Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 29 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Fulltrúar á aðalfundi Rauða kross íslands á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Vestmannaeyjum. Aðalfundur Rauða kross íslands: Flóttamannasöfnun í haust næsta stórverkefni Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir kjörinn formaður ÍTÖLSK HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI Klappstólar Svartir Hvítir Rauðir Kr. 698.- Skrifborðsstóll Hvítur Rauður Kr. 2.181.- AÐALFUNDUR Rauða kross ís- lands var haldinn í Félagsheimili Vestmannaeyja dagana 2. og 3. maí sl. Fundinn sóttu 73 fulltrúar frá 20 félagsdeildum. Að lokinni setningarræðu Bene- dikts Blöndal hrl. formanns Rauða kross íslands flutti Sigurður Jóns- son, forseti bæjarstjómar Vest- mannaeyja, ávarp. Hann þakkaði góða samvinnu fyrr og síðar milli RKI og Vestmanneyinga og nefndi sérstaklega aðstoð við Vestmanna- eyjar eftir eldgosið 1973. Þá bauð formaður Rauða kross deildar Vest- mannnaeyja, Einar Valur Bjama- son, yfirlæknir, gesti_ velkomna til fyrsta aðalfundar RKÍ sem haldinn er í Vestmannaeyjum. Næstur talaði Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi, forstöðumaður Rauða kross heimilisins við Tjarnar- götu 35 og rakti hann sögu stofnun- arinnar og skýrði frá þeim árangri, sem orðið hefði af starfseminni frá því heimilið var stofnað. Sigríður Leigir út bíla- síma í hand- hægum töskum BÍLASÍMALEIGAN, Grensás- vegi 8, hóf starfsemi sína 1. mars síðastliðinn. Fyrirtæki þetta leigir út bílasíma, eins og nafnið gefur til kynna. Símarnir eru í sérstökum töskum og er loftnetið með segulstáli og því auðvelt að koma símunum fyrir í bílurn. Að sögn Gríms Leifssonar eig- anda Bílasímaleigunnar er hægt að nota þessa síma svo til um allt land. Aðeins eru örfáir punktar á mið- hálendinu sem ekki næst samband við. Grímur sagðist hafa leigt snjó- sleðamönnum bflasíma og eins hafa komið fyrirspurnir frá sumarbú- staðaeigendum. Hann sagði að auðvelt væri að taka tæki þessi með sér í sumarbústaði því símamir geta ýmist gengið fyrir rafhlöðum eða 220v straumi. Grímur sagði að símarnir hentuðu einnig vel fyrir verktaka og aðra sem væru að vinna á svæðum þar sem enginn sími er. Bflasímarnir eru leigðir ýmist í skamman eða langan tíma og kost- ar leigan 420 krónur á dag. Bíla- símaleigan hyggst einnig leigja út sjálfvirka síma, þegar sjálfvirkt farsímakerfi verður tekið í notkun í sumar. Guðmundsdóttir flutti erindi með skuggamyndum frá störfum í Eþí- ópíu, en þar hefur hún verið lang- dvölum við líknarstörf á vegum RKÍ. Beiðni hefur enn á ný borist um að fá hana aftur þangað til starfa. Þá flutti Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri RKI, erindi um hvaða verkefni væru framundan og minnti á að árið 1980 hefði verið gerð starfsáætlun fyrir næsta áratug. Nú, þegar þessi tími væri hálfnaður, væri hyggilegt að gera grein fyrir því sem áunnist hefur og því sem miður hefði gengið. Að lokum minnti hann á næsta stórverkefni, flóttamannasöfnun á næsta hausti. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir, varaformaður stjórnar RKÍ, talaði um samstarf RKI við önnur félög og Bjöm Friðfinnsson flutti erindi um starf Rauða krossins að friðarmálum. Daginn eftir flutti formaður stjómar skýrslu stjómar og fór yfir helstu þætti hennar og Eggert Ágúst Sverrisson gjaldkeri skýrði reikninga félagsins. Heildartekjur reyndust 67,4 milljónir króna og tekjur umfram gjöld 4,5 milljónir. Bjami Arthúrsson flutti erindi um sjúkraflutninga og lýsti niðurstöð- um nefndar sem að undanfömu hefur starfað að úttekt á þeim málaflokki. Þá flutti Anna Þrúður Þorkelsdóttir erindi sem hún nefndi Friður, frelsi, fíkn. Fundarmönnum var skipt í starfshópa og í skýrslu þeirra kom margt fróðlegt fram sem gert er ráð fyrir að ný stjóm félags- ins hafi til viðmiðunar. Þá fór fram kosning formanns en fráfarandi formaður, Benedikt Blöndal hrl., gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðjón Magnús- son aðstoðarlandlæknir einróma kjörinn stjórnarformaður RKI til næstu tveggja ára. Aðrir sem kjörn- ir vom í stjóm til næstu tveggja ára em Eggert Ágúst Sverrisson sem jafnframt er gjaldkeri, Bjöm Friðfinnsson, Gunnhildur Sigurðar- dóttir, Guðjón Einarsson og Lars Andersen. Fyrir vom í stjórninni Anna Þrúður Þorkelsdóttir, nýkjör- inn varaformaður félagsins, Arin- bjöm Kolbeinsson, Bjarni Arthurs- son, Guðrún Holt ritari og Þórir Þorgeirsson. Björn Tryggvason og Vigfús Þ. Guðmundson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Endur- skoðendur vom endurkjörnir þeir Eyjólfur Pálmason, Ulfar Hauksson og Þorgeir Þorgeirsson. Tveir fyrrverandi stjómarmenn og formenn, Benedikt Blöndal og Björn Tryggvason, vom sérstaklega hylltir í hófí að loknum formlegum aðalfundi. Við það tækifæri bauð Arinbjöm Kolbeinsson formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ að næsti aðalfundur yrði haldinn í Reykjavík. Vörumarkaðurinn hf. ármula ia Sími 686112 Frambjóðendur Sjálfstædisflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíkingum í skoðunar- ferð um höfuðborgina hvítasunnudag 18. maí nk. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 13 og 15 (2 ferðir). Að lokinni skodunarferð verður þátttakendum boðið upp á kafflveitingar í Valhöll. Frambjóðendur annast leiðsögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í síma 82900 frá kl. 9—17 virka daga og frá kl. 13—17 laugardag. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Bílferð um borgina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.