Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 35 „Lánið leikur við þann djarfa en hafnar heiglinum." Þessi latn- eski málsháttur skaust fram úr hugarfylgsnum meðan horft var á Stikluþátt Ómars Ragnarssonar endurfluttan í sjónvarpinu í vik- unni. Á skjánum kempan Elís Kjaran Friðfínnsson og vegarslóð- inn hans út með Dýrafírði utan í lóðréttum klettum og skriðum með hengiflug niður í sjó, áleiðis út í Svalvoga og áfram í Lokin- hamra. Þarna blasti við lands- mðnnum þessi mjóa slóð sem meitluð hefur verið inn landið í miðjum klettum og klungri með einni ýtu. Enginn trúir því sem ekki hefur séð það. Og enn meira ævintýri var á sínum tíma að verða vitni að því hvemig maður- inn sat þama í ýtunni sinni utan í skriðunum og hjó tönninni af ótrúlegri lagni í stálið og mddi gijóti og mylsnu fram af. Stöðvaði ýtuna að manni sýndist með milli- metra nákvæmni á brúninni. En nú blöstu aðstæður á staðnum við landsmönnum af skjánum og því hefur fólk kannski gaman af að heyra vísumar sem Elís varpaði fram. Kannski hefur hræðslan magn- að tilfinninguna fyrir mikilleik þessara augnablika þegar undir- rituð sat einn fagran sumardag 1973 í ýtunni hjá Elís þama utan í klettunum og horfði ýmist beint ofan í sjóinn langt fyrir neðan eða hallaðist með ýtunni sem virtist vera að velta um uppi í skriðunni. Það er vel líklegt. En Elís rabbaði bara áfram hinn hressasti og varpaði fram vísum af munni fram: Þaðererfittaðhnuða á eilífu gijóti, enágættaðstuðlaáný. Þábeitiégtönninni ogbrosiámóti. Og byggi mér veg ór þvi. Rennandi til í sætinu undan hallanum og þrátt fyrir skelfíng- una tókst að krota vísumar jafn- harðan á blað. Sé ekki rétt með farið hljóta aðstæður að vera góð og gild afsökun. Eftir margra ára blaðamennsku heldur maður áfram að krota hjá sér það sem markvert berst að eyrum og taka myndir á hverju sem gengur. Það verður eins og ósjálfrátt viðbragð, sem hægt er að hlægja að á eftir. En maður hefur þá nóg að gera og það er býsna gott hjálpargagn við hræðslu. Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi varð að orði sem hann vatt vettlinga sína eftir að fyrsti hópur í landtöku í Surtsey lenti í hrakningum — gaus yfír okkur og bátum hvolfdi svo Sig- urður og fleiri vora næstum drakknaðir — en undirrituð hafði meðan karlmenn björguðu honum á land hlaupið um á ströndinni og smellt myndum af atburðinum: “Næst þegar við leggjum upp í svaðilför, geram við Elínu út með kvikmyndatökuvél. Þótt við för- umst öll þá verður það að minnsta kosti til á filmu." En öll ljós- myndaröðin er til af atburðinum frá því báturinn byijaði að hallast, ekkert sást af fjögurra manna áhöfn nema húfa Sigurðar á haf- fletinum þar til hraustir jöklafarar drógu þá upp á strönd Surtseyjar. Er enn sannfærð um að þar hafi myndataka verið gagnlegri en að flækjast fyrir björgunarmönnum. En þetta var útúrdúr. Mjmdimar af Elís Kjaran era eflaust týndar, en vísan sem hann varpaði fram á staðnum er til: Þó blaðamaðurinn brosi og blikki myndavél sinni. Þá er nú eitthvað annað að stjóma ýtunni minni. Og viðtalið hélt áfram sem við renndum fram á brúnina í ýtunni og hafíð blasti við fýrir neðan: Seiðandi fegurð hugann hreif hérerþógottaðlifa. í vegavinnu á klettakleif kunni ég þetta að skrifa. Þérégþettavilsegja. Það máttu festa á blað Dásamlegt væri að deyja drottniáþessumstað. Slóðin náði út í Svalvoga á þessum tíma, sumarið 1973. Þar bjuggu vitavörður og Qölskylda hans og tóku rausnarlega á móti gestunum. Ég var þakklát Sig- mundi Magnússyni lækni sem frá Þingeyri gerði mér aðvart. Ekki mest fyrir góða frétt í blaðið, heldur engu síður fyrir þau for- réttindi að fá að kynnast slíkri hetju hversdagsins í þessu vílsama samfélagi. Manni sem leggur á brattann upp .