Morgunblaðið - 14.01.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.01.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986 29 Davíð Oddsson borgarstjóri leggur homstein að Borgar- leikhúsinu. miiljónum króna til byggingar húss- ins. Reykjavíkurborg hefur greitt 91,5% en Leikfélagið 8,5%. Á þessu ^ ári er áætlað að veija 85 milljónum króna til byggingarinnar. Upphaf- Iegur kostnaður var áætlaður 670 milljónir en eftir endurskoðun og áætlun um spamað á ýmsum svið- um er gert ráð fyrir að heildarkostn- aður nemi 535 milljónum króna. Arkitektar Borgarleikhússins eru Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ól- afur Sigurðsson og Þorsteinn Gunn- arsson. Happdrætti Laugarnessóknar SÓKNARNEFND Laugamessókn- ar fór af stað með happdrætti í lok síðasta árs. Ráðgert var að draga 23. desember 1985. Vegna ófyrir- sjáanlegra atvika verður dregið 10. mars 1986. Velunnurum Laugameskirkju er bent á að hægt er að nálgast miða í kirkjunni. Aðeins eru útgefnir 7.500 miðar. Hægt er að fá senda miða heim í gíró. Haft er samband í síma kirkjunnar. (Fréttatilkynning) Davíð Oddsson lag-ði homstein að Borgarleikhúsinu DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri lagði hornstein að Borgarleik- húsinu sl. laugardag þann 11. janúar, á 89 ára afrnæli Leik- félags Reykjavíkur. Viðstödd var Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands ásamt öðrum gestiun og leikurum Leikfélags Reykjavík- ur. Athöfnin hófst á því að blásara- kvintett lék og Kór Leikfélags Reykjavíkur söng undir stjóm Jó- hanns G. Jóhannssonar. Þá lagði borgarstjóri homsteininn og flutti ávarp. Hann rakti byggingarsögu hússins og lýsti því yfir að fullur rekstur leikhússins mjmdi hefjast í byrjun september 1988. Stefán Baldursson leikhússtjóri flutti einn- ig ávarp og afhenti borgarstjóra Ijósmynd af Iðnó. Að lokum söng Kór Leikféiagsins lokalagið úr Ævintýri á gönguför, en það hefur verið flutt oftar en nokkuð annað hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Framkvæmdir við Borgarleik- húsið hófust síðla árs 1976. Lokið var við að steypa sökkla og neðstu plötu 1978. I lok mars 1985 var lokið við að steypa húsið upp og í byijun október vora þök tilbúin undir álklæðningu. Nú er verið að ljúka þvf verki og undirbúa frágang innanhúss. Hitalagnir era komnar í hluta hússins og gler í glugga. Á þessu ári verður lokið við innrétt- ingar í anddyri, aðalinngangi og forsal og lokið verður við litla sviðið að mestu leyti. Gengið hefur verið frá nokkram skrifstofum til bráða- birgða og hafa þær verið teknar í notkun. I tilefni afmælis Reykjavík- urborgar á þessu ári er fyrirhugað að halda tæknisýningu í þessum hluta hússins og í hluta bílakjallara og einnig verða leiksýningar á litla sviðinu. Borgarleikhúsið er 10.400 fm að flatarmáli. Þar verður starfsemi Leikfélags Reykjavíkur til húsa og auk þess mun Reykjavíkurborg hafa afnot af húsinu fyrir ráðstefn- ur og fundi. í byggingunni era tveir salir með sitt leiksviðið hvor. í stærri salnum era 540 sæti á einu hallandi gólfi. Sviðið er með hring- sviði í gólfinu og yfír því er sviðs- tum með ljósa- og leiktjaldarám. Aftan við aðalsviðið er baksvið og hliðarsvið til beggja handa. Framan við það verður hljómsveitargryúa sem rúmar yfír 50 hljóðfæraleikara. í minni salnum rúmast 170-270 Kór Leikf élags Reykjavíkur söng undir sljórn Jólianns G. Jóhannssonar. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, Davíð Oddsson borgar- stjóri, Ástrfður Thorarensen og Stefán Baldursson leikhússtjóri. manns í sæti eftir sætaskipan og stærð leiksviðs. Salurinn er sex- hymdur og með svölum allt í kring. Anddyri og aðalinngangur er í suðausturhomi byggingarinnar og þaðan er einnig hægt að ganga í bílageymslu sem er í kjallara húss- ins. Innan anddyris er 700 fm for- salur. Þar er fatageymsla, veitinga- sala og inngangur í báða salina. Suðvestanmegin í byggingunni er inngangur starfsfólks, skrifstofur og önnur aðstaða. Búningsherbergi leikara era á tveimur hæðum. A fyrstu hæð era verkstæði og rými fyrir samsetningu leiktjalda. Á efri hæðum era minni verkstæði, teikni- stofur, leikmuna- og búninga- geymsla og æfingasalur fyrir lík- amsrækt og ballet. Nú hefur verið varið um 242 Morgunblaúið/ól.K.M. „Ritskoðun“ í höndum heilbrigðiseftirlits? Heilbrigðisnefndir geta stöðvað sölu á blöðum — meti þær efni þeirra sem tóbaksauglýsingu „SAMKVÆMT lögum númer 109/1984 nm hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit, sem heilbrigðiseftirlit sveitarf élaganna starfa eftir, m.a. varðandi tóbaksvarnir, getur