Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 IWfrgfií Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Rættum hálft prósent Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,71% frá 1. apríl til 1. maí eða um 0,55% umfram það sem gert var ráð fyrir í heildarsamningum Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveitenda- sambands íslands í febrúarmánuði síðastliðnum. Þeir kostnaðarliðir fólks, sem einkum valda hækkun vísitölunnar, eru fatnaður, en verð hans hreyfist með gengi erlends gjaldmiðils, hækkun byggingar- vísitölu, sem rætur á í gerðum samningum, og breyting á gengi evrópskra mynta og japanska yensins. Launanefnd aðila vinnumarkað- arins, sem meta á tilefni til kaup- hækkana, aflar nú gagna um kaupmáttarþróun og efnahagsleg- ar forsendur, en hefur ekki, enn sem komið er, tekið afstöðu til hugsanlegrar kauphækkunar frá næstu mánaðamótum. Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASÍ, kemst svo að orði í viðtali við Morgunblaðið, í tilefni framan- greindrar verðþróunar: „Þrátt fyrir að vísitöluhækkunin sé nokkm meiri en ráð var fyrir get tel ég að markmið kjarasamning- anna eigi að nást. Það eru ákveðn- : ir erfiðieikar í þessu núna, vegna misgengis gjaldmiðla, sem við erum viðkvæmari fyrir en flestir aðrir. Ég hefi þó ekki trú á að þessi hálfs prósents umfram- hækkun vísitölunnar muni velta mjög þungu hlassi, enda má segja, að einhvem tíma hafí hálft prósent til eða frá ekki þótt skipta höfuð- máli.“ Þorsteinn Pálsson, §ármálaráð- herra, segir meðal annars, er Morgunblaðið leitaði álits hans um þetta efni, að þessi takmarkaða umframhækkun þýði alls ekki, að við séum að sogast inn í vítahring verðbólgunnar á nýjan leik. Ástæða er til að árétta þá stað- hæfíngu. Það eru einkum ytri áhrif, sem sett hafa óverulegt strik í verðþróunarreikning okkar, en í meginatriðum hefur kjarasátt- málinn haldið. Að því marki, sem framvinda mála hefur verið á valdi heimaaðila, hafa markmið samn- inganna náðst. Það eru í sjálfu sér merk um- skipti, að nú skuli aðilar vinnu- markaðarins setjast á rökstóla um það, hvemig bregðast eigi við ‘/2% hækkun á vísitölu. Sú staðreynd ber þess glögg merki, að menn hafa trú á, að grunnurinn sé traustari undir efnahagsstarfsem- inni en áður. Miklu skiptir, að þannig sé haldið á þessu prófmáli á framkvæmd eins viðkvæmasta þáttar kjarasáttmálans, að traust almennings á honum sé eflt. Með sáttmálanum var lagður grund- völlur að stígandi kaupmætti. Hann batt einnig hendur stjóm- valda. Hagstjómartækjum verður ekki beitt nema með ákveðnum hætti til að markmið sáttmálans náist. Stuðningur almennings og trú hans á það, að leið hafí fundist út úr vítahring verðbólgunnar, ræður úrslitum um að árangur náist. Þá staðreynd verða þeir að hafa í huga, sem ræða nú '/2% hækkunina. Hjöðnun verðbólgu, sem var 130% á 12 mánuðum fyrir aðeins þremur ámm — og ört vaxandi án mótaðgerða — er í sjálfu sér kjara- bót, ekki sízt fyrir láglaunafólk. Febrúarsamningamir vom fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing að- ila vinnumarkaðarins við hjöðnun verðbólgu og æskilegt jafnvægi og stöðugleika í efnahags- og atvinnulífí. Þeir vom tilraun til að bæta kjör þeirra lægst launuðu með minnkandi verðbólgu og strangri verðgæzlu. Þeir veittu stórauknu fjármagni inn í hús- næðislánakerfið oggerðu leið fólks að eigin húsnæði