Morgunblaðið - 09.04.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.04.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ujtw -// lf Þessir hringdu . . . Miskunnarlaus fréttaflutningur Margrét hringdi: „Fréttaflutningur sjónvarps- ins af slysum er æði miskunnar- laus. Þegar Hafþór heitinn fannst í Sundahöfn var algjör óþarfí að sýna svo ýtarlega þegar jeppinn var dreginn upp úr sjónum. Það er mjög sárt fýrir ættingja að þurfa að horfa á slíkt og þjónar auk þess engum tilgangi." Stóru vinningamir Magnea Gunnlaugsdóttir hringdi: Eg er hrædd um að margir hafí misst málið þegar vinninga- skrá í ákveðnu happdrætti birt- ist og sá stóri sem allir biðu eftir lenti hjá umboðinu annað árið í röð. Þetta er öfugt við beljumar sem verða að nautum. Happdrættin auglýsa stóru vinningana með pompi og pragt, gefa svo út miða á hvert manns- bam í landinu og kannski rúm- lega það. Það er útaf fyrir sig gott að styðja gott málefni en undir niðri blundar nú gróðavon- in um þann stóra sem fær fólk til að vera með. En það fer ekki að duga mikið lengur þegar maður veit að umboðin spila sjálf á megnið af miðunum. Hvað ætli bílamir hafi verið margir sem hamingjusamir vinningshafar óku heim á síð- asta ári? HEILRÆÐI Sjómenn. Kynnið ykkur staðsetningu handslökkivitækja um borð í skipi ykkar. Kynnið ykkur notkun þeirra. Kynnið ykkur ástand þeirra. Munið: Hafið ávallt greiðan aðgang að handslökkvitækjum, það er aldrei að vita hvenær grípa þarf til þeirra. Reykhús Morgunblaðsins Agnar Helgason skrifar: Það er til háborinnar skammar fyrir Morgunblaðið hvemig lög um tóbaksvarnir eru þverbrotin af starfsfólki blaðsins í afgreiðslusöl- um þess. Reykkóflð á almennu auglýsingaafgreiðslunni er þvílíkt að venjulegt fólk, sem ekki reykir, stendur nánast á öndinni, þegar komið er þar inn fýrir dyr. Ástæðan fýrir þessum reiðiskrif- um mínum nú er sú, að fyrir nokkru átti ég leið þar inn í þeim tilgangi að koma auglýsingu í blaðið. Með mér var lítil frænka mín sem er astmaveik. Það var talsvert að gera í afgreiðslunni þegar við komum inn og því þurftum við að bíða um stund áður en röðin kæmi að okkur. Úr því varð þó aldrei því litla stúlkan byijaði fljótlega að hósta í reykjar- svælunni, svo ég átti ekki annarra kosta völ en að fara með hana út. Þegar út var komið fékk bamið svo slæmt astmakast að ég hélt bók- staflega að það ætlaði að kafna. Það er argasta skerðing á mann- réttindum að geta ekki komið inn á opinbera afgreiðslustaði án þess að þurfa að anda að sér skít og sjúkdómasvælu frá afgreiðslufólki. Það er glæpsamlegt að geta ekki farið með bamið sitt (eða annarra) inn á opinbera staði án þess að því liggi við köfnun. Ég vænti þess að næst þegar ég kem inn á af- greiðslu Morgunblaðsins hafí starfsfólk verið skikkað til að reykja sína stauta á afmörkuðum stöðum og það tryggt að reykmengunin berist ekki út á almennt afgreiðslu- svæði, eins og lög gera ráð fyrir. Úttektarmiðar svo allir megi sjá þurfalinginn Velvakandi góður. Tilefni þess að ég sting niður penna er þáttur Sonju B. Jónsdóttur „Kastljós" 21. mars síðastliðinn. Hann fjallaði um fátækt á íslandi. Mig setti hljóða við að hlusta á hann og hlýtur svo að hafa verið um fleiri. Að slíkur smánarblettur skuli vera á íslensku þjóðfélagi, að einstæðar mæður og ung böm líði næringarskort er meira en hægt er að þola í okkar samfélagi. Öryrkj- ar og lífeyrisþegar eiga sjálfsagt ekki sjö dagana sæla, þegar full- frískt fólk sem vinnur fullan vinnu- dag og meira en það, fær ekki lifað af og leitar á náðir félagsmálastofn- unar. Þar er bikarinn tæmdur í botn og tekið á móti úttektarmiðum svo allir megi sjá þurfalinginn. Stjómendur slíkrar lágkúru og lág- launastefnu, háir sem lágir, eiga skilyrðislaust að fá greiddan hluta af sínum launum í úttektarmiðum, svo enginn munur verði á. Peningar félagsmálastofnunar og laun þeirra koma úr sama kassa, ekki satt? En hvað bærist innra með at- vinnurekendum þegar þeir borga smánarlaun fyrir keypta vinnu þessa fólks? Það væri fróðlegt að vita. Að lokum, prestar þessa lands: Hjálpið þeim sem bágt eiga. Reynið að höfða til bróðurkærleika og samkenndar í þeim sem í dag niður- lægja fólk fyrir vinnu sína en út- hluta öðrum hátt í mánaðarlaun í ferðapeninga. Svava Flip'n'File fyrir disklinga og snældur Fæst einnig: Bókabúö Braga, Laugav. 118 v/Hlemm. E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SÍMI 651000. TIL ÞEIRRA SEM EIGA STÓR SVEFN- HERBERGI . . . Á LAGER OKKAR ER ÚRVAL AF GEYSI- FALLEGUM ÞÝSKUM OG HOLLENSK- UM SVEFNHERBERGISSETTUM SEM ERU MEÐÁFÖSTUM NÁTTBORÐUM OG LAUSUM OG ERU YFIR 312 CM Á BREIDD. ÞESSI BREIÐU RÚM SEUUM VIÐ MEÐAN BIRGÐIR ENDAST MEÐ SÉRSTÖKUM TILBOÐSKJÖRUM. AÐEINS 20% ÚTBORGUN OG AF- GANGUR Á ALLT AÐ 10 MÁNUÐUM. ■nii .... f || r U 9 m * Tegund Karlsruhe Vandað eikarsett með lausum og föstum hirslum. Massívireikarlistar. Verð með dýnu 180x200 cm. kr. 66.790.- Útborgun aðeins kr. 13.790.- Afborgun aðeins kr. 5.300 á mán. Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin sem útborgun á kaupsamninga og sem staðgreiöslu með 5% afslætti. HÚS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK @ 91-6811 99og68 1410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.