Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 18 Veiðiþáttur Unisjón: Giióniundur Guójónsson Sjöunda hefti „Vötn og veiði“ er komið út NYLEGA kom út bæklingurinn „Vötn og veiði“, sem Landsamband veiðifélaga hefur veg og vanda af. Er hér um að ræða kynningarrit um þá silungsveiðistaði sem í boði eru vitt og breitt um landið. Einnig fylgja jafnan ýmsar „praktískar" greinar, t.d. um nýtingu afla, útbúnað og umgengni við veiðivötn landsins. Er þetta sjöunda ritið og líður nú óðfluga á síðari hringferð höfundar sem er Hinrik A. Þórðarson. Aftan á kápu ritsins stendur eftirfarandi: Bók þessi á að veita nokkum fróðleik þeim sem vilja reyna veiðar í silungsvötnum lands- ins. Hún inniheldur formálsorð á þrem tungumálum, íslensku, norsku og ensku, silungsveiðar ferðafólks og grisjun í veiðivötnum. Getið er vatna á Norður- og Austurlandi, frá Skagafirði til Lagarfljóts, legu þeirra stærð, hæð yfir sjó, fiskiteg- unda, vega og vegalengda, aðstöðu við vötnin og fleira. Vötnin sem um getur eru þessi: Ásbjamarvötn, Reyðarvatn, Urðar- vatn, Hólavatn, Eyjaijarðará, Brunnavatn, Miklavatn, Sflalækjar- vatn, Botnsvatn, Höskuldsvatn, Víkingavatn, Skjálftavatn, Eiðis- vatn, Gunnvararvatn, Bjamavatn og Máfsvatn, Hólmavatn, Hlíðar- vatn, Sauðaneslón, Sauðanesvatn, Þemuvatn, Krókavatn, Staðarvatn, Hólmavatn, Bakkavatn, Ljósa- landsvatn, Purkuvatn, Hvamms- gerðisvötn, Sandvatn, Vötn á Tunguheiði, Matbmnnavötn, Grip- deild, Þverárvatn, Hnjúksvatn, Bessastaðavötn og Fossárvötn. Kort er af hveíju vatni og yfírlits- kort af því landsvæði þar sem vötnin em. Ætti ekki að þurfa að hafa fleiri orð um rit þetta, önnur en að þrátt fyrir vott af ónákvæmni á köflum í ritum þessum, þá em þau hin mestu þarfaþing fyrir þá sem em á ferð um landið með stöngina í skottinu. V eiðimannaráðstefna haldin á næstunni Fjölmörg- erindi flutt um ýmsa þætti sportveiði Ráðstefna mikil verður haldin um veiðimál á Hótel Loftleiðum dagana 26.-27. apríl næstkom- andi. Það er Landsamband Stangveiðifélaga sem stendur fyrir ráðstefnunni og verður „fléttað saman fróðleik og skemmtun" eins og komist er að orði I fréttatilkynningu sam- bandsins. Fyrirlesarar eru ýmsir og allir kunnir í hópi veiðimanna og skulum við nefna þá hér: Vilhjálmur Lúðvíksson forstjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteins- son (Steini stöng), kaupmenn í Ár- mótum og snjallir flugveiðigarpar, Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Skúli Hauksson bóndi í Útey við Apavatn, Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavamafélags ís- lands, Stefán Jónsson veiðimaður af guðs náð og einn af skríbentum stéttarinnar og Rafn Hafnfjörð. Loks en ekki síst má nefna norska vistfræðinginn Hans Nordeng, sem starfar við Háskólann í Osló. Hann hefur haldið á lofti ýmsum rök- studdum kenningum um háttemi laxfiska, sem hann byggir á ára- löngum rannsóknum. Vonandi verð- ur hægt að fara eitthvað út í þá sálma seinna. Þá hefur frést, að Eyþór Sigmundsson hafi verið far- inn á stjá fyrir nokkm að kynna sér hvort hann fengi inni með erindi sem hann ku hafa gengið með í maganum síðustu 2—3 árin. Óvíst er þó hvort úr erindi Eyþórs verður eðaei. Áhugamenn um stangveiði ættu að geta fundið sér eitthvað til hæfis á ráðstefnu þessari, þó ekki væri annað en að heyra skrítna eða skondna veiðisögu, en af þeim verð- ur nóg þama sem endranær þar sem stangveiðimenn koma saman. „Betur má ef duga skal“ eftir Eggert Haukdal, alþingismann Nú eru liðlega tveir mánuðir liðn- ir frá því að hin síðbúna reglugerð um stjómun mjólkurframleiðslunn- ar verðlagsárið 1. sept. '85—31. ágúst '86 birtist hlutaðeigendum. En