónninn var fluttur í slysadeild Borgarspitalans og fékk að fara þaðan í gærmorgun. Hann er ekki alvarlega slasaður, óbrotinn en óttast að liðbönd f öxl hafi slitnað. Þá er maðurinn mikið marinn. Árásarmaðurinn var handtekinn. Hann hefur ítrekað komið við sögu afbrota- mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.