Morgunblaðið - 09.04.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
55
intMlaWHIMHMHwSSB mm
Morgunblaðiö/Bjarni
• Ingunn Bernódusdóttir, Fram, skorar hór eitt af fimm mörkum
sínum gegn KR í bikarleiknum f gœrkvöldi. Fram sigraði með sex
marka mun, 26:20.
Fram í úrslit
Körfubolti:
Tvötöphjá
unglingalandsliðinu
FRAM tryggði sér í gœrkvöldi
réttinn til að leika til úrslita f
bikarkeppni kvenna í handknatt-
leik með því að sigra KR með 26
mörkum gegnm 20. Staðan f leik-
hlói var 11:8 fyrir Fram.
KR-stúlkurnar byrjuðu vel og
komust í 5-1 þegar 10 mínútur
voru liðnar af leiknum. Þá tóku
Framstúlkurnar við sér og jöfnuðu
og tóku síðan yfirhöndina og var
mestur munur i leiknum 8 mörk.
Guðríður Guðjónsdóttir var
FRAMARAR náðu sér í þrjú dýr-
mœt stig f Reykjavfkurmótinu í
knattspyrnu f gærkvöldi er liðið
burstaði Fylkismenn með sjö
mörkum gegn engu. Sú regla
gildir að tvö stig eru gefin fyrir
unnin leik og sfðan fær lið auka-
stig ef það skorar þrjú mörk, og
það gerðu Framarar f gær og
gott betur. Framarar voru dug-
legir að nýta sér veilurnar f vörn
Fylkis f fyrri hálfleik og skoruðu
þá sex mörk en sjöunda og sfð-
asta markið skoruðu þeir undir
lok leiksins.
Af öðrum leikmönnum Fram
ólöstuðum þá kom frammistaöa
West Ham
sigraði
WEST HAM sigraði Southampton
með einu marki gegn engu í 1.
deild ensku knattspyrnunnar f
gærkvöldi. Auk þess voru þrfr
aðrir leikir f 1. deild. Arsenal og
Nottingham Forest gerðu jantefli,
1:1, Leicester sigraði Ipswich, 2:0
og Sheffield Wednesday og QPR
gerðu jafntefli, 0:0.
markahæst í liði Fram, skoraði 9
mörk, þar af sjö úr vítaköstum.
Arna Steinsen og Ingunn Bernód-
usdóttir gerðu fimm mörk hvor.
Sigurbjörg Sigþórsdóttir var
markahæst KR-stúlkna með sex
mörk og Karólína Jónsdóttir gerði
fimm.
Fram, sem nýlega varð íslands-
meistari í meistaraflokki kvenna,
keppir því til úrslita við annaðhvort
Stjörnuna eða Val. Leikur Vals og
Stjörnunnar verður í Digranesi í
kvöld og hefst kl. 21.45.
Arnljóts Davíðssonar, 18 ára pilts
úr 2. flokki, mest á óvart. Hann
er geysilega efnilegur og sýndi það
í leiknum í gær að þeir Guðmundur
Torfason og nafni hans Steinsson
verða að leika vel í sumar ef þeir
eiga að halda stöðum sínum.
Arnljótur hefur gott vald á knettin-
um, er opinn fyrir samleik og síðast
en ekki síst er hann mjög leikinn
og er sjálfur alltaf í góðu líkamlegu
jafnvægi.
GuömundurTorfason kom liðinu
á bragðið strax á 2. mínútu, skaust
inn í sendingu rétt við nefið á
markverðinum og skallaði í netið.
Síðan kom hvert markið af fætur
öðrum. Guðmdur Steinsson gerði
næsta mark með skalla og Guð-
mundur Torfason það þriðja úr
vítaspyrnu. Arnljótur skoraði þriðja
markið og var það einstaklega
glæsilega gert hjá honum.
Guðmundur Torfason gerði síð-
an sitt þriðja mark og Guðmundur
Steinsson skoraði annað mark sitt
fyrir leikhlé með laglegu skoti.
í síðari hálfleik róaðist leikurinn
nokkuð. Fylkismenn komust meira
inn í hann og sóttu talsvert og
þeir áttu reyndar þau færi sem
sköpuðust fyrstu 45 mínúturnar.
Síðustu mínúturnar sóttu Framar-
ar meira og Arnljótur skoraði sitt
annað mark rétt undir lok leiksins
og innsiglaði þar með góöan leik
hjá sér.
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í
körfuknattleik sem tekur þátt f
Evrópukeppninni hefur tapað
tveimur fyrstu leikjum sfnum í
keppninni til þessa. Á mánudags-
kvöld töpuðu þeir fyrir Finnum,
76:94, og f gærkvöldi töpuðu þeir
fyrir Svíum, 76:93.
Keppnin fer fram í bænum La
Baule í Frakklandi og eru íslend-
ingar í riðli með Finnum, Svíum,
Dönum og Frökkum. Tvö efstu liðin
í þessum riðli komast síðan í úr-
slitakeppnina.
í leiknum í gærkvöldi byrjuðu
íslensku strákarnir vel og er 9 mín-
útur voru liðnar af leiknum var
staðan jöfn, 19:19. Síðan var ís-
lenska liðið yfir þar til nokkrar mín-
útur voru til leikhlés að Svíar skor-
uðu 10 síðustu stigin og höfðu 12
stig yfir, 35:47, í leikhléi.
