Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Margeir í efsta sæti MARGEIR I’étursson er efstur að loknum fimm umferðum á alþjóðlega skákmótinu í Hastings á Englandi. Hann hefur hlotið fjóra vinninga, hefur unnið þrjár síðustu skákir sínar. Jóhann Hjartarson er í 2.-5. sæti með 3 vinninga og biðskák, sem er jafn- teflisleg. Margeir tefldi við ísraelska stór- meistarann Greenfeld í 1. umferð og lyktaði viðureign þeirra með jafntefli eftir hörkuskák. Greenfeld fórnaði drottningu í sókn, sem hefði átt að leiða til vinnings, en Margeir varðist af mikilli hörku. „Ég missti af vinningsleið skömmu fyrir bið og náði ekki að knýja fram sigur í biðskákinni," sagði Margeir Péturs^ son í samtali við Morgunblaðið. í 2. umferð telfdi hann við sovéska stórmeistarann Mikhail Chisin og lyktaði viðureign þeirra með jafn- tefli. f 3. umferð tefldi Margeir við Rukavina, alþjóðlegan meistara frá Júgóslavíu, og hafði vinning. f 4. umferð vann hann Braga, sem er alþjóðlegur meistari frá Argentínu og í 5. umferð vann hann svo spánska stórmeistarann Bellon. í dag teflir Margeir við enska stór- meistarann Plaskett. Jóhann Hjartarson tefldi við sovéska stórmeistarann Balashov í 1. umferð og lyktaði viðureign þeirra með jafntefli. í 2. umferð vann Jóhann Formanek frá Banda- ríkjunum og sænsku skákkonuna Piu Cramling í 3. umferð. í 4. um- ferð gerði hann jafntefli við Fed- erowic frá Bandaríkjunum og á biðskák við Conquest frá Bretlandi, sem er eini þátttakandinn, sem ekki er annaðhvort alþjóðlegur meistari eða stórmeistari. Staða efstu manna er nú: 1. Margeir Pétursson, 4. 2. -4. Jóhann Hjartarson, Green- feld og Watson 3 og biðskák. 5.-7. Balashov, Chisin og Braga 3 vinninga. Réttindalausir unglingar á stolnum bflum LÖGREGEAN á Selfossi tók ökurétt- indalausa unglinga á stolnum bfl í Þorlákshöfn í gærmorgun og aðra í gærkvöldi. í bæði skiptin náðust unglingarnir eftir stutta eftirfór eftir að þeir höfðu virt að vettugi stöðvun- armerki lögreglu við venjulegt um- ferðareftirlit. Þrír unglingar voru í bílnum sem tekinn var í gærkvöldi og er öku- maðurinn 15 ára gamall. Þeir stálu bíl í Reykjavík síðdegis í gær og skildu hann eftir á Alftanesi þar sem þeir tóku annan bíl og óku austur fyrir fjall. í öðru tilvikinu komu krakkarnir að bílnum í gangi þar sem ökumaðurinn hafi skroppið frá honum þannig. Bílarnir komust óskemmdir í hendur eigenda. 16 ára piltur var ökumaður bílsins sem tekinn var í Þorlákshöfn. Áður en þeir náðust óku þeir utan í og skemmdist stýrisgangur bifreiðar- innar eitthvað við það. Tíminn kem- ur út að nýju DAGBMÐIÐ Tíminn kemur út að nýju í dag, en síðasta tölublaö NT kom út á gamlársdag. Að sögn Helga Péturssonar ritstjóra verður blaðið 20 síður að stærð, heldur minna en áður. Teiknaður hefur verið nýr blaöhaus og uppsetning efnis verður önnur, en aðrar breytingar á blaðinu eru ekki fyrirhugaðar í byrjun, að sögn Helga. Framsóknarflokkurinn og fram- sóknarfélögin í Reykjavík gefa Tímann út og verður gerður sam- starfssamningur þeirra í milli. Ný stjórn er ekki tekin til starfa og mun Tíminn kaupa vinnu og þjón- ustu af Nútímanum hf. til að byrja með. Framsóknarfélögin í Reykja- vík hafa tilnefnt Kristin Finnboga- son, Alfreð Þorsteinsson og Sigrúnu Magnúsdóttur í blaðstjórnina en Framsóknarflokkurinn hefur ekki gengið frá tilnefningu sinna manna, sem verða einnig þrír. Gamla árið kvatt í Kópavogi MorgunDiaoio/KAA Flugvallarskattur, kökur og ýmis þjðnustugjöld hækka RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að nýta sér heimild til að innheimta vörugjald af kökum og sætabrauði. Vörugjaldið er 30%, sem leggst á framleiðslukostnaðarverð og þýöir í raun um 25% hækkun á þessum vörum út úr búð. Ennfremur hefur verið ákveðið að afla viöbótartekna með hækkun ýmissa þjónustu- gjalda, svo sem skrásetningar- gjalda, leyfisgjalda og gjalda vegna útgáfu skírteina af ýmsu tagi. Þá verður flugvallarskattur, eða brott- fararskattur, hækkaður þann 1. mars nk. úr 250 krónum í 750 krón- ur. Lárus Ögmundsson í fjármála- ráðuneytinu sagði að heimild væri ,11 ||/í ffT TT P . I ; «isí! jjlp Ritstjórnarskrifstofa Morgunblaösins er í Hafnarstræti 85 á Akureyri. Morgunblaðið opn- ar ritstjórnarskrif- Qmfli ú SflirPVH ö IU1 il 4X iln wi vj i i A lrn NÝLEGA opnaði Morgunblaöið ritstjórnarskrifstofu á Akureyri. Er þetta jafnframt fyrsta ritstjórnarskrifstofan, sem blaðið opnar utan Reykjavíkur. Hún er til húsa í Hafnarstræti 85, sími 21100. Áformað er að opna afgreiðslu og auglýsingamóttöku í sama húsnæði síðar á árinu. Á ritstjórn