Morgunblaðið - 14.01.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
breytinga
Stórrýmingarsala
--------
Ku/daúlpur. Verö kr ígon kf' 350 ““ 795-
Fugmannajakkar VerÁu?\nn
lr.
"1,w'
Barnaiogginggallar. VerO ■ 490.
HerrasKyrtur, nt»aö uryai v >r 25_
? * * #' ' • ^erö kr. 36.
750.
Kvenskór. Verð ^ ,^^400°^
Karlmannaskor. o ^ 72Q
SuSórtama. verölra kr. M9 - AOO.^^
Barnastígvéi veró kr. 2904 _ 199. Veró kr.
Hliómplötur. Veró l^^-^lg^grTáaö:
— " Þvouabalar. v x/askaföt. Verö kr. 71.
Þvottálögur.sótthreinsandi 750 ml. Veró kr. 25.
Ódýra hornið
Verö frá kr. 25 — 200.
Sælgæti, gjafavörur o.fl. o.fl.
Heltt á könnunni. Grelöslukortaþjónusta.
Viö opnum kl. 10 árdegis.
Vöruloftið
hf.
Sigtúni 3,
r_■ ■—
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
Seldi fyrir 7,6
milljarða 1985
Aukning frá fyrra ári 51,9% í krónum talið
HEILDARÚTFLUTNINGUR frystra sjávarafurða hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna var á síðasta ári 88.008 lestir að verðmæti 7,6
milljarðar króna. Árið 1984 var útflutningurinn 82.596 lestir að
verðmæti 5 milljarðar króna. Aukning milli áranna talin i krónum
er 51,9% og 6,5% í magni. Sé sala miðuð við dollara, en 77,1%
afurða SH eru seldar I þeim gjaldmiðli, nam hún 182,7 milljónum
1985 en 158 árið á undan, aukningin er 15,6%. Mest aukning milli
áranna er i sölu til Japans og Bretlands.
Útflutningur SH eftir helztu fersks og ísaðs fisks hafði í för
markaðslöndum var sem hér segir:
Bandaríkin 40.130 lestir 1984,
40.236 1985, aukning er 0,2%.
Bretland 8.504 lestir 1984, 10.584
1985, aukning er 24,4%. Sovétríkin
14.617 lestir 1984, 16.435 1985,
aukning er 12,4%. Frakkland
5.480 lestir 1984, 5.306 1985,
3,5% samdráttur. Vestur-Þýzka-
land 7.044 lestir 1985, 5.135 1985,
27,1% samdráttur. Japan 3.151
lest 1984, 5.575 1985, 76,9%
aukning. SH flutti alls utan 2.429
lestir af físki frystitogara. 1.400
lestir fóru til Bretlands, 550 til
Japan og 310 til Bandaríkjanna.
Samdráttur í frystingu karfa,
ýsu og þorskblokkar átti veiga-
mestan þátt í því, að ekki var
aukning í útflutningi til Bandaríkj-
anna árið 1985. Á því ári var
markaðsstaðan í Bretlandi mun
hagstæðari en árið á undan. Erfíð-
ara um vik var í Vestur-Þýzka-
landi, þar sem verðlag á markaðn-
um tók ekki sambærilegum breyt-
ingum til hækkunar eins og átti
sér stað í helztu samkeppnislönfum
á þeim afurðum, sem koma til
greina inn á þennan markað. Á
árinu 1985 var lögð aukin áherla
á sölu til Japan og var mest aukn-
ing á sölu þangað á karfaafurðum.
Heildarbirgðir frystra sjávaraf-
urða voru litlar í fíystihúsum innan
SH um síðustu áramót og afskip-
anir voru tíðar á árinu.
Samkeppni um fískaflann milli
helztu vinnslugreina var mikil á
árinu 1985. Aukinn útflutningur
með sér minnkandi frystingu í
mörgum frystihúsum innan SH.
Eins og fram kemur var mikil
aukning í sölu hjá Icelandic Freez-
ing Plants, dótturfyrirtækis SH í
Bretlandi. Heildarsala fyrirtækis-
ins á árinu 1985 nam 21,5 milljón-
um punda, 1,3 milljörðum króna
og jókst um 52% frá fyrra ári.
