Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Grunnskóla Barðastrandar slitið Barðaströnd. GRUNNSKÓLA Barðastrandar var slitið 3. maí með helgistund, sem prófasturinn, séra Þórarinn Þór, flutti. Síðan sleit skólastjórinn, Torfí Steinsson, skólanum með yfír- litsræðu um störf skólans í vetur. Gat hann þess m.a., að krakkar úr fjórða til áttunda bekk hefðu farið í skíðakennslu til Isafjarðar í nokkra daga. - SJÞ Ljósm. Úlfar Ágústsson Myndin sýnir þá þróun sem orðið hefur í notkun gaffallyftara. Sá minnsti sem þótti góður þar til fyrir rúmu ári er nú aðallega notaður til að vinna inni í stærstu gámunum, sem nýi 35 tonna lyftarinn flytur fyrirhafnarlaust um svæðið og getur staflað upp. A myndinni er Bjarni Garðarsson yfirverksljóri Eimskips á ísafirði í miðið ásamt Kára Svavarssyni til vinstri og Ólafi Baldurssyni, en þeir stjóma gaffallyfturunum. Gámavæðingin kallar á stórvirka lyftara uaflrði. UM 14 ár eru síðan fyrsti gaffal- lyftarinn var tekinn í notkun hjá afgreiðslum skipafélaganna á ísafirði. Þótt lyftigeta hans hafi aðeins verið 2,5 tonn létti hann mjög öll störf hafnarverka- manna. Lyftarar af sambærilegri stærð vom svo notaðir þar til fyrir einu ári að aukin notkun gáma, sérstaklega til útflutnings á ferskum fiski, kallaði á notkun gámalyftara. Þá keypti afgreiðsla Eimskips 14 tonna lyftara, en hann gat fært til venjulega gáma á hafnarsvæð- inu. Þó hann hafí reynst mjög vel er hann þegar orðinn allt of lítill, því vegna þrengsla þarf nú að stafla fullum gámum upp til að koma þeim fyrir. Afgreiðsla Eimskips er nú að taka í notkun 35 tonna lyftara af sænskri gerð. Með tilkomu hans er vonast til að hægt verði að af- greiða það aukna magn sem nú fer um höfnina, þar til tekið verður í notkun nýtt athafnasvæði hafskipa í Sundahöfn, eftir 2—3 ár. Til gamans má geta þess, að til bess að flytja einn 35 tonna þungan gám eins og nýi lyftarinn flytur þyrfti um 700 hafnarverkamenn. Úlfar wmsm wmmmmem: Gangbrautarmerking á Sauðárkróki Sauðárkrókur. VORSTÖRF eru nú hafín hjá starfsmönnum Sauðárkrókskaupstaðar og nú nýlega var unnið að gangbrautarmerkingum eftir veturinn. Myndin sýnir starfsmennina leggja gangbraut yfir Aðalgötu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Er styrjöld í aðsigi milli Israels o g Sýrlands — eða er annarra ástæðna að leita fyrir tali Assads? í FRÉTTUM frá Sýrlandi og ísrael upp á síðkastið hefur verið þrástagast á því, að hvor þjóðin um sig búi sig undir að hefja meiriháttar árás á hina. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, gekk fram fyrir skjöldu á dögunum og sagði, að ísraelar hefðu ekki i hyggju að gera atlögu að Sýrlandi og ekkert benti til þess að Sýrlendingar væru með meiri viðbúnað við landamæri ríkjanna en venjulega og ekki hefði orðið vart við óeðlilega mikla liðs- flutninga. A hinn bóginn hefur samt verið töluverð ókyrrð i byggðum drúsa í Golanhæðum, sem nú tilheyra Ísraelsríki. Þar hefur verið tiltölulega kyrrt undanfarna mánuði, en siðustu vik- urnar hafa ungir drúsar i neðri Golan margsinnis efnt til mót- mæla, einkum þegar ísraelskir embættismenn hafa verið þar á ferð. Enginn dregur í efa hvaðan er kynt undir þessi mótmæli, en menn greinir á um hversu miklu máli þau skipti eða hversu mikill hugur fylgi máli. Svo stangast fréttir frá Sýr- landi vitanlega á við allt sem frá ísrael heyrist. Og þar er stað- hæft fullum fetum, að Assad forseti hafí í hyggju stórárás á ísrael, ekki aðeins til að hejmta Golanhæðir á ný úr höndum Isra- ela heldur hugsi hann sér til meiri landvinninga. Sagt er að Assad hafí ekki alls fyrir löngu haldið hvassyrtari ræðu en um langa hríð og tilkynnt að áætlunin væri í fullum gangi og ekki myndi langur tími líða unz sýrlenzki herinn væri reiðubú- inn. Með dæmigerðu orðskrúði bætti Assad við: „Við skulum láta kynslóð okkar verða kynslóðina sem færði Allah fómina. Við skulum ekki láta Golanhæðir verða útjaðar Sýrlands. Látum Golanhæðir verða í hjarta Sýr- lands, og klykkti út með: „Við eigum senn stefnumót við bræður okkar í Golanhæðum og í Palest- ínu og í Suður-Líbanon og með hjálp Guðs verður það sigurdag- ur.