Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Guðjón Ólafsson bóndi - Minning Fæddur 1. ágúst 1903 Dáinn 24. desember 1985 Þegar gleði og eftirvænting ríkti í hugum okkar og jólahátíðin var að ganga í garð, kvaddi Guðjón þessa jarðvist og gekk á vit æðri gleði. Hann fæddist á Barkastöðum í Fljótshlíð í miðjum heyönnum, en þar voru foreldrar hans vinnuhjú, þau voru bæði ættuð úr Rangár- þingi. Faðir: Ólafur Þorleifsson f. 22. mars 1877 — d. 3. ágúst 1947 stein- smiður og síðar verkstjóri í Pípu- gerðinni í Reykjavík. Móðir Hreiðarsína Hreiðars- dóttir f. 23. október 1879 - d. 13. janúar 1983 frá Stóru Hildisey í Austur-Landeyjum. 10. ágúst þetta sumar gengu þau í hjóna- band og létu skíra drenginn og samdægurs var honum aöeins 9 daga gömlum, komið í fóstur til móðurbróður síns, Gottskálks Hreiðarssonar og konu hans Sigur- bjargar Sigurðardóttur í Vatnshól í Austur-Landeyjum. Foreldrarnir voru vinnuhjú og slátturinn stóð sem hæst, svo ekki var um það að ræða að bæta ungabarni á heimil- ið. Hjá þessu ágæta fólki ólst Guðjón upp ásamt 3 fósturbræð- rum sínum, Sigurði og Hreiðari sem báðir eru látnir og Sigurjóni sem lifir þá alla, búsettur í Vest- mannaeyjum. Árið 1912 flytur fjölskyldan að Hraungerði í Vest- mannaeyjum. Þar opnaðist Guð- jóni nýr heimur, hann var við fugla- og eggjatekju, bjargsig og sjósókn á vélbátum eftir því sem aldur og þroski leyfði. Guðjón var vel greindur og hafði hug á að nema bókleg fræði. Haft er eftir fóstru hans ef slíkt bar á góma: „Bókvitið verður ekki látið í askana", og þar við sat. Guðjón vann því áfram með fóstra sínum við smíðar og stund- aði sjósókn á opnum vélbátum. Þá var hann um tíma á Steinum undir Eyjafjöllum, það sagði hann að hefði verið sinn búnaðarskóli. Það var mikið framfaraheimili og þar var þá farið að nota hestasláttuvél og rekstrarvél, ásamt ýmislegum verkfærum til að létta vinnuna, tryggja meiri afköst og nýtingu. Árið 1920 flytur Guðjón alfarinn frá Vestmannaeyjum og sest að í húsi foreldra sinna á Grettisgötu 61 í Rvk. Enn er hann með allan hugann við bóklegt nám, en það var ekki hlaupið að því, ómegð hafði hlaðist á foreldra hans svo þau áttu nóg með sig á kreppuár- unum, börn þeirra urðu 7 og lifa tvær systur Guðjóns. Það varð þó úr að Guðjón fór í skósmíðanám til reynslu í 3 mánuði. Eftir það stundaði hann sjóinn um skeið. Árið 1922 var hann munstraður sem aðstoðarkokkur á Egil Skalla- grímsson og vildi skipstjórinn koma honum til náms í kokkaríinu. Guðjón fór svo í Grafarholt í Mosfellssveit á heimili Björns Birnis og var þar heimilisfastur í 7 ár. Heimilið var fjölmennt og oft allt að 20 manns um heyskapar- tímann, flest ungt fólk svo það ríkti þarna glaðværð og gáski. Þarna voru bundin mörg vináttu- og tryggðarbönd sem entust heila mannsæfi. Um tíma voru þarna á heimilinu fern hjónefni. Þarna kynntist Guðjón stúlk- unni sinni Björgu Árnadóttur frá Borgarfirði eystra. Móðir hennar var Guðný María Jóhannesdóttir alin upp á Bústöðum við Rvk., en hafði kynnst manni sínum Árna austur á landi og búið þar. í Grafarholti taldi unga fólkið sig hafa lært margt er gæti komið því að gagni síðar í lífinu og ekki síst ef það byggi í sveit. Bújarðir lágu þá ekki á lausu, þó fréttist