Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986
13
Ljóðræn vitund
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Við hér heima á FVóni þekkjum
Nínu Gautadóttur fyrst og fremst
sem veíjarlistakonu í ljósi tveggja
sýninga, sem hún hefur haldið hér-
lendis. Hina fyrri að Kjarvalsstöð-
um árið 1980, en hina síðari í List-
munahúsinu árið 1983.
Vefnaður hennar var grófgerður
og byggðist mikið til á hvers konar
hnýtingum, svo sem mikið hefur
verið af meðal veflistarkvenna á
framúrstefnujaðrinum undanfama
áratugi.
Við vissum, að verk Nínu á þessu
sviði höfðu vakið athygli á sýning-
um í París og víðar, en hún hefur
lengi verið búsett í heimsborginni,
numið þar og unnið að list sinni.
í upphafi þessa áratugar fluttist
Nína með fjölskyldu sinni til Niger
í Afríku, dvaldi þar í tvö ár, en hélt
svo aftur til Parísar, þar sem hún
dvaldi næstu tvö árin, en fluttist
svo aftur til Afríku og í þetta skipti
til Kamerún.
Ef til vill hafa þessir stöðugu
flutningar átt sinn þátt í því, að
Nína söðlaði yfir í málverkið, sem
auðveldara er að flytja á milli landa
en fyrirferðarmikinn vefnaðinn. Það
verður þó einnig að taka með í
reikninginn, að Nína lauk burt-
fararprófí í málaralist frá Fagur-
listaskólanum í París eftir fimm ára
nám árið 1976. Þannig kann hún
að hafa borið í sér löngun til að
takast á við pentskúf og liti þó að
hún væri upptekin af veflistinni um
skeið.
Hvað sem öðru líður, þá sýnir
listakonan rúmlega 40 myndir í
eystri gangi Kjarvalsstaða fram til
19. maí.
Nína virðist um margt hafa aðra
afstöðu til hins tvívíða málverks en
veflistarinnar, þar sem fram kemur
svipur lágmyndarinnar og hins þrí-
víða sviðs. Og þó kennir maður
skyldleika, sem kemur fram í gróf-
leika áferðarinnar og meðhöndlun
litanna, en hér gætir tilhneigingar
til hins skreytikennda. Litimir í
sumum málverkunum virka þannig
nokkuð sætir, einkum þá er gerand-
inn notar óspart hinn rauðfjólubláa
lit, svo að hann nálgast hættumörk
væmninnar.
Þetta er það sem ég helst fínn
að á sýningunni og blasir raunar
við skoðandanum, er hann nálgast
hana, þannig að hætta er á að hann
fái hér ranghugmyndir. Það vill svo
til, að sýningin vinnur á við nánari
skoðun, því að nóg er af myndum
innar í ganginum og á flekum þar
sem þetta á ekki við.
Vil ég einkum vísa til mynda eins
og „Skammdegi" (II), „Fossbúi"
(35), „Vatnaspegill" (34 og 35) svo
og „Vetumótt" (38).
í öllum þessum myndum er Nína
í góðu sambandi við hin ýmsu fyrir-
bæri náttúrunnar, sem maður
skynjar ósjálfrátt, enda þótt mynd-
imar séu mjög huglægar í útfærslu.
Nína virðist nefnilega að jafnaði
styðjast við beina sjónreynslu sína
úr ríki náttúmnnar.
Málverkin munu flest eða öll vera
máluð á þessu ári og vinnubrögðin
em hröð og ákveðin, — myndmálið
sver sig í ætt við ljóðræna abstrak-
sjón og er á engan hátt frumlegt,
þótt höfundareinkenni komi glöggt
fram — sem er aðalatriðið.
Hér væri mögulegt að nefna áhrif
frá ýmsum málurum og þá einkum
í þeim myndum, þar sem fram
kemur vatnaliljuform — en ætli það
sé ekki íjarska erfitt að mála á
þennan hátt, án þess að það minni
á meistarann í Givemy ...
