Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 62

Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAI1986 1986 Universal Press Syndicate ,Hc*nn er toúínn ou5 vera. svorux. 'i Frjó- dOUjCL - ebo~ ó\hour\ Kann. sló o. þumatfingunrm meí hörmri." Með morgunkaffínu Ég tók tvær orður. Þær klæða mig sem eyrna- lokkar! HÖGNI HREKKVÍSI Valda blikkandi gnl ljós slysum? I Morgunblaðinu hinn 11. maí sl. birtist frétt undir fyrirsögninni: Umferðarljós allan sólarhringinn: Grunur um að gul blikkandi ljós hafí valdið slysum. I þessari frétt kemur fram, að vísbending sé um, að hin gulu blikk- andi ljós, sem stundum eru höfð í gangi, t.d. um helgar, geti valdið umferðarslysum. Umferðamefnd hefur þess vegna samþykkt, að fyrst um sinn verði hætt að láta umferðarljós í borginni blikka gulu ljósi að kvöld- og nætur- lagi. I stað þess verði þau látin ganga eins allan sólarhringinn. Haft er eftir yfirverkfræðingi hjá umferðardeild borgarinnar, að það fyrirkomulag hafi verið tekið upp til reynslu að hafa hin gulu blikkandi ljós að næturlagi og hefði gefist vel í fyrstu. Þetta minnir mann á, að í flestum löndum hins tæknivædda heims hefur þetta verið tíðkað áram saman og þykir enn sjálfsagt, þótt einhveijir ökufantar sem valda umferðarslysi staðhæfi, að þeir hafi ekki séð þessi blikkandi ljós eða engrar varúðar gætt. Þeir sem aka á rauðu ljósi eins og margir gera hér hafa sömu sögu að segja. Þeir sáu bara ekki rauða ljósið! Þeim er þetta ritar þykir engin ástæða vera til þess að koma til móts við fáeina sérvitringa, sem finna gulu ljósunum að næturlagi allt til foráttu, einkanlega ef þeir lenda í umferðaróhappi og era vald- ir að slysum. Fyrirspurn um skoðunargjald Ágæti Velvakandi. Eins og öðram bifreiðaeigendum 'var mér sendur seðill frá embætti tollstjóra um að greiða bifreiðagjöld í upphafí ársins. Greiddi ég möglun- ariaust reikningsupphæðina á til- skildum tíma, krónur eitt þúsund. Þegar betur var að gáð, sá ég, að þessar eitt þúsund krónur skipt- ast þannig á reikningnum, að kr 800 er skoðunargjald og kr. 200 er vátrygging ökumanns sam- kvæmt 36. grein laga nr. 67 frá 1971. Nú vill svo til að ég þarf ekki að fara með bfl minn til skoðunar í Bifreiðaeftirlitið á þessu ári, því hann er árgerð 1984. Þess vegna vaknar sú spuming, hvers vegna mér er gert að greiða skoðunar- gjaldið. Það er í hæsta máta ein- kennilegt að borga fyrir opinbera þjónustu, sem ekki er innt af hendi. Mig langar því til þess að spyija hlutaðeigandi, hvort ég eigi ekki kröfu á að fá kr. 800 endurgreiddar. Við eram raunar dálítið héraleg- ir, íslendingar, á margan hátt. Við eram alltaf að reyna að fínna upp nýjar og nýjar aðstæður, sem eiga að hæfa okkur einum. Eins og t.d. þetta með umferðarljósin. Við tók- um þau upp eftir erlendri fyrirmynd og eins breytinguna með gulu ljósin blikkandi, sem era enn í gangi í flestum löndum, einmitt vegna þess, að þau þykja mun hentugri að kvöldlagi, þegar umferðin er meira en helmingi minni en að degi til. Það eru líka einmitt allar for- sendur fyrir því, að hér eigi ná- kvæmlega það sama við og erlendis. íslenskir ferðamenn fara til útlanda og aka þar eigin bflum eða leigðum bifreiðum og finna ekkert athuga- vert þar, því þar er vel skipulögð umferð og við eram fljótir að átta okkuráhenni. En svo þegar búið er að festa sömu reglur í sessi hér, þá koma athugaemdir, oftast frá mestu umferðarafglöpunum og það sem verra er, það er farið eftir þeim! íslendingur Hvaðan er orðatiltækið? Augliti til auglitis Það er úr 2. Mósebók, 33,11, þar sem segir frá samtaii Drottins við Móse eftir að hann hafði fengið sáttmálstöflumar á Sinai-fjalli og ísraelsmenn höfðu dansað kringum gullkálfinn. „En Drottinn talaði við Móse augliti til auglitis, eins og maður talar við mann. — Og úr 5. Mósebók, 5,4, þar sem Móse minnir þjóð sína á sáttmála Drottins við Israel. „Drottinn talaði við yður á fjallinu augliti til auglitis úr eldin- um.