um tvær leigujarðir austur í Gnúp- verjahreppi, Áusturhlíð, hana tók vinafólk þeirra, Lilja og Sigurður í Grafarholti og Stóra-Hof sem var tvíbýli. Guðjón hugsaði sig ekki tvisvar um heldur tryggði sér ábúð, og voru Björg og Guðjón gefin saman í hjónaband 12. maí 1928 og fluttu daginn eftir austur að Stóra-Hofi, án þess að hafa skoðað jörðina eða hús. Þar voru fyrir gömul hjón Sigfús og Vilborg frá Eyrarbakka. Guðjóni fannst sem hann þekkti þetta land, þó hafði hann aldrei komið þar fyrr, allt umhverfið, fjöllin og ána hafði hann séð í draumum sínum og þegar betur var að gáð, minntist hann þess að þarna skammt frá í henni Þjórsá á vaðinu á milli Miðhúsa og Þránd- arholts hafði langafi hans Hreiðar drukknað ásamt bróður sínum á 18. öld. Bústofn ungu hjónanna var heldur smár en þau skorti ekki vilja eða áræði. Bæjarhúsin voru léleg baðstofa, 2 stafgólf og gólfið svo slitið og fúið að víða voru göt sem neglt hafði verið yfir með óhefluðu spýtnabraki. Löng göng voru í baðstofu og hlóðareldhús í frambæ. Á vetrum lagði hrím á súðina yfir rúmunum. Þessari vist- arveru urðu þau að deila með gömlu hjónunum sem fyrir voru fyrstu árin. Minning: Fæddur 30. október 1898 Dáinn 24. desember 1985 Á aðfangadag andaðist í Kefla- vík Guðfinnur Sigmundsson frá Grunnavík. Hann var fæddur að Oddsflöt 30. október 1898. Foreldr- ar hans voru Sigmundur Hagalíns- son og Elín Arnórsdóttir. Þegar Guðfinnur var tólf ára fluttist fjölskylda hans til Hnífsdals og voru þau þar til ársins 1917, að þau fluttust aftur til Grunnavíkur og þá að Sútarbúðum, sem var næsti bær við Oddsflöt. Þar bjó fjölskylda Guðfinns til ársins 1924, en þá lá leiðin aftur til Hnífsdals ogsíðan til ísafjarðar. Guðfinnur vandist sjómennsku frá blautu barnsbeini. Á ungl- ingsárum Guðfinns voru komnar vélar í allmarga báta við Djúpið. Hann fór því á mótornámskeið og var í nokkur ár vélamaður á bátum frá Hnífsdal. En Guðfinnur sem Fyrstu búskaparárin lögðu þau hart að sér. Hún sinnti gegningum en hann var á vetrarvertíðum og er heim kom hjálpaði hann mikið nágrönnum sínum við smíðar o.fl. Þarna í sveitinni var mikil sam- vinna og verkskipting á milli bæjanna. Eitt sinn er hann kom af vertíð, kom hann með eldavél, hvíta, emeleraða kolavél, mikil var gleðin í litla bænum er hann hafði komið henni fyrir, rétt fyrir framan baðstofudyrnar og ylinn lagði um vistarveruna. Jafnvel konur af nærliggjandi bæjum komu og dáð- ust að og fengu að setja köku í ofninn. Á meðan að heilsu nýtur eru flestir vegir færir. Einu sinni á sínum fyrstu búskaparárum, varð Guðjón fyrir því slysi að detta af hestbaki og meiðast á fæti svo að hann var meira og minna þjáður yfir 30 ár. Þá fundu læknar 2 beinflísar í öklalið og fjarlægðu. Guðjón var mikill samvinnu- maður og hafði áhuga á öllum umbótum er leiddu til framfara verklegrar tækni og hagræðingar á sem flestum sviðum mannlífsins. Hann var mikill áhugamaður um stjórnmál, var lengi fulltrúi í Framsóknarfélagi Árnessýslu og sat á flokksþingum. Tímann keypti hann allan sinn búskap í 50 ár eða frá 1928-1978. Guðjón var vel greindur og gæddur athyglisgáfu og stálminni. Hann ver vel máli farinn og ódeig- ur að deila á málflutning er honum þótti ekki stefna í rétta