Á heildina litið er þetta eftirtekt-
arverð frumraun.
Ertufarin(n) að ryðga svolítið íenskunni 2
Þarftu að auka orðaforðann - æfa talmálið - eða bæta við leskunnáttuna?
Hvernig væri að nota sumarleyfið til menntunar — jafnt sem hvíldar og
skemmtunar?
EIMSKA RIVIERAIM
— TORQUAY
ÓDÝR
Sigrún Eðvaldsdóttir
greinilegri framfor. Kórhlutverkið
var í höndum Karlakórs Reykja-
víkur sem heldur upp á sextugsaf-
mæli sitt um þessar mundir. Þrátt
fyrir sín sextíu ár er engin elli-
bragur á söng kórsins, þvert á
móti. Þeir voru hinir hressustu
og sungu frísklega undir öruggri
stjóm Páls. Fréttst hefur að kór-
inn sé á leið til Frakklands með
þetta verk ásamt höfundi. Héðan
fylgja þeim bestu óskir um árang-
ursríka ferð.
Eftir hlé heyrðum við svo Þjóð-
vísu Jóns Ásgeirssonar, hressilegt
verk með sterkum þjóðlegum blæ.
Þá kom „Landkjending" eftir
Grieg, flutt af Karlakór Reykja-
víkur, Fóstbræðmm og Kristni
Hallssyni auk hljómsveitarinnar.
Þeir sem sífellt em að halda því
fram að karlakórar heyri helst
sögunni til hefðu bara átt að heyra
þessa tvo ágætu kóra stilla saman
strengi sína. Þeir sungu af reisn
og krafti, enda mjög vel tekið af
áheyrendum, sem þó vom ekki
margir eins og fyrr er getið. Krist-
inn Hallsson stóð að sönnu vel
fyrir sínu. Við heyrðum einnig
kórana og hljómsveitina flytja
„Brennið þið vitar“ eftir Pál
Isólfsson og „Finlandia" eftir
Sibelius með glæsibrag. Þannig
lauk helgartónleikasyrpu Sinfón-
íuhljómsveitar íslands að þessu
sinni.
Að lokum langar mig að
minnast lítillega á efnisskrána
sem gefin er út með hverjum
konsert. Oft hafa skrif þau sem
þar birtast vakið furðu mína og
fjallar á stundum mest lítið um
þau verk sem verið er að flytja,
heldur eitthvað allt annað. Þó
keyrði um þverbak í þetta sinn.
Það var ekki minnst einu orði á
Grieg eða verk hans „Landkjend-
ing“. Þetta er atriði sem stjóm
hljómsveitarinnar þyrfti að huga
að og gera á bragarbót.
Hinn norræni tónn
Tónlist
Egill Friðleifsson
Háskólabíói 10. maí ’86.
Efnisskrá: Verk eftir H. Alf-
vén, C. Sinding, Skúla Halldórs-
son, Jón Ásgeirsson, E. Grieg,
Pál ísólfsson og J. Sibelius.
Það er vor í lofti. Sólin skín
glaðlega dag eftir dag, lóan kvak-
ar í mó og sl. laugardag fóra fram
í Háskólabíói síðustu helgartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Á efnisskránni vom ein-
göngu norræn verk og veitir sjálf-
sagt ekki af að hressa upp á
norræna samvinnu svona fyrir
sumarið. Reyndar vom Danir
fjarri góðu gamni og áttu þarna
engan fulltrúa. En hvort sem það
var nú góða veðrinu eða efnis-
skránni um að kenna var fátt á
tónleikunum, sem var í öfugu
hlutfalli við tilstandið, því auk
hljómsveitarinnar vom mættir til
leiks tveir fTlefldir karlakórar auk
tveggja einsöngvara og einleik-
ara. Raunar er dræm aðsókn í
maí engin ný frétt og má það
fremur kallast regla en undan-
tekning.
