Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 44

Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 ÍSLENSKlR TEXTl ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ SIMI 82128 SPEARFIELDS DAUGHTER Nýr stórkostlegur myndaflokkur á þremur spólum sem enginn má láta fram hjá sérfara. Kominn á myndbandaleigur. Nyr. afar spennandi urvalsmyndaflokkur, gerður eftir samnefndri metsolubók Jon Clearys (High Road to Chma). Cleo Spearfield er ung, myndarleg og metnaðarfull blaðakona sem leggur lit sitt fuslega i hættu til þess að na i goða frett. Hun lendir i atökum Vietnamstriðsins, kynmst ógnvekjandi hliðum borgara- styrjaldarinnar a N-irlandi, og i Þyskalandi ræna hryðjuverka- menn henni Mynd um atok. astir og hatur. I aðalhlutverkum eru urvalsleikararmr Christopher Plummer, Nancy Marchand, Steve Railsback og Kim Braden. Framleiðslu þessa myndaflokks lauk fyrir rétt rúrrum manuði [DEL3 Enn eru rtokkur sæti laus í fyrirhatnaiiausar hringterðjr Úrvals um NorSurlönd í júní og júlí I sumar efnir Úrval til tveggja hringferða um Norðurlönd. Megin- markmiðið er að kynnast höfuðborgunum fjórum, Osló, Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmanna- höfn, með eins aðgengi- legum hætti og kostur er. Fyrirhafnar- laus ferða- máti Ferðirnar hefjast með flugi til Oslóar. Þaðan er farið með lest til Stokkhólms, síðan með ferju til Helsinki og aftur til Stokkhólms. Frá Svíþjóð liggur svo leiðin með lest til Kaup- mannahafnar. Alls staðar er farið í skipulagðar skoðunar- ferðir um borgirnar og nágrenni þeirra. Heimsóttir verða margir forvitnilegir staðir. Gist er á fyrsta flokks gististöðum og góður tími gefinn til að slappa af og kíkja ( versl- anir. íslenskur fararstjóri sem öllum hnútum er kunnugur sér um að allt fari eins og best verður á kosið. Verð pr. mann: ( þríbýli: 39.810,- kr. (tvíbýli: 40.710,- kr. í einbýli: 45.010,- kr. Innifalið: Flug, lestar- og ferjuferðir, hótelgisting í 9 nætur, ferjugisting í 2 nætur, morgunverður í 11 daga, skoðunarferðir, aksturfrá og að flugvelli úti og íslensk fararstjórn. Brottfarir: Fyrri ferðin stendur yfir frá 24. júní til 5. júlí og sú síðari frá 15. til 26. júlí. FERMSKRIFSrOKN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. < V) —i fi t= Tjiróttin dans eftir Níels Einarsson I tilefni af nýafstaðinni íslands- meistaradanskeppni í latln- og stað- al-dönsum 1986, á vegum Dans- kennararáðs íslands (DÍ er fram- kvæmdavald Danskennarasam- bands íslands og Félags íslenskra danskennara), sem fram fór á Hótel Sögu sunnudaginn 20. apríl sl. óska ég öllum þátttakendum og dans- kennurum þeirra til hamingju með frábært verk. Neðanskráðir danskennarar höfðu allan veg og vanda af fram- kvæmd keppninnar þau Auður Haraldsdóttir, Sigurður Hákonar- son og Asta Tryggvadóttir sem jafnframt var raunverulegur fram- kvæmdastjóri. Aðrir starfsmenn keppnisdaginn unnu einnig gott verk og eiga þakkir skilið. Þar sem ég hef staðið í álíka framkvæmd og þessi danskeppni var, sbr. gömludansakeppnimar og alþjóðadanskeppnimar hérlendis, veit ég að það sem þau fram- kvæmdu var mikið átak. Einu afskiptin sem kennarar Nýja Dansskólans höfðu af þessari keppni önnur en þjálfun nemenda og hvatning annarra danskennara til að fara af stað með slíka dans- keppni, voru að beiðni ofanritaðra nefndarmanna að: 1 Útvega verðlaunagripi. 