eftirlitið gripið til stöðvunarað- gerða meti það málið svo alvarlegt, eða sé um ítrekað brot að ræða, sem er í þessu tilviki,“ sagði Ingimar Sigurðsson, deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, í samtali við blm. Morgunblaðsins um þá ákvörðun heilbrigðiseftirlitsmanna á landsbyggðinni að stöðva sölu á desemberhefti tímaritsins Samúels vegna meintrar tóbaksauglýsingar í blaðinu. „í lögunum um tóbaksvamir er tekið til bæði beinna og óbeinna auglýsinga," sagði Ingimar. „Það sem átt er við með óbeinum auglýs- ingum er meðal annars allskonar tilkynningar til almennings, sýning- ar á tóbaki og tóbaksvöram, upplýs- ingar um tóbak og tilkynningar um það. En það sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi er notkun tóbaks- vöraheita og tóbaksvöruauðkenna og um það atriði era lögin mjög skýr. Lagatextinn er afdráttarlaus og það er hann, sem hlýtur að gilda í þessu sambandi. Undantekning- amar era sérstaklega tíundaðar: bann við tóbaksauglýsingum gildir ekki gagnvart erlendum tímaritum á erlendum tungumálum, nema höfuðmarkmið með útgáfu þeirra sé að auglýsa tóbak. Auðvitað er viss tvískinnungur í þessu, en á þennan hátt náum við yfír 70—80% af blaðamarkaði á íslandi. En það er beinlínis rangt, að með lögunum sé verið að leggjast gegn hverskon- ar umfjöllun um tóbak.“ — En er það þá alfarið á valdi heilbrigðisnefnda og starfsmanna þeirra, heilbrigðisfulltrúa, að stöðva sölu á blöðum? „Samkvæmt tóbaksvamalögun- um er eftirlitið í höndum heilbrigðis- nefnda sveitarfélaganna. Stöðvun á sölu Samúels nú er tilkomin vegna þess, að heilbrigðiseftirlitinu var bent á þessa umfjöllun og þeir ákváðu að höfðu samráði við Holl- ustuvemd ríkisins að grípa til sinna ráða. Samkvæmt lögunum um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit geta þeir gripið til ýmissa ráðstafana — lögin bjóða upp á margvísleg úr- ræði. Telji heilbrigðisneftid til dæmis að brotið sé gegn lögunum, þá er hægt að veita áminningu, í öðra lagi áminningu og ákveðinn frest til úrbóta og svo í þriðja lagi, ef í harðbakkann slær með ítrekun eða sé brotið mjög alvarlegt, þá getur heilbrigðiseftirlit gripið til stöðvunaraðgerða, með aðstoð lög- reglu ef með þarf. Nefndimar víðs- vegar um landið telja, eins og holl- ustuvemdin, að í þessu tilviki sé um að ræða óbeina auglýsingu, augljósa tilkynningu til almennings og notkun á tóbaksvöruauðkenn- um “ sagði Ingimar Sigurðsson. Olafur Hauksson, ritstjóri Samú- els, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi vægast sagt „vafa- samt, að þau lög sem samþykkt vora 1984 um tóbaksvamir, stand- ist gagnvart prentfrelsisákvæðum stjómarskrárinnar. Lögin ganga nefnilega svo langt," sagði Olafur, „að þau heimila hvaða heilbrigðis- nefnd sem er á landinu að stöðva sölu blaðs, ef þar birtist mynd af sígarettupakka, jafnvel þótt myndin fylgi frétt. Það er fáránlegt, og hrein lögleysa, að starfsmenn heil- brigðiseftirlits geti kveðið upp dóm um það hvað sé auglýsing og hvað ekki — og á grandvelli þess dóms ákveðið að stöðva útbreiðslu við- komandi fjölmiðils. Það er grandvallarregla hér á landi að ef menn telja á sér brotið, þá sé málinu skotið til dómstóla. Upptaka blaðs án dóms er mjög alvarlegt mál og verður aðeins rétt- lætt með því að brýn ástæða hafí verið til að verja almannaheill. | Heilbrigðiseftirlit fer því offari þegar það ákveður að stöðva sölu Samúels. Ef um raunveralega hættu var að ræða, hvers vegna var blaðið þá ekki stöðvað fyrr en 8. janúar úr því að það var komið á sölustaði 5. desember, mánuði fyrr?“ spurði Ólafur Hauksson. Hann sagðist ekki reykja sjálfur og vera sammála flestum öðram um að reykingar væra skaðlegar heilsu manna. „Þess vegna hafa tóbaksvamarlög verið sett — það á að koma í veg fyrir það með sem flestum ráðum að fólk reyki," sagði hann. „En offorsið má ekki vera svo mikið, að reynt verði að bijóta á prentfrelsisákvæðum stjórnar- skrárinnar. Heilbrigðiseftirlit hefur úrskurðað að frétt í Samúel sé auglýsing, eða tilkynning, til al- mennings. En hvar vora þessir heilbrigðiseftirlitsmenn þegar Morgunblaðið birti 21. nóvember síðastliðinn frétt með mynd um sömu sígarettutegundir og sagt er frá í desemberhefti Samúels? Mér ' vitanlega var Morgunblaðið ekki kært fyrir „tóbaksauglýsingu" þá, né var gerð tilraun til að stöðva sölu þess. En kjami málsins er að sjálf- sögðu sá,“ sagði Ólafur Hauksson að lokum, „hvort það sé í raun eðlilegt í réttarríki að heilbrigðiseft- irlit sjái um ritskoðun blaða."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.