Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1986 5 Á teikningunni hér til hliðar getur að' lita áætlun um aðalholræsi, svo og lauslega kostnaðaráætlun við hvert framkvæmdasvæði og framkvæmd á tilteknu árabili. 1986. Grafarvogsræsi og bráðabirgð- aútrás — 8 millj kr. 1986—1988. Holræsi við Sætún-Skúla- götu ásamt dælustöðvum og útrásum —156 millj. kr. 1988—1990. Holræsi við Ægisiðu ásamt dælustöðvum og útrásum — 126 mil|j. kr. 1990—1991. Holræsi við Eiðsgranda- Ánanaust ásamt dælustöðvum og útr- ásum — 61 millj. kr. 1991. Holræsi í Sundahöfn — 32 millj. kr. 1992—1993. Holræsi frá Sundahöfn í Laugarnes og hreinsi- og dælustöð í Laugarnesi — 87 millj. kr. 1993. Hreinsistöðvar í Skeijafirði og Orfirisey — 55 millj. Samtals nema þessar framkvæmdir 525 millj. kr. Stórátak í holræsagerð í Reykjavík: 60 milljónum króna varið til framkvæmda á þessu ári Lögð fram 8 ára áætlun um hreinsun fjöru og sjávar umhverfis borgina Nafnasamkeppni Hagkaups: 5.700 til- lögur bárust HAGKAUP hefur borist 5.741 tillaga í samkeppni sem fyrirtæk- ið efndi til um nafn á verslunar- stórhýsið sem það er að byggja í Nýja miðbænum. I þessum til- lögum er að finna 2.308 nöfn. Að sögn Sigurðar Pálmasonar hjá Hagkaup voru flestar tillögum- ar um nafnið Miðgarður eða 76, Kringlan 75 auk hundraða tilbrigða við það nafn, Kauphöllin 70, Hag- bær 59, Pálmalundur 59, Háborg 50 og svo mætti lengi telja. Þá má nefna tillögur eins og Allt undir sama hatti, Allraland, Alvara og Blöndungurinn. Eitthvert þeirra nafna, sem bárust, verður örugglega notað, sagði Sigurður Pálmason. Upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir að búið yrði að velja nafnið í lok 15. viku, þ.e.a.s. þeirrar viku sem nú er að líða. Verðlaun í samkeppninni eru 125.000 krónur. Sat aðeins kynningarfund Arnarflugsmanna MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Jóni Snorrasyni, framkvæmdastjóra hjá Húsa- smiðjunni hf., vegna baksíðufrétt- ar blaðsins í gær af Arnarflugi hf. Athugasemd Jóns er svo hljóð- andi: „Undirrituðum gafst kostur á, ásamt ýmsum öðrum aðiljum, að sitja kynningarfund hjá forráða- mönnum Amarflugs hf. fyrir nokkru. Að öðru leyti hef ég ekki haft afskipti af málefnum félags þessa síðan þá. Reykjavík, 8. apríl 1986. Jón Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni hf.“ LÖGÐ hefur verið fram i borgar- ráði áætlun um aðalholræsi, sem felur í sér hreinsun sjávar og fjöru umhverfis borgina í áföng- um á næstu árum. Að sögn Davíðs Oddssonar, borgarsljóra, er gert ráð fyrir að rúmum 60 milljónum króna verði varið til þessara framkvæmda á þessu ári, en áætlað er að verkinu ljúki 1993 og heildarkostnaður verði samtals 525 milljónir króna. Búið er að bjóða út fyrsta áfanga, sem tekur til holræsa við Sætún og Skúlagötu, frá Ingólfsgarði út í Laugamestanga. Davíð Oddsson sagði, að þegar hefði verið gert verulegt átak við hreinsun úrgangs í Grafarvogi, en þar væri búið að hreinsa tveggja kílómetra strandlengju. Væri það fyrsta stóra átakið í langan tíma, sem gert hefði verið í þessum efn- um. Nýja áætlunin gengi hins vegar út frá því, að við lok næsta kjör- tímabils verði öll Ægisíðufjaran, frá Fossvogsbotni að landamerkjum Reykjavíkur og Seltjamamess orðin hrein og jafnframt allt svæðið frá Elliðaám og inn að gömlu höfninni. Við lok kjörtímabilsins er svo gert ráð fyrir að hreinsuð verði íjaran við Eiðsgranda og Ánanaust. Borg- arstjóri sagði, að borgin hefði þegar hreinsað Fossvoginn að sínu leyti, en þar sem Kópavogur hefði enn allmargar rásir út í Fossvoginn væri hreinsun þar erfiðari en ella þyrfti að vera. „Við lítum á það sem forgangsverkefni að hreinsa allar Qömr í kringum borgina, sam- kvæmt þessari áætlun,“ sagði Davíð. „Hingað til hefur mönnum vaxið kostnaðurinn í augum, en við sjáum nú, miðað við þær fjárveit- ingar sem við veitum í þetta á þessu ári, að þetta er raunhæfur kostur." Þórður Þorbjamarson, borgar- verkfræðingur, sem kynnti áætlun- ina í borgarráði, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða nýja tækni í holræsagerð hér á landi, sem felur meðal annars í sér að lagnir em lagðar út í viðun- andi hafdýpi og viðunandi strauma, þannig að lými myndist fyrir ör- vemgróður í sjónum til að vinna á úrganginum, áður en hann berst upp á fjörur aftur. Auk þess væri gert ráð fyrir hreinsistöðvum með síuverki, sem hreinsa allt sýnilegt úr skolpinu og ná úr því um 40% af þeim lífrænu efnum sem í því er. Þijár slíkar hreinsistöðvar verða í holræsikerfínu, í Laugamesi, við Örfírisey og í Skeijafírði. í I { I Kaffipokinn sem heldur ekki uatni Danski KAFFE FILTER-pokinn er sá.sterkasti á markaðinum. Pú þarft hvorki að bretta upp á kantana svo hann rifni ekki, né nota tvo poka, til að uppáhell- ingin heppnist vel. KAFFE FILTER rifnar ekki, en heldur samt ekki vatni. KAFFE FILTER-pokunum er pakkað í látlausar umbúðir, sem gera það að verkum að verðið er nánast helmingi lœgra en á öðrum kafþpokum. NOTAÐU STERKASTA OG ÓDÝRASTA KAFFIPOKANN Á MARKAÐINUM. \ j* I i t l i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.