Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Minning: Bergur Þorleifs í Flatey Fæddur 20. september 1898. Dáinn 24. desember 1985. Það mun hafa verið fyrir um tuttugu árum sem ég kynntist Bergi fyrst. Komum við þá sem oft síðar ríðandi úr Suðursveit í fylgd góðra félaga og skyldi nú haldið austur og skyldi ríða „Fljót- in“. Viðstaðan í Flatey var lengri en ég bjóst við, enda vissi ég ekki þá, hvern höfðingja ég var heim að saekja. Maðurinn var stór og sterklegur og auðséð að ekki hafði alitaf verið mulið undir hann, en handtakið Fæddur 6. október 1935 Dáinn 24. desember 1985 „Hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið." K.G. Jón Kristinsson bróðir minn lést í Landspítalanum þann 24. desem- ber sl., aðeins fimmtugur að aldri. Hann fæddist á Akureyri þann 6. október 1935 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Önnu Sig- rúnu Jónsdóttur, sem nú er látin, og Kristni Jóhannessyni, sem lifir son sinn. Mig langar að senda honum kveðju mína og þakka honum samfylgdina. Hann var traustur vinur minn og foreldra okkar, en við börnin vorum bara tvö. Lífið er skammvinn stund þegar litið er til baka, og bernsku- og æskuár í öruggu skjóli foreldra líða hratt. Það sem eftir situr eru minningarnar sem eru stór hluti af okkur sjálfum og skýrast með árunum, og hafa sín áhrif þegar var traust og fannst fljótt að hér var kominn maður, sem óhætt var að treysta. Auk hans voru þá til heimilis í Flatey á Mýrum, Sigurð- ur Ketilsson, uppeldisbróðir hans, sem látinn er í hárri elli fyrir um ári síðan, Páll Ingvarsson, og Guðrún fjörgömul kona, sem þar hafði verið alla sína ævi, en er látin fyrir nokkrum árum. A hin- um Flateyjarbænum bjó svo Guð- jón Jónsson og býr enn. Samkomulag á þessum heimil- um var með eindæmum gott og vildi hér hver annan styðja og halda uppi rausn og var það kapps- hljóðnar í kringum okkur. Eg kveð bróður minn og óska honum góðrar ferðar. Ella mál að taka vel á móti gestum og láta fara sem best um þá og þeirra reiðskjóta, lét þar Bergur aldrei sitt eftir liggja. Margar ferðirnar kom ég síðar að Flatey með Ingimar á Jaðri og fleiri góðum hestamönnum og varð svo heppinn að eignast tvo mósótta gæðinga frá Bergi, voru þeir stórir og sterkir, enda fengið gott uppeldi hjá Bergi og annar reyndist einn fljótasti hestur landsins á sinni tíð. Þar gerði Bergur engan grein- armun á, hann hugsaði eins vel (og jafnvel betur) um hesta sína og mannfólkið. Bergur átti alltaf afburða hesta- kyn og fékk að lokum fagran bikar sem verðlaun fyrir kynbótahryss- una Mön og afkvæmi hennar. Það er margs að minnast úr samskipt- um okkar þessi 20 ár, en það sem aldrei gleymist er hans hlýja handtak og fallega bros er mætti manni í hvert sinn, að við hitt- umst. Bergur fluttist barnungur að Flatey og lifði þar allan sinn aldur ásamt uppeldisbróður sínum Sig- urði Ketilssyni. Mér er ekki kunn- ug þeirra saga fyrr en síðustu árin, en þó veit ég, að lífið var enginn leikur á þeim árum. Það var róið og það var stritað, enda báru handleggir þeirra beggja þess vitni, að þeir hafa ekki dregið af sér. Bergur hafði gaman af að hitta fólk og blanda við það geði. Fór hann oft í langar ferðir á manna- og þó sérstaklega á hestamanna- mót. Var hann þá hrókur alls fagnaðar og fagnaði vinum sínum vel. Kom þá strax fram, hvað Bergi leið miklu betur að fá að vera veitandinn en þiggjandinn. Síðustu árin átti Bergur við nokkurn lasleika að stríða en með mikilli hjálp og alúð Páls bónda í Flatey hélt hann furðanlega sínu striki og vildi hvergi frekar vera en í Flatey. Með Bergi er horfinn stórbrot- inn maður og að honum er rnikill sjónarsviptir. Minning hans mun þó lifa og mannbætandi var að fá að kynnast honum. Sveinn K. Sveinsson Borgarfjörður: