Morgunblaðið - 09.04.1986, Page 15

Morgunblaðið - 09.04.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 15 Gömul mynd úr Kerlingarfjöllum. Sigurður Guðmundsson leikur á gitar, en með honum taka lagið Eiríkur Haraldsson, Anna Kristjánsdóttir og Valdimar Örnólfsson. Skíðaskólinn í Kerl- ingarfjöllum 25 ára 25 ÁR eru nú liðin siðan Skiðaskól- inn f Kerlingarfjöllum tók til starfa. Það voru þeir félagarnir Eiríkur Haraldsson, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Örn- ólfsson sem riðu á vaðið og efndu til tveggja vikna námskeiða á skið- um sumarið 1961, en fljótlega bættust nýir félagar i hópinn og var stofnað félag um rekstur skiða- skóla. Allt frá upphafi hefur stöðug upp- bygging átt sér stað samfara aukinni aðsókn þannig að húsrými skólans, sem nú er fyrir um 90 manns, er allvel nýtt. Þeir sem sótt hafa námskeið Skíða- skólans hafa haldið mjög vel saman og nú hafa þeir ákveðið, jafnt eldri sem yngri, að minnast liðinna ára með hressilegum hætti á Hótel Loft- leiðum laugardaginn 26. apríl nk. o Opid: Mýinud.-fimmtud 9 - 19 fostud. 9 - 1 7 oq sunnud 13 ■ 1 b ÞEKKING OQÖRYGGI 1FYRIRRÚMI Hverfisgata — 50% útb. Til sölu 3ja herb. íb. á 3. hæð. Um er að ræða tvær samliggjandi stofur, herb., eldh. og baðherb. Suðursval- ir. Laus strax. Góð greiðslukjör. Hkaupþing hf rlnnar 9 68 6B 88 Umsóknir bárust um sjö prestsembætti UMSÓKNIR bárust um sjö af tíu prestaköUum sem Biskup íslands auglýsti nýlega laus til umsóknar. í fréttatilkynningu frá Biskups- stofu segir að sr. Jón Bjarman fangaprestur hafi sótt um annað af tveimur nýstofnuðum embætt- um, embætti sjúkrahúsprests. Um hitt embættið, Seltjamames- prestakall, sóttu: sr. Olafur Jó- hannsson, sem verið hefur skóla- prestur og framkvæmdastjóri KFUM og K, sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir aðstoðarprestur í Bústaðasókn og sr. Vigfús Þór Ámason sóknarprestur á Siglu- firði. Sr. Hörður Þ. Ásbjömsson, Reykjavík, sótti um Bíldudals- prestakall. Um Hólmavíkurpresta- kall sótti sr. Baldur Rafn Sigurðs- son sem er settur prestur á Hólma- vík og sr. Bjami Th. Rögnvaldsson, settur prestur á Raufarhöfn, sótti um Raufarhafnarprestakall. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og prófastur á Grenj- aðarstað sótti um Hólaprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þrír sóttu um Laugalands- prestakall í Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Það em þeir sr. Hannes Öm Blandon á Ólafsfírði og sr. Haukur Ágústsson á Akureyri, en þriðji umsækjandinn hefur lokið guð- fræðiprófi erlendis og er óvíst hvort hann hefur embættisgpngi hér- lendis að svo komnu. Nafn hans verður ekki gefið upp fyrr en skorið hefur verið úr um það. Engar umsóknir bámst um Sauðlauksdalsprestakall, Staðar- prestakall í Súgandafirði og Ból- staðarhlíðarprestakall í Húna- vatnsprófastsdæmi. Hraðskákmót íslands: Halldór Einars- son sigraði HRAÐSKÁKMÓTI íslands lauk sl. sunnudag. Sigurvegari varð Halldór G. Einarsson frá Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Hann hlaut 15 vinn- inga. I öðm til þriðja sæti urðu Ölver Guðmundsson og Hannes Hlífar Stefánsson, Taflfélagi Reykjavfkur, með 14 vinninga. Jó- hannes Ágústsson og Róbert Harð- arson urðu jafnir í 4.