I seinni hálfleik byrjuðu íslend-
ingar vel og náðu að komast yfir
66:63 um miðjan hálfleikinn. Þessi
munur hélst síðan þar til 3 mínútur
voru til leiksloka að Svíar gerðu út
um leikinn og unnu 77:93.
Að sögn Jóns Sigurðssonar
þjálfara var leikurinn í gærkvöldi
mjög góður og hefði getað farið
hvernig sem var. „Munurinn í lokin
gaf ekki rétta mynd af leiknum.
Létt
hjá FH
FH sigraði ÍA með 33 mörkum
gegn 21 f bikarkeppni karla í
handknattleik á Akranesi í gær-
kvöldi. Staðan f leikhléi var 15:10
fyrir FH. Pétur Ingólfsson skoraði
11 mörk fyrir ÍA.
Akurnesingar höfðu frumkvæð-
ið í byrjun allt þar til staðan var
7:7 um miðjan fyrri hálfleik. Þá fór
úthaldið að segja til sín og FH-ing-
ar tóku öll völd á vellinum og juku
jafnt og þétt muninn og var hann
mestur í lok leiksins, 12 mörk.
Guðjón Árnason var markhæst-
ur FH-inga með 7 mörk og Héðinn
Gilsson og Pétur Petersen gerðu
sex mörk hvor.
Leik Þórs og Víkings varö að
fresta vegna þess að Víkingar
komust ekki til Eyja vegna þoku.
Leikurinn fer því fram í Vest-
manneyjum í kvöld kl. 20.00 svo
fremi að gefi að fljúga.
Tveir aörir leikir verða í meist-
araflokki karla í kvöld. Haukar og
Ármann leika í Hafnarfirði kl. 20.00
og Breiðablik og Stjarnan leika í
Digranesi kl. 20.30.
Golf:
Þeir áttu
landið
VIÐ SKÝRÐUM frá þvf á föstudag-
inn að næsta landsmót f golfi
færi fram f Lairunni og að deila
landeigenda og GS væri farsæl-
lega leyst þannig að mótið gæti
farið fram þar.
í niðurlagi greinarinnar segir:
„Ástæðan var að nokkrir landeig-
endur töldu hluta af velli GS
standa á þeirra eign og um þetta
stóð deilan . . .“ Feitletraða orðinu
hér á undan var ofaukið. Hið rétta
er auðvitað að landeigendur eiga
landið en hafa nú ákveðið aö selja
GS það. Þetta er hér með leiðrétt
og hlutaöeigandi beðnir velvirðing-
ar.
Magnús var einnig stigahæstur í
leiknum gegn Finnum á mánu-
dagskvöld með 20 stig.
Ónnur úrslit á mótinu til þessa
eru að Frakkar unnu Dani í gær-
kvöldi með 96 stigum gegn 73.
íslendingar keppa við Dani í kvöld
og var Jón Sigurðsson bjartsýnn á
siguríþeim leik.
SKOSKI landsliðsfyrirliðinn f
knattspyrnu, Graeme Souness,
tilkynnti f gær að hann færi frá
ftalska liðinu Sampdoria og gerði
samning við Glasgow Rangers
sem framkvæmdastjóri og leik-
maður.
Souness, sem mun að öllum lík-
indum verða fyrirliði skoska lands-
liðsins í heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó í sumar, mun taka við fram-
kvæmdastjórastöðunni af Jock
Wallace, sem hætti störfum á
mánudaginn.
Hinn 32 ára gamli miðvallarleik-
maður átti enn eftir eitt ár af
Svíar eru með mjög sterkt lið og
unnu þeir til dæmis Dani, 111:46,
í fyrrakvöld," sagði Jón.
Stigahæstir í íslenska liðinu í
gærkvöldi voru Magnús Matthías-
son með 26 stig og Kristinn Einars-
son með 18 stig. Teitur Örlygsson
og Guðjón Skúlason áttu einm'ð“
góðan leik og gerðu 12 stig hvor.
samningi sínum við Sampdoria.
En forráðamenn Sampdoria hafa
samþykkt þetta og mun hann leika
næstu þrjá leiki með liðinu áður
en hann heldur heim og tekur við
framkvæmdastjórastöðunni hjá
Rangers.
„Þar til í síðustu viku var ég
staðraðinn í að leika með Samp-
doria út samningstímabilið. En
þetta tilboö var það gott að ég gat
ekki hafnað því," sagöi Graeme
Souness.
Glasgow Rangers varð síðast
skoskur deildarmeistari í knatt-
spyrnu 1978.
\
Firmakeppni
Firmakeppni HK í innanhússknattspyrnu fer
fram í íþróttahúsi Digraness 18., 19. og 20.
apríl nk. Leiktími 2x10 mín.
Þátttökutilkynningar tilkynnist Lárusi S.
Ásgeirssyni í síma 46324 og vinnusími
28777 fyrir!5.þ.m.
Þrjú stig
til Fram
• Graeme Souness mun stjóma Glasgow Rangers.
Souness stjóri
hjá Rangers
- mun einnig leika með liðinu