greiðfærari, sem ekki veitti af. Þeir bættu sér í lagi hlut fískverkunarfólks með marg- víslegum ráðstöfunum. Upplausnaröfl, sem hér em til staðar, una því að sjálfsögðu illa, að kjarasátt var gerð, sem fólst í febrúarsamningunum, og hefur þegar sýnt marktækan árangur. Í áróðri þessara afla skiptir hálft vísitöluprósent nú, ufram viðmið- un, miklu meira máli en 130% verðbólguvöxtur 1983! Allt sann- gjamt fólk fagnar því hinsvegar að svo virðist sem markmið samn- inganna hafí í meginatriðum náðst til þessa. Baráttunni fyrir stöðug- leika og gegn verðbólgu er þó langtfráþví lokið. Seljahlíð og VR-íbúðir Seljahlíð og VR-íbúðir Nýtt dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, var formlega af- hent félagsmálaráði Reykjavíkur- borgar sl. þriðjudag. I Seljahlíð og tengdum parhúsum em 88 íbúðir, sem koma til með að hýsa 110—120 manns. Fyrstu íbúamir flytja inn um næstkomandi mán- aðamót. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefur reist 60 íbúðir fyrir aldraða, sem tengdar em þjón- ustumiðstöð, er borgin byggði, og kostaði um 40 m.kr. Þetta tvennt, sem er féttaefni Qölmiðla um þessar mundir, sýnir ljóslega, að gengin er til góðs sú leið, sem liggur að því marki að fullnægja áður en langir tímar líða eftirspum eftir sérhönnuðu hús- næði fyrir aldraða í Reykjavík. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík Markvisst kosning á síðasta sprettmu KOSNINGARNAR tíl borg- arstjórnar Reykjavíkur, sem verða eftir rúmar tvær vik- ur, virðast ekki snúast um eitt málefni öðrum fremur. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á styrka og farsæla stjórn borgarinnar á síðustu fjórum árum, samhentan meirihluta og öra uppbygg- ingu eftir stjómleysi og stöðnun, sem einkennt hafi valdatíma vinstri flokkanna 1978—1982. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gagn- rýna einkum, að dagvistar- rými fyrir böra og sjúkra- rými fyrir aldraða hafi ekki aukist nægilega. Þeir beina einnig spjótum sínum að völdum Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, sem þeir telja allt of mikil. Þeir fullyrða líka, að borgarstjóri misnoti völd sín til að hygla „gæð- ingum" Sjálfstæðisflokksins og íþví sambandi eru kaupin á Olfusvatni og stofnun Granda hf. aðallega nefnd. Alþýðubandalagið hóf kosninga- baráttu sína með vinnustaðafund- um fyrir hálfum öðrum mánuði, en aðrir flokkar byijuðu ekki af krafti opinberlega fyrr en í upphafi síðustu viku. Þá hófíist vinnustaða- fundir Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks og nokkru síðar vinnu- staðafundir Framsóknarflokksins, sem þó hafa verið miklu færri. Virðist sem Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur leggi mesta áherslu á þessa leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Álþýðuflokkurinn notar aftur á móti kaffíhús og aðra veitingastaði meira. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hefur fylgst með nokkrum þessara funda og af þeim að dæma er unnt að segja, að nokkur hiti sé í baráttunni. Á fundum, sem borgarstjóri sækir, hafa spyijendur mestan áhuga á málefnum ein- stakra borgarhverfa, en dagvistar- mál bama og aðbúnaður aldraðra ber þó mjög oft á góma. „Hneyksl- ismálin" tvö, kaupin á Olfusvatni og stofnun Granda hf., sem vinstri flokkamir hampa mjög, virðast ekki hafa valdið miklu uppnámi meðal almennra kjósenda. Mál- efnaleg