Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 (Morgunbl./Ól.K.M.) Kröfuhart verk en fagurt í einfaldleika sínum - segir Guðmundur Emilsson hlj óms veitar stj óri um Stabat Mater eftir Dvorák Svonefndir stjömutónleikar verða haldnir í Háskólabíói næst- komandi fimmtudagskvöld. Þar munu Sinfóníuhljómsveit íslands, söngsveitin Fílharmónía og ein- söngvarar flytja verkið Stabat Mater eftir Antonin Dvorák og stjómar Guðmundur Emilsson flutningnum. Síðustu dagana hefur Guðmundur æft lið sitt og stillt það saman. Einsöngvaramir em Katrín Sigurðardóttir sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir alt, Guðbjöm Guð- bjömsson tenór og William Sharp bassi, en hann kemur frá Bandaríkj- unum. Þetta er allt gott fólk og vinnur vel. Verkið? Það er sérstakt, enda samið er Dvorák hafði orðið fyrir þeirri þungbæm lífsreynslu að missa þijú böm sín. Hann bregst við á þann hátt sem honum var nánast eðlislægur, hann verður að semja, segir Guðmundur. Texti Stabat Mater er frá 13. öld og er uppmnninn hjá reglu Fransikana. Fjallar hann um Maríu Guðsmóður við krossinn og hafa mörg tónskáld notað þennan texta við verk sín. Antonin Dvorák var kaþólskur og hafði samið nokkuð af kirkjulegum verkum og við spyijum Guðmund nánar um verkið: Ekki til aö sigra heiminn Verkið lýsir sorg Maíu Guðsmóð- ur við krossinn. Hún er ákölluð. Skáldið vill taka þátt í sorg hennar. Aheyrandinn skynjar að Dvorák skrifaði þetta verk ekki til þess að sigra heiminn heldur af því að hann gat ekki annað. Hann leitar hugg- unar í píslarsögu Jesú eins og kristnir menn hafa alltaf gert. Við fínnum vel þennan undirtón í verk- inu. í verkinu kemur fram staðföst Katrin Sigurðardóttir trú og þegar á líður verður bjartara yfir því, fullvissa trúarinnar nær yfirhöndinni. Syrgjandinn veit af Paradís og sér ljósið í myrkrinu þrátt fyrir allt. — Er þetta líkt óratóríu eða ópem? Þetta er eiginlega hvomgt. Kór- ar, einsöngur, kvartettar og hljóm- sveitarkaflar skiptast á en þó ekki af sömu formfestu og í óratóríutón- list og kannski nær því að vera ópemtónlist. Það er erfítt að setja það í ákveðinn flokk. Sigríður Ella Magnúsdóttir — Hvaða kröfur gerir það til flytjenda, er það erfitt fyrir kór eða einsöngvara? Hljóðfæraleikarar sem söngfólk verður að opna hjörtu sín og af einlægni taka þátt í hinni djúpu sorg sem lýst er. Allt annað er sýnd- armennska sem dugar ekki. í þess- um skilningi er verkið kröfuhart en þó ekki, því það er svo fagurt í einfaldleika sínum og áleitið, sagði Guðmundur að lokum. Um tónskáldið má bæta því við að Dvorák átti að verða slátrari en tónlistarhæfileikar hans náðu yfir- Guðbjörn Guðbjörnsson Söngsveitin Fílharmónía, ein- söngvarar og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja Stabat Mater eftir Dvorák undir stjórn Guðmundar Emilssonar í Háskólabiói á fimmtudagskvöldið. höndinni. Hann lauk námi frá Tón- listarháskólanum í Prag 1859 og í kringum 1873 tóku verk hans að vekja athygli. Dvorák ferðaðist mikið til Bretlands og Bandaríkj- anna þar sem hann var m.a. rektor Tónlistarháskólans í New York og þar samdi hann sinfóníu sína „Frá nýja heiminum". Stabat Mater var fmmflutt árið 1880 og þremur ámm síðar var það fyrst flutt í Bretlandi, vakti þar mikla athygli og varð vinsælt. TÍlhlökkun Guðbjöm Guðbjörnsson tenór- söngvari kemur nú í fyrsta sinn fram sem einsöngvari með kór og hljómsveit. Hann var spurður hvernig honum litist á verkið: Bara vel og ég hlakka til að taka þátt í þessum flutningi. Hér er saman komið margt fólk sem ég kannast við, kennarar og aðrir og Guðmund- ur Emilsson hefur verið óhræddur við að fá okkur, þessum yngri tón- listarmönnum, hlutverk. Annars veit ég ekki af hverju hann velur mig, það hefðu áreiðanlega fleiri viljað taka þetta að sér. Það er líka heiður fyrir mig, byrjandann, að fá