Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1986
57
Uglur og apar, hundar
og kettir eru meðal
hinna fjölmörgu dýra
sem George Thot hefur
þjálfað og sum þeirra
eru orðin þekktar kvik-
myndastjörnur í
Hollywood.
Tætt og spólað í gryfjunum en
á eftir var T rabantí num velt.
Hann valdi síðari kostinn og fékk
vin sinn til liðs við sig. Þeir óku
bílnum upp í gryfjurnar fyrir ofan
hesthúsin í Kópavogi og þar var
gefið í svo um munaði. Eins og sjá
má var bíllinn kominn í rúst eftir
ökuferðina. Þá var lika kominn leki
að bensíntanknum og ákváðu þeir
félagar að ganga endanlega frá
bílgarminum með því að kveikja í
honum.
Að ökuferðinni lokinni var
kveikt í farkostinum og brann
hann til kaldra kola.
— Ertu viss um að við séum í réttu stúkunni?
COSPER
'■N
Pelíkaninn Pétur er heimsfrægur kvikmyndaleikari
og hefur fengið tvenn Oscarsverðlaun sem besta
kvikmyndadýrið. Það er ekki furða þó Georg sé stolt-
uraf honum.
mikinn vilja - þó hann geti gert
alls konar kúnstir af mikilli íþrótt,
þá veit maður aldrei hvort hann
fæst til að gera þær eftir að mynda-
vélin er komin í gang. Það þarf
aldrei jafn margar upptökur eins
og þegar kettir eru látnir leika í
kvikmyndum.
Það er hreint furðulegt að sjá
hversu náið samband hefur tekist
á milli Thot og dýra hans.
- Dýrin finna að okkur þykir
vænt um þau. Við þvingum þau
aldrei til neins og beitum heldur
aldrei neins konar refsingum. Dýr
gera kröfu til að þeim sé sýnd virð-
ing og þau vilja lifa eins og þeim
sjálfum er eiginlegt. Annars verða
þau aldrei góðir leikarar, segir
frægasti dýratemjarinn í Hollywood
og reynir að ýta uglunni Hútý utar
á öxlina. Bjarnarhúnn nýr sér upp
að fótlegg hans, köttur malar í
handarkrika hans og lítil api hefur
fengið sér sæti á þeirri öxlinni sem
uglan hefur eftirlátið honum.
Thot brosir kampakátur. - Eins
og þið sjáið er þetta hálfgert dýra-
lífseméglifi . . .
Hvítasunnukappreiðar Fáks
verða haldnar á Fáksvellinum dagana
15.—19. maí.
Dagskrá:
Fimmtudagurinn 15. kl. 17.30 hefst gæðinga-
keppni fjórgangshesta.
Föstudaginn 16. kl. 17.30 hefst gæðingakeppni
fimmgangshesta.
Laugardaginn 17. kl. 09.00 hefst gæðingakeppni
í barnaflokki, kl. 10.00 hefst töltkeppni fullorðinna,
kl. 11.00 hefst gæðingakeppni í unglingaflokki,
kl. 13.30 hefjast úrslit í barna- og unglingaflokkum
og í tölti, kl. 15.00 hefjast kappreiðar. Keppt
verður til úrslita í 150 m skeiði og 300 m brokki
og fyrri sprettur í 800 m, 350 m og 250 m stökki.
Mánudagurinn 19. kl. 13.30. Keppt til úrslita í
gæðingakeppni fjórgangs- og fimmgangshesta.
Kl. 15.00 verður keppt í 250 m skeiði, báðir sprett-
ir og til úrslita í 800 m, 350 m og 250 m stökki.
TÓNLISMRSKÓLI
KÓPKJOGS
Frá Tónlistarskóla
Kópavogs
Skólanum verður slitið og prófskírteini afhent
í Kópavogskirkju föstudaginn 16. maí kl.
16.00.
Skólastjóri.
5^"
fV\ú9ar
FLUGLEIÐIR