Morgunblaðsins á Akureyri starfar einn blaðamað- ur, Skapti Hallgrímsson. Skapti hefur verið blaðamaður á Morg- Skapti Hallgrímsson blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri. unblaðinu frá 1982 og hann var áður íþróttafréttaritari þess á Akureyri. Skapti mun senda all- ar almennar fréttir frá Akureyri og nágrannabyggðarlögum og hann mun starfa í nánu sam- starfi við fréttaritara Morgun- blaðsins á Norðurlandi. Þá mun hann veita viðtöku þjónustu- fréttum fyrir félög og einstakl- inga og taka við aðsendum grein- um, s.s. minningargreinum. Morgunblaðið vill nota þetta tækifæri til að hvetja Eyfirðinga og aðra Norðlendinga að notfæra sér þá möguleika sem opnast með opnun ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri. Heimilisfangið er sem fyrr segir Hafnarstræti 85, síminn 21100, pósthólf 703 og heimasími Skapta 26151. fyrir því í lögum að hækka flugvall- arskattinn í takt við byggingarvísi- tölu, en sú heimild hefði ekki verið nýtt síðan í mars 1983. Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs af þessum skatti verði um 100 milljónir króna á árinu 1986, en hefðu orðið 40 milljónir án hækkunar. Stjórn Ferðamálaráðs lýsti í gær yfir óánægju og undrun með þessa hækkun flugvallarskattsins. Að sögn Lárusar Ögmundssonar er hækkunin á fyrrnefndum þjón- ustugjöldum nokkuð misjöfn, en almennt á bilinu 50-100%. Þinglýs- ingargjald hækkar til dæmis úr 110 krónum í 170 krónur. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins vegna þess- ara hækkana nemi um 110 milljón- umkrónaáárinu. Álagning er frjáls á kökum, en í bakaríi sem Morgunblaðið hafði samband við í gær vegna vörugjalds á kökum, kostaði'venjuleg jólakaka 102 krónur, en hækkar nú upp í 127,50 krónur. Vínarbrauð og snúð- ar hækka úr 21 krónu í rúmar 26 krónur. Að sögn Lárusar er gert ráð fyrir að vörugjaldið muni afla ríkis- sjóði um 100 milljóna króna á þessu ári. „Við erum vægast sagt mjög óánægðir með þessa ráðstöfun fjár- málaráðherra. Þessi mikla hækkun á örugglega eftir að koma fram í minnkandi eftirspurn, og þar með minnkandi framleiðslu bakara, en aukinni framleiðslu mötuneyta, sem geta komist hjá því að inn- heimta vörugjaidið. Og þá er ég hræddur um að einhverjir af 700 starfsmönnum í iðninni missi at- vinnuna," sagði Jóhannes Björns- son, formaður Landssambands bakarameistara, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bakarar fengu bréflega tilkynningu um vörugjaldsinnheimtuna um miðjan dag í gær og áttu saman fund um málið síðdegis sama dag. „Það er útilokað að við getum lagt þetta gjald á strax. Það átti, samkvæmt bréfi ráðuneytisins, að byrja að innheimta gjaldið frá 1. janúar, og við fáum að vita um það fyrst í dag, 2. janúar. Ennfremur er ekki ljóst nákvæmlega á hvaða bökunar- vörur vörugjaldið leggst, til dæmis hvort smábrauð og flatkökur eru inni í myndinni," sagði Jóhannes. Bakarar munu taka ákvörðun um aðgerðir á félagsfundi síðdegis í dag. Sjá nánar mótmæli stjórnar Ferðamálaráðs og Landssam- bands bakarameistara á blaðsfðu 33. 70—80 þúsund með lausa samninga KJARASAMNINGAR allflestra laun- þega og vinnuveitenda eru nú lausir. A þetta við um þá sem eru í stóru launþegasamböndunum, ASÍ og BSRB, og ýmsum smærri félögum og samtökum. Ekki er ólíklegt að í þess- ari stöðu séu 70-80 þúsund manns. Samninganefndir Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins hittust á fundi fyrir jól og er búist við að annar fundur verði haldinn fljótlega. Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri VSÍ sagði í gær að ekki væri enn ljóst hvað bæri á milli í samningum ASÍ og VSÍ; sagði að ekki væru allar boðað- ar kröfur komnar fram ennþá, en bjóst við að mál skýrðust um miðjan mánuðinn. Aramótadansleikur sjónvarpsins: Auglýsingar báru uppi kostnaðinn ÁRAMÓTADANSLEIKUR sjónvarpsins á nýjársnótt var fjármagnaður með auglýsingum, að sögn Hrafns Gunnlaugssonar deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar bjá sjónvarpinu. Sagði Hrafn að kostnaður við útsendinguna hefði samtais verið um ein milljón en auglýsingar sem skotið var inn á milli atriða í þættinum færu langt með að jafna þann kostnað. Hrafn sagði að þessi nýja þjón- usta hjá sjónvarpinu hefði mælst mjög vel fyrir. Hann sagði að það færðist mjög í vöxt að fólk vildi vera heima hjá sínu fólki á gamlárs- kvöld og væri gott að geta gefið þjóðinni kost á danshljómlist á þessu kvöldi. Hann sagði að þetta ætti að geta orðið árlegt hjá sjón- varpinu og frekar ætti að lengja útsendinguna en hitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.