að syngja með þessum söngvumm sem em orðnir sjóaðir. — Og enginn kvíði? Það held ég ekki, miklu fremur tilhlökkun eins og ég sagði áðan. Það er mikið tækifæri fyrir söngv- ara að fá að taka þátt í flutningi þessa verks og þess vegna er það mikils virði að nota þetta tækifæri vel. Það má reyndar geta þess til gamans að hér í Háskólabíói kom ég fyrst fram sem einsöngvari þegar ég söng lítið einsöngshlut- verk í Evítu sem Verslunarskólinn færði upp fyrir nokkmm ámm. Guðbjöm hefur annars sungið ýmis smærri hlutverk í ópemm og hann var um tíma í Söngsveitinni Fíl- harmóníu. — En þú ert í söngnámi þessi árin? Já, ég er í Nýja tónlistarskólan- William Sharp Athugasemd vegna greina um málefni Þróttar eftir Gunnar K. Gunnarsson Ég undirritaður, Gunnar K. Gunnarsson, sem vitnað er í í grein í Þjóðviljanum 4. apríl undir fyrir- sögninni Þróttur á hausnum og grein í Morgunblaðinu 6. apríl undir fyrirsögninni: Þjóðviljinn notar nafn Þróttar til að spinna pólitískan lygavef, óska að koma eftirfarandi á framfæri. Fyrirsögn greinar Þjóðviijans svo og inngangur um að Þróttur sé á hausnum er ekki frá mér komin enda fór ekki eitt einasta orð á milli mín og blaðamanns um fjár- hagsstöðu félagsins sem heildar. Blaðamaður Þjóðviljans hafði samband við mig símleiðis fímmtu- daginn 3. apríl og spurði mig hvað ég gæti frætt hann um þau vanda- mál sem Þróttur ætti við að glíma. Ég hefði helst kosið að halda innan- félags málefnum Þróttar utan við síður dagblaðanna, en þar sem blaðamaður hafði þegar einhveijar upplýsingar og þær rangar, og greinilega staðráðinn í að skrifa um málið, ákvað ég að reyna að skýra vandamálið fyrir blaðamanni. Tjáði ég honum að það vandamál, sem félagið ætti við að glíma væri handknattleiksdeildin, því mjög illa gengi að fá fólk til stjómunarstarfa þar og rekstur deildarinnar því gengið illa undanfarin ár. Blaða- maður reyndi mikið til að fá mig til að staðfesta að aðalástæða fjár- hagsvanda deildarinnar væri að húsaleiga til borgarinnar væri há, en styrkir lágir. Kvað ég það ekki vera, en auðvitað væri það hluti vandans, að styrkir til handknatt- leiksdeildarinnar nægðu ekki til greiðslu húsaleigu, því þegar tekjur eru litlar eru öll útgjöld vandamál. Þvi er við að bæta, að það kemur fram í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. apríl hjá Júlíusi Hafstein for- manni ÍBR, að styrkur til Þróttar frá borginni hafl verið hærri á síð- asta ári en nam greiddri húsaleigu. Það er eflaust rétt há Júlíusi en hinsvegar er það svo hjá okkar fé- lagi, sem og öðrum félögum í Reykjavík, að hver deild er rekin sem sjálfstæð fjárhagsleg eining, Gunnar K. Gunnarsson. og hlutur Handknattleiksdeildar í styrkjum er ca. 40% en hlutur í húsaleigu yfir 60% og er það einfalt reikningsdæmi, út frá tölum Júlíus- ar að sjá, að styrkur til Handknatt- leiksdeildar dugir ekki fyrir leigu. Mergurinn málsins, sem ég var að reyna að koma blaðamanni Þjóð- viljans í skilninjg um, greinilega án árangurs, er að undirritaður er eftir hartnær 20 ára þátttöku í stjóm Handknattleiksdeildar Þróttar, 2ja ára setu í stjóm Handknattleiksráðs Reykjavíkur og setu í stjóm HSÍ mjög óánægður með hvernig styrkj- um er skipt milli innanhúss og utanhúss íþrótta í Reykjavfk, því ég tel, að ekki sé tekið nægilegt tillit til að t.d. Knattspymudeildir greiða enga leigu fyrir æfingaraðstöðu sína á sumrin, meðan handknatt- leiksdeildir þurfa að greiða háa leigu fyrir þá aðstöðu sem þær þurfa á að halda á vetrum. Það kom fram hjá Tryggva Geirssyni, for- manni Þróttar í Morgunblaðinu að styrkjamál era nú í endurskoðun hjá ÍBR og vona ég að þetta, sem ég kalla óréttlæti, verði leiðrétt. Að endingu þykir mér leitt að nafn mitt var notað í pólitískum tilgangi vegna komandi kosninga og tilsvör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.