Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Skórínn komst 130 km á klst. Líklega vildu flestir eiga strigaskó sem kemst 130 km á klukkustund, en þegar þess er gætt, að svona sjömQnaskór kostar einar þijár milljón- ir ísl. kr., er hætt við að tvær grimur renni á væntanlega kaupendur. Skórinn, sem er raunar umbyggður Peugeot 104, vakti nýlega mikla athygli á götum Kaupmannahafnar, en þar var hann á ferð til að auglýsa Kickers-skófatnað. Skjölin um Wald- heim skoðuð í dag Sameinuðu jijóðunum. AP. SENDIMÖNNUM ísraels og Austurríkis verður leyft að skoða trúnaðarskýrslur Samein- uðu þjóðana um Kurt Waldheim, fyrrum aðalritara samtakanna, í dag, miðvikudag. Eins og kunnugt er hefur Wald- heim, sem býður sig fram til embættis forseta í Austurríki, verið ásakaður um að hafa verið nasisti á stríðsárunum og átt aðild að stríðsglæpum. Sendiherra Austur- ríkis hjá Sameinuðu þjóðunum, Karl Fischer, sagði að austurríska ríkisstjómin hefði farið fram á að fá að sjá skjölin í fullu samráði við Waldheim og yrði honum skýrt frá þeim upplýsingum sem þar kynnu að vera. Simon Wiesenthal, hinn kunni nasistaveiðari, sem helgað hefur líf sitt leitinni að stríðsglæpamönn- um nasista, mun hitta Perez de Noregur: ERLENT Hvalveiðikvótinn skorinn niður um tæplega helming Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA ríkisstjórnin ákvað í dag, að hrefnukvótinn á vciði- Karpov sigr- aði í Brussel Bruasel, AP. ANTAOLY Karpov varð efstur á skákmótinu i Brussel með 9 vinn- inga. Sigraði hann Miles í 11. og síðustu umferð mótsins og vann jafnframt biðskák sina við Seirawn úr 9. umferð. Victor Korchnoi varð annar á mótinu með 7 vinninga. Úrslit í 11. umferð urðu að öðru leyti þau, að Korchnoi vann Roman- ishin, Ljubojevic vann Timman, Jadoul vann Torre og jafntefli varð hjá van der Wiel og Winants og Seirawan og Zapata. Þá gerði Seirawan einnig jafntefli við Win- ants í biðskak þeirra ór 10. umferð. Úrslit í mótinu urðu því þau, að Karpov og Korchnoi urðu í 1. og 2. sæti samkvæmt framansögðu, en í 3.-5. sæti urðu þeir Timman, Miles og Torre með 6 Vzvinning hver, Romanishin var í 6. sæti með 6 vinninga, Seirwan var í 7. sæti með 5V2 vinning, í 8.-9. sæti voru þeir Ljubojevic og Zapata með 5 vinninga hvor, van der Wiel var í 10. sæti með 3 vinninga, Wintants í 11. sæti með 3 vinninga og Jadoul rak lestina með 21/* vinning. svæðum Norðmanna á þessu ári skyldi verða 350 dýr. Þar við bætast um 50 dýr, sem leyfilegt verður að veiða á Jan Mayen- íslandssvæðinu og við Austur- Grænland. í fyrra var kvótinn 635 hvalir, auk 85 við Jan Mayen, svo að niður- skurðurinn nemur tæpum helmingi. Ríkisstjómin verður þó ekki við kröfu Alþjóðahvalveiðiráðsins um algert veiðibann. Ekki er heldur látið undan þrýstingi Grænfrið- ungasamtakanna og fleiri aðila, m.a. Bandaríkjamanna, um stöðvun veiðanna. Akvörðun stjómarinnar byggist á skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar í Björgvin. í henni segir, að f hrefnustofninum f norðaustan- verðu Atlantshafí séu 44—60.000 dýr og óhætt sé að veiða þann fjölda, sem ríkisstjómin hefur nú ákveðið sem veiðikvóta. í fyrra veitti hvalveiðin 800 manns atvinnu í Noregi og með ákvörðun sinni hefur stjomin lagt áherslu á mikilvægi þessarar at- vinnugreinar fyrir sveitarfélög í strandhéruðum landsins, einkum f Norður-Noregi. Astæða er til að ætla, að í kjölfar þessarar ákvörðunar stjómarinnar, fylgi mótmælaaðgerðir Grænfríð- Norðurlandaráð: Nýr framkvæmdastj óri ráðherranefndarinnar HINN 1. aprfl sl. var Norðmaður- inn Fridtjov Clemet skipaður nýr f ramk væmdastjóri ráðherra- nefndar Norðurlandaráðs. Kom hann í staðinn fyrir Ragnar Sohlman frá Svíþjóð, sem verið hafði framkvæmdastjóri skrif- stofunnar í Osló og Oddvar Lie frá Noregi, sem stjómað hafði menningarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn. Hefur Clemet, sem unnið hafði að því að