Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Stjórn
Graskögglaverksmiðjunnar
Vallhólms hf.
Skagafirði
hefur ákveðið að leita eftir kauptilboði í
allar eignir félagsins.
Um er að ræða. Byggingar, vélar, tæki,
ræktun og u.þ.b. 1600 tonn af
graskögglum.
Tilboð geta miðast við þessar eignir með
eða án birgða.
Tilboðum ber að skila fyrir 24. maí nk. til
Sigurðar I. Halldórssonar hdl., Borgartúni 33,
Reykjavík, sími 29888, eða Árna Jónssonar
Laugavegi 120 Reykjavík sími 29711, sem
jafnframt gefur nánari uppl.
SANDALAR
í tí sku-
litunum
Litir: Hvítt, svart, blátt, gult, fuxiableikt
Blaðburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Þingholtsstræti Skipholt1-50
Hvassaleiti Samtún
fHttgnnfrliiMfr
mmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmm
Metsölublad á hverjum degi!
Hvað er nauð-
synlegt?
eftirSigurð
Pétursson
Grein með yfirskriftinni: Eitt er
nauðsynlegt birtist í Morgunblaðinu
þ. 27 marz sl., og er þar um að
ræða prédikun, sem Jónas H. Har-
alz bankastjóri flutti í Dómkirkjunni
í Reykjavík þann 16. sama mánað-
ar. Leggur Jónas þar út af frásögn
þeirri í Lúkasarguðspjalii, þegar
Jesú Kristur kom í hús þeirra
systra, Mörtu og Maríu (Lúk, 10.
kap, 38—42. v.). María settist þá
við fætur Jesús og hlýddi á orð
hans, en Marta var önnum kafín
við mikla þjónustu og kvakrtaði
undan því að María skyldi ekki
hjálpa sér. En Jesú svaraði og
sagði. „Marta, Marta, þú ert
áhyggjufull og mæðist í mörgu, en
eitt er nauðsynlegt. María hefur
valið góða hlutann og hann skal
ekki verða frá henni tekinn."
Allt frá því, að ég sem bam lærði
þessa sögu í Biblíusögunum, hefur
hún valdið mér nokkurri furðu.
Hiutverk Mörtu fannst mér eðlilegt
og náuðsynlegt, þannig lifðu allir í
sveitinni í gamla daga, en hlutur
Maríu líkaði mér ekki, taldi hann
jafnvel stafa af leti. Síðar hallaðist
ég að því, að hér hafl verið um fróð-
leiksfíkn hjá Maríu að ræða, og er
ekkert nema gott um það að segja.
Furðulegast við svar Krists
fannst mér aftur á móti, að hann
taldi hlut Maríu „góða hlutinn"
vegna þess að „eitt er nauðsynlegt",
en gerir síðan enga ljósa grein fyrir
því hvað þetta nauðsynlega er.
Verður ekki betur séð en Kristur
meini, að þetta eina nauðsynlega
sé að hlusta á hann sjálfan, spá-
manninn, og aðhyllast kenningu
hans. Þessa skoðun hafa víst allir
spámenn haft bæði þeir stóru og
þeir minni. Með svari sínu gefur
Kristur einnig í skyn, að hluti Mörtu
sé hinn lakari. Má það vel rétt vera,
ef betur er að gáð, því að Marta
er alin upp í anda Lögmálsins, eins
og það stendur skrifað í gamla
testamentinu. Þar stendur í I. Móse-
bók, 3. kapitula, 19. versi: „í sveita
andlitis þíns skalt þú neyta brauðs
þíns, þangað til þú hverfur aftur
til jarðarinnar." Hér eru tekin af
öll tvímæli, það nægir ekki að sitja
aðeins og hlusta á spámanninn,
heldur verður að hefjast handa og
vinna. Og það gerir Marta.
Hlutur Maríu í frásögn Krists er
eftirtektarverður. Hún situr og
hlustar á spámanninn, en engar
sögur fara af því, að hún hafi gert
neitt annað en aflað sér þekkingar,
en það var víst ekki kölluð vinna í
þá daga. Vafalaust hefur Jesús sagt
Maríu margt fallegt, en fagnaðarer-
indið er engin iðnfræðsla eða bú-
fræði, heldur trúfræði og siðfræði,
þekking á lífinu og tilverunni, viska,
sem ekki verður í askana látin, eins
og hér hefur stundum verið haft
að orði.
í sveita þíns andlitis skalt þú
brauðs þíns neyta. Þegar betur er
að gáð, þá var hér um refsidóm að
ræða, sem lagður var á manninn
að litlu tilefni. Adam hafði ásamt
konu sinni etið sitt einasta epli, sem
ekki hafði verið í frásögur færandi,
ef þetta hefði ekki verið forboðinn
Minnisvarði
um Thor Jensen
eftirHalldór
Jónsson
Við Vesturlandsveg hægra meg-
in, skammt handan Ulfarsár, þegar
ekið er úr bænum, er klettasnös sem
liggur fram að veginum. Þaðan sér
yflr Korpúlfsstaði og sundin blá.
Snösin blasir við öllum sem um
veginn fara.