svör borgarstjóra við þess- ari gagnrýni mátti sjá í frásögn af fundi hans með starfsfólki Granda hf. hér í blaðinu á þriðju- dag. Þokkí Bryndísar Svo er að sjá, að Alþýðuflokkur- inn í Reykjavík tefli Bryndísi Schram meira fram í kosningabar- áttunni, en Bjama P. Magnússyni, sem þó skipar fyrsta sætið á fram- boðslista flokksins. Kalla kratar hana „drottninguna" sína. Þokki Bryndísar er jafnvel gerður að sér- stöku umtalsefni í málflutningi Alþýðuflokksmanna. Jón Baldvin Hannibalsson gat þess t.d. sérstak- lega í Múlakaffi sl. laugardag, að hann og Ámi Gunnarsson (sem þar voru með framboðsfund) hefðu eðlilega ekki sama aðdráttarafl og Bryndís, sem fyllt hefði kaffístof- una viku fyrr. Hann sagði, að Davíð Oddsson væri eini frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, sem Samhentur meirihluti og styrk og farsæl stjórn, segja sjálf- stæðismenn. Fram- bjóðendur minni- hlutaflokkanna telja borgarstjóra hafa of mikil völd og segja útgjöld til félagsmála allt of lítil. almenningur þekkti, og aðrir fram- bjóðendur flokksins væru sem peð hans. „Er ekki við hæfí, að fóma tveimur peðum fyrir hrók og drottningu?" spurði hann og átti þá að sjálfsögðu við þau Bjama P. og Bryndísi. Var gerður góður rómur að þessari líkingu á kaffí- stofunni. Vinnustaðafundir Kvennalistans hófust ekki fyrr en sl. mánudag og eini opni fundurinn, sem listinn efnir til fyrir kjördag, verður kosn- ingahátíð í Sóknarhúsinu sunnu- daginn 25. maí. Hins vegar hafa frambjóðendur Kvennalistans og stuðningsmenn sent frá sér dreifí- rit og gestkvæmt mun vera í kosn- ingamiðstöðinni í Hótel Vík. Það virðist enn ekki vera mjög mikill kraftur í kosningastarfi framsóknarmanna, sem m.a. sést á því hversu fáa vinnustaðafundi frambjóðendur hafa haldið. Á sama hátt og Alþýðuflokkurinn teflir formanni sínum fram Reykja- víkurbaráttunni til styrktar, hafa framsóknarmenn fengið Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, til liðs við sig. Hann sótti t.d. vinnustaðafund með Sigrúnu Magnúsdóttur í Granda í vikunni sem leið. verið, að Össur Skarphéðinsson, ritstjóri blaðsins, er í framboði fyrir Alþýðubandalagið. Hann skrifaði upphafna forystugrein um listann og sjálfan sig í Þjóðviljann á upp- stigningardag og sagði m.a.: „Það spillir ekki, að á sama tíma og framboðslistar annarra flokka eru óvenju litlausir, þá hermir al- mannarómur, að G-listinn í Reykjavík hafí sjaldan verið jafn sterkur og núna." Ekki skýr valkostur Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins deila, sem fyrr segir, á ýmsa þætti í stjóm Reykjavíkur- borgar á síðasta kjörtímabili, en Bryndís Schram á framboðsfundi i Alfreð Þorsteinsson, sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í ] Flokksblað framsóknarmanna, Tíminn, hefur ekki verið í miklum kosningaham að undanfömu, enda þótt stjómmálaskrif blaðsins hafí verið aukin nokkuð vegna kosning- anna. Aðra sögu er að segja af Þjóðviljanum, sem heita má að hafí verið í „stórslag" í margar vikur. Ein skýringin á því gæti ekki er að sjá, að þeir setji fram neinn skýran valkost. Þeir segjast vilja setja félagsmál í öndvegi, hraða uppbyggingu dagvistar- heimila, byggja leiguhúsnæði og bæta aðbúnað aldraðra. Það hefur hins vegar skort mjög á, að fram komi með hvaða hætti þetta á að gerast. Sumir frambjóðendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.