á eigin spýtur ef ekki fæst stuðningur og heldur gleði sinni. Hér er ekki aðeins verið að tala um kjarkinn heldur engu síður það verksvit og lagni sem til þarf. Það var hreinasta unun að horfa á af hve mikilli nákvæmni og hagleik Elís Kjaran renndi ýtutönninni sinni í klettana og gijótið — í hveiju fari sýnilega á þann eina hátt sem dugði. Þetta kom allt fram í hugann þegar horft var á skjánum á mjóu vegar- rákina utan í hlíðinni um sjávar- hamra og branabjörg. Og nú, þegar aðrir hafa líka séð hana, kemst kannski til skila hvílíkt afrek þama var unnið. Hitt er annar handleggur hve svona rótgróin reynsla og þekking við séraðstæður nýtist oft illa. Upp í hugann skýtur atviki frá þessu hausti af sömu slóðum, Vestfjörðum, þótt ekki sé það kannski alveg hliðstætt. Á vegin- um út með Patreksfírði út í Ör- lygshöfn ók ég fram á Braga Thorarensen vegaverkstjóra, sem var þama með vegaflokk að leggja veginn. Ég fór út og lét hann stilla sér upp til myndatöku (myndin fylgir þessum gáram þótt umrætt klettanef væri of mikið til vinstri til að koma með á myndinni). Sá þá allt í einu nokk- uð sem vakti athygli og spum- ingu: „Hvers vegna liggur þetta ræsi svona ofarlega í gilinu, langt fyrir ofan veginn?" Bragi útskýrði að þama ætti vegurinn einmitt að liggja yfír gilið, þar sem yrði mikil uppfylling og tii þess að svo mætti verða og vegurinn að liggja að uppfyllingunni mundi þurfa að sprengja frá heljarmikið kletta- nef. Þeir vora að búa sig undir verkið. Af hveiju "vildu þeir endi- lega leggja í þann kostnað? „Spurðu ekki mig? Þetta er þannig á teikningunni sem við fengum og svona á það að vera.“ Auðheyrt að Bragi sá ekki ástæðu til þess- ara dýra aðgerða. Hafði hann ekki bent á það? Vegaverkstjórinn til margra ára bara hló og sagði rétt sí svona, að eflaust hefði hann fyrir 10—20 áram gert heil- mikla rekistefnu, en hann væri orðinn þreyttur og erindi sem erfiði væri varla að hafa af slíku. I bakaleiðinni stöðvaði ég aftur bílinn og horfði með forandran á klettanefið sem átti að fara að leggja í að sprengja. Eflaust era einhveijar skýringar á þeim að- gerðum, en þær lágu sannarlega ekki í augum uppi á staðnum og skrifast það eflaust á fávisku óglöggs gests. Kannski hefur kletturinn ekki sést svo glöggt á kortum og það sem er komið á blað hefur gjaman tilhneigingu til að blíva. Það er víst eitt af lögmálum lífsins. Svo getur skýr- um allt eins skotist jafnvel þótt hann standi á staðnum. Eða orðið fyrir raglanda eins og blaðamað- urinn sem skrifaði ekki alls fyrir löngu: „Hann ljrfti kraftaverki, enda bfllinn 300 kg á þjmgd“ og raglaði þarmeð saman taki Grettis og kraftaverkum Krists. Svona leynist hættan hvarvetna þar sem manneskjur setja orð eða línur á blað. V Útsala — Útsala Síðasti dagur útsölunnar á morgun. Píanó — Flyglar Steinway & Sons Grotrian — Steinweg ibach Pálmar ísólfsson & Pálsson. Pósthólf 136, Reykjavík, símar 30392, 30257, 13214. Tilboö óskast í AMC JEEP CJ-7 árgerö ’82, (6 cyl.) ekinn 31 þús. mílur, sem veröur á útboöi ásamt fleiri bifreiöum þriöjudag- inn 14. janúar nk. kl. 12—15 aö Grensásvegi 9. Sala Varnarliðseigna. Tilboð óskast Hjólalegur — hjólalegusett Til á lager fyrir flesta bfla Slithlutir: Spindilkúlur Stýrisendar Togstangir Upphengjur Bremsuklossar Bremsuboröar Handbremsuborðar Varahlutir f. bremsur #naust h.f SÍDUMÚLA 7—9 SlMI82722

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.