átt. Árið 1938 dvaldi ég sumarlangt á heimili þeirra hjóna á Stóra- Hofi. Ég var borgarbarn og aðeins unglingur. Þó fannst mér heimili þeirra vera eins og besti skóli. Þar var vinnuhagræðing ofarlega á lista, eins og þetta orðatiltæki sem þau notuðu bendir til. „Þaö sem gert er í fyrra verkinu, kemur fram í því seinna." Vinnutími var hóf- legur og matur góður. Vinátta var mikill hagleiksmaður, lét sér ekki nægja að taka mótornám- skeið, heldur fór í Iðnskólann á ísafirði, og lauk þaðan prófi í vél- virkjun. Ekki mundi það vera tal- inn stór námsáfangi í dag, en á þeim tíma var það svo, enda var Guðfinnur þá orðinn fyrirvinna foreldra sinna sem komin voru þá nokkuð við aldur. Guðfinnur rak um tíma smðju á ísafirði, en snéri sér síðan að bif- reiðaakstri og starfrækti, ásamt öðrum Bifreiðastöð ísafjarðar um fimm ára skeið. Ég kynntist Guð- finni fyrst rétt fyrir stríð. Vann hann þá sem vélsmiður á ísafirði og stundaði hann þá atvinnu lengi þar. Á stríðsárunum var mikið um tundurdufl slitnuðu upp og rækju um höfin og voru þau tíðir gestir hér við land. Þegar leitað var eftir mönnum seim vildu læra að gera duflin óvirk, var Guðfinnur einn okkar hefur haldist öll þessi ár og viljum við hjónin flytja Björgu sérstakar þakkir fyrir vináttu og tryggð. Á 10 ára búskap hafði búið komist upp í meðalbú og þau byggt upp hlöðu, þar vann Björg eins og víkingur með ungum börnum sín- um við að grafa með reku og hlaða, svo til var tekið. Peningshús höfðu verið endurbætt. Tún voru girt og ræktuð ásamt fögrum trjágarði á bæjarhlaðinu. Um það leyti sem stríðið skall á hafði Guðjón ræktað þar mikið tún að hann gat fjölgað kúnum og síðan byggt gripahús eftir þörfum. Næsti áfangi var íbúðarhúsið, það byggði hann í stríðslok. Þau höfðu sett markið hátt og séð mikinn árangur af lífs- starfi sínu. Þau höfðu eignast jörð- ina Stóra-Hof sem taldist velsetin jörð með góðu búi. Börn þeirra eru: Sigurbjörg Ólöf f. 28. maí 1930 húsmóðir, Hreiðar ólafur f. 8. maí 1933 húsasmiður, Guðmar f. 3. júní 1937 bóndi á Stóra-Hofi, Árni Björn f. 6. apríl 1939 húsgagnasmiður, Sólrún f. 5. mars 1945 skrifstofumaður. Fóst- urbarn: Hreiðar Berg f. 31. október 1946 bifreiðastjóri. Barnabörn eru 17 og barnabarnabörn 8. Guðjón var listamaöur í höndun- um við hvað eina, á seinni árum stundaöi hann bókband með snilld, þó ólærður væri. Hann vann leður- vinnu og hefur þar máske notið að nokkru skósmíðanámsins sem ungur maður. Það síðasta sem hann vann úr leðri var handsaum- aður hnakkur handa sonarsyni sínum. Hnakkurinn var listaverk hvar sem á hann er litið. Smáleg amboð vann hann með frábæru handbragði. Á sinni Iöngu og farsælu æfi sat Guðjón aldrei auðum höndum. Hann las mikið og skrifaði tals- vert, safnaði að sér fróðleik til að vinna úr á kyrrum stundum. Þó honum entist ekki tími til þess að ljúka öllu, þá skilur hann eftir sig fróðleikssjóð handa afkomendum sínum. Síðustu æfiárin bjuggu þau hjónin að Seljalandi 7 í landi Bú- staða, þeim fannst báðum vera friður og helgi yfir þessari byggð, þar sem móðir Bjargar hafði í æsku átt sínar bernskustundir. Björg hefur verið sjúklingur í mörg ár og oft á spítölum en þann tíma sem hún hefur verið heima annaðist Guðjón heimilið eins og