Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR 1986 27 Alfabrenna í Vogunum ÁLFABRENNA var í yogunum að kvöldi þrettándans. Álfakóng- ur og álfadrottning ásamt álfum, púkum og fleiri kynjaverum komu í skrúðgöngu um þorpið og komu sumir á hestum. Álfakóngur og álfadrottning báru kyndla og báru eld í bálköst- inn. Þá var sungið við harmonikku- undirleik og álfar dönsuðu. Af þekktum verum er létu sjá sig við brennuna voru m.a. jólasveinar og Giýla og Leppalúði, og gat ég ekki betur séð en hann hefði náð í krakka sem hann dró á eftir sér í bandi. Dagskráin við brennuna stóð yfir í tæpa klukkustund, en þá fóru álfa- kóngur og álfadrottning fyrir skrúðgöngu í félagsheimilið Glað- heima, þar sem jólin voru dönsuð út. Flest félög á staðnum stóðu fyrir álfabrennunni, en þau eru Ung- mennafélagið Þróttur, nemendaráð Stóru-Vogaskóla, Björgunarsveitin Skyggnir, kór Kálfatjamarkirkju, Kvenfélagið fjólan, Lionsklúbburinn Keilir og hjónaklúbburinn. Fjölmenni var við álfabrennuna, raunar var um að ræða eina fjöl- mennustu skemmtun sem haldin hefur verið hér á undanfömum árum. E.G. HAPPDRÆTTI HASKÖLA ISLANDS vænlegast til vinnings Bæ, Höfðaströnd: Tíð af- burðagóð Bæ, Höfdaströnd 8. janúar. SEGJA má að haustið og vetur- inn, sem af er, hafi verið með ágætum gott, þó nokkur gjóstur hafi verið annað slagið i útsveit- um og nokkuð frost um jóladag- ana. Vegir eru alls staðar greið- færir og aðeins er föl á jörðu í innhéraði. Má þetta þvi teljast óvenjulegt árferði á þessum árs- tima og nú er sólin að hækka á lofti og lofar góðu. Eitthvað er þó spáð kaldara. Hross eru í haustholdum og aðeins eldis- hestar á húsi. Togarar Skagfirðinga vom ekki á veiðum yfir jólin, en em nú byijað- ir aftur. Einhver töf vegna fyrir- greiðslu mun verða á að Drangey fari til stækkunar og uppbyggingar, en öll skipin öfluðu vel síðastliðið ár, en þó mun Hegranesið eiga þar lang stærstan hluta. Nú að undan- fömu, þegar logn hafa verið, sem heita má á hverjum degi, hafa menn verið við svartfuglsveiðar á Skagafirði og aflað mjög sæmilega, því töluverð áta mun vera inni á firðinum. Félagasamtök em nú tekin til starfa og em til dæmis bridsfélög byrjuð æfingar af miklum áhuga og nú fara þorrablótin að byija eins og venjulega. Einhver lasleiki mun hafa verið í héraðinu, en ekki svo teljandi sé og má því heita mann- heilt. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.