Tónleikamir hófust með
sænskri rapsódíu „Midsommar-
vaka“ eftir Hugo Alfvén, sem er
eitt af hans þekktustu verkum.
Það er aðgengilegt og gaman-
samt, að mestu byggt upp á al-
kunnum þjóðlögum. Og þó blásar-
amir virkuðu dálítið þungir í
upphafí og strengimir sárir, tókst
stjómandanum, Páli P. Pálssyni,
brátt að mana menn sína til átaka
svo úr varð ágætt eymagaman.
Þá heyrðum við svítu fyrir fiðlu
og hljómsveit í þremur þáttum
eftir Christian Sinding. Það var
notalegt að vera minntur á að
Norðmenn hafa átt tónskáld sem
samið hefur vitræna músík, eftir
Gleðibankafárið mikla í Bergen,
þar sem lágkúmlegt iðnaðarpopp-
ið birtist í sinni nöturlegustu
mynd. Þar var mikill hávaði af
litlu tilefni. Það er merkilegt með
stófnun eins og sjónvarpið, sem
sífellt barmar sér undan féleysi,
skuli vera tilbúið að eyða milljón-
um á milljónir ofan í annað eins
fánýti, sem engu máli skiptir og
ekkert skilur eftir. Án þess að
tapa þræðinum skal þess getið
að það var Sigrún Eðvaldsdóttir
sem fór með einleikshlutverkið í
svítunni. Sigrún vakti komung á
sér athygli fyrir óvenju fágaðan
og glæsilegan fíðluleik og er enn
í stöðugri framför.
Þrátt fyrir ungan aldur hika ég
ekki við að telja Sigrúnu nú þegar
í allra fremstu röð íslenskra fíðlu-
leikara. Þessi svíta er e.t.v. ekki
sérlega merkileg músík, en þeim
mun athyglisverðari var túlkun
Sigrúnar. Hún lék af innlifun og
öryggi og má mikið vera ef hennar
bíður ekki glæst framtíð sem
fíðluleikara.
Skúli Halldórsson samdi kant-
ötuna „Pourquoi-pas?“ við ljóð
Vilhjalms frá Skálholti fyrir rúm-
Sigríður Gröndal
um aldarfjórðungi en hljómar nú
í fyrsta sinn á tónleikum. Þetta
verk er hvorki betra né verra en
aðrar tónsmíðar Skúla. Hljóm-
sveitarútfærslan er ákaflega ein-
föld og kórsatsinn fylgir hefð-
bundinni forskrift. Oft hefur
Skúla þó tekist að semja betri
laglínur en birtist í þessu verki,
og ég held það hafí verið misráðið
að láta sópraninn syngja með í
lokahendingunum, því hún er með
öllu kaffærð af hljómsveit og kór.
í verkinu má fínna þó nokkur
dramatísk átök og hljómar á
köflum þokkalega.
Sigríður Gröndal söng sópran-
inn. Hlutverk hennar er ekki stórt,
en hún gerði því góð skil og er í
The Torbay School of English, sem er viðurkenndur af British Counsil, er lítill og vinalegur skóli er leggur
áherslu á persónulega leiðsögn og að sinna þörfum hvers nemanda. Á sumarnámskeiði skólans er aðeins
kennt fyrir hádegi, 20 kennslustundir á viku. Einstaklingar eða hópar, sem þess óska, geta fengið sér-
kennslu (einn nemandi í kennslu).
Sumarnámskeið kostar aðeins kr. 4.080 á víku.
Leitið upplýsinga.
Við bjóðum fleiri vaikosti. Austurstræti 17
Skólinn er skammt frá gististöðum ÚTSÝNAR í Torquay. sími 26611
ENSKA RIVIERAN ER FALLEG — SKEIVIII/ITIL.EG