Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 4
4__________________________________ Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Tap liðins árs tæpar 30 millj. TÆPLEGA 30 milljón króna tap varð á rekstri Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki á síð- astliðnu ári. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins í fyrra- kvöld, svo og að fjármálaráð- herra og iðnaðarráðherra hafa ákveðið að auglýsa til sölu hluta- bréf ríkisins í fyrirtækinu, en ríkið er 40% eignaraðili að verk- smiðjunni. í frétt frá verksmiðjunni segir að hafa verði í huga, þegar litið er á taprekstur sl. árs, að tilrauna- reksturinn frá því í júlílok í fyrra sé allur kostnaðarfærður, en sölu- tekjur eingöngu vegna síðustu þriggja mánaða ársins í fyrra. Þar kemur jafnframt fram að kostnaður við tilraunareksturinn varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, vegna galla á bræðsluofni frá Elkem. Eru ráðgerðar samn- ingaviðræður við Elkem vegna þessa galla síðar í þessum mánuði. Ámi Guðmundsson var kjörinn formaður stjómar fyrirtækisins, en aðrir í stjóm eru Snorri Egilsson, Stefán Guðmundsson, Pentti Ljung- quist og Ólafur Friðriksson. Fulltrú- ar fjármála- og iðnaðarráðuneytis eru Lára Ragnarsdóttir og Halldór Kristjánsson. Morgunblaðið/RAX Bogí Araar Finnbogason tekur við gjöf Sambandsins úr hendi Er- lends Einarssonar, forstjóra. Axel Gíslason aðstoðarforstjóri og Einar Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, horfa á. Sambandið gaf 100 þúsund krónur STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum á föstudaginn var að styrkja starf nýstofnaðra sam- taka foreldra fyrir vímulausa æsku með fjárframlagi. Erlend- ur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins, afhenti gjöfina, eitt hundrað þúsund krónur, í dag. Við henni tóku fulltrúar Samtaka foreldra fyrir vímulausa æsku, Bogi Amar Finnbogason, for- maður undirbúningsnefndar, Ragnheiður Guðnadóttir og Frið- rik Theodórsson, sem einnig eiga sæti í undirbúningsnefnd og Hendrik Berndsen og Einar Kr. Jónsson, formaður og fram- kvæmdastjóri SÁÁ. Erlendur Einarsson sagði við afhendinguna, að þessi fjárstuðn- ingur væri aðeins örlítill þakklætis- vottur frá Sambandinu til þeirra, sem nú væru að vinna framúrskar- andi starf til þess að spoma við vímuefnaneyslu ungmenna í landinu. Af fáu hefðu menn meiri áhyggjur en vaxandi neyslu eitur- efna og gegn henni yrði að vinna með öllum tiltækum ráðum. Hann kvaðst vonast til þess, að þetta fjár- framlag frá Sambandinu yrði til þess að fleiri fyrirtæki í landinu legðu málinu lið. Bogi Amar Finnbogason þakkaði gjöfina og sagði það gleðilegt, að stærstu fjöldasamtök í landinu hefðu orðið með þeim allra fyrstu til þess að rétta Samtökum foreldra fyrir vímulaua æsku hjálparhönd. Árni ísaksson veiðimálastj óri Landbúnaðarráherra hefur skipað Arna ísaksson fiskifræð- ing í stöðu veiðimálastjóra frá 1. júní næstkomandi. Þá mun Þór Guðjónsson láta af embættinu eftir 40 ára starf. Ámi ísaksson hefur starfað hjá Veiðimálastofnun með námshléum frá árinu 1961, en samfellt frá 1970. Hann var ráðinn fískifræð- ingur við stofnunina í júlí 1967 og skipaður_ deildarstjóri 1. janúar 1981. Ámi hefur verið fram- kvæmdastjóri Laxeldisstöðvar ríkis- ins í Kollafírði frá 1. júlí 1984. Hann var settur veiðimálastjóri frá 1. nóvember 1984 til 30. aprfl 1985. Fjórir aðrir sóttu um stöðuna: Dr. Gísli Már Gíslason dósent, Há- kon Aðalsteinsson rannsóknamað- ur, Sigurður Guðjónsson verkefíiis- stjóri og Sigurður R. Þórðarson verkefnisstjóri. Morgunblaðið/SigJóns. Frá undirritun samningsins í gær. Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri, Guðmundur Sigurðsson bæjar- fulltrúi, Guðmundur Kr. Jónsson bæjarfulltrúi og Guðmundur Þorvaldsson bóndi, Laugarbökkum. „Einstök lipurð sýnd þéttbýlinu“ „ÉG HELD að þessi samningur sé mjög mikils virði, ekki síður kaldavatnsréttindin," vegna þess að hér fyrir ofan bæinn eigum við ekki öll réttindi," sagði Guðmundur Sigurðsson bæjarfulltrúi um samninginn að lokinni undirritun. „Ég tel nauðsynlegt að bæjar- félagið tryggi sér vatnsréttindi. Það er ljóst að svæði okkar í Laugardælum er fullnýtt, og full þörf á að afla vatnsréttinda í ná- grenni bæjarins," sagði Guð- mundur ennfremur. Guðmundur Kr. Jónsson bæjarfulltrúi sagðist telja þetta tímamótasamning fyrir Selfoss, sem yki öryggi í vatnsöfl- un fyrir bæinn. „Þama skapast möguleikar á að ná í bæði heitt og kalt vatn fyrir hinn almenna notanda og fyrir atvinnustarfsemi sem þarf á slíku að halda í miklum mæli. Við gerðum þennan samn- ing þegar upp kom að þessir aðilar vildu leigja bænum réttindin á þessum einstæðu kjörum. Við höfum átt mjög góð samskipti við þá Laugarbakkamenn og allar samningaviðræður hafa gengið mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Ég bind miklar vonir við þenn- an samning," sagði Stefán Ó. Jónsson, bæjarstjóri, „það er ljóst að hér með Ingólfsfjalli er mikið kalt vatn og heitt vatn er hér líka í verulegum mæli. Við erum því vel í stakk búnir með orku, eftir þennan samning. Með samningn- um sýna Laugarbakkamenn ein- staka lipurð við þéttbýlið og að því leyti er þetta tímamótasamn- ingur." — Sig.Jóns. „ Vil að þéttbýlið ogjörðin njóti hlunn- indanna“ — segir Guðmundur Þorvaldsson bóndi á Laugarbökkum „MITT viðhorf í þessu máli er það að jörðin njóti þessara hlunninda sem heita og kalda vatnið gefa, en ekki ég sjálfur sérstaklega með einhverri hárri peningaupphæð," sagði Guðmundur Þorvaldsson bóndi á Laugarbökkum eftir að hann hafði undirritað samninginn. Guðmundur flutti að Laugar- bökkum 1961 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í Reykjavík í 16 ár. Hann sagðist alltaf hafa nýtt heita lind sem væri að fínna í hlaðinu til þess að hita upp húsið og heitt vatn væri að fínna víða f landareigninni. „Það er ekki hægt fyrir einn bónda að leggja út í tvísýnar framkvæmdir við að virkja heitt vatn. Ég vil því að þéttbýlið taki þá áhættu og njóti m-í -í mí ’mé/i hlunnindanna af vatninu," sagði hlunnindum jarðar sinnar til þétt- Guðmundur sem stigið hefur býlisins við Ölfusárbrú. einstkta skref með framsali á — Sig. Jóns. Rangárvallahreppur: Listi sjálfstæðismanna og óháðra ákveðinn ÁKVEÐINN hefur verið fram- boðslisti sjálfstæðismanna og óháðra við hreppsnefndarkosn- ingaraar i Rangárvallahreppi 14. júní nk. Listinn verður þannig: 1. Fannar Jónasson viðskiptafræðingur. 2. Drífa Hjartardóttir húsmóðir 3. Hjördís Gísladóttir meinatæknir 4. Unnur Þórðardóttir skrifstofumað- ur 5. Amór Egilsson læknir 6. Garðar Sigurðsson verslunarmaður 7. Ámi Magnússon bóndi 8. Garðar Jóhannsson framkvæmdastjóri 9. Gunnar Bragason háskólanemi og 10. Páll G. Bjömsson framkvæmda- stjóri. Við síðustu hreppsnefndarkosn- ingar fékk listi sjálfstæðismanna og óháðra 4 hreppsnefndarmenn kjöma, þá Pál G. Bjömsson, Jón Thorarensen, Gunnar Magnússon og Áma Hannesson, en enginn þeirra gaf kost á sér til setu í sveit- arstjóm á næsta kjörtímabili. — Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.