Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 37 Fjölbrautaskóli Suðurlands: 33 nemendur út- skrifaðir á haustönn Selfossi, 23. desember. SKÓLASLIT haustannar Fjöl- brautaskóla Suöurlands fór fram sl. laugardag 21. desember. Útskrifaðir voru 33 nemendur, 23 stúdentar og 10 nemar af styttri brautum. Þeir nemendur sem útskrifast stunduðu nám á 14 mismunandi brautum og nokkrir útskrifuðust af tveimur námsbrautum í senn. Úr öldungadeild útskrifuðust 7 nemendur, þar af eru fjórir sem hófu nám í öldungadeildinni í Hveragerði, en þar hófst starfsemi deildarinnar. Þeir nemendur sem þá hófu nám hafa jafnan verið stofninn í nemendahópi öldunga- deildarinnar. Við skólaslitin voru veitt verð- laun frá nokkrum fyrirtækjum á Selfossi fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum. Fyrirtækin sem gáfu verðlaunin, bækur, voru Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnesinga, Guðmundur Tyrfings- son, Söluskálinn Arnbergi, Radíó- ver, Guðnabakarí, Landsbankinn og Prentsmiðja Suðurlands. Sigurður Ragnar Jónsson, stúd- ent af málabraut, fékk sérstök verðlaun frá skólanum fyrir góða ástundun og árangur í námi. Að auki fékk hann verðlaun í dönsku, þýsku og íslensku. í lokaorðum sínum til nemenda benti Þór Vigfússon skólameistari þeim á að gæta þess að spyrja sjálf sinna spurninga um það sem þeim lægi á hjarta og forðast að láta aðra búa til spurningarnar fyrir sig. „Svör er hvarvetna hægt að fá en ekki er sama hvernig spurt er,“ sagði Þór m.a. Á haustönn skólans stunduðu 430 nemendur nám í dagskóla og 100 í öldungadeild. Á vorönn 1986 verða eitthvað færri nemendur í skólanum. Á næstu önn hefur verið ráðin bót á kennaraskorti í eðlis- fræði og tölvufræði. Þorlákur Helgason aðstoðar- skólameistari lætur af því embætti við skólann um áramót en mun starfa áfram sem kennari við skól- ann. Umsóknarfrestur um stöðu hans rennur út um áramót. Húsfyllir yar í Selfosskirkju við athöfnina og meðal gesta voru rektor og tveir eðlisfræðikennarar Menntaskólans við Sund en þangað sóttu nokkrir nemendur nám í eðiisfræði og tölvufræði. Að venju söng kór Fjölbrauta- skólans við athöfnina undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. SÍg. JÓDB. Kór Fjölbrautaskólans á Selfossi söng við athöfnina Kynningsmolar um tímarit Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Historisk tidskrift, 3. hefti 1985 Útg. Universitetsforlaget Þess hefur áður verið getið í umsögnum um tímarit, að frændur okkar í Noregi, alténd hjá ofan- greindu útgáfufyrirtæki, eru iðnir við að senda rit sin til Morgun- blaðsins. Og eftir þeim áhuga að dæma sem fyrri umsagnir og kynningar á tímaritum hafa vakið er ástæða til að halda slíkri kynn- ingu áfram öðru hverju. Norska sagnfræðingafélagið stendur fyrir útgáfu og ritstjórar eru Ole Krist- ian Grimnes, Hákon Hovstad og Sölvi Sogner. Fjögur hefti koma árlega. Meðal efnis í ritinu nú má nefna grein eftir Ottar Dahl, „Kvinne- historie". í því samhengi er vert að geta þess að Universitetsforlag- et, er að senda frá sér Kvinnenes leksikon, myndarlegt verk í tveim- ur bindum, sem síðar verður vikið að hér í blaðinu. Allmargar ágætar greinar eru um nýútkomnar bæk- ur, þar á meðal um bók