Þegar Thor Jensen stóð á sex-
tugu og átti að baki sér tröllaukið
ævistarf í verzlun, útgerð og flsk-
vinnslu, auk landbúnaðar, kom
hann út í mýramar, sem þama
voru fyrir neðan. Þar reisti hann
Korpúlfsstaði og nýtízku mjólkurbú
með gerilsneyðingartækjum og
flöskuvæðingu. Búið^ framleiddi
hátt í milljón lítra af gerislsnauðri
mjólk fyrir Reykvíkinga og sendi
þeim til þeirra á lægra verði en
Námsstefna um
hagnýtingu tölva
á bókasöfnum
NÁMSSTEFNA um hagnýtingu
tölva á bókasöfnum verður haldin
á Hótel Esju þriðjudaginn 20. maí
nk. Námsstefnan er haldin á vegum
Bókavarðafélags íslands, bóka-
safnsfræðideildarinnar í HI, Endur-
menntunamefndar HÍ, Félags
bókasafnsfræðinga og Tölvunefnd-
ar bókasafna. Hún er opin öllum
sem áhuga hafa á tölvunotkun á
bókasöfnum. Á dagskrá verða stutt
erindi um gagnabanka og tölvunet
og tölvunotkun á íslenskum bóka-
söfnum. í tengslum við námsstefn-
una verður kynning á DOBIS/
LIBIS, sem er alhliða tölvukerfí
fyrir bókasöfn, á vegum SKÝRR.
varð þegar afurðasölulögin, sem
vom í raun sett honum til höfuðs,
tóku gildi. Thor studdi þau lög í
byijun, því hann hélt að þau ættu
að verða öllum til góðs. En túlkend-
ur laganna sáu til þess, að gert var
útaf við arðsemi rekstursins á
Korpúlfsstöðum. Enn hefur ekki
venð reist meira mannvirki í sveit
á íslandi. Þetta framtak Thors varð
til þess að útrýma taugaveiki að
mestu í Reykjavík. Áður hafði verið
settur upp almennur taugaveikispít-
ali á faraldstíma í húsi Thors að
Fríkirkjuvegi 11.
Thor Jensen átti líklega stærsta
hlutann í stofnun Eimskipafélags
íslands hf. Gaf hann því merki sitt
og Kveldúlfs. En þátttaka hans var
ekki metin sem skyldi, líklega vegna
Danaandúðar, sem þá var grunnt á
hjá mörgum íslendingum. Sjálfur
leit Thor á sig sem Islending og
var sannarlega ekki síztur þeirra.
Kveldúlfur rak um tíma 7 togara
hér í Reykjavík auk fískverkunar,
báta og millilandaskipa, sem fluttu
aflann. Einnig byggði hann síldar-
verksmiðju á Hjalteyri. Thor var
meðstofnandi Milljónafélagsins sem
rak stórflskstöð og togara í Viðey.
Kom mikið fé inn í landið við starf-
semi þess og varð eftir, þegar það
fór á hausinn.
I spönsku veikinni setti Thor upp
mötuneyti í Reykjavík og fæddi á
eigin kostnað hundruðir bágstaddra
þegar neyðin veu- mest.
Mér fínnst ég engan fremri Thor
Jensen sjá, þegar ég skyggnist um
í stórmennahóp þessarar aldar á
íslandi. Mörgum úr þeim hóp hafa
þó verið reistir minnisvarðar að
verðleikum. Ekki Thor Jensen, sem
þó hlýtur að teljast með hinum
ágætustu íslands sonum.
Minnisvarði um hann væri lítill
þakklætisvottur fyrir allt það, sem
hann gerði fyrir þjóð sína.
„Vinnan er alls enginn
refsidómur. Þvert á
móti, hún er það nauð-
synlegasta í lífinu.“
ávöxtur, sem gerður var mjög tæl-
andi og forvitnilegur til átu. Er
helzt útlit fyrir, að Drottinn hafl
viljað prófa hlýðni mannsins við
skapara sinn. En svo fór að maður-
inn féll í synd og konan líka. Þetta
var upprunasyndin, eða erfðasynd-
in, sem mannkynið er talið hafa
erft frá sínum fyrstu foreldrum.
Þetta held ég enginn maður taki
lengur alvarlega.
Vinnan er alls enginn refsidómur.
Þvert á móti, hún er það nauðsyn-
legast í lífínu. Vinnan gefur lífínu
fyllingu og gerandanum möguleika
til þarfra framkvæmda, öflunar
íjármagns og til sjálfstæðis. Marta
hefur því tvímælalaust valið „góða
hlutann", en María ekki.
Höfundur er fyrrverandi deildar-
stjórihjá Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins.
Halldór Jónsson
„Minnisvarði um hann
væri lítíll þakklætis-
vottur fyrir allt það,
sem hann gerði fyrir
þjóð sína.“
Ég vildi stuðla að því, að Thor
yrði reistur minnisvarði. Mér fynd-
ist hann fara vel á áðumefndri
klettasnös. Þó geta aðrir staðir
verið jafngóðir eða betri.
Eg er á engan hátt neinn réttur
aðili að þessu máli, óskyldur Thor
og hans fólki og ókunnur að mestu.
En ég býðst hér með til þess að
reyna að koma á sambandi þeirra
manna, sem þessu máli vildu leggja
lið, með því að boða til umræðu-
fundar um málið.
Þeir sem vilja taka þátt í slíkum
fundi, skrái sig í síma 33600 eða
42365.
Höfundur er verkfræðingur og
framk væmdastjóri Steypustöðv-
arinnarhf.