2. Panta 4 borð á Hótel Sögu, þ.e. eitt borð fýrir hvem dansskóla sem var með þátttakendur. Þess- ir dansskólar voru: Dansskóli Sigvalda, Dansskóli Auðar Har- alds, Dansskóli Sigurðar Hákon- arsonar og Nýi Dansskólinn. Önnur borð sem merkt voru frá- tekin vom ekki á okkar vegum, enda átti ekki að taka frá borð. Ekki hef ég orðið var við að neinn, hvorki danskennari né dans- ari, sé ósáttur við úrslit, en af 200 keppendum geta ekki allir unnið. Samt sem áður vinna allir með aukinni þekkingu sem skapast af æfingum. Það er vafalaust erfltt að flokka, svo hlutlaust geti talist, keppendur í rétta riðla, þá sérstaklega þá sem hafa verið aðstoðardanskennarar, að þeir keppi ekki á móti leikmönn- um. Geta má þess að allir þátttak- endur vom til fyrirmyndar, bömin og unglingarnir dönsuðu eins og englar. Aldurshópurinn 35 ára og eldri sýndi dansinum mikla virðingu og sjálfír dansaramir íþróttaanda. Hópurinn 16—34 ára var samsafn hæfíleikamikilla dansara, sem eiga mikla framtíð í dansinum, hvort sem þau haldi áfram sem leikmenn eða snúi sér að dansinum sem at- Níels Einarsson vinnu. Aðeins eitt par tók þátt í riðli aðstoðardanskennara og ann- arra launaðra dansara. Þetta par verðandi danskennara stóð sig vel. Ef framhald verður á þessum riðli eins og öðmm er vonandi að aðstoð- ardanskennarar og annað starfsfólk Nýja Dansskólans verði með, en sökum anna var ekki möguleiki á þátttöku þeirra í þetta sinn. Erlendu dómaramir þau Doris Bmce Barker, Martin Cutler og Carol Bedford unnu frábært starf, vijð ákafíega erfiða aðstöðu. Danssýning þeirra Martins og Carol var frábært innlegg í þessa danskeppni. Danssýning frá Jass- ballettskóla Bám var stórkostleg, og eiga stjómendur og dansarar þakkir skilið. Hermann Ragnar Stefánsson, forseti Danskennara- ráðs íslands, og Bryndís Schram kynnir vom réttar persónur á rétt- um stað. Segja má sem svo að þar sem ég var ekki í framkvæmdanefnd keppninnar ætti ég frekar að vera gagnrýnandi. Ég veit að þetta verk var mikið og erfítt og geri ráð fýrir að við munum nota skynsemina og læra af mistökum. Ég hef ekki ætlað mér að gagn- rýna það starf sem ofanritaðir þremenningar unnu heldur óska þeim til hamingju og jafnframt þakka þeirra starf. Þeir sem sáu þessa danskeppni vita hve langt Islendingar em komnir í þessari íþrótt, hið sorglega er að sökum skorts á rými komust færri áhorfendur að en vildu en þröngt mega sáttir sitja. Höfundur er dnnskennari ogfor- maður Félags íslenskra danskenn- ara. Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1986 Vegna þjóðhátíðar Vestmannaeyja sem haldin verður 1., 2. og 3. ágúst auglýsir þjóðhátíðarnefnd Þórs eftirfarandi: 1. Óskað er eftir tillögum að þjóðhátíðar- lagi og Ijóði 1986. Tillögum skal skilað á snældum og vera merkt dulnefni, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi með í lok- uðu umslagi. Tillögum skal skilað fyrir 15. júní. 2. Óskað er eftir tilboðum frá hljómsveit- um að leika fyrir nýju og gömlu dönsunum á hátíðinni. Tilboðum skal skilað fyrir 1. júní. Tillögur og tilboð sendist í pósthólf 175, 902 Vestmannaeyjum, merkt: Þjóðhátíðar- nefnd Þórs. Allar nánari upplýsingar veitir Þór Vilhjálmsson í síma 98—1816 á kvöld- in. Þjóðhátíðarnefnd Þórs 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.