Sala unninnar vöru nam 7,1 milljón
punda, 433 milljónum króna og
óunninna fískafurða 14,4 milljón-
um punda, 878,4 milljónum króna.
Aukningin milli ára er 69% og
45%. Aukningin er mest á Bret-
landseyjum, en fyrirtækið selur
einnig til annarra Evrópulanda.
20% af framleiðslu SH fóru á árinu
1985 í gegnum fyrirtækið.
Ólafur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Freezing
Plants, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að verksmiðja fyrirtækisins
skilaði lítils háttar hagnaði á síð-
asta ári, þrátt fyrir tap fyrri hluta
þess. Gangsetning verksmiðjunnar
í upphafí hefði verið erfíð, en nú
væri framleiðslan að komast í
eðlilegt horf. Verið væri að setja
upp vélar og tæki sem ykju fram-
leiðsluna um þriðjung og yrðu
veiðar með eðlilegum hætti, ætti
nægilegt hráefni að fást. Staðan
um áramótin væri því góð. Svo til
öll framleiðsla síðasta árs væri
seld og tæplega hefðist undan í
verksmiðjunni og sama væri að
segja um sölu flaka og blokka.
Skortur á físki hefði verið í Bret-
landi og Frakklandi á árinu, eink-
um karfa, ufsa og grálúðu.
Bandaríkin:
Innflutnings-
tollur á ferskan
fisk frá Kanada
Hugsanlegt að tollur á frystan fisk fylgi í kjölfarið
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið 6,85% toU á innflutn-
ing fersks fisks frá Kanada og tekur ákvörðunin gildi innan skamms.
Tollurinn verður síðan endurskoðaður í marz næstkomandi. Verði
hann þá fastsettur er talið liklegt að farið verði fram á toll á fryst-
an fisk frá Kanada vegna opinberra styrkja við sjávarútveg þar í
landi.
Tollur þessi er settur að kröfu
sjómanna, sem telja sig bera skaða
af samkeppninni frá Kanada. í
bandarískum lögum er ákvæði þess
efnis, að beri einhveijar atvinnu-
greinar í landinu skaða af innflutn-
ingi frá þjóðum, sem- styrkja- við-
komandi útflutningsgreinar, sé toll-
heimta heimil. Tollurinn nú fellur á
allan ferskan fisk, hvort sem um
er að ræða flök eða heilan físk,
nema karfa og Kyrrahafsufsa.
Hugsanlegt er talið að eigendur
fíystitogara í Bandaríkjunum fari
fram á toll á innflutningi á frystum
físki frá Kanada. Það mun kosta
nýjan málarekstur, sem gæti tekið
langan tíma og hugsanlega fylgdu
í kjöifarið aðgerðir gegn fleiri lönd-
um svo sem Noregi, Færeyjum og
Grænlandi, þar sem sjávarútvegur
nýtur opinbers stuðnings.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Iceland Seafood, dótturfyrirtækis
Sambandsins í Bandaríkjunum,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að áhrif þessa væru mjög óljós.
Alveg væri óvíst hvemig færi með
ftysta fískinn og ábyggilega langt
þangað til niðurstöðu í því máli
væri að vænta. Þetta gæti komið
illa við Norðmenn, Færeyinga og
Grænlendinga, en allir vissu að
sjávarútvegur á íslandi nyti ekki
styrkja. Hins vegar gæti þáð bæði
verið tímafrekt og kostnaðarsamt
að hreinsa sig af slíkum áburði.
Guðjón sagði, að skiptar skoðanir
væru um það hvaða áhrif tollur á
frystan físk frá þessum löndum
gæti haft. Sumir teldu að fískverð
hækkaði í Bandaríkjúnum, en sá
möguleiki væri einnig fyrir hendi,
að framleiðendur í viðkomandi lönd-
um fengju aðeins minna í sinn hlut,
tækju toilinn á sig og fleiri leiðir
væru færar. Allt of snemmt væri
' að spá nokkm um það hver áhrifín
yrðu.
vmm