Reykholtsskóli fær gjafir frá gömlum nemendum REYKHOLTSSKÓLi fékk nú í haust veglega gjöf frá 20 ára nem- endum, Ijóskastara til aö lýsa upp skólahúsiö utanvert. Einnig fékk skólinn veglega pen- ingagjöf frá Þorsteini á Brúareykj- um, sem var notuð til segulbands- kaupa fyrir skólann. Lög um héraös- skóla voru sett 1929 og 1930 var héraðsskólinn í Reykholti stofnað- ur. f fyrstu var gert ráð fyrir að námstíminn skyldi vera þrjú ár, en í samræmi við fræðslulögin 1946 breyttist smám saman náms- tíminn í héraðsskólunum, þar sem tekið var upp nám til landsprófs miðskóla. Héraðsskólanum var í upphafi ætlað að vera eins konar lýðháskólar, sem veittu almenna fræðslu, reyndar með lokaprófi, en án ákveðinna réttinda til fram- haldsnáms. Nú í dag er Reykholtsskóli með 9. bekk, skipulegt tveggja ára nám samkvæmt námsvísi fjölbrautar- skóla á Vesturlandi með íþrótta- og verslunarbraut sem aðalgrein- ar. Skólastjóri í Reykholti er Jónas Jónsson. Kennarar eru 10 auk skólastjóra. Heimavistarrými er fyrir 128 og í nýja mötuneytinu verða 8 herbergi. Verið er að byggja nýtt mötuneyti fyrir skól- ann, sem verður tekið í notkun 1987. Fjöldi nemenda á fyrri hluta ársins var 110 og geta nokkrir nemendur komist að eftir áramót. í Reykholti er rekið Eddu-hótel á sumrin. Reykholt er eitt elsta menningar- og menntasetur á landinu og er fræðimannsandinn þar enn í loftinu og varla til staður þar sem betra er að stunda nám. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minning- argreinar verða að berast blaðinu meö góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jón Kristins- son - Kveðja smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímar — Raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. Aöstoöa námsfólk í íslensku og erlendum málum. Siguröur Skúlason, magister, Hrannarstíg 3, sími 12526. Til sölu Malibu station Classic 1975 Mjög vel farinn. Á sérstökum kjörum ef samið er strax. Upp- lýsingar í síma 96-61672. SÍMAR11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 5. janúar. Brottför kl. 13.00 i gönguferö á Úlfarsfell (285 m), létt ganga. Fariö frá Umferöarmlðstöðinnl, austanmegin. Farmiðar viö bfl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Farmiöar við bíl. Verð kr. 300. Fararstjóri: Ólafur Sigurgeirs- son. Feröafélag Islands. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 i kvöld kl. 20.00 norrænn jóla— fagnaöur. Frú Hrefna Tynes tal- ar. Hátiöin fer fram á norsku. Allir velkomnir. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Þórshafnarbúar og nærsveitamenn Sjálfstæöisfélaglö boöar til almenns fundar um fiskveiöistjórnun og sjávarútvegsmál í félagsheimilinu laugardaginn 4. janúar kl. 16.00. Frummælandi Björn Dagbjartsson alþingismaður. Stjórnin. nauöungaruppboö - ...- Nauðungaruppboð á Háeyrarvöllum 22, Eyrarbakka, þinglesinni eign Sveins Magnússon- ar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Tryggingastofnunar rikisins, Tryggingamiöstöðvarinnar hf. og Guöjóns Ármanns Jónssonar hdl., miövikudaginn 8. janúar 1986, kl. 10.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauöungaruppboð Lausafjáruppboö veröur haldiö föstudaginn 10. janúar 1986 kl. 10.00 aö Litla Hvammi, Reykhólsdal, starfsstöö Breiöuverks hf. Selt veröur allt lausafé bifreiöaverkstæðisins s.s. verkfæri, varahlutir o.fl. Greiösla við hamarshögg. €í Bifreiðainnflytjendur Áætlaö er aö kaupa um þaö bil 100 nýjar bifreiðir fyrir ríkisstofnanir á árinu 1986. Tilboösgögri eru afhent á skrifstofu vorri og eiga tilboö aö berast fyrir 24. janúar 1986. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, sími 26844. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjaröarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.