Morgunblaðið - 03.01.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
29
tiar sjálfrar
nnar fólgið
sdag
ili jafnframt vinnustaðir kynslóð-
anna, yngri sem eldri. Þar gengu
allir til sinna verka. Þar var hvort
tveggja í senn griðarstaðurinn og
vinnustaðurinn. Með iðnbyltingu
og tæknivæðingu gerbreyttust
hlutverk heimilisins. Atvinnulífið
fluttist burt og með atvinnulífinu
sá hluti fjölskyldunnar sem mest
hvíldi á, fyrst heimilisfaðirinn,
síðan móðirin, — og þá afi og
amma.
Um leið og samskipti kynslóð-
anna á heimilinu breyttust, fór að
gæta sterkar en fyrr tilhneigingar
til sundurgreiningar á tilveru
kynslóðanna. Atvinnulaus börn og
unglingar heima fyrir kölluðu á
nýja þjónustu, nýjan skilning
umhverfisins. Og um leið var farið
að líta á þau sem sérstæðari verur
en fyrr, sem sérstakan hóp neyt-
enda. Sá skilningur blasir við
augum hvert sem litið er í dag.
Mér er sagt að nú eigi fjölmörg
íslensk börn erfitt með að gera sér
mynd af foreldrum sínum á vinnu-
stað, einfaldlega vegna þess að þau
hafa aldrei séð pabba og mömmu
við verk sín. Mér er einnig sagt
að sumir íslenskir unglingar eigi
í þrengingum með að tjá sig, því
að við þá sé lítið talað nema gegn-
um útvarp og sjónvarp. Og í þeim
samræðum er aðeins annar aðilinn
virkur, — hinn óvirkur þiggjandi.
Samtal og skoðanaskipti eiga sér
ekki stað á þann veg. En sé mönn-
um vandinn ljós er hægt að stefna
að því að bæta úr, og það gerir
hver og einn sjálfur best með eigin
metnaði.
Auðvitað eru unglingar öðruvísi
en fullorðnir. Til allrar hamingju!
Auðvitað hafa þeir annan skilning
á tilveru sinni en þeir sem þegar
hafa aflað sér miklu víðtækari
lífsreynslu. Svo hefur alltaf verið,
og þannig á það að vera. Ungling-
urinn með hvassa gagnrýni sína á
hegðun fyrri kynslóða er engin
nýlunda heldur endurtekning sög-
unnar. Hins vegar kann okkur nú
að vera meiri þörf en fyrr á að
rísa gegn þeim sundrandi skilningi
sem að hefur verið vikið. Að leggja
þess í stað áherslu á það sem
tengir kynslóðirnar saman og sýn-
ir að við erum öll í eðli okkar eins,
tilheyrum sama mannkyni.
Öll getum við verið sammála um
að fátt tengi kynslóðir þessa lands
betur sama en sú tunga sem er
stolt okkar. í auðlegð tungunnar
sjálfrar, íslenskunnar og sam-
hengis hennar, er fjöregg þjóðar-
innarfólgið.
Þær tæknibyltingar sem yfir
okkur hafa dunið á skömmum tíma
hafa vitanlega leitt til mikilla
breytinga í orðaforða okkar og
Vigdís Finnbogadóttir
allri málnotkun. Aldrei fyrr hefur
reynt sem nú á þanþol tungumáls-
ins, á hæfni þess til endurnýjunar.
Aldrei fyrr hefur blasað við jafn-
mikil hætta á að samhengið í mál-
sögu okkar gæti rofnað. Því skal
þó ekki gleymt að hér hefur þegar
verið unnið mikilvægt starf. Orða-
smíð og nýjungar í máli hafa orðið
okkur þjóðaríþrótt og í samfélagi
þjóðanna getum við verið stolt.
Hins vegar má okkur ekki gleym-
ast að tengja þráðinn til fortíðai-
innar. Sá þráður einn er þess
megnugur að varðveita þjóðarsál
okkar og lifandi tjáningarmiðil
hennar, íslenska tungu. Því án
tungunnar erum við ekki þjóð
meðal þjóða. Og með þvi að vera
sjálfstæð þjóð með öðruvísi tungu
og öðruvísi menningu en aðrir,
höfum við eitthvað að gefa sem er
öðruvísi. Alls þess sem því tengist
ber okkur að gæta vel — láta ekki
taka það frá okkur, af því að
annars staðar séu menn vanir
einhverju öðru ...
Eitt af sérkennum okkar íslend-
inga er nafnahefð okkar. Við höf-
um haldið fast við þann gamla sið
að heita skírnarnöfnum okkar og
vera dætur og synir feðra okkar.