“ (Dagbladenes Pressetjeneste). Víkverji skrifar , N'ú ER.J BÆ.E-1 KyMlN l’ tJEKK. “ Flugmaður bað Velvakanda núna um daginn fyrir örstutt skilaboð til Steingríms forsætisráð- herra og Matthíasar samgöngu- málaráðherra. Þau vora svohljóð- andi: „Vinsamlegast lesið yfir rök al- þingismanna og ráðherra frá því að Flugfélag Islands og Loftleiðir vora sameinuð. Kynnið ykkur hvort nokkuð hefur breyst. Þau verkefni sem ekki vora talin til skiptanna þá hafa því miður ekki vaxið svo að ástæða sé að fara að endurtaka þau vandamál sem ollu þeirri sam- einingu." Víkveiji þykist að sjálfsögðu hvorki búa yfir nægilegri vitneskju né heldur luma á nægilegri þekk- ingu til þess að geta tekið afstöðu til Amarflugsmálsins eins og það hefur verið kallað. Var jafn brýnt og sumir vildu vera láta að félagið tórði eða átti hið margprísaða „lög- mál samkeppninnar" að ráða ferð- inni? Sá sem gæti nú svarað því. Hitt er svo annað mál að það sem flugmaðurinn er að minna á með fyrirspum sinni er fjarri því að vera hégómi. Rökin sem þeir stjómmálamenn, sem töluðu máli Arnarflugs, beittu að þessu sinni vora nefnilega þveröfug við þau sem ákafast var haldið á loft við sameiningu Loftleiða og Flugfé- lagsins og það stundum af sömu mönnum og nú voru á ferðinni. Þá hét það að þessi tvö flugfélög væra að rífa hvort annað á hol og að það eina sem gæti gert okkur íslendinga samkeppnishæfa í fluginu væri samrani þessara keppinauta, sam- eiginlegt átak eins og það heitir í lofræðunum. í vor var þessu þveröfugt komið sem fyrr er sagt: nú hét pað að samkeppnin væri einmitt allra rauna bót og þar af leiðandi alveg sjálfsögð. Kannski ekki að undra þó að sauðsvartur almúginn eigi ekki alltaf beinlínis auðvelt með að átta sig á því hvenær hann eigi að taka forystusauðina sína alvarlega. Menn hafa verið að agnúast útí happdrættin að undan- fömu og þá einkanlega haft það á hornum sér hvílíka fim af miðum þau hafi á boðstólum, sum hver að minnstakosti; og hafa tínt til nýleg og óneitanlega dálítið rosaleg dæmi þar sem handhafi happdrættisleyf- isins sýnist hafa hirt til sín obbann af vinningunum sjálfur. Því er hér við að bæta að það fer að verða íhugunarefni hvort happdrættin séu ekki að verða langtum of mörg, hvort þetta sé ekki að komast út í öfgar hjá okkur og hvort þetta fari þar að auki ekki að draga þann dilk á eftir sér að menn fái einskon- ar happdrættisofnæmi og geri bara verkfall. Víkveiji veit þess dæmi. Þá er það ergilegt hve slælega (eða klaufalega, skulum við hafa það) sum happdrættin auglýsa vinningsnúmerin. Eaki risamir að vísu, enda mundi þá allt verða vit- laust. En menn verða áreiðanlega tregari en ella til viðskiptanna þegar þeir þurfa í fyrsta lagi að setja á sig daginn þegar vinnings- númerin verða dregin út (og sá dagur getur á stundum verið lygi- lega langt undan) og síðan að fín- kemba blöðin dag eftir dag í dauða- leit að þessum tveimur til þremur dálksentimetrum sem ráða úrslit- Þeir sögðu okkur í sjónvarps- fréttunum á föstudaginn var að „tvær kosningar“ væra þá nýaf- staðnar hjá Bretanum. Maður var að velta því fyrir sér hvort málvönd- unarmaðurinn þeirra, hann Ami Böðvarsson, væri kannski kominn í sumarfrí þegar gestur í sjón- varpssal, sem var að vísu talsvert niðri fyrir, fræddi okkur á því síðar um kvöldið að alþingi hefði nýverið samþykkt „tvö lög“. Allt er þá þrennt er, hafa menn fyrir satt, en þeir hjá sjónvarpinu hefðu kannski gott af að minnast þess að „allt er þá tvennt er“ stend- ur líka fyrir sínu. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.