“ Sendiráðsmenn í Damaskus hafa og veitt því athygli, að Assad og ýmsir aðrir háttsettir ráðherrar hafa gerzt æ harðorðari um þetta málefni. Hins vegar er það svo íhugunarefni, hvar Sýrlendingum í raun og veru gengur til að æsa upp umræður um hugsanlega árás í Israel einmitt nú. Það er auðvitað ekkert leyndarmál að frá því ísra- elar gersigruðu Sýrlendinga 1973, hefur þeim síðamefndu verið mikið í mun að reisa herinn úr rústum. Þeir eiga nú um 4 þúsund sovézkra skriðdreka af fullkomn- ustu gerð og helmingur þeirra er í Golanhæðum ásamt stórskotaliði upp á sextíu þúsund manns og fleiri í grenndinni. Þá er einnig á næstu hervöllum fjöldi sovézkra orrustuvéla sem með litlum fyrir- vara gætu gengið til liðs. Sýrlend- ingar fengu á árunum 1973-1983 hemaðaraðstoð upp á 10 milljarða dollara frá Spvétríkjunum, sam- tímis því að fsraelar fengu jafn- virði 3,8 milljarða dollara frá Bandaríkjamönnum. Síðan 1983 hefur svo hemaðaraðstoð Sovét- manna við Sýrlendinga enn verið aukin. Það er einnig haft eftir áreiðan- legum heimildum að sýrlenzka hemum, eða lunganum úr honum, sé stöðugt haldið í viðbragðsstöðu svo að hann gæti gert stórárás á ísrael með örfárra klukkustunda fyrirvara. Allt þetta er umhugsunarvert og það er enginn vafí á því að ísraelar gera sér grein fyrir þessu þótt þeir reyni að tala hljótt og Assad Sýrlandsforseti vill ekki láta stimpla sig hryðjuverka- mann af Gaddafy-gráðunni og er í mun að dreifa athygli frá ólgu innanlands. Farouk A1 Sharie, utanríkisráð- herra Sýrlands. Myndin var tekin á utanrikisráðherrafund- inum í Fes á dögunum. Þangað komu Sýrlendingar sólarhring of seint, að þvi er mat manna var, til að láta í fjós ákveðna vanþóknun á kröfum Líbýu- manna. láta eins og þeir hafí ekki orðið varir við athafnir Sýrlendinga. Ástæðan er ósköp einföld: Sem stendur — og kannski í fýrsta skipti frá því Israelsríki var stofn- að 1948 hafa menn þar meiri áhuga á bata í efnahagsmálum en erjum við granna — jafnvel þótt þeir átti sig mætavel á því að Sýrlendingar eru í raun og vem einir arabaþjóða sem nú um pstundir ógna tilvem ríkisins. í ferð sinni nýlega til Bandaríkj- Peres forsætisráðherra ísraels staðhæfir að engin áform séu um að ráðast á Sýrland. anna ræddi Peres forsætisráð- herra þetta mál við Reagan Bandaríkjaforseta þótt allar yfír- lýsingar um þær viðræður væm varfæmislega orðaðar. Israelar vita að þeir geta treyst á stuðning Bandaríkjamanna og þeir draga stórlega í efa að Sýrlendingar tefli í þá tvísýnu að ráðast til atlögu, þar sem þá væri í reynd skollin á styrjöld milli stórveld- anna tveggja. En vogað spil Sýrlendinga og ögranir er erfitt að leiða hjá sér og það hefur í raun og vem sýnt sig í fyrri átökum milli ríkjanna, að Sovétmönnum hættir til að kippa að sér hendinni við að að- stoða Sýrlendinga þegar í brýnu slær fyrir alvöm. Trúlegt er að ein af skýringun- um á því hversu Sýrlendingar tefla djarft sé sú að þeir reyna með því að draga athyglina frá þeim ásökunum sem safnast nú að þeim úr öllum áttum; að það séu þeir en ekki Líbýumenn sem hafa hvað mest stutt og látið fremja hin ýmsu hryðjuverk í Evrópu og víðar síðustu mánuði. Sýrlendingum er annt um ímynd sína út á við, þeir vilja gjaman njóta ákveðinnar virðing- ar og vera teknir alvarlega sem ríki og helzt forysturíki araba og það er náttúmlega óhugsandi að land sem er gróðrarstía hryðju- verkaþjálfunar og ljótra verka verði tekið hátíðlega á alþjóða- vettvangi. Assad Sýrlandsforseti hefur ekkert á móti því áð hann sé talinn grimmur maður og harð- skeyttur, en hvorki hann né aðrir háttsettir ráðamenn vilja verða eins konar sýrlenzkir gaddafar. Það er einnig hugsanleg skýr- ing að með þessu reyni stjómin að draga athyglina frá vaxandi ólgu innan Sýrlands. Þótt fréttabann sé nánast al- gert á allt slíkt er óhjákvæmilegt að það berist út, þótt stundum sé það seint og um slðir. Andstaðan við Assad hefur færzt í aukana og það er enginn vafí á því að valdabarátta er innan stjómarinn- ar og æðstu stjómar hersins. Þetta gætu að minnsta kosti verið hugsanlegar skýringar á fram- vindu mála á þessu svæði. En svo gæti vissulega dregið til tfðinda milli þessara erkiflenda. - Kári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.