-5. sæti með 13 vinninga. Þeir em einnig í TR. ITALSKA RIVIERAN BEINT FLUGmeoTERRU FRÁ Kfl. 23.000.- i 3 VIKURl RIVIERU-FERÐIR OKKAR HEFJAST: 16. júní 7. júli 28. júlí 18. ágúst 8. september 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 26. mai 3 vikur ISLAND Dvöl okkar hjónanna á Hótel Llgure Resi- dence var eins og heimsókn til góðra vina. Persónuleg kynni vid félaga okkar CLAUDIO og hlýlegt viömótallra gera ferö- ina að perlu i minningasjóöi. Örn Jóhannsson og Eygló Ólatsdóttir Húsavík Þegar saman fara heiðarleg ferðaskrifsiofa, ómæld náttúrufeguró' og góðir feróafélagar hiýtur útkoman að verða eftirminnileg terð. Gefin loforð og ábendingar frá TERRU um hótel og dvalarstaöi stóðust allar, jafnvel verölagiö var iægra en uppgef/ð var. Enginn stöðvar tímans þunga niö og nú styttist óðum í fyrstu Rivieru-ferðina okkar í ár 26. maí, aðeins 48 dagar þangað til. Það er vissara að draga ekki að panta far, því það er t.d. löngu upþselt í ferðina 16. júní. ATH. Með því leggja fyrir aðeins 480 kr. á dag í þessa 48 daga áttu fyrir ferðinni. Getur það verið auðveldara? Alassio er þar á Rivierunnl sem kallast . ^ „Riviera deí Flori“ eöa Blómarivieran. Þar v-- eru ræktaöar nellikur, rósir og ótal aörar teg- undir af blómum á hundruðm hektara. Alass- ; j io er gamalgróinn feröamannastaöur meö al- ** þjóöiegum blæ. Þangaö hafa vaniö komur * sfnar frá því snemma á öldinni Bretar og Sví- >-;■ ar, enda ströndin íAlassio I elnu oröi sagt frá- ' S bær. I Alasslo er skemmtanalif fjöibreyttara m og úrval sölubúöa meira en vföast hvar ann- c ars staöar á ströndinni. Pietra Ligure er á þeim hluta Rivierunnarsem heitir „Riviera Delle Palme", eftir pálmunum sem eru þar rfkjandi gróöur. Pietra er gamall bær frá þvf um 1300, en tlltölulega nýr sem feröamannastaöur og hefur þvf enn þá varö- veitt sérkenni sin sem ftalskur lifandi bær, en býður þó upp á allt þaö sem ferðamaður f sumarleyfi vill hafa, ómengaöan sjó, aö- stööu til fþrótta, góö veltinga- og kaffthús og um fram allt Iff og fjör. Ein skoðunarferðin er til Genova, sem er stærsta ;";v hafnarborg italíu með 800.000 íbúa og skoðum -UrL. iöandi mannlíf þessarar gömlu og fögru stór- IIIjjjl. borgar. Þar er m.a. miðstöð skemmtiferöa- ,. J j jj sklpasiglinga margra þjóöa um Miðjarðarhaf- i í c iö. i Genova fæddist einn frægasti sonur italfu Kristófer Kólumbus. Aöeins er um hálf tfma ferð I lest til Genova ef menn vilja skoöa nánar I llstasöfn, óperu, lelkhús, stórverslanir og hiö gggas fjölbreytta næturlff sem þar er að finna. ^^(GENOVA^i ZfPIETRA LIGURE 7ALASSIO FERDASKRIFSTOFAN La Spezia v$[j)Terra Fáið lánaða hjá okkur VHS—myndbandsspólu! LAUGAVEGI 28. 101 REYKJAVIK Hvað segja þeir sem tókur sér far með Terru 1985 BERIÐ SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA STAÐFESTINGARGJALD MÁ AÐ SJÁLFSÖGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.