Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 7

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 jgjlI.. ,^« ....... Morgunbladið/Júlíus Guðmundur Sveinsson skólameistarí afhendir nemendum verð- laun fyrir góðan námsárangur. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Útskrifaði 58 stúdenta á tíu ára afmæli sínu Fjölbrautaskólinn í Breið- holti útskrífaði 50 stúdenta úr dagskóla og átta stúdenta úr öldungadeild sinni þann 20. desember sl., en nemendur skólans nú eru 1.240 í dag- skóla og rúmlega 900 í öld- ungadeild. Skólinn er því stærsti framhaldsskóli lands- ins. Útskriftin fór fram í Bústaða- kirkju, þar sem einnig var minnst tíu ára afmælis skólans, en hann tók fyrst til starfa 4. október árið 1975. Úr dagskóla hlutu þeir Hörður Andrésson og Albert Imsland bestan náms- árangur og úr öldungadeildinni dúxaði Hrefna Einarsdóttir. Þá luku átta nemendur sveinsprófí frá dagskóla, fímm á rafvirkjabraut og þrír á húsa- smíðabraut. Þrír luku þriggja ára sérhæfðu verslunarprófí og tólf almennu verslunarprófí, sem er tveggja ára nám. Fimm sjúkraliðar útskrifuðust eftir þriggja ára nám. Frá öldunga- deild fjölbrautarskólans luku fjórir sérhæfðu verslunarprófí og 14 luku almennu verslunar- prófí. í dagskóla er kennt á sjö brautum og í öldungadeildinni eru fímm brautir. Skólastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti er Guðmundur Sveinsson. Sínna ekki aukavöktum Flugumferðarstjórar ákváðu á fundi sínum á Hótel Borg á fimmtudagskvöld að fresta „skipulögðum vamaraðgerðum" tíl 16 janúar næstkomandi. Segir í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, að þetta sé gert „í trausti þess, að flugmálastjórí sjái að sér og láti af valdníðslu gagnvart flugumferðarstjórum", eins og það er orðað í samþykkt- inni. Að sögn forsvarsmanna flugum- ferðarstjóra snýst deilan nú fyrst og fremst um ráðningu tveggja vaktstjóra og tilfærslur tveggja varðstjóra og yfírflugumferðar- stjóra í önnur störf þótt ýmislegt fleira kæmi einnig til. „Aðalatriðið er að menn séu ekki reknir úr þeim störfum sem þeir hafa unnið við í áratugi og hafa skipunarbréf frá ráðherra upp á, gegn þeirra vilja," sagði einn forsvarsmanna flugum- ferðarstjóra, sem Morgunblaðið ræddi við. „Við viljum bara að það sé farið að lögum, og þessi störf auglýst. Við fórum upphaflega ein- göngu fram á að þessu yrði frestað fram yflr kjarasamninga þannig að hægt yrði að taka upp þessi nýju stöðuheiti í okkar kjarasamningum og menn gætu sótt um stöðumar í framhaldi af því. En flugmálastjóri hefur verið ósveigjanlegur við að knýja þetta í gegn og hann vill ekki hvika með eitt né neitt í þessu máli. Ég held að eins og staðan er núna, sé eina lausnin að hann aftur- kalli ráðningu þessara tveggja vaktstjóra, þannig að unnt verði að fínna einhvem samningsflöt á þessu máli.“ Pétur Einarsson, flugmálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að við þessari kröfu gæti hann ekki orðið. „Það var þrautreynt að ná samkomulagi við Félag flugum- ferðarstjóra og allt gert til að ná samkomulagi í þessu máli. Eftir að það tókst ekki var ákveðið að skipu- ritið tæki gildi 1. þessa mánaðar og jafnframt ákveðið að þessir menn tælq'u sínar stöður. Þeir hafa nú tekið þessar stöður og því verður ekki breytt. Það er of seint,“ sagði flugmálastjóri. Á áðumefndum fundi flugum- ferðarstjóra var harðlega mótmælt áminningarbréfum flugmálastjóra og samgönguráðuneytis og þess farið á leit við ráðherra að bréfín yrðu afturkölluð. Þá var og lögð áhersla á, að félagsmenn sinntu ekki aukavinnu á meðan núverandi ástand varir. Má því búast við að einhveijir erfíðleikar geti orðið við að fullmanna allar vaktir, þar sem göt í vaktatöflu hafa að undanfömu verið fyllt með því að kalla menn út í aukavinnu. XSTRÁLÍA Keflavík Sidney Keflavík Kr. 54.950 Normalfargjald kr. 207.950 —rtug*11 No’fí'0' Ys- 63 58O Keflavík °lCeflJanG,ro Kefíavík Jkjrno "N?rn)alf*9hkFm Jll108.330 Fargjöldin hér í auglýsingunni eru dæmi um frábæran árangur stöðugrar leitar okkar að hagstæðustu ferðamöguleikunum fyrir fólk á leið til útlanda f einka- eða viðskiptaerindum. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn er sérþjálfað starfsfólk reiðubúið að leiðbeina hverjum einasta viðskiptavini í gegnum vandrataðan fargjaldafrumskóginn. Þá þjónustu, sem ef til vill getur sparað þér þúsundir, færðu án nokkurs aukagjalds. Góð sambönd okkar við útlenskar ferðaskrifstofur og flugfélög gera okkur einnig kleift að bjóða margs konar sérferðir sem annars stæðu ekki til boða. Að auki bókum við svo fyrir þig hótelgistingu erlendis, bílaleigubíla, jafnvel aðgöngumiða í leikhús og fleira — allt á augabragði. Láttu okkur um að finna hagkvæmustu leiðina til allra heimsálfa! * Öll verð eru miðuð við gengi 9/1 1986, og eru háð vissum skilyrðum. „Normalfargjald" er hér birt til viðmiðunar. Afar fáir ferðast á þeim kjörum. Það sýnir hins vegar að kostnaðarsamt getur verið að villast I fargjaldafrumskóginuml Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.