Alls staðar þar sem við erum
skráð er það fyrst og fremst með
skírnarnafni, í þjóðskrá, símaskrá
eða íslenskum æviskrám. Meðal
annarra þjóða eru hins vegar
ættarnöfn aðalnöfn manna og eru
það þeirra siðvenjur. Nú hættir
okkur við að gangast möglunar-
laust undir það að afsala okkur
þessum þætti í sjálfstæði og þjóð-
areðii. Á ráðstefnum með erlendu
fólki, á flugfarseðlum og í erlend-
um gistihúsum, meira að segja á
flugfarseðlum sem gefnir eru út á
heimavettvangi heitum við ekki
lengur Jón og Guðrún heldur Sig-
urðsson (komma) Jón, eða Jóns-
dóttir (komma) Guðrún. Og nú
má spyrja, af hverju megum við
ekki vera þar eins og hér heima,
Guðrún Jónsdóttir og Jón Sigurðs-
son? Ekki er úr vegi að við höfum
það sem nýársheit að leiðrétta
þennan misskiining meðal er-
lendra manna og kenna þeim að
virða sið sem oft hefur orðið efni
í frásögu af sterkum þjóðarein-
kennum.
Sú tunga sem við lærðum ung
við móðurkné er vandmeðfarin
arfur. Rætur hennar liggja í fortíð,
í horfinni menningu. Krónan
breiðir sig yfir fjölhyggjuheim
nútímans. Næringin milli róta og
krónu fer um æðar sögunnar og án
hennar verður laufskrúðið dauf-
legt og iitsnautt.
Á fyrri tíð var órofa samhengi
í þróun tungunnar tryggt vegna
þess að heimilin voru jafnframt
vinnustaðurinn. Þá þurfti litlar
áhyggjur að hafa af því að ungling-
arnir töluðu annað mál en foreldr-
arnir. Með breytingum sem orðið
hafa, hefur hið mállega uppeldi
þjóðarinnar raunverulega færst út
af heimilinu og inn í skólana. Þess
vegna verður aldrei ofbrýnt fyrir
okkur mikilvægi þess uppeldis-
starfs sem þar fer fram og kann
að vera það sem skilur milli feigs
og ófeigs í sögu okkar á næstunni.
Þess vegna á ekki við neinn betur
að gera en kennarana, sem hafa
axlað þá ábyrgð með okkur for-
eldrum að koma börnum okkar til
manns.
Við lifum á erfiðum tímum, er
oft sagt. í viðtali sem nýlega birt-
ist við hinn heimskunna enska
rithöfund Harold Pinter komst
hann m.a. svo að orði: „Víst má
túlka veruleikann á marga vegu.
En samt er hann alltaf einn. Og
ef þessi veruleiki er sá að þúsundir
manna sé verið að pynta til dauða
á þessu andartaki og hundruð þús-
unda megatonna af kjarnorku-
sprengjum bíði þess að vera skotið
á þessu augnabliki, þá er það svo,
og það er mergurinn málsins. Við
verðum að horfast í augu við það.“
Að horfast í augu við raunveru-
leikann felur það í sér að takast á
við hann. Gleðjast yfir því sem
gott er og hafna því sem við viljum
ekki að yfir okkur dynji.
Hinn kunni vísinda- og lær-
dómsmaður, landi okkar Wolfgang
Edelstein, hefur um langt árabil
unnið með íslenskum börnum og
unglingum og kannað viðhorf
þeirra til samtíðarinnar og um-
hverfis. Könnun hans hefur leitt í
ljós að mikill fjöldi íslenskra ung-
menna lifir í stöðugum ótta við
tortímingu. I þess konar veruleika
er okkur mikil þörf á von, von um
betri heim, von um varanlegan
heimsfrið. Og okkur er mikil þörf
á því, kynslóðum landsins, að geta
rétt hver annarri höndina, tekist
sameiginlega á við að byggja okkur
brú, milli fortíðar og framtíðar,
beint athygli okkar og kröftum að
því sem sameinar okkur, en ekki
sundrar, geta gengið til liðs við
vonina og trúna á hin góðu öfl
tilverunnar á nýju ári.
Ég óska landsmönnum öllum
gleðilegs árs.
trúarinnar
Péturs Sigurgeirssonar
er kominn með bænheyrslu sína á
sama degi og þjóðum heims tekst
sameiginiega að snúa huga sínum
til Guðs og, opna sál sína fyrir
friðargjöf hans. Þá, og þá fyrst
víkur hatrið og hefndin, sem sifellt
er að stofna til styrjaldarátaka.
