Morgunblaðið - 09.04.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 09.04.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 23 Morgunblaðtó/Bjami Frá vinstri Stefán Þórarinsson forstöðumaður, Davið Ólafsson Seðlabankastjóri, Jónas Rafnar formaður bankaráðs Seðlabankans, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, Ágústa Johnson ritari, Tómas Árnason Seðlabankastjóri og Björn Þórhallsson aðstoðarbankastjóri. silfri sem úr Seðlabanki íslands tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því íslensk seðlaútgáfa hófst. Minnispeningur Islands gefur út í Islensk seðlaútgáfa 100 ára: Seðlabanki Islands gefur út minnispening Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því íslensk seðlaútgáfa og bankastarfsemi hófst í landinu. Af því tilefni gefur Seðlabanki íslands út 500 króna minnispen- ing úr silfri og hefst sala hans í dag. Þá voru liðin 25 ár frá því Seðlabanki íslands hóf starfsemi sína 7. apríl sl. Á fréttamanna- fundi sem bankastjórn bankans boðaði til kom fram að afmælis- ins yrði ekki minnst sérstaklega en áætlað er að leggja hornstein að nýbyggingu bankans við Kalk- ofnsveg 1 í byijun maí og verður um leið opnuð höggmyndasýning í húsinu en stefnt er að því að Seðlabankinn og Þjóðhagsstofn- un flytji í nýja húsnæðið um næstu áramót. Það yar 1. júlí 1886, sem Lands- banki Islands tók til starfa og lét í umferð fyrstu íslensku peninga- seðlana. Minnispeningurinn sem gefinn er út af þessu tilefni er með mynd af íjallkonunni á framhliðinni en fjallkonumynd var á bakhlið 50 króna seðilsins sem gefínn var út 1886. Á bakhlið er mynd af ára- skipi undir seglum sem voru algeng fyrir um 100 árum. Minnispening- urinn er teiknaður af Þresti Magn- ússyni teiknara, sem einnig teiknaði myntseríuna sem gefin var út 1968. Peningurinn er gefínn út í 20.000 eintökum, þar af eru 5000 peningar úr “Viooo silfri og er söluverð þeirra kr. 1.250 í vandaðri gjafaöskju. Þá verða 15.000 stykki gefín út í venjulegri sláttu úr “Viooo silfri og er söluverð þeirra kr. 780 í plast- hulstri. I upplýsingapésa sem fylgir peningunum er í stuttu máli rakin saga íslenskrar seðlaútgáfu í 100 ár. _ Ágóði af sölu peninganna mun renna til Þjóðhátíðarsjóðs, en sjóð- urinn veitir árlega styrki til varð- veislu íslenskra menningarminja. Minnispeningamir verða seldir bæði á innlendum og erlendum markaði. Hér á landi verða þeir til sölu í bönkum, sparisjóðum og hjá helstu myntsölum. I tilefni afmælisins mun Lands- bankinn í samvinnu við Seðlabank- ann opna sýningu þar sem lýst verður 100 ára starfsemi Lands- „Ég er á móti öllum höftum - segir iðnaðarráðherra um innflutningskvóta á fatnað „ÉG HEF ekki kynnt mér þessa hugmynd sérstaklega en almennt talað er ég á móti öllum höftum,“ sagði Albert Guðmundsson, iðn- aðarráðherra, er hann var inntur álits á hugmynd Guðlaugs Berg- mann í Karnabæ um að settur verði innflutningskvóti á fatnað frá löndum í Austurlöndum fjær. Albert sagði að þessar tillögur Guðlaugs hefðu ekki borist iðnaðar- ráðuneytinu og því ekki verið rædd- ar þar sérstaklega. „Annaðhvort verðum við að þola að vera í fríversl- unarbandalögum og í frjálsri sam- keppni eða þá að einangra okkur með höftum og ég er ekki fylgjandi því. Ég á reyndar bágt með að trúa því að Guðlaugur sé allt í einu orðinn fylgjandi slíkum viðskipta- háttum. Hann hefur alltaf verið mikill samkeppnismaður. Hitt er svo annað mál