Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 46

Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 46 tn Mark Knopfler A YNGRI ÁRUM Steven Spielberg hefur gert kvikmynd „Leyndardómur píramítans" er flallar um hinn fræga spæjara Sherlock Holmes á yngri árum. Þar er Holmes látinn hitta sinn trygga fylgi- naut John Watson árið 1879, 5i^ií5ísá«yrewárunum Hver er hvers? Peir sem við skemmtanaiðn- aðinn vinna eru yfirleitt mikið í sviðsljósinu, en vilja gjarnan halda sinni fjölskyldu fyrir utan slíkt. Hér er smáþraut fyrir lesendur. Myndir af nokkr- um frægum einstaklingum og mökum þeirra eða fylginautum (eftir því sem við best vitum) og málið er hverja á að para saman? Mark Knopfler Brosmildir í félags- skap prinsessunnar af Wales. er hann hóf skólagöngu í Lon- don. Þeir félagar lenda vitaskuld í leyndardómsfullum ævintýrum eins og við er að búast. — fyrirliði hljómsveitarinnar Dire Straits „ n ire Straits, breska hljómsveit- in, er vel þekkt hér á landi og hefur átt nokkur lög á vinsældalista rásar 2 að undanfornu. Ólíkt flestum öðrum frægum hljómsveitum, segj- ast þeir félagar hafa mjög gaman af því að leika í litlum klúbbum og nú nýverið birtust þeir óvænt í 18 ára afmæli er haldið var í einum slíkum í Newcastle og fluttu þar hljómlist sína gestunum til mikillar ánægju. Mark Knopfler stofnaði hljóm- sveitina fyrir rúmum 8 árum. Hann er aðalgítarleikari og semur flest laga þeirra. Hann segist ekki lesa nótur og gítarleikarinn Chet Atkins, er gerði eitt sinn með honum plötu, á að hafa látið það út úr sér, að þessi breski náungi virtist ekkert vita hvað hann væri að gera, en það reyndist allt vera í besta lagi er upp væri staðið. Mark Knopfler fæddist í Glasgow fyrir 36 árum, flutti til Newcastle á unga aldri og sýndi fljótt áhuga á tónlist. Faðir hans sem var ungverskur gyðingur, arkitekt að mennt, var ánægður með tónlistaráhuga sonarins og reyndi að kenna honum að leika á píanó og fiðlu, en með litlum árangri því Mark vildi bara leika eftir eyr- anu. Sinn fyrsta gítar fékk hann i afmælisgjöf er hann varð 15 ára og síðan hefur hann varla sést gítar- laus. Að vísu gaf hann sér tíma til að ljúka námi, lagði stund á ensku við háskólann í Leeds og vann um tveggja ára skeið við blaða- mennsku, hjá Yorkshire Evening Post. Tónlistin varð ofan á og Mark Knopfler hefur þénað mikið fé. Byijunarörðugleikamir voru að baki er „Sultans of Swing" komst í efsta sæti á vinsældalistum um allan heim fyrir átta árum. A eftir hafa fylgt mörg önnur lög og hann hefur einnig samið lög er aðrir flytja s.s. Tina Tumer lagið „Private Dancer". Töluverð mannaskipti hafa orðið hjá Dire Straits og Mark hefur verið spurður að því hvort hann geri of miklar kröfur til manna sinna. Því þvemeitar hann. Segist aðeins vilja að menn leggi sig fram, bæði hann og aðrir. Tónlistin sé sitt líf og þegar hann sé að spila, hvort sem það sé fyrir fáa eða marga reyni hann að gera það betur en nokkru sinni fyrr. Þeir félagar eru látnir byija snenuna að totta pípur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.