Ástand heimsins sýnir okkur, að
ekki er nóg að vita af Frelsaranum,
sem vill frelsa lýð sinn frá syndum
þeirra. Við verðum að vilja það
líka. Heimurinn verður að vilja
það.
Mannkynið hefur verið leitt svo
iangt frá Guðs vegum, að ef áfram
er haldið sem horfir, er aðeins eitt
framundan. Ef til kjarnorkustyrj-
aldar kemur, hvort sem það verður
af ásettu ráði eða slysni, eru
mannkyni búin endalok og öllu,
sem lífsanda dregur á jörðinni.
Vonin er ein, að svo fari ekki. Sú
von og það líf er Jesús Kristur.
Þrátt fyrir óheyrileg hermdar-
verk þeirra stríðsæstu manna, er
engu þyrma og vekja óhug um alla
jörð, er eins og örli á vonarbjarma
friðar hér og þar á ófriðarsvæðum.
í fyrsta sinn eftir áratugar styrj-
öld í Líbanon komu stríðsaðilar til
að semja um sátt og frið, — hver
svo sem árangurinn kann að verða.
Einn hershöfðingjanna í Afríku
gaf upp ástæðuna fyrir vopnahléi
í sínum herbúðum, er hann sagði:
„Jólin eru að þessu sinni friðar-
gjöf til allra þeirra, sem starfa af
heilindum.'*
Svo virðist sem vakning sé að
verða til friðar: Hingað og ekki
lengra. Nú er nóg komið. Tökum
saman höndum um að breyta
heiminum. íslenska þjóðin hefur
tekið virkan þátt í að biðja um og
starfa að breyttum heimi. Margir
hafa gengið fram fyrir skjöldu og
tjáð vilja sinn í verki. Þar á ég
t.d. við stóran hóp listafólks, sem
lagði fram krafta sína og hæfi-
leika, — en einnig trú sína og bæn
til að svara kalli tímans. Þannig
varð til lag og texti Axels Einars-
sonar og Jóhanns G. Jóhannsson-
ar, sem flytur okkur gleðiboðskap,
eins og ljóðlínur þessar vitna um:
í von og trú er fólginn styrkur,
sem öllu myrkri getur eytt,
í hverjum manni — Jesús Kristur,
er mannkyn getur leitt.
Búum til betri heim,
sameinumst, hjálpum þeim,
sem minna mega sín,
þau eru systkin mín.
Vinnum að friði á jörð,
um lífsréttinn stöndum vörð,
öll sem eitt.
Stór hópur ungra listamanna
stóð að því að fylgja þessum boð-
skap eftir. Þess hafa víða sést
merki um þessi jól, að fólk finnur
takmark sitt og tilgang í að snúa
gangi mála á betri veg, breyta
heiminum. Þetta lýsandi dæmi
skín skært um þessi jól öðrum til
fyrirmyndar.
Við eigum ágætt listafólk, sem
gengur upp í hlutverkum sínum.
En af hvaða ástæðu sem það er,
þá finnst mér skorta ákjósanleg
verkefni margoft í lista- og menn-
ingarlífi okkar, og kemur það ekki
hvað síst fram á hinni kristnu trú-
arhátíð. Einu sinni áttu trúin og
listin samleið að boðun og sköpun
Pétur Sigurgeirsson
hins góða, fagra og fullkomna. Svo
þyrfti áfram að vera. Hugsanir
okkar og tilfinningar eru í svo
ríkum mæli í sjónmáli og undir
áhrifum yfirþyrmandi ótta og böls,
að við erum í þörf fyrir hin leiftr-
andi tákn vonar og þeirrar vissu,
að hægt sé að búa mannkyninu
betri heim. Við þurfum á þeirri
handleiðslu að halda á sviði trúar
og listar, sem leiðir okkur frá
myrkri til ljóss, — en ekki öfugt
frá ljósi til myrkurs.
Það er margt i dag, sem styður
kenningu hlutverks listsköpunar,
sem John Steinbeck lýsti 1962, er
hann tók við bókmenntaverðlaun-
um Nóbels og sagði:
„Rithöfundurinn á að skýra og
hylla eiginleika mannsins til and-
legrar göfgi, hvetja hann til dáða
á tímum ósigra, til hugprýði sam-
úðar og kærleika. f hinni þrotlausu
baráttu við veikleika og örvænt-
ingu eru þessir eiginleikar hin
leiftrandi tákn vonarinnar.