að það getur verið nauðsynlegt að grípa til einhverra ráðstafana til að styrkja innlendan fataiðnað. En ég er ekki fylgjandi því að grípa til hafta í þeim tilgangi eða niðurgreiðslna ríkisins eins og Norðmenn eru famir að stunda," sagði iðnaðarráðherra. STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur falið Sigurði Björnssyni, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, að fara á fund gríska hljómsveitarstjórans Kar- olos Trikolidis og fara fram á að endurskoðaður verður samn- ingur, sem gerður hefur verið við hann um að stjórna Sinfóníu- hijómsveitinni i um átta vikna skeið á næsta starfsári. Hákon Sigurgrímsson, formaður stjómar sinfóníuhljómsveitarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið bankans. Þar mun Seðlabankinn sýna ýmsa verðmiðla frá fyrri öld- um og alla íslenska peningaseðla sem gefnir hafa verið út. Á sýning- unni, sem haldin verður í Seðla- bankahúsinu, verður sýnd kvik- mynd um framleiðslu á seðlum og mynt. Þar verða einnig sýndar teikningar af nýja 5000 króna seðl- inum sem Auglýsingastofa Kristín- ar hf. hefur hannað og gefínn verð- ur útíjúní. Þá má geta þess að ný útgáfa af „Iceland" kemur á markað um mitt sumar eða síðar á þessu ári. Þessi útgáfa verður nokkuð stærri en fyrri útgáfur með alhliða lýsingu á landi og þjóð á ensku. VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraöa- breytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt aö 150 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli viö minnsta snúningshraöa. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HEÐINN = VÉLAVERSLIJN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER Fyrirhugað að endurskoða samninginn við Trikolidis Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar farinn utan til viðræðu við stjórnandann að ákveðið hefði verið að fá Trikol- idis til að endurskoða samning sinn við hljómsveitina. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að Starfs- mannafélag sinfóníuhljómsveitar- innar ritaði stjóminni bréf þann 20. mars síðastliðinn þar sem skorað er á stjómina að hætta við ráðningu Trikolidis. Tilefni áskomnarinnar var að starfsmenn hljómsveitarinn- ar töldu Trikoldis ekki starfi sínu vaxinn. Sigurður fór utan á sunnudaginn og mun væntanlega hitta Trikolidis að máli um miðja þessa viku. HEWLETT PACKARD KYNNIR UNIX NÁMSKEIÐ HP á íslandi heldur UNIX námskeið í apríllok. UNIX er fjölnotenda og fjölverka stýrikerfi til almennra nota sem einfaldar tölvumeðferð, gerir það afkastameira, sveigjanlegra og eykur framleiðni þeirra sem í því vinna. NÁMSKEIÐ I 25., 28. og 29. apríl GRUNDVALLAR HUGTÖK ( UNIX Skráarkerfi og skipanaupp- bygging Skel (SHELL): Inntak/ úttak/pípur. Einfaldar skipanir. Vi ritþórinn. UNIX FRAMHALDIÐ Hvernig „META" tákn eru notuð. Hvernig skal skrifa skelja (SHELL) forrit. Sam- setning skipana. skipanir. Flóknari UNIX HJÁLPARFORRIT (utility programs) Tæki til hugbúnaðarþróunar. Þýðing og tenging (compiling and linking). Make - Forrita sköpun. SCCS - Eftirlit for- ritaskráa (Source Code Con- trol System). AWK - Skýrslu skrift. NÁMSKEIÐ II 30. apríl og 2. maí KERFISSTJÓRNUN (System Administration) Sérstaklega verður fjallaö um stjórnun HP-UX kerfa, aðallega með HP 9000/500 tölvuna í huga. HEWLETT PACKARD Vinsamlega tilkynnið þátttöku ( síma 671000 HP Á ISLANDI • Höfðabakka 9-112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.