besta húsmóðir. Nú hafa leiðir skilið, hún er búin að dvelja í nokkra mánuði á Landakoti, en hann á Borgarspítalanum þar sem hann andaðist þegar jólahelgin var að ganga í garð. Hann verður kvaddur frá Bústaðakirkju kl. 15.003. janúar. Friður guðs veri með honum. Við biðjum góðan guð að styrkja Björgu á þessari erfiðu stund. Börnum þeirra vottum við hjónin innilega samúð. Hulda Pétursdóttir þeirra manna, sem tóku að sér þetta hættulega verkefni. Hann fór síðan á milli staða og skrúfaði í sundur þessi drápstæki sem höfðu að geyma milli 150 og 200 kg af sprengiefni og gerði þau óvirk. Svo gerðist það eitt sinn að hvellhetta úr einu duflinu sprakk með þeim afleiðingum að Guð- finnur slasaðist illa. Hann náði sér þó það vel að hann gat stundað sína vinnu. Um 1962 fluttist hann svo til Keflavíkur og vann eftir það á bifreiðaverkstæði á Kefla- víkurflugvelli. Guðfinnur var kvæntur Guðríði Ásgeirsdóttur frá ísafirði, sem lifir mann sinn og eru börn þeirra Rebekka, Karl og Guðlaugur, öll dugnaðar og myndarfólk. Þó að hér hafi verið getið um nokkur atriði úr langri æfi Guð- finns Sigmundssonar, segir það lítið um þann glaðværa og góða mann sem þar fór. Hann var alveg sérstaklega hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa. Af því leiddi að margir nutu góðs af frá- bærri handlagni hans og staðgóðri þekkingu hans á vélum. Við fráfall hans er mér efst í huga þakklæti fyrir vinsemd hans, sem ég mætti strax sem unglingur og hef svo oft notið síðan. Sigfús Kristjánsson t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐFINNA JÓNA TORFADÓTTIR, Hverfisgötu 123, sem lóst 23. desember veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Auöur Hákonardóttir, Gunnar H. Jónsson, Hafliöi Hákonarson, Rós Steindórsdóttir, Helga Hákonardóttir, Bergþór Magnússon, Guöbjörg Hákonardóttir, Hilmar Hafsteinsson, Ástríður Hákonardóttir, Karl Snorrason. m Bróöir okkar og mágur, FRIDRIK HJARTARSON, Kaplaskjólsvegi 55, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Jón Hjartarson, Ingibjörg Daðadóttir, Jóhanna Hjartardóttir, Ingólfur Guöjónsson, Margrét Hjartardóttir, Benedikt Hjartarson, Soffía Lárusdóttir, Krístján Bjarnason, Árný Árnadóttir. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN ÓLAFSSON, fyrrum bóndi að Stóra-Hofí Gnúpverjahreppi, Seljalandi 7, sem andaöist 24. desember, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 3. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö Bústaöa- kirkju. Björg Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ÞORBJÓRN BENEDIKTSSON, Kirkjubóli, Höfnum, veröur jarösunginn frá Kirkjuvogskirkju i Höfnum föstudaginn 3. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Kirkjuvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Magnea Friöriksdótir. t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, INGJALDUR TÓMASSON, Austurbrún 4, veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Ferö veröur frá Umferöarmiðstöö kl. 11.30. Lilja Guömundsdóttir, Sigrún Ingjaldsdóttir, Jónatan Jónsson, Halldóra Ingjaldsdóttir, Sigurður Arinbjarnarson, Jóhann T. Ingjaldsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir. t Maöurinn minn,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.