þá vom, sem kunnugt er, liðnir fimm mánuðir af verðlagsárinu. Um miðjan apríl eiga mjóikur- framleiðendum að hafa borist í hendur endanlegar upplýsingar um framleiðslurétt sinn á verðlagsár- inu. Þá mun hinn kaldi raunvem- leiki blasa við öllum, þegar verð- lagstímabilið er meira en hálfnað og erfítt er að snúa sér við. Ekki verða kýmar „bundnar við bryggju" og geymdar þar uns hægt er að losa festar á nýjan leik. Við verðum að gera okkur ljóst hvort sem okkur líkar betur eða verr, að stjómun undangenginna ára hefur bmgðist. Á því bera margir ábyrgð og ekki ástæða að nefna einn öðmm fremur, þótt misjöfn sé sökin í þessum efnum. I gegnum árin hefur útflutnings- bótarétturinn, sem Ingólfur Jónsson kom á árið 1959, verið haldreipi bændastéttarinnar. Á viðreisnarár- unum, þegar verðbólga var hér hófleg, tókst að fá 70—80% verðs fyrir útflutning, þannig að útflutn- ingsbætur vom lítill hluti útflutn- ingsverðs. Þetta snerist við á verð- bólguárunum frá 1971 og allt til þessa dags, þegar samkeppnisað- staða versnaði, m.a. vegna mistaka í stjómun hjá okkur. Það hefði þurft á þessum ámm að breyta lögunum um útflutningsbætur, þannig að útflutningsaðilar fengju þær ekki greiddar, nema að afla markaða, sem skiluðu lágmarksverði. Það hefði hvatt til öflunar nýrra og betri markaða, meiri úrvinnslu og vænt- anlega aukinna gæða. Þá stæðum við betur í dag. Eggert Haukdal „Að sjálfsögðu hefðu menn brugðist við fyrr, ef reglugerðin hefði komið á réttum tíma. Ur því sem komið er verður bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Hafa allt tilbúið og í réttlátu lagi fyrir næsta verðlagsár. En núna verður það ekki liðið, að fjöldi manns fari á vonarvöl.“ Það kerfi, að fá útflutningsbætur greiddar án tillits til hvaða verð fékkst fyrir vömna á erlendum mörkuðum, var óhentugt og óeðli- legt, sérstaklega á verðbólguámn- um, enda leiddi það á sinn hátt til stöðnunar. Hefði og með lagabreyt- ingu á þessum ámm þurft að búa svo um hnútana, að hægt hefði verið að beita meiri skerðingu gagnvart þeim, sem framleiddu umfram kvóta. Það hefði veitt þeim og öllum öðmm aðhald gagnvart framleiðsluaukningu þvert á heild- ina. Bara af þessum tveimur ástæð- um stæðum við betur í dag. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, og hendir það undirritaðan, eins og aðra. í þessu sambandi vil ég þó geta þess, að árið 1978 lagði undirritaður til, að greitt yrði fyrir ákveðinn samdrátt af útflutnings- bótafé. Ef fyrrtaldar lagabreytingar hefðu komist á fyrir nokkmm ámm, hefðu útflutningsbætur ekki orðið jafn tortryggilegar í augum al- mennings og raun ber vitni og líkur em á, að litið væri á niðurgreiðslur nú mildari augum en ella. Ósann- gjöm blaðaskrif einsýnna greinar- höfunda hafa og torveldað sann- gjama umfjöllun þessara mála. Allar þjóðir styðja sína fram- leiðslu. Niðurgreiðslur og útflutn- ingsuppbætur á landbúnaðarvömm em ekki bara styrkir til bænda. Mörg þúsund manns í þorpum og bæjum um allt land og margt fólk í höfuðborginni vinnur störf, sem byggja á eða tengjast innlendri landbúnaðarframleiðslu. Hvað ætti allt þetta fólk að gera, ef land- búnaður hryndi? Það þarf að huga vandlega að því, að ekki má lækka svo niður- greiðslur, sem gert hefur verið undanfarið, á sama tíma og útflutn- ingsbætur lækka í áföngum, eins og eðlilegt er við núverandi aðstæð- ur. Þvert á móti þurfa þær að hækka, ef ekki á verr að fara. Og þurfum við ekki líka að styðja betur við bakið á fleiri atvinnuveg- um okkar í stað þess allt að því að örva innflutning í mörgum tilvikum hreinlega á kostnað innlendrar framleiðslu? Atvinnuvegimir em undirstaða lífs okkar