Henriks Nissen: Scandinavia during Second World War, sem er kannski at- hyglisverðust fyrir það að ástæða þykir til að taka fram að íslands sé þar að engu getið. Þá eru tvær svokallaðar um- ræðugreinar „Vil samfunnsviteren og historikeren skrive den samme minionitetshistoria?" eftir Einar Arne Drivesen og Hverdagshist- orie-debatt eftir Einar Terjesen. Historisk tidskrift er að útliti og búnaði ekki verulega aðgengi- legt, öðrum en þeim sem það er bersýnilega ætlað fyrst og fremst, þ.e. sagnfræðingum og áhugafólki á því sviði. Nytt norsk Tidskrift, 3. hefti 1985 Þetta er einnig ársfjórðungsrit og efni öllu alþýðlegri en í því sem fyrst var nefnt. Ritstjórar eru Rune Slagstad, Francis Sejersted, hans Skjervheim og Öyvind Öst- erud. Einhver allra læsilegasta grein margra góðra í þessu blaði fannst mér „Ungarske forviklinger" eftir Hans Magnus Enzensberger og önnur grein vekur snarlega for- vitni; hún er eftir Yngve Finslo og heitir „Treholt-saken som mediadikt". Lars Roar Langslet, menningar- og vísindaráðherra, skrifar fýsi- legan pistil „Den konservative mediarevulusjon" og upplýsandi grein er einnig „Hva er kvinne- forskning i litteraturen?" eftir Vigdisi Ystad. Blytta, 2. hefti 1985 Enn ein sending frá Universit- etsforlaget. Hér er sérrit grasa- og gróðurfræðinga á ferðinni. Rit- stjóri er Lis Borgen og í ritinu eru ýmsar skýringar og teikningar með greinum, sem ugglaust koma þeim að notum sem með málum fylgjast. Til að gefa hugmynd um innihald er grein sem heitir „Plante navn oppkalt eftir Christ- en Smith“. Hann var fyrsti pró- fessor í grasafræði í Noregi og í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Hann þótti mikill og merkur brautryðjandi í öllum grasafræði- legum rannsóknum á sínum tíma og enginn norskur grasafræðingur hefur slegið honum við hvað varð- ar fjölda plantna sem hafa verið skírðar eftir honum. Þetta er aðgengileg grein þótt grasafræði- þekking sé í meðallagi. Annarrar skal og getið, Fjellplantenes av- hengighet av klimaet eftir Yngvar Gauslaa og ennfremur Nökle- blomstene i Tromsö eftir Reidar Elven. Ýmsar skýringar eða ágrip greinanna eru einnig þirt á ensku. Kunst og kultur, 3. hefti 1985 Þriðja hefti Kunst og kultur er helgað Knut Berg, sem er forstjóri Þjóðminjasafnsins í Osló, og hefur gegnt þeiri stöðu í tólf ár. Hann f er sextugur um þessar mundir og situr í hinum ýmsu lista- og menn- ingarmálanefndum og er aðalrit- stjóri nýs bókaflokks í sjö bindum, Norges Kunsthistorie, sem ýmsir hafa án efa gluggáð í. Á forsíðu er málverk sem Frans Widerberg málaði í tilefni afmælisins og teikning eftir Gösta Hammarlund er af honum í ritinu. En þó að afmælis Knuts Berg sé minnzt veglega er margt annað fróðlegt þar að finna. Það tengist þó flest starfi og þróun á norska Þjóð- minjasafninu. Bo Ture Eliasson á grein sem heitir En Huslig Scene. Et Genrestykke af Adolph Tidem- and, Sidsel Hellisen skrifar um J.C. Dahl og den store tradisjon og Trygne Nergaard: Madonna tar av seg glorien. Mikið af fallegum listaverkamyndum prýðir þetta rit, sem er vandað að öllum frá- gangi. Bladid sem þú vaknar við! uTSALA hefst í dag. við Laugalæk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.