Hér er tekið í sama strenginn
og þegar Páll Ólafsson kvað:
Vonin styrkir veikan þrótt
voninkvíðahrindir
vonin hverja vökunótt
vonarljósin kyndir.
Sameinumst um tákn vonarinn-
ar, vissu trúarinnar, að friður er
til, sé við honum tekið. Þar á ekki
að skipta neinu máli hvaða stétt
eða stöðu við skiptum, listgrein er
við iðkum, eða starf, sem við
stundum.
í þriðja lagi vil eg nefna, að nýja
árið á erindi við íslensku þjóðina
í heild. ísland á við sína erfiðleika
aö stríða og vandamál. En hvað
er það borið saman við þrengingar,
sem sumar aðrar þjóðir þurfa að
ganga í gegnum. Ef grannt er
skoðað, erum við í þúsundfaldri
þakkarskuld við forsjónina: „Guðs
vors lands." Hvar í heiminum er
nú betra að búa en á íslandi?
En við megum gæta okkar.
Þegar á allt er litið, eru það ekki
erfiðleikarnir, sem skipta mestu
máli, heldur hvernig þeim er mætt,
hvernig við þeim er brugðist,
hvernig á þeim er haldið. Það hefur
alla tíð skipt sköpun í lífi íslensku
þjóðarinnar. í ávarpi sínu til þjóð-
arinnar í gærkvöldi, sagði forsæt-
isráðherra: „Hin forna arfleifð
hefur bjargað íslendingum."
Þjóðin þoldi margt mótlætið
áður fyrr en bjargaðist úr hverri
eldraun fyrir trú og festu hins
forna arfs. En á þjóðin í dag sjálfs-
agann til að þola meðlætið? Engin
þjóð lifir án aga og umvöndunar
Drottins. í kærleika Guðs er hvort
tveggja: Elska og agi. „Drottinn
agar þann sem hann elskar."
(Orðskv. 3:12.) Skynsemin setur
þjóðum lög, samviskan fylgir þeim
eftir jafnt virka daga sem helga.
Nú er það aginn, sem er okkur
lífsnauðsyn. Gerum allt, sem í
okkar valdi stendur til þess að
forða þjóð okkar frá böli áfengis
og eiturlyfja. Við þurfum á heit-
strengingu að halda líkt og kemur
fram í ættjarðarljóði Guðmundar
Magnússonar: Eg vil elska mitt
land! Þar syngjum við þessa hvatn-
ingu: „Eg vil láta það sjá margan
hamingjudag."
Hvernig getum við látið þá vilja-
yfirlýsingu verða okkar á komandi
ári? Mér koma í hug hin viskuríku
orð læriföður míns frá skólaárum,
er hann eitt sinn sagði: „Gerðu
eitthvað á hverjum degi, er þú
tekur ekki peninga fyrir.“
í fjórða lagi, og síðast en ekki
síst, er það að segja um áramótin,
er ristir dýpst í sál okkar og knýr
okkur til umhugsunar. „Tíminn
líður óðum á æðsta ráði bundinn."
Guð gefur okkur aðeins einn dag
í senn, og sá dagur er reyndar
ekki til enda tryggur. „Heill í gær,
nár í dag! Ó hve getur undra skjótt
yfirskyggt hin dimma nótt.“
(Matth. Jochumsson.) „Eitt er þó
víst“ um áramótin eins og öldina,
sem Hannes Hafstein kvað um:
Hún geymir Hel og Hildi
hlífi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi.
Hvernig hlífir Guð kynslóð
sinni, okkur sem lifum og deyjum.
Já, jafnvel svo, eins og Biblían
segir: „Sannlega, sannlega segi eg
yður: Sá sem varðveitir mitt orð,
skal aldrei að eilífu deyja!“
(Jóh.8:51). Þannig hefur faðirinn
himneskur og eilífur séð fyrir
burtför okkar af þessum heimi.
Hann er sjálfur kominn til að gera
sig að leiðsögumanni í syni sínum
og tjá heiminum allan kærleik
sinn, leysandi okkur hvert og eitt
undan valdi syndar og dauða.
Þetta eru stór orð, en þetta er líka
allur sannleikurinn.
Heim til himins tefur
hindrun ei nein.
Vérerumeittíhonum.
Er tekið á móti honum? Gerum
við það i dag? Gerir heimurinn það
á árinu? Notum tímann á meðan
hann er okkur gefinn! Fylgjum
Kristi fast eftir áfram og inn í
eilífðina: Til þess er eg fæddur og
til þess er eg kominn í heiminn.
að eg beri sannleikanum vitni.“ I
Jesú nafni. Amen.