í þessum landi. Af gengi þeirra ráðst lífskjörin. Það gengur sumum illa að skilja. Hin síðbúna reglugerð gerir ráð fyrir, að búmarksnefndir í hémðum og Framleiðsluráð landbúnaðarins úthluti nokkm mjólkurmagni til jöfnunar, og á því að vera lokið í aprílmánuði, sem fyrr segir. Varð- andi úthlutun á 1 milljón lítmm til að bæta úr fyrir minni búum er það að segja, að það magn hrökk hvergi nærri til. Ef sá lítrafjöldi hefði átt að duga, eins og reglugerðin sagði til um, hefðu margir í þessum flokki bænda borið skarðan hlut frá borði. Sem betur fer hefur tekist að tryggja íjármagn úr Framleiðslu- sjóði landbúnaðarins til að leysa lágmarksvanda þessara aðila, og fyrirheit er um viðbótarfé í þessu skyni, enda var þama höggvið þar, sem sízt skyldi. Hversu mikið þarf í viðbót, skýrist nú næstu daga, þegar heildardæmið liggur fyrir. I allri þeirri umræðu, sem orðið hefur eftir að reglugerðin birtist, virðast ráðandi menn hafa misst sjónar á þeim höfuðvanda, sem verður að leysa, þótt það kosti fé. Já, þrátt fyrir samning um 107 milljón lítra mjólkurframleiðslu, þrátt fyrir öll mistök í þessum mál- um, þá verður að gera sér grein fyrir höfuðvandanum í dag. Hann er sá, að ijöldi bænda er senn að verða búinn með sinn framleiðslu- rétt, og með hverri vikunni, sem líður úr þessu, fjölgar þeim stöðugt. Eiga allir þessir bændur að hella niður mjólk fram að 1. september? Ýmsir þeirra hafa kannski fram- leitt of mikið á undangengnum árum án þess að.fá teljandi skerð- ingu og því skapað hluta af vandan- um. Ríkisbúin og tilraunbúin virðast vera dugleg að fylla þennan flokk samkvæmt nýbirtum tölum. Þau mættu að skaðlausu að draga úr framleiðslu. En aukning mjólkurframleiðsl- unnar frá því f fyrrasumar hefur þó fyrst og fremst orðið vegna góð- æris, að sól skein á Suður- og Vesturlandi eftir langvarandi óþurrkaár. Menn gleyma því oft, hversu undravert það er, að tekist hefur að halda framleiðslu uppi á óþurrkasvæðunum sunnan- og vest- anlands ár eftir ár með þeim kostn- aði og erfíðleikum sem því fylgir. Að sjálfsögðu hefðu menn brugð- ist við fyrr, ef reglugerðin hefði komið á réttum tíma. Úr þvi sem komið er verður bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Hafa allt tilbúið og i réttlátu lagi fyrir næsta verðlagsár. En núna verð- ur það ekki liðið, að fjöldi manns fari á vonarvöl. Þess vegna þarf nú að fá svör við eftirfárandi spumingum, þegar Framleiðsluráð landbúnaðarins og búmarksnefndir hafa lokið úthlut- unum sínum: 1. Hver var framleiðslustaða ein- stakra mjólkurframleiðenda í janúarlok? (Þegar framleiðslu- réttur hefur endanlega verið ákveðinn). 2. Hvað margir bændur voru þá búnir að framleiða það stóran hluta ársréttar síns, að ekki sé raunhæft að ætla þeim að aðlaga framleiðslu sína út verðlagsárið án stórfelldra áfalla? 3. Hvemig á að leysa vanda þess- arabænda? Það er óhjákvæmilegt að halda áfram að taka við mjólk frá þeim bændum, sem eru búnir með sinn framleiðslurétt, í stað þess að hella niður mjólk í marga mánuði. Og það dugar ekki nein 15% greiðsla til þeirra, eins og talað er um. Það þarf að tryggja þessum bændum uppgjör að því marki, að þeim sé fært að halda uppi framleiðslu út verðlagsárið — koma til móts við óhjákvæmi- legan lágmarkskostnað með því að greiða þann hluta sem er bein framleiðslugjöld. Það verður ekki hjá því komist að veita fé til lausnar þess bráða vanda, sem ég hef hér rakið, jafn- framt því sem fjármagni verði beint til að kaupa menn út úr framleiðsl- unni. Og siðan að sameinast um styrka stjómun þessara mála, en umfram allt — réttláta stjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.