Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Ætlar þú a6 mála
fyrir hvítasunnu ?
Málning og
lökk o.f 1.
Ailir litir og áferðir á veggi, gólf,
glugga, vinnuvélar og skip.
Hitaþolinn lakkúði, margir litir.
Blakkfernis.
RYOCVOW — RYOVÓRM
Málningaráhöld
Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem
til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir.
Fyllingaref ni — Kitti
Polyfilla fyllingarefni og uppleysir.
Linolin — Silicon — Seal one — Kítti.
Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855.
ptö ei^iö þaö skiih
Hvernig væri að breyta til um hvítasunnuna?
Sleppa allri matseld og umstangi og stinga af?
Þá er Hótel Borgarnes rétti staðurinn,
friðsæll staður í fögru umhverfi.
Á hátíðamatseðlinum er fuglakjöt ríkjandi, svo sem kalkún, önd,
gæs, rjúpa, svartfugl og lundi, ásamt annarri villibráð.
Þið eigið sannarlega skilið að láta einu sinni dekra við ykkur og
koma svo hvíld og endurnærð til starfa aftur eftir hátíðar
- OG verðið kemur á óvart.
VERIÐ VELKOMIN
Upplýsingar í símum 93-7119 og 7219
Slappir harðjaxlar
í litlum hasarleik
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Sýnd í A-sal Stjðrnubíós.
Stjörnugjöf 0
Ítölsk/bandarísk. Framleið-
andi: Bruno Corbucci. Tónlist:
Michelagelo La Bionda. Leik-
stjóri: Bruno Corbucci. Helstu
hlutverk: Terence Hill og Bud
Spencer.
Einhveijar vinsælustu bíó-
myndir sem sýndar voru hér fyrir
einum tíu fimmtán árum voru
hinar svokölluðu Trinity-myndir.
Hinar tvær íyrstu, Ég heiti Trin-
ity og Enn heiti ég Trinity, voru
jafnframt þær bestu og vinsæl-
ustu. Þegar sú seinni var frum-
sýnd í Tónabíói varð atgangurinn
við miðasöluna slíkur að kalla
varð á lögregluna og a.m.k. ein
stór rúða í anddyrinu brotnaði.
Þeir Terence Hill og Bud
Spencer, aðalleikaramir í mynd-
unum, hafa verið að leika í „Trin-
ity-myndum“ allar götur síðan en
eftir því sem myndunum fjölgaði
fækkaði áhorfendum og allir eru
löngu hættir að troðast til að sjá
þá. Astæðan er sáraeinföld:
Myndimar eru hver annarri slapp-
ari og Harðjaxlar í hasarleik
(dæmigert heiti) er engin undan-
tekning frá því.
Hafi einhvemtíma verið til
frumleiki í þessum myndum er
hann horfinn. Slagsmálin eru þau
sömu nema hvað þau em löngu
orðin asnaleg, leikurinn er hræði-
legur og fyndnin er nánast engin.
í þetta sinn gerist myndin í Miami
á Flórída og þeir Hill (vitið) og
Spencer (kraftamir) leika bestu
löggur í heimi og snýst myndin
um leit þeirra að moldríkum
glæpamanni, sem komið hefur sér
vel fyrir á Miami með illa fenginn
auð.
Þeir Hill og Spencer ættu frek-
ar að fara og leita sér að almenni-
legri vinnu og hætta þessari vit-
leysu.
Morgunblaðið/Ólafur
Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson og Egiil Jónsson, alþingismað-
ur, kynntu sér stöðu byggingar skólasels í Fellum undir leiðsögn Þráins
Jónssonar, oddvita, og Hafsteins Sæmundssonar, sveitarstjóra.
Egilsstaðir:
Menntamálaráðherra
heimsækir skóla
Egílsstöðum.
SVERRIR Hermannsson, mennta-
málaráðherra, hefur verið á ferð
um Austurlandskjördæmi að und-
anförnu og viða komið i skóla á
þessum ferðum sínum til að kynnast
af eigin raun aðbúnaði skólanna,
ræða við nemendur og kennara og
kynna þau málefni sem efst eru á
baugi í ráðuneyti hans um þessar
mundir.
Nú í vikunni kom menntamálaráð-
herra í Egilsstaðaskóia, skoðaði þar
húsakynni, fylgdist stuttlega með
störfum nemenda og ræddi síðan við
kennara í stundahléi.
Menntamálaráðherra gat þess í
viðræðum við kennara að hann myndi
vinna að þvi að helmingi fleiri kennar-
ar fengju orlof til endurmenntunar og
framhaldsnáms á næstu árum en nú
tíðkaðist. Auk þess sem hann vildi
stuðla að því að auðvelda réttindalaus-
um kennurum að afla sér fullra rétt-
inda og gæti fjarkennslunefnd haft
ákveðnu hlutverki að gegna f þeim
efnum.
Menntamálaráðherra kvaðst binda
vonir við að baráttuleiðir kennarastétt-
arinnar færðu henni fyrr en seinna
þau bættu launakjör sem hún ætti
fyllilega skilið. Enda hefðu almenn
viðhorf gagnvart launabaráttu kenn-
ara breyst kennurum í hag hin sfðari
ár.
Þá viðraði ráðherra hugmyndir sín-
ar um stytta skólaskyldu og aukið
sjálfstæði skólanna.
Að loknum fundi með kennurum
skoðaði menntamálaráðherra bygg-
ingu skólasels í Fellum undir leiðsögn
oddvita Fellahrepps, Þráins Jónssonar,
og Hafsteins Sæmundssonar, sveitar-
stjóra — en áætlað er. að taka skóla-
selið að hluta í notkun að hausti.
Egill Jónsson, alþingismaður, var í
för með menntamálaráðherra.
- Ólafur
Varahlutir
í litla bíla og stóra
Ef HÁBERG ó hlutinn
þá er veröiö hagstœtt!
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88