skipu- leggja hina nýju skrifstofu ráð- herranefndarinnar, þegar tekið við stjóm hennar. Nýja skrifstofan verður í Kaup- mannahöfn og á hún að flytja þar í nýtt húsnæði í sumar. Verða þá Nýtt og spennandi álegg - - sannkallaður sælkeramatur! . • • *«* • • * m Cuellar, núverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í dag og ræða við hann um mál Waldheims, en hann er á fyrirlestraferð í Banda- ríkjunum. Wiesenthal vildi ekkert láta hafa eftir sér um mál Wald- heims fyrr en hann hefði rætt við de Cuellar, en hingað til hefur Wiesenthal látið í ljósi efa um rétt- mæti ásakananna á hendur Wald- heim. ungasamtakanna. Þá er enn fremur talin hætta á, að bandarísk stjóm- völd beiti Norðmenn refsiaðgerðum varðandi fískútflutning þeirra til Bandaríkjanna. Aður en ákvörðun stjómarinnar var gerð opinber sögðust samtök sjómanna og útgerðarmanna, Norg- es Fiskarlag, ætla að hefja „stríð“ gegn stjómvöldum jrrði hrefnu- veiðkvótinn skorinn niður við trog. „Þessar veiðar hafa farið þann veg fram, að það er öldungis óþarft að minnka kvótann," sagði aðalfram- kvæmdastjóri samtakanna, Finn Bergesen. Kostnaðar- samur ein- manaleiki Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morg- unblaðsins. SÍMNOTANDI nokkur á Grænlandi fékk símreikning frá grænlenska símanum og hljóðaði hann upp á 503.500 íslenskar krónur fyrir þriggja mánaða timabil. Skrefataln- ingin hjá manninum var at- huguð þegar maðurinn kvart- aði undan þessum svimandi háa reikningi, en ekkert var að. Aftur á móti kom í ljós að símnotandinn hafði daglega notfært sér þjónustu, sem Sím- inn í Danmörku setti nýverið á laggimar. Þessi þjónusta er í því fólgin að menn geta hringt f ákveðið símanúmer og rætt við aðra einmana símnotendur. Þegar hringt er frá Grænlandi kostar mínútan 57,60 krónur og á þremur mánuðum hafði mað- urinn hringt fyrir ofannefnda upphæð. Síminn krefst þess að símnotandinn borgi og hefur síma hans verið lokað þar til reikningurinn hefur verið greiddur. Fridtjov Clemet tvær fymefndu skrifstofumar í Osló og Kaupmannahöfn lagðar niður. Þessar breytingar eiga að miða að aukinni hagkvæmni og virkari samvinnu í starfsemi skrif- stofunnar og ráðherranefndarinnar. Fridtjov Clemet er 53 ára að aldri og er ráðningartími hans í hinu nýja starfi fjögur ár. Hann byijaði feril sinn sem blaðamaður, en síðustu 11 árin hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Hægri flokksins í Noregi. Gæludýrið tók fóstru sína heljartökum E1 Toro, Kaliforniu. AP. GÆLUDYR, nánar tiltekið kyrki- slanga, réðst nýlega á fóstru sína, Kathy Cramer, beit hana i hálsinn og tók hana síðan heljar- tökum, áður en örvæntingarfull- um vinum hennar tókst að skera hausinn af slöngunni. „Eg heyrði Kathy hrópa á mig,“ sagði Richard Hull, sambýlismaður hennar. „Eg fór í loftköstum inn í herbergið,’ og þá hafði slangað hringað sig um háls hennar og höfuð." Slangan, sem kölluð er Monty, er 3,6 metrar á lengd. Hafði dýrið skriðið undan rúmi í herberginu og skellt skoltinum í aftanverðan háls ungfrú Cramer, er hún hugðist kalla á það í mat sl. sunnudag. Hull og Qórum vinum þeirra reyndist ger- samlega um megn að lina tök slöng- unnar. Cramer þurfti aðeins á minni háttar aðhlynningu að halda vegna bitsáranna eftir slönguna. Hún sagði, að sér hefði brugðið illilega, er þetta gerðist. „En ég er óskap- lega leið yfír því, að við skyldum þurfa að drepa Monty. Hann var svo fallegur," sagði hún. Hún sagðist hafa verið að eiga við Iifandi kanínur, sem Monty átti að fá í matinn og líklega hefði slangan fundið lyktina. Hull sagði, að þau hefðu tekið slönguna að sér fyrir sameiginlegan vin og gætt hennar undanfarna sex mánuði. Hefðu þau treyst dýrinu svo vel, að þau hefðu leyft því að sofa í hjónarúminu. „En Monty var geðvondur upp á síðkastið," sagði Hull, „af því að hann var að hafa hamskipti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.